Fleiri fréttir Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9.2.2022 15:40 Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins. 9.2.2022 15:33 Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. 9.2.2022 14:24 Arnþrúður hafði betur gegn Reyni í Hæstarétti Ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpskonu á Útvarpi Sögu, um Reyni Traustason ritstjóra standa. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Landsréttar þess efnis. Reynir hafði höfðað mál á hendur Arnþrúði og sakað hana um ærumeiðandi ummæli. 9.2.2022 14:18 Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9.2.2022 14:12 Tekist á um horfna síma, ónýta tölvu og fræga afhjúpun í máli Vardy gegn Rooney Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt. 9.2.2022 13:45 Wymarzona podróż na Islandię zakończyła się tragedią Zagraniczne media rozpisują się o tragicznym wypadku w Islandii, w którym zginęły cztery osoby. 9.2.2022 13:32 Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9.2.2022 13:25 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9.2.2022 13:18 Tveir handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Álaborg Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku. 9.2.2022 13:06 Rekordowa liczba zakażonych w ciągu jednego dnia Wczoraj w kraju zdiagnozowano 2254 nowe przypadki zakażenia koronawirusem. Nigdy wcześniej nie zdiagnozowano tak dużej liczby zakażeń w ciągu jednego dnia. 9.2.2022 13:05 Deildi kynferðislegu myndefni af fyrrverandi með alls konar fólki Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður. Þá er honum gert að greiða konunni fjórar milljónir króna í miskabætur. 9.2.2022 13:03 Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði. 9.2.2022 12:42 Horn Afríku: Horfellir og hungur af völdum langvinnra þurrka Þurrkar valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, búa um þrettán milljónir íbúa þessara landa við sult og seyru. Jafn langvinnir þurrkar hafa ekki verið á þessum slóðum í rúmlega fjörutíu ár, eða frá árinu 1981. 9.2.2022 12:21 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9.2.2022 12:17 Vörubíll fór út af veginum í Þrengslum í gær Vörubíll á vegum Lýsis fór út af Þrengslavegi í gær. Bíllinn blasir nú við vegfarendum á þessum slóðum og er unnið að því að ná bílnum af slysstaðnum. 9.2.2022 12:00 Margrét Þórhildur drottning með Covid-19 Margrét Þórhildur Danadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. 9.2.2022 11:49 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við seðlabankastjóra um vaxtahækkun peningastefnunefndar sem kynnt var í morgun. 9.2.2022 11:37 Þessi níu bjóða sig fram í forvali VG á Akureyri Níu verða í framboði í rafrænu forvali Vinstri grænna á Akureyri sem fer fram dagana 2. til 5. mars næstkomandi. 9.2.2022 11:21 Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. 9.2.2022 11:07 Covid-greiningum fjölgað um 100 milljónir á aðeins mánuði Í gær höfðu 400 milljónir einstaklinga greinst með Covid-19 í heiminum. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að aðeins mánuður er síðan 300 milljónir höfðu greinst. 9.2.2022 10:38 Metfjöldi greindist í gær: 2.254 greindust innanlands Alls greindust 2.254 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en aldrei hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins hér á landi. 9.2.2022 10:11 Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9.2.2022 10:10 Sjúklingum með Covid-19 fækkar á Landspítalanum milli daga 33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár. 9.2.2022 10:06 Bein útsending: Katrín svarar fyrir samskiptin við Kára Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í dag og hefst hann kl. 9:10. 9.2.2022 09:17 Langvarandi notkun parasetamóls auki mögulega áhættuna á hjartasjúkdómum Einstaklingar með háþrýsting sem taka parasetamól við krónískum verkjum gætu verið í aukinni áhættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Edinborgarháskóla. 9.2.2022 09:14 „Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli?“ Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þegar til skoðunar kom hjá ljósmóður á dögunum var Sævari gert að bíða fyrir utan og það þykir Dóru Björt ekki boðlegt. 