Fleiri fréttir Grænmetisframleiðslan í óvissu Að öllu óbreyttu stórhækkar verð á rafmagni til garðyrkjubænda um næstu mánaðamót. Unnið er að lausn málsins því verði ekki að gert mun grænmetisframleiðsla í landinu leggjast af. 10.1.2005 00:01 Tvær bílveltur í hálkunni Fimm manns sluppu ómeiddir þegar bíll sem fólkið var í valt út af Vesturlandsvegi á móts við afleggjarann að Bröttubrekku síðdegis í gær. Tveir menn sluppu líka þegar bíll þeira valt út af Biskupstungnabraut á móts við Svínavatn síðdegis. Mikil hálka var á báðum stöðum. 10.1.2005 00:01 Ekkert lát á loðnuveiðum Ekkert lát er á loðnuveiðunum norður af Langanesi og er langmest af aflanum fryst til manneldis. Hafrannsóknaskipið Árni Friðrikssson er að kortleggja göngurnar og er þess vænst að niðurstöður liggi fyrir upp úr miðri vikunni og að þá verði aukið verulega við kvótann. 10.1.2005 00:01 Olíufélögin hjá áfrýjunarnefnd Lögfræðingar olíufélaganna Esso, Olís og Skeljungs mættu til fundar við áfrýjunarnefnd samkeppnismála á Hótel Sögu klukkan níu í morgun. Einnig var fulltrúi samkeppnisstofnunar boðaður á fundinn sem haldinn er vegna áfrýjunar olíufélaganna á úrskurði samkeppnisráðs vegna samráðs olíufélaganna um verðlagningu olíuvara. 10.1.2005 00:01 Saug fé upp úr stöðumælum Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann sem var með að minnsta kosti kíló af skiptimynt sem hann hafði sogið upp úr stöðumælum með sérútbúinni ryksugu. Það var vaktmaður í bandaríska sendiráðinu sem sá til mannsins og lét lögreglu vita sem gómaði hann þar í grennd. 10.1.2005 00:01 Loftskip á milli lands og Eyja? Sky-Cat risaloftskip sem Bretar eru að ljúka við að hanna yrði aðeins 45 mínútur á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Slíkt loftskip virðist betri lausn á samgöngumálum Vestmannaeyinga en Herjólfur eða aðrar hefðbundnar ferjur. 10.1.2005 00:01 Seinheppinn þjófur handtekinn Seinheppinn þjófur var gripinn fyrir þjófnað síðdegis í gær þegar hann ætlaði að tilkynna um að hann hefði sjálfur lent í þjófnaði. Maðurinn hafði stolið fjórum fartölvum en hélt svo að bílnum sínum hafi verið rænt. 10.1.2005 00:01 Atvinnuleysi minnkar enn Dregið hefur úr atvinnuleysi undanfarið og líklega mun sú þróun halda áfram á þessu ári, að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Hagvöxtur er mikill um þessar mundir og skilar sér nú í minnkandi árstíðarleiðréttu atvinnuleysi að sögn bankans. 10.1.2005 00:01 Vefur um verkefni sýslumanna Sýslumannafélag Íslands hefur í samstarfi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið opnað nýjan vef sem inniheldur upplýsingar um verkefni sýslumanna og ýmsar leiðbeiningar fyrir þá sem til embætta sýslumanna þurfa að leita. Á vefnum er einnig hvert embætti fyrir sig með eigin síðu þar sem helstu upplýsingar um starfsemi þess koma fram. 10.1.2005 00:01 Gallup svarar ráðherrum Stjórnendur IMG-Gallups á Íslandi sitja nú á fundi til að móta afstöðu til niðrandi ummæla þriggja ráðherra um skoðanakönnun sem félagið gerði nýverið um viðhorf til lista yfir staðföstu ríkin svonefndu. 10.1.2005 00:01 Langur málflutningur olíufélaganna Búist er við að munnlegur málflutningur í olíumálinu fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála standi fram á kvöld. Lögfræðingar stóru olíufélaganna mættu til fundar nefndarinnar í morgun ásamt fulltrúa Samkeppnisstofnunar. 10.1.2005 00:01 Fagna yfirlýsingu Davíðs Starfsmannaráð Landspítala - háskólasjúkrahúss fagnar yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðstöfun söluandvirðis Símans til uppbyggingar nýs hátæknisjúkrahúss. Ráðið segir yfirlýsinguna styðja við mikið undirbúningsstarf sem stjórnendur og starfsfólk sjúkrahússins hafi innt af hendi með heilbrigðisráðuneytinu. 