Fleiri fréttir Stuðla að betra málfari Ekki segja „ókei“, heldur allt í lagi, ekki segja „bæ, bæ“, heldur „veriði bless“. Þetta er meðal þess sem Pétur Pétursson þulur og Eyjólfur Jónsson sundkappi, ásamt fleirum, ræddu við börnin á Barónsborg í dag. 10.1.2005 00:01 Tólf tíma málflutningur í olíumáli Málflutningur olíufélaganna fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna úrskurðar samkeppnisráðs um verðsamráðssektir stóð frá klukkan níu í gærmorgun til níu í gærkvöldi. 10.1.2005 00:01 Sigríði sagt upp störfum Sigríði Árnadóttur, fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var sagt upp störfum í gær eftir tæplega eitt ár í starfi. Sigríður segist hafa verið kölluð á fund Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra síðdegis í gær þar sem henni var sagt upp án nokkurs formála. 10.1.2005 00:01 Þrjú snjóflóð í gærkvöld Þrjú snjóflóð féllu með stuttu millibili á veginn í Kirkjubotnshlíð á Ísafirði síðdegis í gær. Vegurinn, sem er milli Ísafjarðar og Súðavíkur, lokaðist í nokkurn tíma en starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við það í gærkvöldi að ryðja hann. 10.1.2005 00:01 Vill fækka starfsfólki Miðað við fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar bendir allt til þess að bæjarsjóðurinn verði tómur árið 2007 að mati Magnúsar Reynis Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Bæjarins besta greinir frá því að Magnús vilji grípa til róttækra aðgerða. Meðal annars vill hann fækka stöðugildum hjá bænum um þrjátíu. 10.1.2005 00:01 Breytingar á lánasjóði Það er mikilvægt að kanna framtíð Lánasjóðs landbúnaðarins að mati Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra nú þegar miklar breytingar eiga sér stað á peningamarkaði. Hann hefur skipað verkefnisstjórn til þess sem á að skila tillögu fyrir lok febrúar. 10.1.2005 00:01 Þyrlur fylgdu flugvél að landinu Flugvél Flugmálastjórnar og þyrlur Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flugu til móts við eins hreyfils flugvél vestur af landinu í gær. Flugmaður vélarinnar, sem var einn um borð, sendi út neyðarkall klukkan tíu mínútur í níu í gærkvöld þegar hann var staddur um 105 sjómílur vestur af Keflavík. 10.1.2005 00:01 Loftfar leysi Herjólf af hólmi Hagkvæmara væri að nota loftfar til að flytja fólk og frakt til og frá Vestmannaeyjum heldur en með Herjólfi, samkvæmt könnun sem sex nemendur við Viðskiptaháskólann á Bifröst unnu í vetur. 10.1.2005 00:01 Auglýsir fé til mannréttindamála Dómsmálaráðuneytið auglýsti til umsóknar þær fjórar milljónir króna sem ráðuneytið hefur til ráðstöfunar vegna starfa að mannréttindamálum. Tekið er fram í auglýsingunni að fénu verði úthlutað á grundvelli umsókna, en þær verða að berast ráðuneytinu fyrir næstu mánaðamót. 10.1.2005 00:01 Nefnd heimsækir Kína Opinber heimsókn Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, til Kína hefst í dag og stendur fram á þriðjudag í næstu viku. 10.1.2005 00:01 Hálkuvarnir auknar Samgönguráðherra hefur ákveðið að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á þjóðvegum landsins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. 10.1.2005 00:01 Nýr sendiherra í Þýskalandi Ólafur Davíðsson afhenti í gær Horst Köhler, forseta Þýskalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Þýskalandi. 10.1.2005 00:01 Nýr vefur sýslumanna Sýslumannafélag Íslands hefur í samstarfi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið opnað nýjan vef, syslumenn.is, sem inniheldur upplýsingar um verkefni sýslumanna og ýmsar leiðbeiningar til þeirra sem til embætta sýslumanna þurfa að leita. 10.1.2005 00:01 Búnaður vari við leka Væntanleg er reglugerð frá samgönguráðuneytinu um búnað til að vara við leka í fiskiskipum, að því er fram kemur á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. 