Fleiri fréttir

Enginn áhugi lengur fyrir kröfugöngum

Fjölskylduhátíðir í stað kröfugangna á baráttudegi verkalýðsins, er krafa formanns Rafiðnaðarsambandsins. Hann segir félagsmenn verkalýðsfélaganna engan áhuga hafa lengur á því að fara í kröfugöngur.

Aldrei meiri hagnaður

Glitnir hefur aldrei skilað meiri hagnaði á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tíma gerðist það í fyrsta sinn í sögu bankans að meira en helmingur hagnaðar er frá útlöndum.

Fjórtán milljarða hagnaður Landsbankans

Landsbankinn skilaði rúmlega fjórtán milljarða króna hagnaði eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins og hefur aldrei gert betur. Erlendar tekjur bankans hafa aukist verulega milli ára. Þær voru tveir milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en eru nú komnar í þrettán milljarða króna.

Lögreglan lýsir eftir 14 ára stúlku

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir stúlku á fimmtánda ári, Guðrúnu Ídu Ragnarsdóttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík um miðjan dag á sunnudag. Guðrún er með dökkt axlarsítt hár en ekki liggja fyrir upplýsingar um klæðnað.

Kallar skýrslu Alcoa "sýndarplagg"

Matsáætlun Alcoa á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði hefur verið skilað, hálfu ári eftir áætlaðan tíma. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur segir í fréttatilkynningu sem hann sendi nýverið frá sér að skýrsla þessi sé í raun "sýndarplagg" þar sem bygging verksmiðjunnar sé nú langt á veg komin þótt mat á umhverfisáhrifum sé lögum samkvæmt grunnforsenda fyrir slíkri framkvæmd.

Tónleikar Iggy Pop færðir í Hafnarhúsið

Fyrirhugaðir tónleikar Iggy Pop, sem fram áttu að fara í Laugardalshöll annað kvöld, hafa verið færðir í Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Að sögn tónleikahaldara hafði miðasalan fram að nýliðinni helgi ekki verið eins góð og vonir stóðu til um og því var gripið til þessa ráðs.

Methagnaður hjá Glitni

Glitnir hefur aldrei hagnast meira á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður samstæðunnar nam rúmum níu milljörðum króna eftir skatta og er það þrefalt meira en á sama ársfjórðungi í fyrra.

Glitnir skilaði methagnaði

Glitnir skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hagnaðurinn ríflega þrefaldaðist og var níu komma einn milljarður eftir skatta samanborið við þrjá milljarða á sama ársfjórðungi 2005. Hagnaður fyrir skatta nam 11,2 milljörðum, samanborið við 3,6 milljarða á sama tímabili 2005, sem er rúmlega þreföldun.

Lést af áverkum

Jónatan Helgi Rafnsson lést í gær af áverkum sem hann hlaut þegar hann féll fram af svölum á fjórðu hæð hótels á Kanaríeyjum. Bænastundir verða haldnar í Bessastaðakirkju klukkan 20 í kvöld og í Landakirkju í Vestmannaeyjum til minningar um Jónatan Helga.

1,5 milljarða tap hjá DeCode

DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði andvirði rúmra 1.500 milljóna króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í þriggja mánaða uppgjöri fyrirtækisins til Nasdaq-markaðarins í New York.

Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum

Sjónlistamiðstöð tekur til starfa á Korpúlfsstöðum í haust. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Forms Íslands - samtaka hönnuða og Iðntæknistofnunar skrifuðu í gær undir samstarfssamning um rekstur miðstöðvarinnar. Markmið sjónlistamiðstöðvarinnar er að veita fjölbreyttu frumkvöðlastarfi á sviði sjónmennta stuðning.

Tekinn á 170 km hraða á Sæbrautinni

Lögregla stöðvaði ökumann eftir að bifreið hans mældist á nær 170 kílómetra hraða á Sæbraut við Súðarvog um klukkan þrjú í nótt. Hámarkshraði þarna er 60 kílómetrar á klukkustund og maðurinn því á meira en 100 kílómetra hraða fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða.

Lífeyrissjóðir með góða ávöxtun

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga voru báðir með bestu nafnávöxtun sína frá upphafi á síðasta ári. Hún nam 18,9 prósentum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og 18,5 prósentum hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga.

Slapp með lítilsháttar meiðsl

Ökumaður slapp með lítilsháttar meiðsl þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn endaði utan vegar. Bíllinn skemmdist talsvert og var fluttur burt með kranabíl. Slysið má að sögn lögreglu rekja til þess að hálka myndaðist skyndilega á veginum.

Varnarmálaráðherra Rússlands á landinu?

Igor Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, kom til Íslands í gærkvöldi að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Engar upplýsingar fengust nú í morgun um hvers vegna hann er hér á landi, hvorki í rússneska sendiráðinu né utanríkisráðuneytinu íslenska.

1. maí í rysjóttu veðri

Víða um land voru kröfugöngur og útifundir í tilefni baráttudagsins, oft í rysjóttu veðri. Talsverður fjöldi marséraði undir blaktandi fánum í Reykjavík, frá Hlemmi niður á Ingólfstorg.

Fyrirtæki verða að taka samfélagslega ábyrgð

Fyrirtæki verða að taka samfélagslega ábyrgð sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaformaður Alþýðusambands Íslands, í 1. maí ræðu sinni á Ingólfstorgi í dag. Ekki sé nóg að hugsa bara um hagnað og hlutabréfaverð.

