Fleiri fréttir Eitt krot eykur líkur á öðru Þorsteinn Pálmarsson, eigandi hreinsunarfyrirtækisins Allt-af, flokkar veggjakrot sem skemmdarverk. Hann segir þá sem krota alltaf vera að læra nýjar aðferðir sem síðan þurfi að bregðast við með nýrri hreinsiblöndu sem sé nógu öflug til að hreinsa krotið án þess að yfirborð veggjarins skemmist. 19.6.2006 07:00 Búferlaflutningar fyrstu þrjá mánuði ársins Fyrstu þrjá mánuði ársins fluttust til landsins 2.574 manns á meðan 798 fluttust á brott. Landsmönnum fjölgaði af þessum orsökum um nær átján hundruð manns á tímabilinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðaupplýsingum um búferlaflutninga fyrsta ársfjórðungs, sem Hagstofan hefur unnið fyrir fjármálaráðuneytið. 19.6.2006 06:45 Allar ábendingar skoðaðar Undirbúningur og staða deilskipulags nýs sjúkrahúss við Hringbraut var kynnt á opnum fundi í Ráðhúsinu fyrir helgi. Ríflega fimmtíu manns mættu á fundinn og komu fram fjölmargar spurningar og athugasemdir frá starfsfólki Landspítalans og íbúum nágrennisins. 19.6.2006 06:45 Athygli vakin á blóðgjöfum Fjölskylduskokk Blóðbankans fór fram á miðvikudaginn. 70 manns tóku þátt, en hlaupið var haldið í annað sinn. Markmiðið með hlaupinu er að vekja athygli á Alþjóða blóðgjafardeginum (World Blood Donor Day) sem var haldinn á miðvikudaginn. Dagurinn er sameiginlegt verkefni Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Alþjóða Rauða krossins, Alþjóðasamtaka blóðgjafarfélaga og Alþjóðasamtaka blóðgjafar. 19.6.2006 06:30 Fjölskyldudagar Íslandsvina Mótmæli Íslandsvinir, sem er félagsskapur umhverfisverndarsinna, stendur fyrir friðsamlegum fjölskyldudögum undir Snæfelli við Kárahnjúka dagana 21. til 31. júlí næstkomandi. 19.6.2006 06:30 Rannsóknir eru hafnar Rannsóknir á háhitasvæðum eru hafnar vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík. Ætlunin er að kanna og rannsaka háhitasvæðin á Norðurlandi nægjanlega svo hægt verði að taka ákvörðun um nýtingu þeirra vegna stóriðjunnar. Boraðar verða þrjár rannsóknarholur í sumar. Sú fyrsta, sem er í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, er þegar tilbúin en hún er 2.130 metra djúp. 19.6.2006 06:15 Óánægja með vinnubrögð Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar brot á jafnréttislögum og jafnréttisáætlun skólans við ráðningu í stöðu dósents við tölvunarfræðiskor og krefst úrbóta. 19.6.2006 05:45 Framúrskarandi og til fyrirmyndar Nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent í fjórða sinn í Ráðhúsinu í gær. Liðlega fjörutíu nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur voru verðlaunaðir, meðal annars fyrir góðan námsárangur, framfarir í námi, félagsstörf, samskiptahæfni, frumkvæði, leiðtogahæfileika og frammistöðu í íþróttum og listum. 19.6.2006 05:45 Gunnar fékk öll atkvæðin Gunnar Einarsson var samhljóða ráðinn bæjarstjóri Garðabæjar til næstu fjögurra ára, á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar. Fimm af sjö bæjarfulltrúum sátu í gær sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Á honum var Páll Hilmarsson kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs og Erling Ásgeirsson hlaut kosningu sem formaður bæjarráðs. 19.6.2006 05:15 Tekist á um hvalveiðar Tillaga Japana, um að leyfa aftur hvalveiðar í atvinnuskyni, var felld á laugardagskvöld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fer nú fram í St. Kitts með eins atkvæðismun. Tvo þriðju hluta atkvæða hefði þurft til að fella bannið úr gildi. 19.6.2006 04:30 Sverðaglamur og stríðsöskur í Hafnarfirði Sverðaglamur og stríðsöskur berast nú frá Strandgötunni í Hafnarfirði þar sem Víkingahátíðin á Fjörukránni fer nú fram. 18.6.2006 19:00 Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. 