Fleiri fréttir Oktavía sökuð um að hafa farið á bak við kjósendur sína Formaður Samfylkingarinnar á Akureyri sakar Oktavíu Jóhannesdóttur um að hafa farið á bak við kjósendur sína með ákvörðun sinni um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir ákvörðun hennar koma sér á óvart þó Oktavía hafi ekki mætt á bæjarmálafundi í nokkra mánuði. Samfylkingarmenn vilja hana úr bæjarstjórn. 30.12.2005 10:30 Mál Norðlingaölduveitu aftur í höndum nefndar um skipulag miðhálendisins Umhverfisráðherra segir mál Norðlingaölduveitu nú aftur í höndum samvinnunefndar um skipulag miðhálendis. Ráðherra hafnaði tillögum nefndarinnar í gær á þeirri forsendu að lög sem sett voru í kjölfar úrskurðar setts umhverfisráðherra um veituna heimili ekki breytingar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands vill að nefndin taki veituna út af skipulaginu og stækki þar með friðlandið. 30.12.2005 09:49 Aldrei hafa færri banaslys orðið á ársgrundvelli frá árinu 1941 Aldrei hafa færri banaslys orðið á ársgrundvelli frá árinu 1941 en í ár létust 28 einstaklingur í slysum hér á landi og þrír íslenskir ríkisborgarar létust af slysförum erlendis. Í ár urðu flest slys í tengslum við umferðina líkt og oft áður en alls voru 19 einstaklingar sem létust í 16 slysum. 30.12.2005 09:27 Lýst er eftir brúnum yorkshire terrier Lítill brúnn yorkshire terrier týndist í Seláshverfinu í gær og er sárt saknað af eigendum sínum. Litla krílið var gestkomandi ásamt eigendum sínum í Seláshverfinu í gærkvöldi þegar hann týndist þannig að hundurinn er ekki kunnugur á þeim slóðum. Allir sem séð hafa til ferða þessa brúna litla hunds er bent á að hafa samband við eigandann í síma 848-3647 30.12.2005 09:15 Ráðist á konu á skemmtistað í Keflavík Ráðist var á konu á skemmtistað í Keflavík í nótt. Lögregla og sjúkralið voru kölluð til og var konan flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Var konan nefbrotin og með áverka í andliti. Lögregla segir að vitað sé hver árásarmaðurinn var en hann var farinn af staðnum þegar lögregluna var að. 30.12.2005 08:52 Vinstri grænir vilja færa út friðarmörk á miðhálendinu Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs skorar á samvinnunefnd miðhálendisins að hafna alfarið öllum hugmyndum um Norðlingaölduveitu og leggur til að ný tillaga að skipulagi á svæðinu sunnan Hofsjökuls verði auglýst, þar sem friðlandsmörk Þjórsárvera verði færð út. 30.12.2005 07:30 3,2 miljónum króna varið til baráttunnar gegn mansali Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja 3,2 milljónum króna til baráttunnar gegn mansali á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2005 voru fjórar milljónir króna til ráðstöfunar til stuðnings verkefnum á sviði mannréttindamála og hafði 800 þúsund krónum áður verið ráðstafað til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. 30.12.2005 07:30 Kveikt í rusli í sex ruslagámum Slökkvilið Reykjavíkur hefur verið kallað út sex sinnum frá því um kvöldmatarleitið í gærkvöldi vegna elds í ruslagámum. Það er nokkuð mörg útköll en ástæðan er einkum sú að óprúttnir aðilar eru að kveikja á flugeldum og þvíumlíku í ruslagámunum með þeim afleiðingum að eldur brýst út. Eldurinn í ruslagámunum náði ekki að breyðast út en nokkuð tjón varð á gámunum. Ruslagámarnir sex sem kviknaði í eru staðsettir víða um borgina. 30.12.2005 06:34 Alþjóðahús afhendir verðlaun Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir í dag kl. 15:30 í Alþjóðahúsinu, Jónu Hrönn Bolladóttur, Bjarna Karlssyni, Hope Knútsson, og Kramhúsinu viðurkenningu Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. Viðurkenningarnar eru veittar í þremur flokkum; einstaklingur af innlendum uppruna, einstaklingur af erlendum uppruna, og fyrirtæki eða stofnun. 