10.1.2005 00:01 Breytingar á Hellisheiði Ákveðið hefur verið að hafa þrjár akreinar frá Litlu kaffistofunni að Hveradalabrekku og mislæg gatnamót við Þrengslaafleggjara á Hellisheiði, að því er sunnlenska vikublaðið Glugginn greinir frá. 10.1.2005 00:01 Vorboðinn snemma á ferðinni "Rauðmaginn er snemma á ferðinni, vorboðinn og við höfum verið að fá mikið af honum ," sagði Óskar Guðmundsson útgerðarmaður, en rauðmagi hefur verið nefndur vorboði. "Við erum farnir að fá rauðmaga í desember." 10.1.2005 00:01 Bíll á varnargarði Hálfþrítugur maður slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á sjóvarnargarði við Faxagötu í Reykjavík skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun. 10.1.2005 00:01 Segir risarækjueldi áhugavert Sveitarstjóri Reykhólahrepps segir risarækjueldi vera mjög áhugavert verkefni við fyrstu sýn og á næstunni verði það skoðað betur. Ákvörðun um næstu skref verður tekin eftir að hreppsnefnd hefur kynnt sér viðskiptaáætlun sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa gert um verkefnið. 9.1.2005 00:01 Sextán árekstrar á þremur tímum Sextán árekstrar urðu í höfuðborginni í gær á þremur klukkustundum, frá klukkan 10 í gærmorgun til klukkan 13. Lögregla kennir um hálku og mikilli umferð. Engin alvarleg slys urðu á fólki. 9.1.2005 00:01 Mikið af loðnu fyrir norðan land Hægt verður að auka útgefinn loðnukvóta verulega miðað við mælingar rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem nú standa yfir fyrir norðan land. Mikið er af loðnu þar. Leitarsvæði rannsóknarskipsins og níu loðnuskipa nær út af sunnanverðum Vestfjörðum norður og austur um til móts við Norðfjarðarflóa. 9.1.2005 00:01 Úlit fyrir gott ferðaveður Það er útlit fyrir gott ferðaveður á landinu í dag, að mati Vegagerðarinnar. Á helstu leiðum er annaðhvort fært eða verið að moka. Á Vestfjörðum er verið að opna bæði í Barðastrandarsýslu, Ísafjarðardjúpi og á Ströndum. 9.1.2005 00:01 Misjafnar aðstæður á skíðasvæðum Skíðasvæði landsmanna eru mörg hver opin í dag. Í Skálafelli er hæg austanátt og góðar aðstæður. Veður er hins vegar að versna í Bláfjöllum og aðeins diskalyftur eru opnar þar. Opið er í Hlíðarfjalli frá kl.10 til 17 í dag, en þar var norðvestan 2-4 og sjö stiga frost rétt fyrir kl. 10. Á Hengilssvæðinu var léttskýjað, 8-10 metrar á sekúndu og fjögurra stiga frost, en þar er opið til 17 í dag. 9.1.2005 00:01 Segir ummæli Davíðs ömurleg Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að hlusta á viðbrögð utanríkisráðherra við skoðanakönnun Gallups um afstöðu almennings til Íraksstríðsins. Hann segir að forystumönnum ríkisstjórnarinnar væri nær að biðja þjóðina afsökunar. 9.1.2005 00:01 Nefnd kanni stöðu sjávarútvegsins Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti á fundi í Stykkishólmi í morgun að hann hygðist skipa nefnd sem ætlað er að gera úttekt á stöðu sjávarútvegsins í ljósi þeirrar hækkunar sem orðið hefur á gengi íslensku krónunnar og væntinga um að gengið haldist hátt um nokkurn tíma. 9.1.2005 00:01 Suðurstrandarvegur endurbyggður Langþráð endurbygging Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er að hefjast. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta kaflann en óvíst er um framhald verksins þar sem hluti fjárveitingar verður fluttur í mislæg gatnamót í Svínahrauni. 9.1.2005 00:01 Sjávarútvegsráðherra skipar nefnd Nefnd hefur verið skipuð til þess að fjalla um sjávarútveginn og hágengið. Henni er ætlað að gera úttekt á stöðu sjávarútvegsins í ljósi þeirrar hækkunar sem orðið hefur á gengi íslensku krónunnar og væntinga um að gengið haldist hátt um nokkurn tíma. 9.1.2005 00:01 Þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. 