Fleiri fréttir Fjárstuðningur við Bandaríkin Íslenska ríkið mun veita Bandaríkjamönnum hálfa milljón dala, 31 milljón króna, í fjárhagsaðstoð til enduruppbyggingar í þeim ríkjum sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13.9.2005 00:01 Íslandsmiðill og Tengir fá boltann Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, segir að engin beiðni liggi fyrir frá Digital Ísland um dreifingu á Enska boltanum. "Komi sú beiðni getum við óskað þess að okkar myndlykill verði notaður." 13.9.2005 00:01 Rökleysa og þvættingur Samtök myndrétthafa á Íslandi eru harðorðir vegna niðurstöðu lögmanns Neytendasamtakanna um áskriftir að SKY sjónvarpsstöðvunum á Íslandi þar sem kemur fram að Íslendingar sem hafi slíka áskrift séu ekki að brjóta gegn reglum. 13.9.2005 00:01 Ódýrari netsími Hive býður nú viðskiptavinum sínum upp á símaþjónustu til útlanda með nettækni. "Hive netsími er fyrsta skref okkar inn á símamarkaðinn með því að bjóða útlandasímtöl til viðskiptavina á um það bil fjórðung af því verði sem hefur verið við lýði," segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. 13.9.2005 00:01 Samið við Eimskip um Herjólf Samningaviðræður um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs eru að hefjast. Samið verður við Eimskip sem átti lægstu tilboðin. Samskip, sem nú rekur Herjólf, átti næst lægstu tilboðin. Frávikstilboðum Samskipa var vísað frá. Ferðum Herjólfs fjölgar verulega. 13.9.2005 00:01 Ekki öflugt öryggistæki fyrir alla Það skiptir máli við hvaða símafyrirtæki Íslendingar skipta með tilliti til þess hvort GSM-síminn sé öflugt öryggistæki eða ekki. Neyðarlínan getur einungis staðsett þann sem hringir, samstundis og með nokkurri nákvæmi ef um er að ræða viðskiptavin Símans. 13.9.2005 00:01 Huga þarf að fjöldaútkalli kafara Jónas Hallsson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir vel skipaðar köfurum til að bregðast við slysum á eða í vatni. 13.9.2005 00:01 Morðmáli frestað á ný Mál parsins sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson, 54 ára gamlan athafnamann, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í sumar, var tekið fyrir í dómi í Boksburg í gær og frestað fram í næsta mánuð. 13.9.2005 00:01 Með nauðgunarlyf í plasthylkjum Tveir 25 ára gamlir menn voru dæmdir í mánaðarfangelsi og til að sæta upptöku á rúmum fimmtán grömmum af amfetamíni, tæpu grammi af kókaíni og 38 millilítrum af smjörsýru. Dómurinn, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands, var skilorðsbundinn í þrjú ár. 13.9.2005 00:01 Leggur fram fé vegna Katrínar Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja fram 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra. 13.9.2005 00:01 Leita á 30 hektara svæði í sjó Sjávarbotninn á leitarsvæðinu vegna skemmtibátsins sem fórst á Viðeyjarsundi um helgina mun víðast hvar auðveldur yfirferðar þó á honum séu einnig erfið svæði. Leit heldur áfram í dag, sem og rannsókn á tildrögum slyssins. 13.9.2005 00:01 Bændur mega áfram marka fé Ekki verður hætt að marka fé þrátt fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um búfjármerkingar, en hún gerir ráð fyrir því að sauðfjárbændur og kúabændur merki gripi sína með nýjum plastmerkjum. Sauðfjárbóndi sem blaðið hafði tal af óttaðist að með nýjum merkjum myndi þúsund ára hefð um mörkun fjár leggjast af. 13.9.2005 00:01 Vilja sektarúrskurð ómerktan Þingfest voru í gærmorgun mál olíufélaganna Skeljungs og Olís á hendur samkeppnisyfirvöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í júní var þingfest sambærilegt mál Kers. Stefnur félaganna eru keimlíkar, en þau vilja freista þess að fá felldan úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnisyfirvalda um samráð þeirra. 13.9.2005 00:01 Verðbólga þurrkar út launahækkun Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. 13.9.2005 00:01 Höfundur og útgefandi deila Tekist var á um tryggingar hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær vegna lögbannsbeiðni á bókina Fiskisagan flýgur frá Skruddu. Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari, annar höfunda bókarinnar, fór fram á lögbannið þar sem hann taldi brotið á höfundarrétti sínum í frágangi mynda í bókina. 13.9.2005 00:01 Tekist á í Baugsmáli Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. 13.9.2005 00:01 Guðmundur Kjærnested jarðsettur Útför Guðmundar Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Gamlir starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vélstjórar og loftskeytamenn, báru kistu hans úr kirkju. Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina, en Guðmundur varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára. 13.9.2005 00:01 Tekst ekki að ljúka hringvegi Þrátt fyrir að 15 milljörðum króna af Símapeningum eigi að verja til vegamála á næstu fimm árum tekst ekki að ljúka malbikun hringvegarins. Samkvæmt langtímaáætlun til ársins 2014 á heldur ekki að klára hringinn fyrir þann tíma og virðist sem enn muni líða minnst áratugur þar til þau tímamót verða. 13.9.2005 00:01 Fær enga aðstoð frá kerfinu Kristinn Rúnar Magnússon, sem er 26 ára, var sleginn í götuna í hópslagsmálum fyrir sjö árum með skelfilegum afleiðingum. Hann hefur verið 75 prósent öryrki síðan og býr enn í foreldrahúsum. Móðir hans segir að enginn vilji aðstoða þau og hjálpa honum að standa á eigin fótum. Hún segir kerfið hafa brugðist og að álagið á fjölskylduna sé hræðilegt. 13.9.2005 00:01 Vilja ekki sameiningu bæjarfélaga Samtökin Áfram, sem verið er að stofna á Norðurlandi, hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum eftir mánuð. Þau telja ótækt að ekki sé ákvæði í lögum um að hægt sé að snúa til baka og skilja sveitarfélög í sundur. 13.9.2005 00:01 Innbrotsþjófur enn ófundinn Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. 13.9.2005 00:01 Tímamót fyrir systurflokk VG "Úrslitin í Norsku þingkosningunum vekja blendnar tilfinningar þar eð Sósíalíski vinstriflokkurinn, systurflokkur okkar, tapaði talsverðu fylgi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. 13.9.2005 00:01 Baugsákærur standi allar Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. 13.9.2005 00:01 Kólumbískar fjölskyldur setjast að Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands síðastliðinn föstudag á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna en Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hjálpar fólkinu við að laga sig að íslensku samfélagi. Þórir Guðmundsson er sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. 13.9.2005 00:01 Íslandsmet í hópknúsi Flestir mennta- og fjölbrautarskólar pína nýnema sína og niðurlægja með ýmsum hætti í svokölluðum busavígslum. Verzlunarskóli Íslands hefur þó mun kærleiksríkari hefðir eins og sannaðist í gær en þá busuðu þeir nýnemana með því að bjóða þeim pylsu og kók í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 13.9.2005 00:01 Norðmenn vilja styrkja tengslin Íbúar Vestur-Noregs hafa mikinn áhuga á að styrkja tengslin við Íslendinga og leggja sveitarfélög þar nú fjármuni í að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu, byggða á sameiginlegri sögu frændþjóðanna. 12.9.2005 00:01 Ákveðið með frekari leit í dag Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík. 12.9.2005 00:01 Neysluverðsvísitala hækkar enn Verðbólgan í landinu er 7,6 prósent á ári miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs í þessum mánuði hækkaði um 1,52 prósent frá því í ágúst. Hækkunin kemur meðal annars til af því að sumarútsölum er lokið og hefur verð á fatnaði og skóm hækkað um 13 prósent. 12.9.2005 00:01 Samið á Suðurnesjum Starfsmannafélag Suðurnesja og Launanefnd sveitarfélaga undirrituðu á föstudaginn nýjan kjarasamning sem gildir til 30. nóvember 2008. Samningurinn nær til um 450 starfsmanna sveitarfélaga og stofnana á Suðurnesjum. Á heimasíðu BSRB kemur fram að fyrir utan beinar launahækkanir sé tekið upp allt að tveggja prósenta mótframlag launagreiðenda vegna séreignarlífeyrissparnaðar launþega. 