10.1.2005 00:01 Dómur fyrir innflutning á hassi Þrítugur karlmaður var dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa flutt með sér til landsins rúmlega 190 grömm af hassi. Maðurinn hafði áður hlotið fangelsisdóma, meðal ananrs fyrir rán, tékkasvik, umferðarlagabrot, nytjastuld og meiriháttar eignaspjöll. 10.1.2005 00:01 Landfylling við Gufunes samþykkt Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða gerð landfyllinga við vestan- og norðanvert Gufunes í Reykjavík með því skilyrði að framkvæmdir við gerð grjótvarnargarðs og þvergarða innan hans verði utan göngutíma laxfiska, þ.e. frá 1. maí til 30. september. 10.1.2005 00:01 Komið til móts við bændur Drífa Hjartardóttir segir flókið mál að reikna út hækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda, en málið verði örugglega leyst og þeir verði ekki látnir sitja uppi með 30-100 prósent hækkun. 10.1.2005 00:01 Fundur ekki ákveðinn Enn er ekki búið að ákveða hvenær viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli munu fara fram. 10.1.2005 00:01 Standa við könnun Forsvarsmenn IMG Gallup höfnuðu í gær ávirðingum þriggja ráðherra um skoðanakönnun sem fyrirtækið framkæmdi um stuðning við hernaðaraðgerðir í Írak. 10.1.2005 00:01 Heimsókn til Kína í boði þingsins Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun heimsækja Kína 11.- 18. janúar í boði forseta kínverska þingsins ásamt eiginkonu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur. Með þingforseta í för verða varaforsetarnir Guðmundur Árni Stefánsson og kona hans, Jónína Bjartmarz og eiginmaður hennar, og Sólveig Pétursdóttir ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis. 10.1.2005 00:01 Tilkynnt um 80 miltisbrandssvæði Tilkynningar hafa borist til Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis um 80 svæði á landinu, þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu. Enn eru slíkar tilkynningar að berast, en svæðin verða staðsett nákvæmlega og skráð. </font /></b /> 10.1.2005 00:01 Fréttastjóra Stöðvar 2 sagt upp Sigríði Árnadóttur hefur verið sagt upp sem fréttastjóra á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar en hún tók við starfinu fyrir tæp</font />u ári. 10.1.2005 00:01 Nær 1900 vilja grænar tunnur Hátt í 1900 íbúar í einbýli í Reykjavík hafa pantað græna sorptunnu að sögn Guðmundar Friðrikssonar hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. 10.1.2005 00:01 Umdeildar reglur ekki í gildi Umdeildar breytingar á reglum ferðaþjónustu fatlaðra aldraða taka ekki gildi fyrr en settar verða reglur um akstursþjónustu aldraðra, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa. 10.1.2005 00:01 Bíða viðbragða félagsmálaráðherra ASÍ bíður eftir viðbrögðum félagsmálaráðuneytisins við greinargerð um gagnrýnina á Impregilo. Vonast er eftir viðbrögðum eða fundi í dag. Fjallað verður um málið á miðstjórnarfundi á morgun. </font /></b /> 10.1.2005 00:01 Rannsakar iðnréttindin Sýslumannsembættið á Seyðisfirði rannsakar nú iðnréttindi nokkurra erlendra starfsmanna Impregilo á Kárahnjúkum, m.a. rafiðnaðarmanna og smiða. 