18.6.2006 18:53 Ræðst á næstu dögunum Það ræðst á næstu dögum hvort sátt náist milli Alþýðusambandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Íslenskt samfélag var ekki undirbúið fyrir breytingar á flæði vinnuafls, segir Halldór Grönwold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. 18.6.2006 18:45 Mannréttindaskrifstofa Íslands og skátarnir á meðal styrkþega Mannréttindaskrifstofa Íslands, Krabbameinsfélagið og Skólahljómsveit Kópavogs voru á meðal þeirra sem hlutu í dag styrk úr Styrktarsjóði Baugs Group. 41,5 milljónum króna var úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni. 18.6.2006 17:28 Rannsóknir hafnar vegna hugsanlegs álvers á Bakka Hafnar eru rannsóknir á háhitasvæðum á Norðurlandi fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík. Ætlunin er að kanna og rannsaka háhitasvæðin nægjanlega til þess að unnt verði að taka ákvörðun um nýtingu þeirra og uppbyggingu vegna stóriðjunnar. 18.6.2006 13:45 Á góðum batavegi eftir hnífsstungu Maðurinn sem var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg í fyrrinótt er á góðum batavegi. Hann dvelur enn á gjörgæslu en verður útskrifaður þaðan í dag og fluttur á almenna deild. 18.6.2006 13:15 Mislæg gatnamót líklega boðin út fyrir áramót Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða að öllum líkindum boðin út fyrir áramót. Til stendur að leggja báðar brautirnar í stokk og leggja hringtorg ofan á, - í svokallaðri þriggja hæða lausn. Málið eru í algerum forgangi hjá nýjum meirihluta í Reykjavík, segir formaður samgöngu- og umhverfisráðs. 18.6.2006 12:45 Pólverjinn kominn með húsaskjól Eldri kona tók tvítugan Pólverja sem bjó í tjaldi í Laugardal upp á sína arma eftir frétt NFS á fimmtudaginn og veitti honum húsaskjól. Pólverjinn segist ánægður með að geta loksins farið í þurr föt á morgnana og er bjartsýnn á framtíðina. 18.6.2006 12:30 Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði. 18.6.2006 12:00 Dvergþerna sést í fyrsta sinn á Íslandi Lítil þerna fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi sem greind var sem dvergþerna, að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta sinn sem sú fuglategund sést hér á landi. 18.6.2006 11:30 Hátíðahöld fóru víðast hvar vel fram í gærkvöld Hátíðahöld virðast hafa farið vel fram víða um land þótt ölvun hafi verið töluverð á mörgum stöðum. Í höfuðborginni var erill hjá lögreglu allt fram til klukkan sjö í morgun og voru sex fluttir á slysadeild í nótt, tveir vegna minni háttar líkamsárása og fjórir eftir að hafa hrasað vegna ölvunar. 18.6.2006 10:30 Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. 18.6.2006 10:00 Dagblöðin fylla ekki tómarúmið eftir DV Lestur fyrsta fríblaðs landsins, Fréttablaðsins, jókst mun meira í fyrstu mælingunum á lestri þess en lestur Blaðsins. Lestur Fréttablaðsins nánast tvöfaldaðist samkvæmt fyrstu fimm fjölmiðlakönnununum sem gerðar voru eftir stofnun þess. 18.6.2006 07:45 Ný fyrirtæki spretta upp við hvert fótmál Atvinnulíf í Fjarðabyggð blómstrar þessa dagana og uppbyggingar sér víða merki. Búist er við mikilli fólksfjölgun sem sést í mikilli aukningu íbúðarhúsnæðis. Fólk brosir út að eyrum, segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð. 18.6.2006 07:30 Lagði hníf að hálsi manns Maður á fertugsaldri lagði hníf að hálsi eins gesta hátíðarhaldanna í miðborg Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Sá sem varð fyrir árásinni hafði sjálfur samband við lögreglu. 18.6.2006 07:15 Tvær sprengikúlur fundust Það er orðið að vana austur á Seyðisfirði að Árni Kópsson og föruneyti kafi niður að El Grillo, olíu- og flutningaskipinu, á þjóðhátíðardaginn. Þaðan var fjarlægð fallbyssa fyrir tveimur árum og nú á að ná í festingar sem tilheyra henni í skipið. 