9.1.2005 00:01 Samningar í uppnámi Í umræðum um málefni ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo hafa forystumenn Alþýðusambandsins minnt félagsmálaráðherra á að kjarasamningar verða endurskoðaðir 1. nóvember. 9.1.2005 00:01 Mikið mjólkað í fyrra Mjólkurframleiðslan var með ágætum á árinu 2004 og lögðu bændur inn meiri mjólk í mjólkurbúin en þeir hafa gert í tæp tuttugu ár. 9.1.2005 00:01 Grænmetisframleiðslan í óvissu Að öllu óbreyttu stórhækkar verð á rafmagni til garðyrkjubænda um næstu mánaðamót. Unnið er að lausn málsins því verði ekki að gert mun grænmetisframleiðsla í landinu leggjast af. 9.1.2005 00:01 Finni leiðir til þjóðaratkvæðis Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að við endurskoðun stjórnarskrárinnar sé sjálfsagt að fundnar verði lýðræðislegar leiðir til þess að koma mikilvægum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. 9.1.2005 00:01 Verðmæti eigna um 15 milljarðar Verðmæti þeirra eigna sem seldar yrðu í tengslum við byggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut er um fimmtán milljarðar króna, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar. Ekki hefur verið rætt í ríkisstjórn hvort nota eigi fjárhæðina sem fæst fyrir sölu Símans til að byggja nýjan spítala en málið verður rætt á næstunni. 9.1.2005 00:01 Rýra kjör hinna lægst launuðu Meint brot Impregilo á íslenskri vinnulöggjöf rýrir kjör þeirra lægst launuðu og veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, að mati formanns Rafiðnaðarsambandsins. Hann bindur vonir við að Impregilo verði beitt sömu viðurlögum og íslensk fyrirtæki vegna brotanna. 9.1.2005 00:01 Ólíkt hlutskipti kvennastétta Fleiri flugfreyjur reykja og þær drekka oftar áfengi en kennarar eða hjúkrunarfræðingar. Flugfreyjurnar eru líka duglegri að stunda líkamsrækt. Þetta sýna nýjar niðurstöður rannsóknar sem tók til tengsla vinnu, heilsufars og lífsstíls í þremur hefðbundnum kvennastéttum. 9.1.2005 00:01 Mikil loðna og kvóti aukinn Hægt verður að auka loðnukvótann verulega miðað við þá loðnu sem fundist hefur í rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hélt til leitar ásamt níu loðnuskipum fyrir um viku síðan og hefur verið leitað frá sunnanverðum Vestfjörðum austur að Norðfjarðarflóa. 9.1.2005 00:01 Söfnuður stýri ekki Framsókn Alfreð Þorsteinsson er harðorður í garð flokksbræðra sinna sem gagnrýna borgarfulltrúa flokksins. Formaður Framsóknarfélags vill nýja forystu en Alfreð segir hreinar línur að Hvítasunnusöfnuðurinn eigi ekki að stjórna flokknum. </font /></b /> 9.1.2005 00:01 Samhljómur Davíðs og Samfylkingar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar hugmynd Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra um að fjármagn sem ríkið fengi fyrir sölu Símans verði notað til stórs verkefnis, til dæmis að byggja nýtt sjúkrahús fyrir Landspítalann. Fyrir ári síðan lagði Kristján og fleiri þingmenn Samfylkingar fram þingsályktunartillögu þar sem þetta var lagt til. 9.1.2005 00:01 Slys í Bandaríkjunum vekur ótta Ekki er vitað hve mikið klórgas er á svæði Mjallar-Friggjar í Kópavogi. Fyrirtækið fær að klára að vinna birgðir sem það flutti með sér úr Reykjavík þó að starfsleyfi vanti. Íbúar eru áhyggjufullir. Bæjaryfirvöld taka ákvörðun 13. janúar. Slökkviliðið segir umhverfisslys geta orðið. 9.1.2005 00:01 Vill banna starfsemina Ómar Stefánsson, framsóknarmaður í bæjarráði Kópavogs, er mótfallinn því að klórgasverksmiðja fái starfsleyfi í Kópavogi. Hann vill að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að banna klórgasverksmiðjur í byggð. 