Innlent

Vorboðinn snemma á ferðinni

"Rauðmaginn er snemma á ferðinni, vorboðinn og við höfum verið að fá mikið af honum ," sagði Óskar Guðmundsson útgerðarmaður, en rauðmagi hefur verið nefndur vorboði. "Við erum farnir að fá rauðmaga í desember." Óskar segir komin hrogn í fiskinn sem nú sé verið að veiða allt upp í fjöru og bætir við að fiskur komi fyrr inn til hrygningar en áður. "En fiskurinn sem við höfum verið að veiða hér inni í Kollafirði hefur verið að elta æti sem vestanáttin um áramótin bar inn," sagði hann og kvað viðbúið að fiskurinn færði sig út aftur, en þá eltu menn bara. Óskar taldi ekki ólíklegt að hlýnun sjávar hefði þessi áhrif á göngur fiska, en áður fyrr var algengt að ekki væri byrjað á netaveiðum fyrr en í febrúar eða mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×