18.6.2006 07:00 Kerfið verður skilvirkara Aðkoma ríkisstjórnarinnar að endurskoðun kjarasamninga byggist að hluta eða öllu leyti á ákvörðun um lækkun á tekjuskattinum í staðinn fyrir lægra skattþrep. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að til álita kæmi að lækka tekjuskattinn um eitt prósent og fresta opinberum framkvæmdum. 18.6.2006 07:00 Varað við skelfiski í Hvalfirði Hafrannsóknastofnunin varar fólk við því að tína skelfisk í Hvalfirði sér til matar næstu vikurnar. Ástæðan er mikið magn eitraðra svifþörunga en fjöldi svonefndra Dinophysis spp-skoruþörunga er mjög mikill og við slíkar aðstæður er hætta á DSP-eitrun í skelfiski. 18.6.2006 06:45 Stunginn með hnífi í kviðinn Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn í kviðinn með hnífi á veitingastað ofarlega við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi og voru sár hans svo alvarleg að hann var lagður inn á gjörgæsludeild. 18.6.2006 06:45 Falleg athöfn á Bessastöðum Ellefu Íslendingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Á meðal þeirra sem hlutu orðuna voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, fyrir störf í þágu kirkju og samfélags og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, fyrir störf í þágu menningar og leiklistar. 18.6.2006 06:45 Safna fé undir fölsku flaggi Dæmi eru um að svikahrappar hafi hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands sem er líknarfélag í þágu þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Svikahrapparnir bjóðast til að koma heim til fólks og sækja féð. 18.6.2006 06:15 Foreldrar fái eingreiðslu Markmið meirihlutasamstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélaginu Árborg er að byggja upp fjölskylduvænt sveitarfélag. Fram kemur í nýkynntum málefnasamningi þeirra að foreldrum þeim sem kjósa að vera heima með börn sín frá níu til átján mánaða aldurs bjóðist valgreiðsla að upphæð 20.000 krónur á mánuði. Ennfremur er stefnt að því að öllum börnum frá átján mánaða aldri verði tryggð leikskólavist á kjörtímabilinu. 18.6.2006 06:00 Samkomulag um loftferðir Náðst hefur samkomulag milli Íslands og Indónesíu um loftferðir, sem mun veita íslenskum flugfélögum tækifæri til að stunda flug til og frá þremur borgum í landinu með tengingum við flug til annarra staða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 18.6.2006 06:00 Vill leita að samstarfsfleti Stefna Landspítala - háskólasjúkrahúss þess efnis að yfirmenn hjá sjúkrahúsinu séu í 100 prósenta starfshlutfalli og sinni ekki öðrum lækningastörfum þess utan mun standa óbreytt í máli Tómasar Zoëga læknis, sem og annarra á spítalanum. Reynt verður að fá Tómas til að starfa áfram. 18.6.2006 06:00 Vilja móta framtíðarsýn Fullt var út úr dyrum á stofnfundi samtakanna Framtíðarlandið, félags áhugafólks um framtíð Íslands, sem haldinn var í Austurbæ í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að fara í skrúðgönguna án þess að sýna sjálfstæði okkar í verki fyrst, sagði María Ellingsen, sem var kynnir á fundinum ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur, í upphafi fundar. 18.6.2006 05:15 Tugþúsundir við hátíðahöld Talið er að á bilinu 50-60 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn í gær til þess að fylgjast með hátíðardagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins. 18.6.2006 05:00 Tugir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Akureyri tók tæplega þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Þrír voru einnig teknir fyrir minniháttar fíkniefnabrot og þrjátíu útköll voru síðasta sólarhring sem tengdust skemmtanahaldi og ölvun. 18.6.2006 04:45 Sigldi úr höfn með 14 farþega Liðlega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa í ágúst í fyrra lagt úr höfn á haffærislausu skemmtiskipi, Söndru RE, með fjórtán farþega. Í ákærunni kemur fram að einungis hafi verið einn fjögurra manna björgunarbátur um borð. Landhelgisgæslan stöðvaði för skipsins þar sem það var á suðurleið skammt vestur af Viðey. 