10.1.2005 00:01 Páll ráðinn í forsætisráðuneytið Páll Þórhallsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í byrjun desember. Hann mun m.a. sinna ráðgjöf, skjalagerð og úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna á verksviði ráðuneytisins, einkum á sviði stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttar. 10.1.2005 00:01 Segir feril Alfreðs senn á enda Það þarf hins vegar engan sérfræðing til að átta sig á því að eftir 35 ára starf að borgarmálum hlýtur að vera farið að styttast eitthvað í annan endann á stjórnmálaferli Alfreðs Þorsteinssonar," segir Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, á vef framsóknarmanna, hrifla.is. 10.1.2005 00:01 Búnaði við klórvinnslu ábótavant Verkfræðistofa gerði alvarlegar athugasemdir við starfsemi klórverksmiðju Mjallar-Friggjar í haust. Í skýrslum hennar kemur meðal annars fram að búnaði verksmiðjunnar hafi verið ábótavant sem áhættumati. </font /></b /> 10.1.2005 00:01 Ólafur afhenti trúnaðarbréf sitt Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, afhenti forseta Þýskalands, Horst Köhler, trúnaðarbréf sitt í dag. Þýskaland hefur um árabil verið stærsta viðskiptaland Íslands og voru heildarviðskipti landanna á síðastliðnu ári tæplega 60 milljarðar króna. 10.1.2005 00:01 Orkla eignast meirihluta í Elkem Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla hefur eignast meirihluta í Elkem sem meðal annars á Íslenska járnblendifélagið. Orkla hafði þar með betur en Alcoa í baráttunni um Elkem. 10.1.2005 00:01 Gallup stendur við könnunina IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. 10.1.2005 00:01 Vörðust ásökunum um samráðið Fulltrúar fjögurra olíufélaga vörðust ásökunum um ólögmætt samráð á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála í dag. Fulltrúar Samkeppnisstofnunar skýrðu sitt mál einnig. Búast má við niðurstöðu nefndarinnar í mánuðinum. 10.1.2005 00:01 Impregilo skuldar hundruð milljóna Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. 10.1.2005 00:01 Dæmdur fyrir hassinnflutning Þrítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmum 190 grömmum af hassi sem hann flutti til landsins í febrúar í fyrra. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. 10.1.2005 00:01 Ekki gerð sérstök refsing Tveimur mönnum um tvítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í gær ekki gerð sérstök refsing fyrir að hafa stolið bensíni á bíl í tvígang. 10.1.2005 00:01 Mesta hrina snjóflóða í níu ár Veðurstofu Íslands hafa borist upplýsingar um sjötíu snjóflóð frá jólum til sjötta janúar. Langflest flóðanna féllu á Vestfjörðum, nokkur flóð féllu í Ólafsfjarðarmúla en lítið annars staðar. "Önnur eins snjóflóðahrina hefur ekki komið síðan árið 1995," segir Leifur Örn Svavarsson, á snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 10.1.2005 00:01 Sektaður fyrir fíkniefnabrot Fertugum manni var, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, gert að greiða 35 þúsund krónur í sekt fyrir fíkniefnabrot og þjófnað. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur átta daga fangelsi hennar í stað. 10.1.2005 00:01 Með kíló af kókaíni innvortis Tæplega þrítugur Ungverji situr í gæsluvarðhaldi eftir að hann var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis þegar hann kom til landsins í lok síðasta mánaðar. Er þetta mesta magn sem vitað er til að maður hafi komið með innvortis hingað til lands. Nígeríumaður var handtekinn í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag í tengslum við málið. 10.1.2005 00:01 Vill málsókn vegna logins faðernis Jón Eiríksson, 77 ára verslunarmaður, taldi sig eiga þrjár dætur með Heiðbjörtu Guðmundsdóttur. Í ljós kom að engin dætranna var hans, heldur hafði Heiðbjört eignast þær með öðrum mönnum. Jón ól dæturnar upp og borgaði síðan meðlag, en fær það ekki endurgreitt. 10.1.2005 00:01 Stuðla að betra málfari Ekki segja „ókei“, heldur allt í lagi, ekki segja „bæ, bæ“, heldur „veriði bless“. Þetta er meðal þess sem Pétur Pétursson þulur og Eyjólfur Jónsson sundkappi, ásamt fleirum, ræddu við börnin á Barónsborg í dag. 10.1.2005 00:01 Tólf tíma málflutningur í olíumáli Málflutningur olíufélaganna fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna úrskurðar samkeppnisráðs um verðsamráðssektir stóð frá klukkan níu í gærmorgun til níu í gærkvöldi. 