30.12.2005 16:00 Hækkun hlutabréfa langt umfram spár Hækkanir á skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands hafa aldrei verið meiri á einu ári en á árinu 2005. Forstjóri Kauphallarinnar segir erfitt að spá um hvernig næsta ár þróast. 29.12.2005 23:35 Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á gamlárskvöld Svifryk í borginni fer yfir heilsuverndarmörk á annasamasta tíma hinna skotglöðu á gamlárskvöld. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar en þar á bæ búast menn við að 530 þúsund flugeldar seljist að þessu sinni og um 90 þúsund blys. 29.12.2005 23:30 Hlutverk stjórnenda þurfa að vera skýr Mikilvægi þess að hlutverk stjórnenda séu skýr og óhæði stjórnarmanna er meðal þess sem tekið er á í endurskoðuðum reglum um stjórnarhætti fyrirtækja. 29.12.2005 23:14 Heimilt að fella allt að 909 hreindýr á næsta ári Umhverfisráðuneytið hefur heimilað að veiða allt að 909 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2006, auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm, en þá skal fella sé þess kostur. Þessi heimild er veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda. 29.12.2005 23:00 Forsætisráðherra hafði ekki samráð við stjórnarandstöðu Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna vilja að þingið verði kallað saman á morgun eða hinn, til að fresta gildistöku úrskurðar Kjaradóms um hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Formenn flokkanna segja rangt að forsætisráðherra hafi haft samráð við formenn þingflokkanna áður en hann ákvað að biðja formann Kjaradóms að endurskoða úrskurð sinn frá nítjánda desember. 29.12.2005 22:17 Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. 29.12.2005 22:13 Norðlingaölduveita aftur komin á byrjunarreit Norðlingaölduveita er aftur komin á byrjunarreit eftir að umhverfisráðherra hafnaði því að staðfesta breytingar nefndar um skipulag miðhálendisins. 29.12.2005 21:30 Avion kaupir fjórar Boeing 777 Avion Group gekk í dag frá kaupum á fjórum Boeing 777 vélum fyrir röska sextíu milljarða króna. Félagið hefur þar með samið um kaup á átta slíkum vélum og fær þær afhentar á undan flestum öðrum. Vélarnar verða einkum notaðar í flug á milli Evrópu og Asíu. 29.12.2005 21:15 OR afhenti jólaskreytingarverðlaun í dag Iðnustu skreytingamenn landsins fengu í dag viðurkenningu fyrir að lífga upp á borgina um jólin með ævintýralegum skreytingum af ýmsum toga. Venju samkvæmt hefur Orkuveita Reykjavíkur valið bestu jólaskreytingarnar í þeim bæjarfélögum sem veitusvæði Orkuveitunnar nær til. Í Reykjavík varð Urriðakvísl þrjú fyrir valinu og eins og sjá má á þessum myndum var það ekki að ástæðulausu. Fjölbreyttar ljósaskreytingarnar féllu vel í kramið hjá dómnefndinni. 29.12.2005 21:00 Tvær og hálf milljón söfnuðust til styrktar SKB Rúmlega tvær og hálf milljón söfnuðust á styrktartónleikum sem haldnir voru í Háskólabíói í kvöld til styrktar SKB eða Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Tónleikarnir eru orðnir að árvissum viðburði og fara fram við hver áramót. 29.12.2005 20:48 Menntamálráðherra undirritar samninga um árangursstjórnun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra undirritaði í dag árangursstjórnunarsamninga við menningarstofnanir menntamálaráðuneytisins. 29.12.2005 20:39 Íhuga að bjóða fram foreldralista vegna leikskólavanda Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi ræða nú í fullri alvöru um að bjóða fram sérstakan foreldralista í bæjarstjórnarkosningum. Fjórir fílefldir starfsmenn hafa þó ráðist til starfa á leikskólann Dal en til stóð að loka deildum á skólanum sökum manneklu. Einn er sonur starfsmannastjóra bæjarins, annar dóttir fræðslustjórans og tveir eru fyrrverandi starfsmenn verktakafyrirtækis bæjarstjórans. 