18.6.2006 04:30 Segja framtíð landsins ráðast á næstu misserum Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, í Austurbæ í hádeginu. Talsmenn félagsins telja að framtíð landsins muni ráðast á næstu mánuðum eða misserum og vilja hafa áhrif á hana og gera Ísland að draumalandi. 17.6.2006 19:00 Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt. 17.6.2006 17:42 Átök og innbyrðis deilur meðal ástæðna afsagnar Átök og innbyrðis deilur í Framsóknarflokknum eru meðal ástæðna þess að Halldór Ásgrímsson hættir í pólitík að mati Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi aðstoðamanns hans. 17.6.2006 16:24 Ættjarðarstemmning hjá Íslendingum í Kaupmannahöfn Ættjarðarstemmningin sveif yfir vötnum á 17. júní hátíðahöldum Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar komu Íslendingar saman á Amager-ströndinni að því er greint er frá á fréttavefnum Suðurnland.net. 17.6.2006 15:46 Ellefu Íslendingar sæmdir fálkaorðunni Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursorðu hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sex karlar og fimm konur. Þar á meðal voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur fyrir störf í þágu kirkju og samfélags, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar svokölluðu, fyrir frumkvæði í menntamálum. 17.6.2006 15:45 Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum. 17.6.2006 14:30 Vill að Framsókn endurskoði stóriðjustefnu sína Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, sagðist í Skaftahlíðinni í hádeginu vilja að Framsóknarflokkurinn endurskoðaði stóriðjustefnu sína. 17.6.2006 14:00 Sjá næstu 50 fréttir
Eitt krot eykur líkur á öðru Þorsteinn Pálmarsson, eigandi hreinsunarfyrirtækisins Allt-af, flokkar veggjakrot sem skemmdarverk. Hann segir þá sem krota alltaf vera að læra nýjar aðferðir sem síðan þurfi að bregðast við með nýrri hreinsiblöndu sem sé nógu öflug til að hreinsa krotið án þess að yfirborð veggjarins skemmist. 19.6.2006 07:00
Búferlaflutningar fyrstu þrjá mánuði ársins Fyrstu þrjá mánuði ársins fluttust til landsins 2.574 manns á meðan 798 fluttust á brott. Landsmönnum fjölgaði af þessum orsökum um nær átján hundruð manns á tímabilinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðaupplýsingum um búferlaflutninga fyrsta ársfjórðungs, sem Hagstofan hefur unnið fyrir fjármálaráðuneytið. 19.6.2006 06:45
Allar ábendingar skoðaðar Undirbúningur og staða deilskipulags nýs sjúkrahúss við Hringbraut var kynnt á opnum fundi í Ráðhúsinu fyrir helgi. Ríflega fimmtíu manns mættu á fundinn og komu fram fjölmargar spurningar og athugasemdir frá starfsfólki Landspítalans og íbúum nágrennisins. 19.6.2006 06:45
Athygli vakin á blóðgjöfum Fjölskylduskokk Blóðbankans fór fram á miðvikudaginn. 70 manns tóku þátt, en hlaupið var haldið í annað sinn. Markmiðið með hlaupinu er að vekja athygli á Alþjóða blóðgjafardeginum (World Blood Donor Day) sem var haldinn á miðvikudaginn. Dagurinn er sameiginlegt verkefni Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Alþjóða Rauða krossins, Alþjóðasamtaka blóðgjafarfélaga og Alþjóðasamtaka blóðgjafar. 19.6.2006 06:30
Fjölskyldudagar Íslandsvina Mótmæli Íslandsvinir, sem er félagsskapur umhverfisverndarsinna, stendur fyrir friðsamlegum fjölskyldudögum undir Snæfelli við Kárahnjúka dagana 21. til 31. júlí næstkomandi. 19.6.2006 06:30
Rannsóknir eru hafnar Rannsóknir á háhitasvæðum eru hafnar vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík. Ætlunin er að kanna og rannsaka háhitasvæðin á Norðurlandi nægjanlega svo hægt verði að taka ákvörðun um nýtingu þeirra vegna stóriðjunnar. Boraðar verða þrjár rannsóknarholur í sumar. Sú fyrsta, sem er í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, er þegar tilbúin en hún er 2.130 metra djúp. 19.6.2006 06:15