10.1.2005 00:01 Sigríði sagt upp störfum Sigríði Árnadóttur, fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var sagt upp störfum í gær eftir tæplega eitt ár í starfi. Sigríður segist hafa verið kölluð á fund Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra síðdegis í gær þar sem henni var sagt upp án nokkurs formála. 10.1.2005 00:01 Þrjú snjóflóð í gærkvöld Þrjú snjóflóð féllu með stuttu millibili á veginn í Kirkjubotnshlíð á Ísafirði síðdegis í gær. Vegurinn, sem er milli Ísafjarðar og Súðavíkur, lokaðist í nokkurn tíma en starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við það í gærkvöldi að ryðja hann. 10.1.2005 00:01 Vill fækka starfsfólki Miðað við fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar bendir allt til þess að bæjarsjóðurinn verði tómur árið 2007 að mati Magnúsar Reynis Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Bæjarins besta greinir frá því að Magnús vilji grípa til róttækra aðgerða. Meðal annars vill hann fækka stöðugildum hjá bænum um þrjátíu. 10.1.2005 00:01 Breytingar á lánasjóði Það er mikilvægt að kanna framtíð Lánasjóðs landbúnaðarins að mati Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra nú þegar miklar breytingar eiga sér stað á peningamarkaði. Hann hefur skipað verkefnisstjórn til þess sem á að skila tillögu fyrir lok febrúar. 10.1.2005 00:01 Þyrlur fylgdu flugvél að landinu Flugvél Flugmálastjórnar og þyrlur Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flugu til móts við eins hreyfils flugvél vestur af landinu í gær. Flugmaður vélarinnar, sem var einn um borð, sendi út neyðarkall klukkan tíu mínútur í níu í gærkvöld þegar hann var staddur um 105 sjómílur vestur af Keflavík. 10.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Grænmetisframleiðslan í óvissu Að öllu óbreyttu stórhækkar verð á rafmagni til garðyrkjubænda um næstu mánaðamót. Unnið er að lausn málsins því verði ekki að gert mun grænmetisframleiðsla í landinu leggjast af. 10.1.2005 00:01
Tvær bílveltur í hálkunni Fimm manns sluppu ómeiddir þegar bíll sem fólkið var í valt út af Vesturlandsvegi á móts við afleggjarann að Bröttubrekku síðdegis í gær. Tveir menn sluppu líka þegar bíll þeira valt út af Biskupstungnabraut á móts við Svínavatn síðdegis. Mikil hálka var á báðum stöðum. 10.1.2005 00:01
Ekkert lát á loðnuveiðum Ekkert lát er á loðnuveiðunum norður af Langanesi og er langmest af aflanum fryst til manneldis. Hafrannsóknaskipið Árni Friðrikssson er að kortleggja göngurnar og er þess vænst að niðurstöður liggi fyrir upp úr miðri vikunni og að þá verði aukið verulega við kvótann. 10.1.2005 00:01
Olíufélögin hjá áfrýjunarnefnd Lögfræðingar olíufélaganna Esso, Olís og Skeljungs mættu til fundar við áfrýjunarnefnd samkeppnismála á Hótel Sögu klukkan níu í morgun. Einnig var fulltrúi samkeppnisstofnunar boðaður á fundinn sem haldinn er vegna áfrýjunar olíufélaganna á úrskurði samkeppnisráðs vegna samráðs olíufélaganna um verðlagningu olíuvara. 10.1.2005 00:01
Saug fé upp úr stöðumælum Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann sem var með að minnsta kosti kíló af skiptimynt sem hann hafði sogið upp úr stöðumælum með sérútbúinni ryksugu. Það var vaktmaður í bandaríska sendiráðinu sem sá til mannsins og lét lögreglu vita sem gómaði hann þar í grennd. 10.1.2005 00:01
Loftskip á milli lands og Eyja? Sky-Cat risaloftskip sem Bretar eru að ljúka við að hanna yrði aðeins 45 mínútur á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Slíkt loftskip virðist betri lausn á samgöngumálum Vestmannaeyinga en Herjólfur eða aðrar hefðbundnar ferjur. 10.1.2005 00:01