9.2.2022 08:01 Skipuleggjendum sagt upp störfum en fyrirtækið segir ekki um að ræða hefndaraðgerðir Nokkrum starfsmönnum kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur verið sagt upp störfum vegna aðkomu þeirra að skipulagningu stofnunar verkalýðsfélags starfsmanna keðjunnar í Tennessee. 9.2.2022 08:00 Þær vilja taka við stöðu rektors Háskólans á Hólum Alls bárust fjórar umsóknir um stöðu rektors Háskólans á Hólum, en staðan var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfrestur á mánudaginn. 9.2.2022 07:45 Samfélagið opnar á ný í Svíþjóð Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi. 9.2.2022 07:37 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9.2.2022 07:14 Norðanátt með éljum norðantil en þurrt fyrir sunnan Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, með éljum fyrir norðan en þurrt að kalla um sunnanvert landið. 9.2.2022 07:08 Fljúgandi rafbíllinn Jetson One Jetson One er eins manns flugbíll sem er hannaður til að minna á kappakstursbíl. Bíllinn er framleiddur af sænska fyrirtækinu Jetson. Hann var fyrst kynntur í október í fyrra. 9.2.2022 07:01 Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9.2.2022 06:37 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8.2.2022 23:53 Krókódíl bjargað úr dekki Hópur manna í Indónesíu dró villtan krókódíl á land í gær og losuðu hann við dekk, sem hafði verið fast utan um hann í meira en fimm ár. Krókódíllinn hefur reglulega sést á bökkum Palu-árinnar á undanförnum árum en heimamanni tókst í gær að koma ól utan um 5,2 metra langt dýrið. 8.2.2022 22:45 Lofa loks lausn á eilífðarmáli sem hreyfðist þó ekkert á síðasta kjörtímabili Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna taka undir með menningarmálaráðherra um að taka beri Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Fjármálaráðherra vill þar að auki taka til umræðu hvort ekki rétt sé að draga úr umsvifum fjölmiðilsins. 8.2.2022 22:45 FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8.2.2022 22:16 Áttræð nunna dæmd í árs fangelsi fyrir þjófnað Mary Margaret Kreuper, áttræð nunna frá Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í árs fangelsi. Í sumar játaði hún að hafa stolið rúmlega átta hundrað þúsund dölum frá skólanum St. James en hún var skólastjóri þar í 28 ár. 8.2.2022 22:01 Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8.2.2022 22:01 Þetta er lægðin sem hefur verið að hrella landsmenn Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, náði þessari mynd af lægðinni sem leikið hefur landsmenn grátt undanfarna daga. 8.2.2022 21:08 Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin. 8.2.2022 21:00 Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. 8.2.2022 21:00 „Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. 8.2.2022 20:31 Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon. 8.2.2022 20:00 Sjá næstu 50 fréttir
Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. 9.2.2022 15:40
Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins. 9.2.2022 15:33
Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. 9.2.2022 14:24
Arnþrúður hafði betur gegn Reyni í Hæstarétti Ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpskonu á Útvarpi Sögu, um Reyni Traustason ritstjóra standa. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Landsréttar þess efnis. Reynir hafði höfðað mál á hendur Arnþrúði og sakað hana um ærumeiðandi ummæli. 9.2.2022 14:18
Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9.2.2022 14:12
Tekist á um horfna síma, ónýta tölvu og fræga afhjúpun í máli Vardy gegn Rooney Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt. 9.2.2022 13:45
Wymarzona podróż na Islandię zakończyła się tragedią Zagraniczne media rozpisują się o tragicznym wypadku w Islandii, w którym zginęły cztery osoby. 9.2.2022 13:32
Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. 9.2.2022 13:25
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9.2.2022 13:18
Tveir handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Álaborg Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku. 9.2.2022 13:06
Rekordowa liczba zakażonych w ciągu jednego dnia Wczoraj w kraju zdiagnozowano 2254 nowe przypadki zakażenia koronawirusem. Nigdy wcześniej nie zdiagnozowano tak dużej liczby zakażeń w ciągu jednego dnia. 9.2.2022 13:05