29.12.2005 19:30 Ellefu manns í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík Ellefu manns gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer 28. janúar næstkomandi, en framboðsfrestur rann út kl. 16 í dag. Þrír gefa kost á sér í fyrsta sætið, Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Óskar Bergsson húsasmíðameistari. 29.12.2005 19:03 Vélsleðamaður slasast í Fjörðum Björgunarsveiti Landsbjargar á Akureyri og Grenivík voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag. Vélsleðamaður hafði slasast í Fjörðum, norðan Grenivíkur. Fyrstu björgunarmenn voru komnir á slysstað hálftíma síðar og fyrsti björgunarbíll kom á slysstað tíu mínútum á eftir björgunarmönnum. Búið var um hinn slasaða og hann fluttur til byggða þar sem sjúkrabíll beið hans og flutti til Akureyrar. 29.12.2005 17:55 Féll niður vök Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti um hálf fimm leytið mann sem fallið hafði niður vök á Lyngdalsheiði. Ferðafélagar mannsins náðu manninum upp úr vökinni og fluttu hann að Gjábakkaveg til móts við björgunarlið. Maðurinn var kaldur og þrekaður og var hann fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. 29.12.2005 17:51 Fá ekki störf sem hæfa menntun Margir flóttamenn sem sest hafa að á Íslandi kvarta undan því að fá ekki störf er hæfir menntun þeirra og fyrri störfum. Stór hluti þeirra vinnur við ófaglærð störf. 29.12.2005 17:44 Landsnet kaupir flutningsvirki af Hitaveitu Suðurnesja Landsnet hefur keypt 132 kV háspennulínu af Hitaveitu Suðurnesja sem liggur frá aðveitustöð Landsnets við Hamranes, sunnan Hafnarfjarðar, að aðveitustöð Hitaveitu Suðurnesja við Öldugötu í Hafnarfirði. 29.12.2005 17:20 Fer yfir í Sjálfstæðisflokkinn Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri tilkynnti í dag að hún hefði sagt skilið við flokkinn og hygðist þess í stað ganga í raðir Sjálfstæðismanna. Hún segir ákvörðunina tekna að vel yfirlöguðu ráði og byggi á því mati hennar að Samfylkingin verði seint sá frjálslyndi og framsækni jafnaðarmannaflokkur sem hún og aðrir kratar reiknuðu með í upphafi. 29.12.2005 17:06 Tvær konur hlutu heiðursverðlaun Vísindafélags Íslendinga Vísindafélag Íslendinga afhenti verðlaun úr Ásusjóði. (LUM) Ásusjóður er kenndur við Ásu Guðmundsdóttur Wright sem afhenti Vísindafélaginu peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins nítján hundruð sextíu og átta. Verðlaunin í ár runnu til tveggja kvenna fyrir margþættar rannsóknir á krabbameini, orsökum þess og erfðum. Það voru doktor Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur og doktor Helga Ögmundsdóttir læknir. Þær hafa haft samstarf í leit að brjóstakrabbameinsgenum og gert viðamikla rannsókn á stökkbreytingum í þessum genum meðal Íslendinga. 29.12.2005 17:00 Landvinnsla ekki á leið frá Akureyri Landsvinnsla Brims fær nafnið ÚA á nýjan leik og verður eitt af fjórum afkomusviðum innnan Brims. Þetta kom fram á starfsmannafundi fyrirtækisins á Akureyri í dag. 29.12.2005 16:50 Dregur úr væntingum Breta Það dró úr væntingum breskra neytenda í desember og hafa þær ekki mælst lægri síðan í mars 2003. Neytendur virðast þannig vera svartsýnni á horfur í efnahagsmálum en áður og ólíklegra er að þeir standi í stórkaupum á næstu misserum. 29.12.2005 16:23 Jón formaður nefndar sem skoðar málefni Kjaradóms Forsætisráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, formann nefndar til að fara yfir málefni Kjaradóms, eftir að dómurinn ákvað að breyta ekki úrskurði sínum um kjör æðstu embættismanna. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að skipa fulltrúa í nefndina nema þing verði kallað saman fyrir áramót. 