9.1.2005 00:01 Sluppu ótrúlega í bílveltu Fimm manna fjölskylda virðist hafa sloppið þegar jeppi sem hún var í valt. Atvikið varð á Vesturlandsvegi sunnan við afleggjarann á Bröttubrekku um kvöldmatarleytið í gær. 9.1.2005 00:01 Sendiherra í viðskiptum Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi hóf störf í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Júlíus mun hafa sendiherratign en starfa sem yfirmaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Verður hún aðskilin frá viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins og einbeitir sér að útrás íslensks atvinnulífs. 8.1.2005 00:01 Kveikt í bíl í Kópavogi í nótt Kveikt var í sendibíl á Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt og er málið í rannsókn. Í Hafnarfirði var maður tekin grunaður um ölvun við akstur og einn í Keflavík. Þar var líka tilkynnt um rúðubrot í hesthúsunum en lögregla á eftir að kanna það nánar. 8.1.2005 00:01 Snjóflóð lokar veginum um Óshlíð Hálka og vetrarfærð er í öllum landshlutum. Í Barðastrandarsýslu er ófærð og óveður milli Flókalundar og Reykhóla. Snjóflóð lokar veginum um Óshlíð en vonast er til að þar verði orðið fært fyrir hádegi. Í Ísafjarðardjúpi innan Súðavíkur er ófærð og þar verður ekki mokað í dag. 8.1.2005 00:01 Skíðasvæði víða opin Búið er að opna mörg af skíðasvæðum landsmanna og verða þau opin fram eftir degi. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri er opið í dag milli kl.10 og17. Hólabraut, Fjarkinn og Hjallabraut eru opnar og göngubrautin er opin. Þar voru norðvestan fimm til sjö metrar á sekúndu klukkan 8.45 í morgun og sex stiga frost. Í Bláfjöllum verður opið frá kl.10 til 18 í dag og líka á Hengilssvæðinu. Þar er norðaustan átta til tíu og frost sjö til átta stig. 8.1.2005 00:01 Miklar skemmdir í bruna í miðbænum Miklar skemmdir urðu á húsi á horni Frakkastígs og Hverfisgötu þegar eldur kom þar upp laust eftir klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins sem blossaði upp í bakhúsi. 8.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stuðla að betra málfari Ekki segja „ókei“, heldur allt í lagi, ekki segja „bæ, bæ“, heldur „veriði bless“. Þetta er meðal þess sem Pétur Pétursson þulur og Eyjólfur Jónsson sundkappi, ásamt fleirum, ræddu við börnin á Barónsborg í dag. 10.1.2005 00:01
Tólf tíma málflutningur í olíumáli Málflutningur olíufélaganna fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna úrskurðar samkeppnisráðs um verðsamráðssektir stóð frá klukkan níu í gærmorgun til níu í gærkvöldi. 10.1.2005 00:01
Sigríði sagt upp störfum Sigríði Árnadóttur, fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var sagt upp störfum í gær eftir tæplega eitt ár í starfi. Sigríður segist hafa verið kölluð á fund Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra síðdegis í gær þar sem henni var sagt upp án nokkurs formála. 10.1.2005 00:01
Þrjú snjóflóð í gærkvöld Þrjú snjóflóð féllu með stuttu millibili á veginn í Kirkjubotnshlíð á Ísafirði síðdegis í gær. Vegurinn, sem er milli Ísafjarðar og Súðavíkur, lokaðist í nokkurn tíma en starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við það í gærkvöldi að ryðja hann. 10.1.2005 00:01
Vill fækka starfsfólki Miðað við fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar bendir allt til þess að bæjarsjóðurinn verði tómur árið 2007 að mati Magnúsar Reynis Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Bæjarins besta greinir frá því að Magnús vilji grípa til róttækra aðgerða. Meðal annars vill hann fækka stöðugildum hjá bænum um þrjátíu. 10.1.2005 00:01
Breytingar á lánasjóði Það er mikilvægt að kanna framtíð Lánasjóðs landbúnaðarins að mati Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra nú þegar miklar breytingar eiga sér stað á peningamarkaði. Hann hefur skipað verkefnisstjórn til þess sem á að skila tillögu fyrir lok febrúar. 10.1.2005 00:01