Seinheppinn þjófur handtekinn Seinheppinn þjófur var gripinn fyrir þjófnað síðdegis í gær þegar hann ætlaði að tilkynna um að hann hefði sjálfur lent í þjófnaði. Maðurinn hafði stolið fjórum fartölvum en hélt svo að bílnum sínum hafi verið rænt. 10.1.2005 00:01
Atvinnuleysi minnkar enn Dregið hefur úr atvinnuleysi undanfarið og líklega mun sú þróun halda áfram á þessu ári, að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Hagvöxtur er mikill um þessar mundir og skilar sér nú í minnkandi árstíðarleiðréttu atvinnuleysi að sögn bankans. 10.1.2005 00:01
Vefur um verkefni sýslumanna Sýslumannafélag Íslands hefur í samstarfi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið opnað nýjan vef sem inniheldur upplýsingar um verkefni sýslumanna og ýmsar leiðbeiningar fyrir þá sem til embætta sýslumanna þurfa að leita. Á vefnum er einnig hvert embætti fyrir sig með eigin síðu þar sem helstu upplýsingar um starfsemi þess koma fram. 10.1.2005 00:01
Gallup svarar ráðherrum Stjórnendur IMG-Gallups á Íslandi sitja nú á fundi til að móta afstöðu til niðrandi ummæla þriggja ráðherra um skoðanakönnun sem félagið gerði nýverið um viðhorf til lista yfir staðföstu ríkin svonefndu. 10.1.2005 00:01
Langur málflutningur olíufélaganna Búist er við að munnlegur málflutningur í olíumálinu fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála standi fram á kvöld. Lögfræðingar stóru olíufélaganna mættu til fundar nefndarinnar í morgun ásamt fulltrúa Samkeppnisstofnunar. 10.1.2005 00:01
Fagna yfirlýsingu Davíðs Starfsmannaráð Landspítala - háskólasjúkrahúss fagnar yfirlýsingu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um ráðstöfun söluandvirðis Símans til uppbyggingar nýs hátæknisjúkrahúss. Ráðið segir yfirlýsinguna styðja við mikið undirbúningsstarf sem stjórnendur og starfsfólk sjúkrahússins hafi innt af hendi með heilbrigðisráðuneytinu. 10.1.2005 00:01
Dómur fyrir innflutning á hassi Þrítugur karlmaður var dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa flutt með sér til landsins rúmlega 190 grömm af hassi. Maðurinn hafði áður hlotið fangelsisdóma, meðal ananrs fyrir rán, tékkasvik, umferðarlagabrot, nytjastuld og meiriháttar eignaspjöll. 10.1.2005 00:01
Landfylling við Gufunes samþykkt Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða gerð landfyllinga við vestan- og norðanvert Gufunes í Reykjavík með því skilyrði að framkvæmdir við gerð grjótvarnargarðs og þvergarða innan hans verði utan göngutíma laxfiska, þ.e. frá 1. maí til 30. september. 10.1.2005 00:01
Komið til móts við bændur Drífa Hjartardóttir segir flókið mál að reikna út hækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda, en málið verði örugglega leyst og þeir verði ekki látnir sitja uppi með 30-100 prósent hækkun. 10.1.2005 00:01
Fundur ekki ákveðinn Enn er ekki búið að ákveða hvenær viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli munu fara fram. 10.1.2005 00:01
Standa við könnun Forsvarsmenn IMG Gallup höfnuðu í gær ávirðingum þriggja ráðherra um skoðanakönnun sem fyrirtækið framkæmdi um stuðning við hernaðaraðgerðir í Írak. 10.1.2005 00:01
Heimsókn til Kína í boði þingsins Halldór Blöndal, forseti Alþingis, mun heimsækja Kína 11.- 18. janúar í boði forseta kínverska þingsins ásamt eiginkonu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur. Með þingforseta í för verða varaforsetarnir Guðmundur Árni Stefánsson og kona hans, Jónína Bjartmarz og eiginmaður hennar, og Sólveig Pétursdóttir ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis. 10.1.2005 00:01