Finnst eðlilegt að Ásatrúarfélagið kanni rétt sinn

Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir sjálfsagt að fólk og félög leiti réttar síns, aðspurður um stefnu Ásatrúarfélagsins á hendur ríkinu. Félagið telur ríkið mismuna trúfélögum og brjóta bæði gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.

Óttast um lífríki Lagarfljóts

Skilyrði fiska og þörunga í Lagarfljóti munu versna þegar Jökulsá á Dal verður leidd í árfarveg fljótsins í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Umhverfissinnar vilja frekari rannsóknir á hugsanlegum skaða og var haldin málstofa um það á degi umhverfisins

Tekinn á 144 kílómetra hraða

Ökumaður var stöðvaður eftir að bifreið hans mældist á 150 kílómetra hraða í umdæmi lögreglunnar á Dalvík í dag. Hann var þó ekki sá eini sem ók ansi greitt á norðanverðu landinu í dag því lögreglan á Blönduósi stöðvaði einn sem hafði mælst á 150 kílómetra hraða.

Sjónlistamiðstöð opnar í haust

Sjónlistamiðstöð tekur til starfa á Korpúlfsstöðum í haust. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Forms Íslands - samtaka hönnuða og Iðntæknistofnunar skrifuðu í dag undir samstarfssamning um rekstur miðstöðvarinnar.

460 mótorhjólakappar mæltu sér mót við Perluna í dag

Aldrei hafa jafn margir bifhjólamenn safnast saman á Íslandi eins og í dag, þegar um 460 mótorhjólakappar mæltu sér mót við Perluna í Reykjavík. Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglarnir boðuðu til alsherjar mótorhjólaveislu við Perluna í dag en tilefnið var að sjálfsöðgu 1. maí. Þetta er árlegur viðburður bifhjólamanna og var þáttakan í dag með mesta móti en um 460 mótorhjólakappar mættu á fákum sínum. Hersingin ók suður í Hafnafjörð og Reykjanesbrautina til baka, að Smáralind en þar var mótorhjólasýning í boði púkinn.com í Vetrargarðinum. Lögreglan sá um að stjórna umferð frá Perlunni og fylgdi síðan hópnum á leiðarenda, enda ekki vanþörf á því það er ekkert smámál að stjórna 460 mótorhjólamönnum á götum borgarinnar. Að Sögn Evu Þórsdóttur fjölmiðlafulltrúa þessa hátíðar hefur aldrei verið eins mikil þáttaka og í ár.

Vilja fiskmarkað á Akranesi

Stefnt er að því að opna fiskmarkað á Akranesi. Bæjarráð hefur úthlutað Faxaflóahöfnum lóð við Faxabraut þar sem stefnt er að því að reisa húsnæði undir fiskmarkað. Gert er ráð fyrir að húsið verði á tveimur hæðum, fiskmarkaður á neðri hæðinni en önnur starfsemi á þeirri efri.

Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, er kominn á fullt skrið

Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, er kominn á fullt skrið. Fyrsta sérleiðin var til Vínarborgar og þaðan til Budapest og á morgun verður svo ekið til Belgrad. Gumball 3000 kappaksturinn er nú haldin í sjöunda sinn og í ár eru 240 þátttakendur skráðir til leiks eða 120 lið.

Mótmæli vændi á heimsmeistaramótinu

Áskorun prestastefnu um að Knattspyrnusambandið mótmæli vændi á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar verður rædd í stjórn sambandsins, segir formaðurinn Eggert Magnússon.

Óttast ekki opnun vinnumarkaðarins

Halldór Björnsson, síðasti formaður Dagsbrúnar og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins, óttast ekki opnun vinnumarkaðarins fyrir erlendu vinnuafli. Hann ætlar í kröfugöngu í dag, hann er ánægður með árangur verkalýðsbaráttunnar en telur þörf á að halda baráttunni áfram.

Þarf að greiða milljónir í bætur

Konan sem lögregla handtók eftir langa eftirför í Reykjavík í fyrrakvöld og fjölda tilrauna til að stöðva hana má eiga von á að greiða fleiri milljónir króna í bætur fyrir það tjón sem hún olli.

Fjölmenni í kröfugöngu

Fjöldi fólks tekur þátt í kröfuganga dagsins í Reykjavík sem lagði upp frá Hlemmi fyrir hálftíma sem upphafið að hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins. Nú er fólk að safnast saman á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst tíu mínútur yfir tvö.

Vinstri-grænir kynna lista sinn

Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum leiðir framboðslista Vinstri-grænna í Dalasýslu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framboðslistinn var samþykktur einróma á félagsfundi Vinstri-grænna í gær.

Femínistafélagið fær jafnréttisverðlaun

Femínistafélag Íslands hlaut Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag og sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri að það hefði komið á óvart hversu margar tilnefningar bárust.

Kjósa milli þriggja nafna

Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð eða Norðurþing er nafnið sem sameinað sveitarfélag Húsavíkur, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps fær.

Fjórir menn voru handteknir vegna innbrots í nótt

Fjórir menn voru handteknir af lögreglunni í Kópavogi í nótt vegna innbrots á pizzustað. Tilkynnt var um að innbrot stæði yfir þar um klukkan þrjú í nótt og náði tilkynnandi að lýsa bíl mannanna fyrir lögreglu sem hafði upp á honum skömmu síðar.

Gjá milli ASÍ og verkalýðsfélaga

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir forystu Alþýðusambands Íslands harðlega í pistli á heimasíðu verkalýðsfélagsins. Hann segir gjá hafa myndast milli ASÍ og fjölda verkalýðsfélaga.

Sjá næstu 50 fréttir