Þyrlur fylgdu flugvél að landinu Flugvél Flugmálastjórnar og þyrlur Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flugu til móts við eins hreyfils flugvél vestur af landinu í gær. Flugmaður vélarinnar, sem var einn um borð, sendi út neyðarkall klukkan tíu mínútur í níu í gærkvöld þegar hann var staddur um 105 sjómílur vestur af Keflavík. 10.1.2005 00:01
Loftfar leysi Herjólf af hólmi Hagkvæmara væri að nota loftfar til að flytja fólk og frakt til og frá Vestmannaeyjum heldur en með Herjólfi, samkvæmt könnun sem sex nemendur við Viðskiptaháskólann á Bifröst unnu í vetur. 10.1.2005 00:01
Auglýsir fé til mannréttindamála Dómsmálaráðuneytið auglýsti til umsóknar þær fjórar milljónir króna sem ráðuneytið hefur til ráðstöfunar vegna starfa að mannréttindamálum. Tekið er fram í auglýsingunni að fénu verði úthlutað á grundvelli umsókna, en þær verða að berast ráðuneytinu fyrir næstu mánaðamót. 10.1.2005 00:01
Nefnd heimsækir Kína Opinber heimsókn Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, til Kína hefst í dag og stendur fram á þriðjudag í næstu viku. 10.1.2005 00:01
Hálkuvarnir auknar Samgönguráðherra hefur ákveðið að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á þjóðvegum landsins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. 10.1.2005 00:01
Nýr sendiherra í Þýskalandi Ólafur Davíðsson afhenti í gær Horst Köhler, forseta Þýskalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Þýskalandi. 10.1.2005 00:01
Nýr vefur sýslumanna Sýslumannafélag Íslands hefur í samstarfi við dóms- og kirkjumálaráðuneytið opnað nýjan vef, syslumenn.is, sem inniheldur upplýsingar um verkefni sýslumanna og ýmsar leiðbeiningar til þeirra sem til embætta sýslumanna þurfa að leita. 10.1.2005 00:01
Búnaður vari við leka Væntanleg er reglugerð frá samgönguráðuneytinu um búnað til að vara við leka í fiskiskipum, að því er fram kemur á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. 10.1.2005 00:01
Breytingar á Hellisheiði Ákveðið hefur verið að hafa þrjár akreinar frá Litlu kaffistofunni að Hveradalabrekku og mislæg gatnamót við Þrengslaafleggjara á Hellisheiði, að því er sunnlenska vikublaðið Glugginn greinir frá. 10.1.2005 00:01
Vorboðinn snemma á ferðinni "Rauðmaginn er snemma á ferðinni, vorboðinn og við höfum verið að fá mikið af honum ," sagði Óskar Guðmundsson útgerðarmaður, en rauðmagi hefur verið nefndur vorboði. "Við erum farnir að fá rauðmaga í desember." 10.1.2005 00:01
Bíll á varnargarði Hálfþrítugur maður slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á sjóvarnargarði við Faxagötu í Reykjavík skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun. 10.1.2005 00:01
Segir risarækjueldi áhugavert Sveitarstjóri Reykhólahrepps segir risarækjueldi vera mjög áhugavert verkefni við fyrstu sýn og á næstunni verði það skoðað betur. Ákvörðun um næstu skref verður tekin eftir að hreppsnefnd hefur kynnt sér viðskiptaáætlun sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa gert um verkefnið. 9.1.2005 00:01
Sextán árekstrar á þremur tímum Sextán árekstrar urðu í höfuðborginni í gær á þremur klukkustundum, frá klukkan 10 í gærmorgun til klukkan 13. Lögregla kennir um hálku og mikilli umferð. Engin alvarleg slys urðu á fólki. 9.1.2005 00:01
Mikið af loðnu fyrir norðan land Hægt verður að auka útgefinn loðnukvóta verulega miðað við mælingar rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem nú standa yfir fyrir norðan land. Mikið er af loðnu þar. Leitarsvæði rannsóknarskipsins og níu loðnuskipa nær út af sunnanverðum Vestfjörðum norður og austur um til móts við Norðfjarðarflóa. 9.1.2005 00:01
Úlit fyrir gott ferðaveður Það er útlit fyrir gott ferðaveður á landinu í dag, að mati Vegagerðarinnar. Á helstu leiðum er annaðhvort fært eða verið að moka. Á Vestfjörðum er verið að opna bæði í Barðastrandarsýslu, Ísafjarðardjúpi og á Ströndum. 9.1.2005 00:01