Tilkynnt um 80 miltisbrandssvæði Tilkynningar hafa borist til Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis um 80 svæði á landinu, þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu. Enn eru slíkar tilkynningar að berast, en svæðin verða staðsett nákvæmlega og skráð. </font /></b /> 10.1.2005 00:01
Fréttastjóra Stöðvar 2 sagt upp Sigríði Árnadóttur hefur verið sagt upp sem fréttastjóra á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar en hún tók við starfinu fyrir tæp</font />u ári. 10.1.2005 00:01
Nær 1900 vilja grænar tunnur Hátt í 1900 íbúar í einbýli í Reykjavík hafa pantað græna sorptunnu að sögn Guðmundar Friðrikssonar hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. 10.1.2005 00:01
Umdeildar reglur ekki í gildi Umdeildar breytingar á reglum ferðaþjónustu fatlaðra aldraða taka ekki gildi fyrr en settar verða reglur um akstursþjónustu aldraðra, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa. 10.1.2005 00:01
Bíða viðbragða félagsmálaráðherra ASÍ bíður eftir viðbrögðum félagsmálaráðuneytisins við greinargerð um gagnrýnina á Impregilo. Vonast er eftir viðbrögðum eða fundi í dag. Fjallað verður um málið á miðstjórnarfundi á morgun. </font /></b /> 10.1.2005 00:01
Rannsakar iðnréttindin Sýslumannsembættið á Seyðisfirði rannsakar nú iðnréttindi nokkurra erlendra starfsmanna Impregilo á Kárahnjúkum, m.a. rafiðnaðarmanna og smiða. 10.1.2005 00:01
Páll ráðinn í forsætisráðuneytið Páll Þórhallsson hefur verið ráðinn lögfræðingur á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í byrjun desember. Hann mun m.a. sinna ráðgjöf, skjalagerð og úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna á verksviði ráðuneytisins, einkum á sviði stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttar. 10.1.2005 00:01
Segir feril Alfreðs senn á enda Það þarf hins vegar engan sérfræðing til að átta sig á því að eftir 35 ára starf að borgarmálum hlýtur að vera farið að styttast eitthvað í annan endann á stjórnmálaferli Alfreðs Þorsteinssonar," segir Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, á vef framsóknarmanna, hrifla.is. 10.1.2005 00:01
Búnaði við klórvinnslu ábótavant Verkfræðistofa gerði alvarlegar athugasemdir við starfsemi klórverksmiðju Mjallar-Friggjar í haust. Í skýrslum hennar kemur meðal annars fram að búnaði verksmiðjunnar hafi verið ábótavant sem áhættumati. </font /></b /> 10.1.2005 00:01
Ólafur afhenti trúnaðarbréf sitt Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, afhenti forseta Þýskalands, Horst Köhler, trúnaðarbréf sitt í dag. Þýskaland hefur um árabil verið stærsta viðskiptaland Íslands og voru heildarviðskipti landanna á síðastliðnu ári tæplega 60 milljarðar króna. 10.1.2005 00:01
Orkla eignast meirihluta í Elkem Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla hefur eignast meirihluta í Elkem sem meðal annars á Íslenska járnblendifélagið. Orkla hafði þar með betur en Alcoa í baráttunni um Elkem. 10.1.2005 00:01
Gallup stendur við könnunina IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. 10.1.2005 00:01
Vörðust ásökunum um samráðið Fulltrúar fjögurra olíufélaga vörðust ásökunum um ólögmætt samráð á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála í dag. Fulltrúar Samkeppnisstofnunar skýrðu sitt mál einnig. Búast má við niðurstöðu nefndarinnar í mánuðinum. 10.1.2005 00:01
Impregilo skuldar hundruð milljóna Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. 10.1.2005 00:01
Dæmdur fyrir hassinnflutning Þrítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmum 190 grömmum af hassi sem hann flutti til landsins í febrúar í fyrra. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. 10.1.2005 00:01