12.9.2005 00:01 Leita þar sem báturinn sökk Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk. 12.9.2005 00:01 Mál í biðstöðu vegna dómaraskipta Mál ákæruvaldsins vegna banaslyssins við Kárahnjúka í mars á síðasta ári er í biðstöðu vegna dómaraskipta. Ákæra í málinu var gefin út um miðjan apríl á þessu ári og hafa allir ákærðu komið fyrir Héraðsdóm Austurlands við þingfestingu málsins, en þeir eru yfirmenn hjá Arnarfelli, Impregilo og VIJV. 12.9.2005 00:01 Verðbólgumörk Seðlabankans rofin Verðbólgumörk Seðlabankans hafa verið rofin með áberandi hætti að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan á landinu er 7,6 prósent miðað við vísitöluhækkun síðustu þriggja mánaða, en 4,8 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 12.9.2005 00:01 Sættir sig við takmarkað rými Foreldraráð í Korpuskóla hefur sætt sig við að nýi skólinn rúmi ekki öll börnin í hverfinu en þrír efstu árgangarnir þurfa að vera í þar til gerðum skúrum sem komið hefur verið fyrir við skólann. Foreldraráðið treystir á að formaður fræðsluráðs og skólastjórinn muni sjá til þess að betri skúrar verði fengnir í stað þeirra sem nú eru. 12.9.2005 00:01 Davíð skoðaði Heimssýningu í Japan Davíð Oddsson utanríkisráðherra skoðaði í dag Heimssýninguna í Aichi í Japan. Hann fór meðal annars í norræna sýningarskálann og þann japanska. Á morgun mun utanríkisráðherra eiga fund með Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Japans. Á miðvikudaginn tekur utanríkisráðherra þátt í viðskiptaráðstefnu þar sem íslensk fyrirtæki munu kynna starfsemi sína. 12.9.2005 00:01 Ástandið verst í Kópavogi Staða starfsmannamála í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu hefur heldur lagast frá síðustu mánaðamótum þó enn vanti talsvert upp á að skólarnir séu fullmannaðir. Ástandið er sýnu verst í Kópavogi þar sem vantar fólk í hátt í tuttugu stöðugildi en upplýsingar um ástandið í Reykjavík fengust ekki þar sem þær liggja ekki fyrir. 12.9.2005 00:01 Fellibylsleifar við suðurströndina Leifar af fellibylnum Maríu eru nú við suðurströnd landsins. Veðrið mun ná hámarki nú í hádeginu. Fólki er ráðlagt að gera ráðstafanir og binda niður lausa hluti á svæðum sem eru opin fyrir vindi. 12.9.2005 00:01 Lést í sjóslysi á Viðeyjarsundi Konan sem lést þegar bátur steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi, aðfaranótt laugardags, hét Matthildur Harðardóttir, 51 árs að aldri. Matthildur var til heimilis að Hjallabrekku í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns Matthildar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson, 33 ára. Friðrik á barnungan son. 12.9.2005 00:01 Vilja flugið til Keflavíkur Rúmlega hundrað hafa gerst stofnfélagar í þverpólitískum samtökum sem ætla að beita sér fyrir því að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Stofnfundur verður haldinn 6. október. 12.9.2005 00:01 Guðný Hildur í 3. til 6. sæti Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsráðgjafi hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja til sjötta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. 12.9.2005 00:01 Hafi tapað miklu á lánabreytingum ASÍ segir hjón á verkamannalaunum með dæmigert íbúðarlán frá Byggingasjóði verkamanna hafa tapað eitt hundrað þúsund krónum frá breytingunum á lánamarkaðnum í fyrra. Segir ASÍ að greiðslubyrgði þeirra væri um fimm þúsund krónum minni á mánuði ef engar breytingar hefðu orðið á lánamarkaðnum. 12.9.2005 00:01 Lágu í leigðum kojum í Herjólfi Kojur sem farþegar Herjólfs höfðu pantað fyrsta laugardag í september voru margar uppteknar af starfsfólki Samskipa þegar farþegarnir komu um borð. Þetta kemur fram á <em>eyjafrettir.is</em>. Allt leit eðlilega út þegar farþegarnir komu að afgreiðslunni og engin fyrirstaða að koma bílum inn. Þeir sem áttu pantaðan klefa en fengu ekki segja starfsfólk Herjólfs hafa verið vandræðalegt og borið fyrir sig tvíbókunum. 