Innlent

Samningar í uppnámi

Í umræðum um málefni ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo hafa forystumenn Alþýðusambandsins minnt félagsmálaráðherra á að kjarasamningar verða endurskoðaðir 1. nóvember. Með því vilja þeir benda ráðherranum á að framganga hans og stofnana félagsmálaráðuneytisins kunni að hafa áhrif á forsendur samninga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir engar hótanir á ferðinni, aðeins ábendingar um að uppsagnaforsendur séu til staðar, þróist mál þannig. "Það eru raunar allar líkur á að slíkar forsendur skapist miðað við það sem þegar hefur gerst. Hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin enda tekur Alþýðusambandið sem slíkt ekki slíkar ákvarðanir heldur aðildarfélögin og að auki verður það þá ekki gert fyrr en þegar kemur að endurskoðuninni." Þrátt fyrir að málið hafi ekki verið skoðað formlega hafa heyrst raddir innan ASÍ þess efnis að forsendur kjarasamninga séu þegar brostnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×