Misjafnar aðstæður á skíðasvæðum Skíðasvæði landsmanna eru mörg hver opin í dag. Í Skálafelli er hæg austanátt og góðar aðstæður. Veður er hins vegar að versna í Bláfjöllum og aðeins diskalyftur eru opnar þar. Opið er í Hlíðarfjalli frá kl.10 til 17 í dag, en þar var norðvestan 2-4 og sjö stiga frost rétt fyrir kl. 10. Á Hengilssvæðinu var léttskýjað, 8-10 metrar á sekúndu og fjögurra stiga frost, en þar er opið til 17 í dag. 9.1.2005 00:01
Segir ummæli Davíðs ömurleg Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að hlusta á viðbrögð utanríkisráðherra við skoðanakönnun Gallups um afstöðu almennings til Íraksstríðsins. Hann segir að forystumönnum ríkisstjórnarinnar væri nær að biðja þjóðina afsökunar. 9.1.2005 00:01
Nefnd kanni stöðu sjávarútvegsins Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti á fundi í Stykkishólmi í morgun að hann hygðist skipa nefnd sem ætlað er að gera úttekt á stöðu sjávarútvegsins í ljósi þeirrar hækkunar sem orðið hefur á gengi íslensku krónunnar og væntinga um að gengið haldist hátt um nokkurn tíma. 9.1.2005 00:01
Suðurstrandarvegur endurbyggður Langþráð endurbygging Suðurstrandarvegar milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er að hefjast. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta kaflann en óvíst er um framhald verksins þar sem hluti fjárveitingar verður fluttur í mislæg gatnamót í Svínahrauni. 9.1.2005 00:01
Sjávarútvegsráðherra skipar nefnd Nefnd hefur verið skipuð til þess að fjalla um sjávarútveginn og hágengið. Henni er ætlað að gera úttekt á stöðu sjávarútvegsins í ljósi þeirrar hækkunar sem orðið hefur á gengi íslensku krónunnar og væntinga um að gengið haldist hátt um nokkurn tíma. 9.1.2005 00:01
Þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. 9.1.2005 00:01
Samningar í uppnámi Í umræðum um málefni ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo hafa forystumenn Alþýðusambandsins minnt félagsmálaráðherra á að kjarasamningar verða endurskoðaðir 1. nóvember. 9.1.2005 00:01
Mikið mjólkað í fyrra Mjólkurframleiðslan var með ágætum á árinu 2004 og lögðu bændur inn meiri mjólk í mjólkurbúin en þeir hafa gert í tæp tuttugu ár. 9.1.2005 00:01
Grænmetisframleiðslan í óvissu Að öllu óbreyttu stórhækkar verð á rafmagni til garðyrkjubænda um næstu mánaðamót. Unnið er að lausn málsins því verði ekki að gert mun grænmetisframleiðsla í landinu leggjast af. 9.1.2005 00:01
Finni leiðir til þjóðaratkvæðis Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að við endurskoðun stjórnarskrárinnar sé sjálfsagt að fundnar verði lýðræðislegar leiðir til þess að koma mikilvægum málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. 9.1.2005 00:01
Verðmæti eigna um 15 milljarðar Verðmæti þeirra eigna sem seldar yrðu í tengslum við byggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut er um fimmtán milljarðar króna, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar. Ekki hefur verið rætt í ríkisstjórn hvort nota eigi fjárhæðina sem fæst fyrir sölu Símans til að byggja nýjan spítala en málið verður rætt á næstunni. 9.1.2005 00:01
Rýra kjör hinna lægst launuðu Meint brot Impregilo á íslenskri vinnulöggjöf rýrir kjör þeirra lægst launuðu og veikir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, að mati formanns Rafiðnaðarsambandsins. Hann bindur vonir við að Impregilo verði beitt sömu viðurlögum og íslensk fyrirtæki vegna brotanna. 9.1.2005 00:01
Ólíkt hlutskipti kvennastétta Fleiri flugfreyjur reykja og þær drekka oftar áfengi en kennarar eða hjúkrunarfræðingar. Flugfreyjurnar eru líka duglegri að stunda líkamsrækt. Þetta sýna nýjar niðurstöður rannsóknar sem tók til tengsla vinnu, heilsufars og lífsstíls í þremur hefðbundnum kvennastéttum. 9.1.2005 00:01