12.9.2005 00:01 Verðbólga ekki meiri í 40 mánuði Verðbólga hefur ekki meiri í 40 mánuði að því er fram kemur í vef Alþýðusambands Íslands. Verðbólga mælist 4,8 prósent nú í september og er komin langt yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Við þessar aðstæður ber bankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum verðbólgunnar og leiðum til úrbóta. 12.9.2005 00:01 Vísitala úthafsrækju hækkar aðeins Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land. Vísitala stofnstærðar samkvæmt fyrstu útreikningum er aðeins hærri í ár miðað við árið 2004 ef litið er á svæðið í heild, en er þó enn þá 27 prósentum lægri en árið 1999 sem var lakasta árið á tíunda áratugnum. 12.9.2005 00:01 Mikill áhugi fyrir samtökum Fjölmargir hafa skráð sig sem stofnfélaga í samtök sem berjast fyrir því að fá miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar samhliða samgöngutengingu milli Straumsvíkur og Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. <em>Víkurfréttir</em> segja frá því að það kosti 1500 krónur að skrá sig á skráningarsíðu samtakanna og hefur komið fram gagnrýni á gjaldtökuna. 12.9.2005 00:01 Má ekki dreifa Enska boltanum einn Íslenska sjónvarpsfélagið braut gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá því í vor með því að neita að afhenda Íslandsmiðli og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Landssíminn hefur því ekki einkarétt til þess að dreifa Enska boltanum í fjarskiptakerfum fyrirtækisins. 12.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjárstuðningur við Bandaríkin Íslenska ríkið mun veita Bandaríkjamönnum hálfa milljón dala, 31 milljón króna, í fjárhagsaðstoð til enduruppbyggingar í þeim ríkjum sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13.9.2005 00:01
Íslandsmiðill og Tengir fá boltann Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, segir að engin beiðni liggi fyrir frá Digital Ísland um dreifingu á Enska boltanum. "Komi sú beiðni getum við óskað þess að okkar myndlykill verði notaður." 13.9.2005 00:01
Rökleysa og þvættingur Samtök myndrétthafa á Íslandi eru harðorðir vegna niðurstöðu lögmanns Neytendasamtakanna um áskriftir að SKY sjónvarpsstöðvunum á Íslandi þar sem kemur fram að Íslendingar sem hafi slíka áskrift séu ekki að brjóta gegn reglum. 13.9.2005 00:01
Ódýrari netsími Hive býður nú viðskiptavinum sínum upp á símaþjónustu til útlanda með nettækni. "Hive netsími er fyrsta skref okkar inn á símamarkaðinn með því að bjóða útlandasímtöl til viðskiptavina á um það bil fjórðung af því verði sem hefur verið við lýði," segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. 13.9.2005 00:01
Samið við Eimskip um Herjólf Samningaviðræður um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs eru að hefjast. Samið verður við Eimskip sem átti lægstu tilboðin. Samskip, sem nú rekur Herjólf, átti næst lægstu tilboðin. Frávikstilboðum Samskipa var vísað frá. Ferðum Herjólfs fjölgar verulega. 13.9.2005 00:01
Ekki öflugt öryggistæki fyrir alla Það skiptir máli við hvaða símafyrirtæki Íslendingar skipta með tilliti til þess hvort GSM-síminn sé öflugt öryggistæki eða ekki. Neyðarlínan getur einungis staðsett þann sem hringir, samstundis og með nokkurri nákvæmi ef um er að ræða viðskiptavin Símans. 13.9.2005 00:01
Huga þarf að fjöldaútkalli kafara Jónas Hallsson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir vel skipaðar köfurum til að bregðast við slysum á eða í vatni. 13.9.2005 00:01
Morðmáli frestað á ný Mál parsins sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson, 54 ára gamlan athafnamann, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í sumar, var tekið fyrir í dómi í Boksburg í gær og frestað fram í næsta mánuð. 13.9.2005 00:01
Með nauðgunarlyf í plasthylkjum Tveir 25 ára gamlir menn voru dæmdir í mánaðarfangelsi og til að sæta upptöku á rúmum fimmtán grömmum af amfetamíni, tæpu grammi af kókaíni og 38 millilítrum af smjörsýru. Dómurinn, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands, var skilorðsbundinn í þrjú ár. 13.9.2005 00:01