29.12.2005 15:49 Umhverfisráðherra staðfestir breytingar á svæðisskipulagi Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur staðfest breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 sem samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum þann 12. ágúst 2005. Breytingarnar varða m.a. jarðvarmavirkjun við Hágöngur og lagningu háspennulínu frá þeirri virkjun og breytingu skálasvæðis við Kerlingarfjöll í hálendismiðstöð vegna ferðaþjónustu. Umhverfisráðherra hefur hins vegar synjað staðfestingu á þeim hluta svæðisskipulagstillögunnar sem lýtur að Norðlingaölduveitu. 29.12.2005 15:32 Viðskiptahalli við útlönd aldrei meiri Viðskiptahalli við útlönd hefur aldrei verið meiri en það sem af er ári nemur hallinn tæpum níutíu milljörðum króna. Stórfelldur innflutningur á bílum vegur þungt en um átján þúsund nýir bílar hafa verið skráðir það sem af er ári. 29.12.2005 15:23 Eldur í ruslageymslu fjölbýlishúss Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Engjasel í Breiðholti á þriðja tímanum í dag vegna elds í ruslageymslu hússins. Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabíl en það tók aðeins fjórar mínútur að slökkva eldinn. 29.12.2005 15:19 Almenningur getur ekki skipt um raforkusala fyrr en í vor Rafmagn á Íslandi verður selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar næstkomandi. Þó lítur út fyrir að almenningur geti ekki skipt um raforkusala fyrr en í fyrsta lagi í vor, ef þeir hyggjast gera það á annað borð, vegna tafa á aðlögun erlends viðskiptahugbúnaðar að íslenskum aðstæðum. 29.12.2005 15:13 Fékk styrk úr minningarsjóði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fékk 250 þúsund króna styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra. Styrkinn afhenti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Guðrúnu við athöfn í Höfða. 29.12.2005 13:49 Allir leikskólakennarar Sólbrekku segja upp Allir leikskólakennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi hafa sagt upp störfum. Nú stendur yfir fundur fulltrúa bæjarins og leikskólakennara og líklegt er talið að mál skýrist eftir því sem líður á daginn. 29.12.2005 13:38 Vill þingfund fyrir áramót Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. 29.12.2005 13:21 Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma Og Vodafone hefur gert samning við Arvato Mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. 29.12.2005 11:57 Fagnar áramótunum á spítala Það eiga þess ekki allir kost að halda jólin og fagna áramótum á heimili sínu. Börn og unglingar sem dveljast á Barnaspítala Hringsins þurftu sum hver að opna jólagjafir sínar á spítalanum og þar munu nokkur þeirra sömuleiðis dvelja um áramótin. 29.12.2005 11:47 VG vill að þing verði kallað saman Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um þá ákvörðun forsætisráðherra að skipa nefnd um úrskurð kjaradóms. Þingflokkurinn telur nauðsynlegt að fresta gildistöku kjaradóms til að skapa svigrúm til umræðu um forsendur ákvörðunar kjaradóms. 29.12.2005 11:38 Viðurkenning afhent á morgun Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir viðurkenningu Alþjóðahúss „Vel að verki staðið" fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi við hátíðlega athöfn í Alþjóðahúsinu Hverfisgötu 18, föstudaginn 30 desember kl. 15:30. 29.12.2005 10:06 Opið í Hlíðarfjalli í dag Það verður opið í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 12-20. Flestar lyftur verða í gangi og skíðafærið er troðinn þurr snjór og framleiddur snjór. Snjóvélarnar hafa verið í gangi síðan snemma í morgunn þegar vind lægði. 29.12.2005 09:34 Býður sig fram í fjórða sætið Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. janúar næstkomandi. 29.12.2005 09:27 Hálka og hálkublettir víða um land Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og ýmist eru hálkublettir eða snjóþekja á vegum um mest allt Suðurland. Á Vesturlandi og á Vestfjörðum er víðast hálka og hálkublettir. 29.12.2005 09:18 Sjá næstu 50 fréttir