Mikil loðna og kvóti aukinn Hægt verður að auka loðnukvótann verulega miðað við þá loðnu sem fundist hefur í rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hélt til leitar ásamt níu loðnuskipum fyrir um viku síðan og hefur verið leitað frá sunnanverðum Vestfjörðum austur að Norðfjarðarflóa. 9.1.2005 00:01
Söfnuður stýri ekki Framsókn Alfreð Þorsteinsson er harðorður í garð flokksbræðra sinna sem gagnrýna borgarfulltrúa flokksins. Formaður Framsóknarfélags vill nýja forystu en Alfreð segir hreinar línur að Hvítasunnusöfnuðurinn eigi ekki að stjórna flokknum. </font /></b /> 9.1.2005 00:01
Samhljómur Davíðs og Samfylkingar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar hugmynd Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra um að fjármagn sem ríkið fengi fyrir sölu Símans verði notað til stórs verkefnis, til dæmis að byggja nýtt sjúkrahús fyrir Landspítalann. Fyrir ári síðan lagði Kristján og fleiri þingmenn Samfylkingar fram þingsályktunartillögu þar sem þetta var lagt til. 9.1.2005 00:01
Slys í Bandaríkjunum vekur ótta Ekki er vitað hve mikið klórgas er á svæði Mjallar-Friggjar í Kópavogi. Fyrirtækið fær að klára að vinna birgðir sem það flutti með sér úr Reykjavík þó að starfsleyfi vanti. Íbúar eru áhyggjufullir. Bæjaryfirvöld taka ákvörðun 13. janúar. Slökkviliðið segir umhverfisslys geta orðið. 9.1.2005 00:01
Vill banna starfsemina Ómar Stefánsson, framsóknarmaður í bæjarráði Kópavogs, er mótfallinn því að klórgasverksmiðja fái starfsleyfi í Kópavogi. Hann vill að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að banna klórgasverksmiðjur í byggð. 9.1.2005 00:01
Sluppu ótrúlega í bílveltu Fimm manna fjölskylda virðist hafa sloppið þegar jeppi sem hún var í valt. Atvikið varð á Vesturlandsvegi sunnan við afleggjarann á Bröttubrekku um kvöldmatarleytið í gær. 9.1.2005 00:01
Sendiherra í viðskiptum Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi hóf störf í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Júlíus mun hafa sendiherratign en starfa sem yfirmaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Verður hún aðskilin frá viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins og einbeitir sér að útrás íslensks atvinnulífs. 8.1.2005 00:01
Kveikt í bíl í Kópavogi í nótt Kveikt var í sendibíl á Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt og er málið í rannsókn. Í Hafnarfirði var maður tekin grunaður um ölvun við akstur og einn í Keflavík. Þar var líka tilkynnt um rúðubrot í hesthúsunum en lögregla á eftir að kanna það nánar. 8.1.2005 00:01
Snjóflóð lokar veginum um Óshlíð Hálka og vetrarfærð er í öllum landshlutum. Í Barðastrandarsýslu er ófærð og óveður milli Flókalundar og Reykhóla. Snjóflóð lokar veginum um Óshlíð en vonast er til að þar verði orðið fært fyrir hádegi. Í Ísafjarðardjúpi innan Súðavíkur er ófærð og þar verður ekki mokað í dag. 8.1.2005 00:01
Skíðasvæði víða opin Búið er að opna mörg af skíðasvæðum landsmanna og verða þau opin fram eftir degi. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri er opið í dag milli kl.10 og17. Hólabraut, Fjarkinn og Hjallabraut eru opnar og göngubrautin er opin. Þar voru norðvestan fimm til sjö metrar á sekúndu klukkan 8.45 í morgun og sex stiga frost. Í Bláfjöllum verður opið frá kl.10 til 18 í dag og líka á Hengilssvæðinu. Þar er norðaustan átta til tíu og frost sjö til átta stig. 8.1.2005 00:01
Miklar skemmdir í bruna í miðbænum Miklar skemmdir urðu á húsi á horni Frakkastígs og Hverfisgötu þegar eldur kom þar upp laust eftir klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins sem blossaði upp í bakhúsi. 8.1.2005 00:01