Leggur fram fé vegna Katrínar Ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja fram 31 milljón króna í fjársöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Katrínar. Peningarnir verða lagðir í sjóð sem George Bush eldri og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, stýra. 13.9.2005 00:01
Leita á 30 hektara svæði í sjó Sjávarbotninn á leitarsvæðinu vegna skemmtibátsins sem fórst á Viðeyjarsundi um helgina mun víðast hvar auðveldur yfirferðar þó á honum séu einnig erfið svæði. Leit heldur áfram í dag, sem og rannsókn á tildrögum slyssins. 13.9.2005 00:01
Bændur mega áfram marka fé Ekki verður hætt að marka fé þrátt fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um búfjármerkingar, en hún gerir ráð fyrir því að sauðfjárbændur og kúabændur merki gripi sína með nýjum plastmerkjum. Sauðfjárbóndi sem blaðið hafði tal af óttaðist að með nýjum merkjum myndi þúsund ára hefð um mörkun fjár leggjast af. 13.9.2005 00:01
Vilja sektarúrskurð ómerktan Þingfest voru í gærmorgun mál olíufélaganna Skeljungs og Olís á hendur samkeppnisyfirvöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í júní var þingfest sambærilegt mál Kers. Stefnur félaganna eru keimlíkar, en þau vilja freista þess að fá felldan úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnisyfirvalda um samráð þeirra. 13.9.2005 00:01
Verðbólga þurrkar út launahækkun Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. 13.9.2005 00:01
Höfundur og útgefandi deila Tekist var á um tryggingar hjá Sýslumanninum í Reykjavík í gær vegna lögbannsbeiðni á bókina Fiskisagan flýgur frá Skruddu. Kristinn H. Benediktsson ljósmyndari, annar höfunda bókarinnar, fór fram á lögbannið þar sem hann taldi brotið á höfundarrétti sínum í frágangi mynda í bókina. 13.9.2005 00:01
Tekist á í Baugsmáli Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. 13.9.2005 00:01
Guðmundur Kjærnested jarðsettur Útför Guðmundar Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Gamlir starfsfélagar Guðmundar, skipherrar, flugmenn, vélstjórar og loftskeytamenn, báru kistu hans úr kirkju. Sjö starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð við útförina, en Guðmundur varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta 1972 og 1975. Hann varð 82 ára. 13.9.2005 00:01
Tekst ekki að ljúka hringvegi Þrátt fyrir að 15 milljörðum króna af Símapeningum eigi að verja til vegamála á næstu fimm árum tekst ekki að ljúka malbikun hringvegarins. Samkvæmt langtímaáætlun til ársins 2014 á heldur ekki að klára hringinn fyrir þann tíma og virðist sem enn muni líða minnst áratugur þar til þau tímamót verða. 13.9.2005 00:01
Fær enga aðstoð frá kerfinu Kristinn Rúnar Magnússon, sem er 26 ára, var sleginn í götuna í hópslagsmálum fyrir sjö árum með skelfilegum afleiðingum. Hann hefur verið 75 prósent öryrki síðan og býr enn í foreldrahúsum. Móðir hans segir að enginn vilji aðstoða þau og hjálpa honum að standa á eigin fótum. Hún segir kerfið hafa brugðist og að álagið á fjölskylduna sé hræðilegt. 13.9.2005 00:01
Vilja ekki sameiningu bæjarfélaga Samtökin Áfram, sem verið er að stofna á Norðurlandi, hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum eftir mánuð. Þau telja ótækt að ekki sé ákvæði í lögum um að hægt sé að snúa til baka og skilja sveitarfélög í sundur. 13.9.2005 00:01
Innbrotsþjófur enn ófundinn Ekki hefur enn tekist að hafa hendur í hári þess sem braust inn í tölvuverslun í Bæjarlind í Kópavogi um fimmleytið í morgun. Stolin traktorsgrafa var notuð við verknaðinn og dyr og stór sýningargluggi voru brotin með afturskóflunni til að komast inn í verslunina. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var nokkrum fartölvum stolið, en ekki er útilokað að fleira hafi verið tekið. 13.9.2005 00:01