Oktavía sökuð um að hafa farið á bak við kjósendur sína Formaður Samfylkingarinnar á Akureyri sakar Oktavíu Jóhannesdóttur um að hafa farið á bak við kjósendur sína með ákvörðun sinni um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir ákvörðun hennar koma sér á óvart þó Oktavía hafi ekki mætt á bæjarmálafundi í nokkra mánuði. Samfylkingarmenn vilja hana úr bæjarstjórn. 30.12.2005 10:30
Mál Norðlingaölduveitu aftur í höndum nefndar um skipulag miðhálendisins Umhverfisráðherra segir mál Norðlingaölduveitu nú aftur í höndum samvinnunefndar um skipulag miðhálendis. Ráðherra hafnaði tillögum nefndarinnar í gær á þeirri forsendu að lög sem sett voru í kjölfar úrskurðar setts umhverfisráðherra um veituna heimili ekki breytingar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands vill að nefndin taki veituna út af skipulaginu og stækki þar með friðlandið. 30.12.2005 09:49
Aldrei hafa færri banaslys orðið á ársgrundvelli frá árinu 1941 Aldrei hafa færri banaslys orðið á ársgrundvelli frá árinu 1941 en í ár létust 28 einstaklingur í slysum hér á landi og þrír íslenskir ríkisborgarar létust af slysförum erlendis. Í ár urðu flest slys í tengslum við umferðina líkt og oft áður en alls voru 19 einstaklingar sem létust í 16 slysum. 30.12.2005 09:27
Lýst er eftir brúnum yorkshire terrier Lítill brúnn yorkshire terrier týndist í Seláshverfinu í gær og er sárt saknað af eigendum sínum. Litla krílið var gestkomandi ásamt eigendum sínum í Seláshverfinu í gærkvöldi þegar hann týndist þannig að hundurinn er ekki kunnugur á þeim slóðum. Allir sem séð hafa til ferða þessa brúna litla hunds er bent á að hafa samband við eigandann í síma 848-3647 30.12.2005 09:15
Ráðist á konu á skemmtistað í Keflavík Ráðist var á konu á skemmtistað í Keflavík í nótt. Lögregla og sjúkralið voru kölluð til og var konan flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Var konan nefbrotin og með áverka í andliti. Lögregla segir að vitað sé hver árásarmaðurinn var en hann var farinn af staðnum þegar lögregluna var að. 30.12.2005 08:52
Vinstri grænir vilja færa út friðarmörk á miðhálendinu Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs skorar á samvinnunefnd miðhálendisins að hafna alfarið öllum hugmyndum um Norðlingaölduveitu og leggur til að ný tillaga að skipulagi á svæðinu sunnan Hofsjökuls verði auglýst, þar sem friðlandsmörk Þjórsárvera verði færð út. 30.12.2005 07:30
3,2 miljónum króna varið til baráttunnar gegn mansali Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja 3,2 milljónum króna til baráttunnar gegn mansali á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2005 voru fjórar milljónir króna til ráðstöfunar til stuðnings verkefnum á sviði mannréttindamála og hafði 800 þúsund krónum áður verið ráðstafað til Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. 30.12.2005 07:30
Kveikt í rusli í sex ruslagámum Slökkvilið Reykjavíkur hefur verið kallað út sex sinnum frá því um kvöldmatarleitið í gærkvöldi vegna elds í ruslagámum. Það er nokkuð mörg útköll en ástæðan er einkum sú að óprúttnir aðilar eru að kveikja á flugeldum og þvíumlíku í ruslagámunum með þeim afleiðingum að eldur brýst út. Eldurinn í ruslagámunum náði ekki að breyðast út en nokkuð tjón varð á gámunum. Ruslagámarnir sex sem kviknaði í eru staðsettir víða um borgina. 30.12.2005 06:34
Alþjóðahús afhendir verðlaun Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir í dag kl. 15:30 í Alþjóðahúsinu, Jónu Hrönn Bolladóttur, Bjarna Karlssyni, Hope Knútsson, og Kramhúsinu viðurkenningu Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi. Viðurkenningarnar eru veittar í þremur flokkum; einstaklingur af innlendum uppruna, einstaklingur af erlendum uppruna, og fyrirtæki eða stofnun. 30.12.2005 16:00