Ekki gerð sérstök refsing Tveimur mönnum um tvítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í gær ekki gerð sérstök refsing fyrir að hafa stolið bensíni á bíl í tvígang. 10.1.2005 00:01
Mesta hrina snjóflóða í níu ár Veðurstofu Íslands hafa borist upplýsingar um sjötíu snjóflóð frá jólum til sjötta janúar. Langflest flóðanna féllu á Vestfjörðum, nokkur flóð féllu í Ólafsfjarðarmúla en lítið annars staðar. "Önnur eins snjóflóðahrina hefur ekki komið síðan árið 1995," segir Leifur Örn Svavarsson, á snjóflóðavakt Veðurstofunnar. 10.1.2005 00:01
Sektaður fyrir fíkniefnabrot Fertugum manni var, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, gert að greiða 35 þúsund krónur í sekt fyrir fíkniefnabrot og þjófnað. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur átta daga fangelsi hennar í stað. 10.1.2005 00:01
Með kíló af kókaíni innvortis Tæplega þrítugur Ungverji situr í gæsluvarðhaldi eftir að hann var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis þegar hann kom til landsins í lok síðasta mánaðar. Er þetta mesta magn sem vitað er til að maður hafi komið með innvortis hingað til lands. Nígeríumaður var handtekinn í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag í tengslum við málið. 10.1.2005 00:01
Vill málsókn vegna logins faðernis Jón Eiríksson, 77 ára verslunarmaður, taldi sig eiga þrjár dætur með Heiðbjörtu Guðmundsdóttur. Í ljós kom að engin dætranna var hans, heldur hafði Heiðbjört eignast þær með öðrum mönnum. Jón ól dæturnar upp og borgaði síðan meðlag, en fær það ekki endurgreitt. 10.1.2005 00:01
Stuðla að betra málfari Ekki segja „ókei“, heldur allt í lagi, ekki segja „bæ, bæ“, heldur „veriði bless“. Þetta er meðal þess sem Pétur Pétursson þulur og Eyjólfur Jónsson sundkappi, ásamt fleirum, ræddu við börnin á Barónsborg í dag. 10.1.2005 00:01
Tólf tíma málflutningur í olíumáli Málflutningur olíufélaganna fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna úrskurðar samkeppnisráðs um verðsamráðssektir stóð frá klukkan níu í gærmorgun til níu í gærkvöldi. 10.1.2005 00:01
Sigríði sagt upp störfum Sigríði Árnadóttur, fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var sagt upp störfum í gær eftir tæplega eitt ár í starfi. Sigríður segist hafa verið kölluð á fund Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra síðdegis í gær þar sem henni var sagt upp án nokkurs formála. 10.1.2005 00:01
Þrjú snjóflóð í gærkvöld Þrjú snjóflóð féllu með stuttu millibili á veginn í Kirkjubotnshlíð á Ísafirði síðdegis í gær. Vegurinn, sem er milli Ísafjarðar og Súðavíkur, lokaðist í nokkurn tíma en starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við það í gærkvöldi að ryðja hann. 10.1.2005 00:01
Vill fækka starfsfólki Miðað við fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar bendir allt til þess að bæjarsjóðurinn verði tómur árið 2007 að mati Magnúsar Reynis Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Bæjarins besta greinir frá því að Magnús vilji grípa til róttækra aðgerða. Meðal annars vill hann fækka stöðugildum hjá bænum um þrjátíu. 10.1.2005 00:01
Breytingar á lánasjóði Það er mikilvægt að kanna framtíð Lánasjóðs landbúnaðarins að mati Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra nú þegar miklar breytingar eiga sér stað á peningamarkaði. Hann hefur skipað verkefnisstjórn til þess sem á að skila tillögu fyrir lok febrúar. 10.1.2005 00:01
Þyrlur fylgdu flugvél að landinu Flugvél Flugmálastjórnar og þyrlur Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flugu til móts við eins hreyfils flugvél vestur af landinu í gær. Flugmaður vélarinnar, sem var einn um borð, sendi út neyðarkall klukkan tíu mínútur í níu í gærkvöld þegar hann var staddur um 105 sjómílur vestur af Keflavík. 10.1.2005 00:01