Tímamót fyrir systurflokk VG "Úrslitin í Norsku þingkosningunum vekja blendnar tilfinningar þar eð Sósíalíski vinstriflokkurinn, systurflokkur okkar, tapaði talsverðu fylgi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. 13.9.2005 00:01
Baugsákærur standi allar Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. 13.9.2005 00:01
Kólumbískar fjölskyldur setjast að Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands síðastliðinn föstudag á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna en Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hjálpar fólkinu við að laga sig að íslensku samfélagi. Þórir Guðmundsson er sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. 13.9.2005 00:01
Íslandsmet í hópknúsi Flestir mennta- og fjölbrautarskólar pína nýnema sína og niðurlægja með ýmsum hætti í svokölluðum busavígslum. Verzlunarskóli Íslands hefur þó mun kærleiksríkari hefðir eins og sannaðist í gær en þá busuðu þeir nýnemana með því að bjóða þeim pylsu og kók í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 13.9.2005 00:01
Norðmenn vilja styrkja tengslin Íbúar Vestur-Noregs hafa mikinn áhuga á að styrkja tengslin við Íslendinga og leggja sveitarfélög þar nú fjármuni í að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu, byggða á sameiginlegri sögu frændþjóðanna. 12.9.2005 00:01
Ákveðið með frekari leit í dag Maðurinn sem saknað er eftir að skemmtibátur steytti á Skarfaskeri er enn ófundinn. Ákveðið verður með frekari leit með morgninum. Í gær leitaði fjöldi fólks mannsins. Björgunarskip sigldu um sundin og björgunarsveitarmenn gengu fjörur, allt frá Gróttu að Kjalarnesi. Þá leitaði fjöldi fólks á tugum smábáta á sundunum fyrir utan Reykjavík. 12.9.2005 00:01
Neysluverðsvísitala hækkar enn Verðbólgan í landinu er 7,6 prósent á ári miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu þrjá mánuði. Vísitala neysluverðs í þessum mánuði hækkaði um 1,52 prósent frá því í ágúst. Hækkunin kemur meðal annars til af því að sumarútsölum er lokið og hefur verð á fatnaði og skóm hækkað um 13 prósent. 12.9.2005 00:01
Samið á Suðurnesjum Starfsmannafélag Suðurnesja og Launanefnd sveitarfélaga undirrituðu á föstudaginn nýjan kjarasamning sem gildir til 30. nóvember 2008. Samningurinn nær til um 450 starfsmanna sveitarfélaga og stofnana á Suðurnesjum. Á heimasíðu BSRB kemur fram að fyrir utan beinar launahækkanir sé tekið upp allt að tveggja prósenta mótframlag launagreiðenda vegna séreignarlífeyrissparnaðar launþega. 12.9.2005 00:01
Leita þar sem báturinn sökk Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk. 12.9.2005 00:01
Mál í biðstöðu vegna dómaraskipta Mál ákæruvaldsins vegna banaslyssins við Kárahnjúka í mars á síðasta ári er í biðstöðu vegna dómaraskipta. Ákæra í málinu var gefin út um miðjan apríl á þessu ári og hafa allir ákærðu komið fyrir Héraðsdóm Austurlands við þingfestingu málsins, en þeir eru yfirmenn hjá Arnarfelli, Impregilo og VIJV. 12.9.2005 00:01
Verðbólgumörk Seðlabankans rofin Verðbólgumörk Seðlabankans hafa verið rofin með áberandi hætti að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan á landinu er 7,6 prósent miðað við vísitöluhækkun síðustu þriggja mánaða, en 4,8 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 12.9.2005 00:01
Sættir sig við takmarkað rými Foreldraráð í Korpuskóla hefur sætt sig við að nýi skólinn rúmi ekki öll börnin í hverfinu en þrír efstu árgangarnir þurfa að vera í þar til gerðum skúrum sem komið hefur verið fyrir við skólann. Foreldraráðið treystir á að formaður fræðsluráðs og skólastjórinn muni sjá til þess að betri skúrar verði fengnir í stað þeirra sem nú eru. 12.9.2005 00:01
Davíð skoðaði Heimssýningu í Japan Davíð Oddsson utanríkisráðherra skoðaði í dag Heimssýninguna í Aichi í Japan. Hann fór meðal annars í norræna sýningarskálann og þann japanska. Á morgun mun utanríkisráðherra eiga fund með Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Japans. Á miðvikudaginn tekur utanríkisráðherra þátt í viðskiptaráðstefnu þar sem íslensk fyrirtæki munu kynna starfsemi sína. 12.9.2005 00:01