Hækkun hlutabréfa langt umfram spár Hækkanir á skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands hafa aldrei verið meiri á einu ári en á árinu 2005. Forstjóri Kauphallarinnar segir erfitt að spá um hvernig næsta ár þróast. 29.12.2005 23:35
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á gamlárskvöld Svifryk í borginni fer yfir heilsuverndarmörk á annasamasta tíma hinna skotglöðu á gamlárskvöld. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar en þar á bæ búast menn við að 530 þúsund flugeldar seljist að þessu sinni og um 90 þúsund blys. 29.12.2005 23:30
Hlutverk stjórnenda þurfa að vera skýr Mikilvægi þess að hlutverk stjórnenda séu skýr og óhæði stjórnarmanna er meðal þess sem tekið er á í endurskoðuðum reglum um stjórnarhætti fyrirtækja. 29.12.2005 23:14
Heimilt að fella allt að 909 hreindýr á næsta ári Umhverfisráðuneytið hefur heimilað að veiða allt að 909 hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2006, auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm, en þá skal fella sé þess kostur. Þessi heimild er veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda. 29.12.2005 23:00
Forsætisráðherra hafði ekki samráð við stjórnarandstöðu Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna vilja að þingið verði kallað saman á morgun eða hinn, til að fresta gildistöku úrskurðar Kjaradóms um hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Formenn flokkanna segja rangt að forsætisráðherra hafi haft samráð við formenn þingflokkanna áður en hann ákvað að biðja formann Kjaradóms að endurskoða úrskurð sinn frá nítjánda desember. 29.12.2005 22:17
Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. 29.12.2005 22:13
Norðlingaölduveita aftur komin á byrjunarreit Norðlingaölduveita er aftur komin á byrjunarreit eftir að umhverfisráðherra hafnaði því að staðfesta breytingar nefndar um skipulag miðhálendisins. 29.12.2005 21:30
Avion kaupir fjórar Boeing 777 Avion Group gekk í dag frá kaupum á fjórum Boeing 777 vélum fyrir röska sextíu milljarða króna. Félagið hefur þar með samið um kaup á átta slíkum vélum og fær þær afhentar á undan flestum öðrum. Vélarnar verða einkum notaðar í flug á milli Evrópu og Asíu. 29.12.2005 21:15
OR afhenti jólaskreytingarverðlaun í dag Iðnustu skreytingamenn landsins fengu í dag viðurkenningu fyrir að lífga upp á borgina um jólin með ævintýralegum skreytingum af ýmsum toga. Venju samkvæmt hefur Orkuveita Reykjavíkur valið bestu jólaskreytingarnar í þeim bæjarfélögum sem veitusvæði Orkuveitunnar nær til. Í Reykjavík varð Urriðakvísl þrjú fyrir valinu og eins og sjá má á þessum myndum var það ekki að ástæðulausu. Fjölbreyttar ljósaskreytingarnar féllu vel í kramið hjá dómnefndinni. 29.12.2005 21:00
Tvær og hálf milljón söfnuðust til styrktar SKB Rúmlega tvær og hálf milljón söfnuðust á styrktartónleikum sem haldnir voru í Háskólabíói í kvöld til styrktar SKB eða Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Tónleikarnir eru orðnir að árvissum viðburði og fara fram við hver áramót. 29.12.2005 20:48
Menntamálráðherra undirritar samninga um árangursstjórnun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra undirritaði í dag árangursstjórnunarsamninga við menningarstofnanir menntamálaráðuneytisins. 29.12.2005 20:39
Íhuga að bjóða fram foreldralista vegna leikskólavanda Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi ræða nú í fullri alvöru um að bjóða fram sérstakan foreldralista í bæjarstjórnarkosningum. Fjórir fílefldir starfsmenn hafa þó ráðist til starfa á leikskólann Dal en til stóð að loka deildum á skólanum sökum manneklu. Einn er sonur starfsmannastjóra bæjarins, annar dóttir fræðslustjórans og tveir eru fyrrverandi starfsmenn verktakafyrirtækis bæjarstjórans. 29.12.2005 19:30
