Innlent

Mikið mjólkað í fyrra

Mjólkurframleiðslan var með ágætum á árinu 2004 og lögðu bændur inn meiri mjólk í mjólkurbúin en þeir hafa gert í tæp tuttugu ár. Samtals komu 112 milljónir lítra í mjólkurbú landsins og var mjólkin ýmist unnin til drykkjar eða í þær fjölmörgu afurðir mjólkurinnar sem framleiddar eru vítt og breitt um land. Þetta er mesta mjólkurframleiðslan síðan 1985 þegar 116 milljón lítrar voru lagðir inn til afurðastöðvanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×