Óánægja með vinnubrögð Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar brot á jafnréttislögum og jafnréttisáætlun skólans við ráðningu í stöðu dósents við tölvunarfræðiskor og krefst úrbóta. 19.6.2006 05:45
Framúrskarandi og til fyrirmyndar Nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent í fjórða sinn í Ráðhúsinu í gær. Liðlega fjörutíu nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur voru verðlaunaðir, meðal annars fyrir góðan námsárangur, framfarir í námi, félagsstörf, samskiptahæfni, frumkvæði, leiðtogahæfileika og frammistöðu í íþróttum og listum. 19.6.2006 05:45
Gunnar fékk öll atkvæðin Gunnar Einarsson var samhljóða ráðinn bæjarstjóri Garðabæjar til næstu fjögurra ára, á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar. Fimm af sjö bæjarfulltrúum sátu í gær sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Á honum var Páll Hilmarsson kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs og Erling Ásgeirsson hlaut kosningu sem formaður bæjarráðs. 19.6.2006 05:15
Tekist á um hvalveiðar Tillaga Japana, um að leyfa aftur hvalveiðar í atvinnuskyni, var felld á laugardagskvöld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fer nú fram í St. Kitts með eins atkvæðismun. Tvo þriðju hluta atkvæða hefði þurft til að fella bannið úr gildi. 19.6.2006 04:30
Sverðaglamur og stríðsöskur í Hafnarfirði Sverðaglamur og stríðsöskur berast nú frá Strandgötunni í Hafnarfirði þar sem Víkingahátíðin á Fjörukránni fer nú fram. 18.6.2006 19:00
Lögregla vinnur með skemmtistöðum gegn ofbeldi Lögreglan í Reykjavík hefur tekið upp samstarf við þrjá skemmtistaði í miðborginni þar sem talstöðvum og eftirlitsmyndavélum er beitt til að reyna að draga úr ofbeldi í miðborginni. Samstarfið sem hófst um síðustu helgi hefur þegar gefið góða raun því viðbragðstími lögreglu vegna atvika hefur styst mjög mikið. 18.6.2006 18:53
Ræðst á næstu dögunum Það ræðst á næstu dögum hvort sátt náist milli Alþýðusambandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Íslenskt samfélag var ekki undirbúið fyrir breytingar á flæði vinnuafls, segir Halldór Grönwold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. 18.6.2006 18:45
Mannréttindaskrifstofa Íslands og skátarnir á meðal styrkþega Mannréttindaskrifstofa Íslands, Krabbameinsfélagið og Skólahljómsveit Kópavogs voru á meðal þeirra sem hlutu í dag styrk úr Styrktarsjóði Baugs Group. 41,5 milljónum króna var úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni. 18.6.2006 17:28
Rannsóknir hafnar vegna hugsanlegs álvers á Bakka Hafnar eru rannsóknir á háhitasvæðum á Norðurlandi fyrir hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík. Ætlunin er að kanna og rannsaka háhitasvæðin nægjanlega til þess að unnt verði að taka ákvörðun um nýtingu þeirra og uppbyggingu vegna stóriðjunnar. 18.6.2006 13:45
Á góðum batavegi eftir hnífsstungu Maðurinn sem var stunginn með hnífi í kviðinn á veitingastað við Laugaveg í fyrrinótt er á góðum batavegi. Hann dvelur enn á gjörgæslu en verður útskrifaður þaðan í dag og fluttur á almenna deild. 18.6.2006 13:15
Mislæg gatnamót líklega boðin út fyrir áramót Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða að öllum líkindum boðin út fyrir áramót. Til stendur að leggja báðar brautirnar í stokk og leggja hringtorg ofan á, - í svokallaðri þriggja hæða lausn. Málið eru í algerum forgangi hjá nýjum meirihluta í Reykjavík, segir formaður samgöngu- og umhverfisráðs. 18.6.2006 12:45
Pólverjinn kominn með húsaskjól Eldri kona tók tvítugan Pólverja sem bjó í tjaldi í Laugardal upp á sína arma eftir frétt NFS á fimmtudaginn og veitti honum húsaskjól. Pólverjinn segist ánægður með að geta loksins farið í þurr föt á morgnana og er bjartsýnn á framtíðina. 18.6.2006 12:30
Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði. 18.6.2006 12:00
Dvergþerna sést í fyrsta sinn á Íslandi Lítil þerna fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi sem greind var sem dvergþerna, að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta sinn sem sú fuglategund sést hér á landi. 18.6.2006 11:30
Hátíðahöld fóru víðast hvar vel fram í gærkvöld Hátíðahöld virðast hafa farið vel fram víða um land þótt ölvun hafi verið töluverð á mörgum stöðum. Í höfuðborginni var erill hjá lögreglu allt fram til klukkan sjö í morgun og voru sex fluttir á slysadeild í nótt, tveir vegna minni háttar líkamsárása og fjórir eftir að hafa hrasað vegna ölvunar. 18.6.2006 10:30
Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. 18.6.2006 10:00
Dagblöðin fylla ekki tómarúmið eftir DV Lestur fyrsta fríblaðs landsins, Fréttablaðsins, jókst mun meira í fyrstu mælingunum á lestri þess en lestur Blaðsins. Lestur Fréttablaðsins nánast tvöfaldaðist samkvæmt fyrstu fimm fjölmiðlakönnununum sem gerðar voru eftir stofnun þess. 18.6.2006 07:45
Ný fyrirtæki spretta upp við hvert fótmál Atvinnulíf í Fjarðabyggð blómstrar þessa dagana og uppbyggingar sér víða merki. Búist er við mikilli fólksfjölgun sem sést í mikilli aukningu íbúðarhúsnæðis. Fólk brosir út að eyrum, segir bæjarstjórinn í Fjarðabyggð. 18.6.2006 07:30
Lagði hníf að hálsi manns Maður á fertugsaldri lagði hníf að hálsi eins gesta hátíðarhaldanna í miðborg Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Sá sem varð fyrir árásinni hafði sjálfur samband við lögreglu. 18.6.2006 07:15
Tvær sprengikúlur fundust Það er orðið að vana austur á Seyðisfirði að Árni Kópsson og föruneyti kafi niður að El Grillo, olíu- og flutningaskipinu, á þjóðhátíðardaginn. Þaðan var fjarlægð fallbyssa fyrir tveimur árum og nú á að ná í festingar sem tilheyra henni í skipið. 18.6.2006 07:00
Kerfið verður skilvirkara Aðkoma ríkisstjórnarinnar að endurskoðun kjarasamninga byggist að hluta eða öllu leyti á ákvörðun um lækkun á tekjuskattinum í staðinn fyrir lægra skattþrep. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að til álita kæmi að lækka tekjuskattinn um eitt prósent og fresta opinberum framkvæmdum. 18.6.2006 07:00
Varað við skelfiski í Hvalfirði Hafrannsóknastofnunin varar fólk við því að tína skelfisk í Hvalfirði sér til matar næstu vikurnar. Ástæðan er mikið magn eitraðra svifþörunga en fjöldi svonefndra Dinophysis spp-skoruþörunga er mjög mikill og við slíkar aðstæður er hætta á DSP-eitrun í skelfiski. 18.6.2006 06:45
Stunginn með hnífi í kviðinn Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn í kviðinn með hnífi á veitingastað ofarlega við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi og voru sár hans svo alvarleg að hann var lagður inn á gjörgæsludeild. 18.6.2006 06:45
Falleg athöfn á Bessastöðum Ellefu Íslendingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Á meðal þeirra sem hlutu orðuna voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, fyrir störf í þágu kirkju og samfélags og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, fyrir störf í þágu menningar og leiklistar. 18.6.2006 06:45
Safna fé undir fölsku flaggi Dæmi eru um að svikahrappar hafi hringt í fólk og sagst vera að safna fé til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands sem er líknarfélag í þágu þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Svikahrapparnir bjóðast til að koma heim til fólks og sækja féð. 18.6.2006 06:15
Foreldrar fái eingreiðslu Markmið meirihlutasamstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélaginu Árborg er að byggja upp fjölskylduvænt sveitarfélag. Fram kemur í nýkynntum málefnasamningi þeirra að foreldrum þeim sem kjósa að vera heima með börn sín frá níu til átján mánaða aldurs bjóðist valgreiðsla að upphæð 20.000 krónur á mánuði. Ennfremur er stefnt að því að öllum börnum frá átján mánaða aldri verði tryggð leikskólavist á kjörtímabilinu. 18.6.2006 06:00