Ellefu manns í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík Ellefu manns gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer 28. janúar næstkomandi, en framboðsfrestur rann út kl. 16 í dag. Þrír gefa kost á sér í fyrsta sætið, Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Óskar Bergsson húsasmíðameistari. 29.12.2005 19:03
Vélsleðamaður slasast í Fjörðum Björgunarsveiti Landsbjargar á Akureyri og Grenivík voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag. Vélsleðamaður hafði slasast í Fjörðum, norðan Grenivíkur. Fyrstu björgunarmenn voru komnir á slysstað hálftíma síðar og fyrsti björgunarbíll kom á slysstað tíu mínútum á eftir björgunarmönnum. Búið var um hinn slasaða og hann fluttur til byggða þar sem sjúkrabíll beið hans og flutti til Akureyrar. 29.12.2005 17:55
Féll niður vök Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti um hálf fimm leytið mann sem fallið hafði niður vök á Lyngdalsheiði. Ferðafélagar mannsins náðu manninum upp úr vökinni og fluttu hann að Gjábakkaveg til móts við björgunarlið. Maðurinn var kaldur og þrekaður og var hann fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. 29.12.2005 17:51
Fá ekki störf sem hæfa menntun Margir flóttamenn sem sest hafa að á Íslandi kvarta undan því að fá ekki störf er hæfir menntun þeirra og fyrri störfum. Stór hluti þeirra vinnur við ófaglærð störf. 29.12.2005 17:44
Landsnet kaupir flutningsvirki af Hitaveitu Suðurnesja Landsnet hefur keypt 132 kV háspennulínu af Hitaveitu Suðurnesja sem liggur frá aðveitustöð Landsnets við Hamranes, sunnan Hafnarfjarðar, að aðveitustöð Hitaveitu Suðurnesja við Öldugötu í Hafnarfirði. 29.12.2005 17:20
Fer yfir í Sjálfstæðisflokkinn Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri tilkynnti í dag að hún hefði sagt skilið við flokkinn og hygðist þess í stað ganga í raðir Sjálfstæðismanna. Hún segir ákvörðunina tekna að vel yfirlöguðu ráði og byggi á því mati hennar að Samfylkingin verði seint sá frjálslyndi og framsækni jafnaðarmannaflokkur sem hún og aðrir kratar reiknuðu með í upphafi. 29.12.2005 17:06
Tvær konur hlutu heiðursverðlaun Vísindafélags Íslendinga Vísindafélag Íslendinga afhenti verðlaun úr Ásusjóði. (LUM) Ásusjóður er kenndur við Ásu Guðmundsdóttur Wright sem afhenti Vísindafélaginu peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins nítján hundruð sextíu og átta. Verðlaunin í ár runnu til tveggja kvenna fyrir margþættar rannsóknir á krabbameini, orsökum þess og erfðum. Það voru doktor Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur og doktor Helga Ögmundsdóttir læknir. Þær hafa haft samstarf í leit að brjóstakrabbameinsgenum og gert viðamikla rannsókn á stökkbreytingum í þessum genum meðal Íslendinga. 29.12.2005 17:00
Landvinnsla ekki á leið frá Akureyri Landsvinnsla Brims fær nafnið ÚA á nýjan leik og verður eitt af fjórum afkomusviðum innnan Brims. Þetta kom fram á starfsmannafundi fyrirtækisins á Akureyri í dag. 29.12.2005 16:50
Dregur úr væntingum Breta Það dró úr væntingum breskra neytenda í desember og hafa þær ekki mælst lægri síðan í mars 2003. Neytendur virðast þannig vera svartsýnni á horfur í efnahagsmálum en áður og ólíklegra er að þeir standi í stórkaupum á næstu misserum. 29.12.2005 16:23
Jón formaður nefndar sem skoðar málefni Kjaradóms Forsætisráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, formann nefndar til að fara yfir málefni Kjaradóms, eftir að dómurinn ákvað að breyta ekki úrskurði sínum um kjör æðstu embættismanna. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að skipa fulltrúa í nefndina nema þing verði kallað saman fyrir áramót. 29.12.2005 15:49
