Fleiri fréttir

Búa sig undir að kveðja jarð­skjálfta­mælinn á Mars

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óveðrið og rask á samgöngum innanlands og utan verður að sjálfsögðu fyrirferðarmikið í tíma dagsins. 

Skoða að setja upp loft­brú milli Kefla­víkur og Reykja­víkur

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum.

Telur for­kastan­legt að halda drengnum í gæslu­varð­haldi

Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu.

Fimm­tán milljarða samningur tryggir Betri sam­göngum Keldna­land

Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli.

Geir segir galið að hafa verið gerður að glæpa­manni

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að sér þyki vænt um það að menn hafi viljað biðja sig afsökunar á því að hafa átt þátt í að draga sig fyrir Landsdóm. Það hafi hins vegar lítið gildi nema það sé gert opinberlega.

Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega.

Erfiðir skandalar áttu pólitíska sviðið í ár

Eftir tvö ár af algerri pólitískri lægð þar sem helsta þrætueplið snerist um hvort tíu, tuttugu eða fimmtíu manns mættu hittast í einu tók Alþingi aftur til eðlilegra starfa og gat einbeitt sér af stóru málunum í samfélaginu.

Enn miklar raskanir á flugi til og frá landinu

Miklar raskanir eru enn á flugi til og frá landinu. Nú þegar hefur þrjátíu og sex komum flugvéla hingað til lands verið aflýst en aðrar eru enn áætlaðar þrátt fyrir seinkanir.

Ekki talið nauðgun að troða fingri í endaþarm

Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Í málinu var talið sannað að hann hefði troðið fingri í endaþarm annars manns en það var ekki talið nauðgun.

Weinstein dæmdur fyrir aðra nauðgun

Kviðdómur í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur fundið kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sekan af ákæru um að hafa nauðgað konu.

Icelandair odwołał poranne loty

Icelandair postanowił odwołać wszystkie poranne loty do Europy, które były zaplanowane na jutro. Codzienne loty na Teneryfę, do Las Palmas i do Bostonu zostały opóźnione. Powodem są bardzo trudne warunki pogodowe, które mogą utrzymywać się przez kolejny dzień.

Blés snjó af einni gang­stétt yfir á aðra

Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. 

Mælast til þess að Trump verði á­kærður

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020.

Öllu Evrópu­flugi í fyrra­málið með Icelandair af­lýst

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. 

„Ég held að við komumst aldrei heim“

Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni.

Höfum það kósí undir sæng heima

Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu.

Tveimur skot­bóm­u­lyfturum stolið

Upp úr klukkan tíu í morgun var tilkynnt um stuld á skotbómulyftara af byggingarsvæði í Garðabæ. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef önnur tilkynning sama efnis hefði ekki borist tuttugu mínútum seinna. 

Þyrlan lenti á hringtorgi í Hveragerði

Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lendi á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði fyrr í dag. Hjálparsveit skáta aðstoðaði við að flytja einstaklinginn í átt að hringtorginu. 

Börnum sagt að redda sér sjálf eftir af­lýsingu flugs

Móðir tveggja barna sem áttu bókað flug með Icelandair í morgun segir farir fjölskyldunnar ekki sléttar. Krakkarnir vörðu fimm klukkustundum í flugrútu og komu svo að tómum kofanum hvað varðaði aðstoð í Keflavík.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vegum var lokað og flugsamgöngur lágu niðri í aftakaveðri í dag. Við verðum í beinni útsendingu frá Suðurnesjum þar sem farþegar hafa setið fastir og heyrum í fólki á Suðurlandi þar sem björgunarsveitir höfðu í nægu að snúast í dag. Allt um vonskuverðið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Eldur í bíl við Furu­grund

Eldur kviknaði í bíl við Furugrund í Kópavogi fyrir skömmu síðan. Aðrir bílar voru í hættu en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í tæka tíð. 

Gul við­vörun um allt land á morgun

Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu.

Sundlaugar áfram lokaðar á morgun

Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 

Heard hættir við áfrýjun eftir samkomulag

Leikkonan Amber Heard hefur tilkynnt að hún hafi gert samkomulag um að hætta við áfrýjun í meiðyrðamál Johnny Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún var í fyrra dæmd til að greiða Depp um tvo milljarða króna í skaðabætur vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist hafa verið fórnarlamb heimilisofbeldis.

Jedna trzecia absolwentów to Polacy

Prawie jedna trzecia uczniów, którzy w ubiegłym tygodniu ukończyli technikum Fisktækniskóli w Grindavíku, to Polacy. Kierownik operacyjny przetwórstwa rybnego w Grindavíku mówi, że przetwórstwo rybne nie może istnieć bez zagranicznej siły roboczej.

Erfið vika í vændum hjá Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar.

Flug­far­þegar megi eiga von á röskunum á­fram

Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði.

Tímamótasamkomulag geti spornað gegn fjöldaútrýmingu

Góðar líkur eru á því að hægt verði að sporna við fjöldaútrýmingu tegunda verði tímamótasamkomulagi um vernd á tæplega þriðjungi haf- og landsvæða heimsins fylgt eftir, segir framkvæmdastjóri Landverndar. Íslendingar dragi lappirnar í verndun hafsins og hafi jafnvel staðið í vegi þess.

Sjá næstu 50 fréttir