Ástandið verst í Kópavogi Staða starfsmannamála í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu hefur heldur lagast frá síðustu mánaðamótum þó enn vanti talsvert upp á að skólarnir séu fullmannaðir. Ástandið er sýnu verst í Kópavogi þar sem vantar fólk í hátt í tuttugu stöðugildi en upplýsingar um ástandið í Reykjavík fengust ekki þar sem þær liggja ekki fyrir. 12.9.2005 00:01
Fellibylsleifar við suðurströndina Leifar af fellibylnum Maríu eru nú við suðurströnd landsins. Veðrið mun ná hámarki nú í hádeginu. Fólki er ráðlagt að gera ráðstafanir og binda niður lausa hluti á svæðum sem eru opin fyrir vindi. 12.9.2005 00:01
Lést í sjóslysi á Viðeyjarsundi Konan sem lést þegar bátur steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi, aðfaranótt laugardags, hét Matthildur Harðardóttir, 51 árs að aldri. Matthildur var til heimilis að Hjallabrekku í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns Matthildar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson, 33 ára. Friðrik á barnungan son. 12.9.2005 00:01
Vilja flugið til Keflavíkur Rúmlega hundrað hafa gerst stofnfélagar í þverpólitískum samtökum sem ætla að beita sér fyrir því að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Stofnfundur verður haldinn 6. október. 12.9.2005 00:01
Guðný Hildur í 3. til 6. sæti Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsráðgjafi hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja til sjötta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. 12.9.2005 00:01
Hafi tapað miklu á lánabreytingum ASÍ segir hjón á verkamannalaunum með dæmigert íbúðarlán frá Byggingasjóði verkamanna hafa tapað eitt hundrað þúsund krónum frá breytingunum á lánamarkaðnum í fyrra. Segir ASÍ að greiðslubyrgði þeirra væri um fimm þúsund krónum minni á mánuði ef engar breytingar hefðu orðið á lánamarkaðnum. 12.9.2005 00:01
Lágu í leigðum kojum í Herjólfi Kojur sem farþegar Herjólfs höfðu pantað fyrsta laugardag í september voru margar uppteknar af starfsfólki Samskipa þegar farþegarnir komu um borð. Þetta kemur fram á <em>eyjafrettir.is</em>. Allt leit eðlilega út þegar farþegarnir komu að afgreiðslunni og engin fyrirstaða að koma bílum inn. Þeir sem áttu pantaðan klefa en fengu ekki segja starfsfólk Herjólfs hafa verið vandræðalegt og borið fyrir sig tvíbókunum. 12.9.2005 00:01
Verðbólga ekki meiri í 40 mánuði Verðbólga hefur ekki meiri í 40 mánuði að því er fram kemur í vef Alþýðusambands Íslands. Verðbólga mælist 4,8 prósent nú í september og er komin langt yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Við þessar aðstæður ber bankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum verðbólgunnar og leiðum til úrbóta. 12.9.2005 00:01
Vísitala úthafsrækju hækkar aðeins Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á úthafsrækju fyrir norðan og austan land. Vísitala stofnstærðar samkvæmt fyrstu útreikningum er aðeins hærri í ár miðað við árið 2004 ef litið er á svæðið í heild, en er þó enn þá 27 prósentum lægri en árið 1999 sem var lakasta árið á tíunda áratugnum. 12.9.2005 00:01
Mikill áhugi fyrir samtökum Fjölmargir hafa skráð sig sem stofnfélaga í samtök sem berjast fyrir því að fá miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar samhliða samgöngutengingu milli Straumsvíkur og Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. <em>Víkurfréttir</em> segja frá því að það kosti 1500 krónur að skrá sig á skráningarsíðu samtakanna og hefur komið fram gagnrýni á gjaldtökuna. 12.9.2005 00:01
Má ekki dreifa Enska boltanum einn Íslenska sjónvarpsfélagið braut gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá því í vor með því að neita að afhenda Íslandsmiðli og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Landssíminn hefur því ekki einkarétt til þess að dreifa Enska boltanum í fjarskiptakerfum fyrirtækisins. 12.9.2005 00:01