Samkomulag um loftferðir Náðst hefur samkomulag milli Íslands og Indónesíu um loftferðir, sem mun veita íslenskum flugfélögum tækifæri til að stunda flug til og frá þremur borgum í landinu með tengingum við flug til annarra staða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 18.6.2006 06:00
Vill leita að samstarfsfleti Stefna Landspítala - háskólasjúkrahúss þess efnis að yfirmenn hjá sjúkrahúsinu séu í 100 prósenta starfshlutfalli og sinni ekki öðrum lækningastörfum þess utan mun standa óbreytt í máli Tómasar Zoëga læknis, sem og annarra á spítalanum. Reynt verður að fá Tómas til að starfa áfram. 18.6.2006 06:00
Vilja móta framtíðarsýn Fullt var út úr dyrum á stofnfundi samtakanna Framtíðarlandið, félags áhugafólks um framtíð Íslands, sem haldinn var í Austurbæ í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að fara í skrúðgönguna án þess að sýna sjálfstæði okkar í verki fyrst, sagði María Ellingsen, sem var kynnir á fundinum ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur, í upphafi fundar. 18.6.2006 05:15
Tugþúsundir við hátíðahöld Talið er að á bilinu 50-60 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðbæinn í gær til þess að fylgjast með hátíðardagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins. 18.6.2006 05:00
Tugir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Akureyri tók tæplega þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær. Þrír voru einnig teknir fyrir minniháttar fíkniefnabrot og þrjátíu útköll voru síðasta sólarhring sem tengdust skemmtanahaldi og ölvun. 18.6.2006 04:45
Sigldi úr höfn með 14 farþega Liðlega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa í ágúst í fyrra lagt úr höfn á haffærislausu skemmtiskipi, Söndru RE, með fjórtán farþega. Í ákærunni kemur fram að einungis hafi verið einn fjögurra manna björgunarbátur um borð. Landhelgisgæslan stöðvaði för skipsins þar sem það var á suðurleið skammt vestur af Viðey. 18.6.2006 04:30
Segja framtíð landsins ráðast á næstu misserum Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, í Austurbæ í hádeginu. Talsmenn félagsins telja að framtíð landsins muni ráðast á næstu mánuðum eða misserum og vilja hafa áhrif á hana og gera Ísland að draumalandi. 17.6.2006 19:00
Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt. 17.6.2006 17:42
Átök og innbyrðis deilur meðal ástæðna afsagnar Átök og innbyrðis deilur í Framsóknarflokknum eru meðal ástæðna þess að Halldór Ásgrímsson hættir í pólitík að mati Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi aðstoðamanns hans. 17.6.2006 16:24
Ættjarðarstemmning hjá Íslendingum í Kaupmannahöfn Ættjarðarstemmningin sveif yfir vötnum á 17. júní hátíðahöldum Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í dag. Þar komu Íslendingar saman á Amager-ströndinni að því er greint er frá á fréttavefnum Suðurnland.net. 17.6.2006 15:46
Ellefu Íslendingar sæmdir fálkaorðunni Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursorðu hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sex karlar og fimm konur. Þar á meðal voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur fyrir störf í þágu kirkju og samfélags, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar svokölluðu, fyrir frumkvæði í menntamálum. 17.6.2006 15:45
Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum. 17.6.2006 14:30
Vill að Framsókn endurskoði stóriðjustefnu sína Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, sagðist í Skaftahlíðinni í hádeginu vilja að Framsóknarflokkurinn endurskoðaði stóriðjustefnu sína. 17.6.2006 14:00