Umhverfisráðherra staðfestir breytingar á svæðisskipulagi Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur staðfest breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 sem samvinnunefnd miðhálendis samþykkti á fundi sínum þann 12. ágúst 2005. Breytingarnar varða m.a. jarðvarmavirkjun við Hágöngur og lagningu háspennulínu frá þeirri virkjun og breytingu skálasvæðis við Kerlingarfjöll í hálendismiðstöð vegna ferðaþjónustu. Umhverfisráðherra hefur hins vegar synjað staðfestingu á þeim hluta svæðisskipulagstillögunnar sem lýtur að Norðlingaölduveitu. 29.12.2005 15:32
Viðskiptahalli við útlönd aldrei meiri Viðskiptahalli við útlönd hefur aldrei verið meiri en það sem af er ári nemur hallinn tæpum níutíu milljörðum króna. Stórfelldur innflutningur á bílum vegur þungt en um átján þúsund nýir bílar hafa verið skráðir það sem af er ári. 29.12.2005 15:23
Eldur í ruslageymslu fjölbýlishúss Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Engjasel í Breiðholti á þriðja tímanum í dag vegna elds í ruslageymslu hússins. Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang ásamt sjúkrabíl en það tók aðeins fjórar mínútur að slökkva eldinn. 29.12.2005 15:19
Almenningur getur ekki skipt um raforkusala fyrr en í vor Rafmagn á Íslandi verður selt á samkeppnismarkaði frá og með 1. janúar næstkomandi. Þó lítur út fyrir að almenningur geti ekki skipt um raforkusala fyrr en í fyrsta lagi í vor, ef þeir hyggjast gera það á annað borð, vegna tafa á aðlögun erlends viðskiptahugbúnaðar að íslenskum aðstæðum. 29.12.2005 15:13
Fékk styrk úr minningarsjóði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fékk 250 þúsund króna styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra. Styrkinn afhenti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Guðrúnu við athöfn í Höfða. 29.12.2005 13:49
Allir leikskólakennarar Sólbrekku segja upp Allir leikskólakennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi hafa sagt upp störfum. Nú stendur yfir fundur fulltrúa bæjarins og leikskólakennara og líklegt er talið að mál skýrist eftir því sem líður á daginn. 29.12.2005 13:38
Vill þingfund fyrir áramót Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. 29.12.2005 13:21
Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma Og Vodafone hefur gert samning við Arvato Mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. 29.12.2005 11:57
Fagnar áramótunum á spítala Það eiga þess ekki allir kost að halda jólin og fagna áramótum á heimili sínu. Börn og unglingar sem dveljast á Barnaspítala Hringsins þurftu sum hver að opna jólagjafir sínar á spítalanum og þar munu nokkur þeirra sömuleiðis dvelja um áramótin. 29.12.2005 11:47
VG vill að þing verði kallað saman Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um þá ákvörðun forsætisráðherra að skipa nefnd um úrskurð kjaradóms. Þingflokkurinn telur nauðsynlegt að fresta gildistöku kjaradóms til að skapa svigrúm til umræðu um forsendur ákvörðunar kjaradóms. 29.12.2005 11:38
Viðurkenning afhent á morgun Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir viðurkenningu Alþjóðahúss „Vel að verki staðið" fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi við hátíðlega athöfn í Alþjóðahúsinu Hverfisgötu 18, föstudaginn 30 desember kl. 15:30. 29.12.2005 10:06
Opið í Hlíðarfjalli í dag Það verður opið í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 12-20. Flestar lyftur verða í gangi og skíðafærið er troðinn þurr snjór og framleiddur snjór. Snjóvélarnar hafa verið í gangi síðan snemma í morgunn þegar vind lægði. 29.12.2005 09:34
Býður sig fram í fjórða sætið Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. og 13. janúar næstkomandi. 29.12.2005 09:27
Hálka og hálkublettir víða um land Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og ýmist eru hálkublettir eða snjóþekja á vegum um mest allt Suðurland. Á Vesturlandi og á Vestfjörðum er víðast hálka og hálkublettir. 29.12.2005 09:18