Deildi kynferðislegu myndefni af fyrrverandi með alls konar fólki Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður. Þá er honum gert að greiða konunni fjórar milljónir króna í miskabætur. 9.2.2022 13:03
Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði. 9.2.2022 12:42
Horn Afríku: Horfellir og hungur af völdum langvinnra þurrka Þurrkar valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, búa um þrettán milljónir íbúa þessara landa við sult og seyru. Jafn langvinnir þurrkar hafa ekki verið á þessum slóðum í rúmlega fjörutíu ár, eða frá árinu 1981. 9.2.2022 12:21
Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9.2.2022 12:17
Vörubíll fór út af veginum í Þrengslum í gær Vörubíll á vegum Lýsis fór út af Þrengslavegi í gær. Bíllinn blasir nú við vegfarendum á þessum slóðum og er unnið að því að ná bílnum af slysstaðnum. 9.2.2022 12:00
Margrét Þórhildur drottning með Covid-19 Margrét Þórhildur Danadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. 9.2.2022 11:49
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við seðlabankastjóra um vaxtahækkun peningastefnunefndar sem kynnt var í morgun. 9.2.2022 11:37
Þessi níu bjóða sig fram í forvali VG á Akureyri Níu verða í framboði í rafrænu forvali Vinstri grænna á Akureyri sem fer fram dagana 2. til 5. mars næstkomandi. 9.2.2022 11:21
Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. 9.2.2022 11:07
Covid-greiningum fjölgað um 100 milljónir á aðeins mánuði Í gær höfðu 400 milljónir einstaklinga greinst með Covid-19 í heiminum. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að aðeins mánuður er síðan 300 milljónir höfðu greinst. 9.2.2022 10:38
Metfjöldi greindist í gær: 2.254 greindust innanlands Alls greindust 2.254 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en aldrei hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins hér á landi. 9.2.2022 10:11
Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9.2.2022 10:10
Sjúklingum með Covid-19 fækkar á Landspítalanum milli daga 33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár. 9.2.2022 10:06
Bein útsending: Katrín svarar fyrir samskiptin við Kára Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í dag og hefst hann kl. 9:10. 9.2.2022 09:17
Langvarandi notkun parasetamóls auki mögulega áhættuna á hjartasjúkdómum Einstaklingar með háþrýsting sem taka parasetamól við krónískum verkjum gætu verið í aukinni áhættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Edinborgarháskóla. 9.2.2022 09:14
„Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli?“ Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þegar til skoðunar kom hjá ljósmóður á dögunum var Sævari gert að bíða fyrir utan og það þykir Dóru Björt ekki boðlegt. 9.2.2022 08:01
Skipuleggjendum sagt upp störfum en fyrirtækið segir ekki um að ræða hefndaraðgerðir Nokkrum starfsmönnum kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur verið sagt upp störfum vegna aðkomu þeirra að skipulagningu stofnunar verkalýðsfélags starfsmanna keðjunnar í Tennessee. 9.2.2022 08:00
Þær vilja taka við stöðu rektors Háskólans á Hólum Alls bárust fjórar umsóknir um stöðu rektors Háskólans á Hólum, en staðan var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfrestur á mánudaginn. 9.2.2022 07:45
Samfélagið opnar á ný í Svíþjóð Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi. 9.2.2022 07:37
Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9.2.2022 07:14
Norðanátt með éljum norðantil en þurrt fyrir sunnan Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, með éljum fyrir norðan en þurrt að kalla um sunnanvert landið. 9.2.2022 07:08
Fljúgandi rafbíllinn Jetson One Jetson One er eins manns flugbíll sem er hannaður til að minna á kappakstursbíl. Bíllinn er framleiddur af sænska fyrirtækinu Jetson. Hann var fyrst kynntur í október í fyrra. 9.2.2022 07:01
Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9.2.2022 06:37
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8.2.2022 23:53
Krókódíl bjargað úr dekki Hópur manna í Indónesíu dró villtan krókódíl á land í gær og losuðu hann við dekk, sem hafði verið fast utan um hann í meira en fimm ár. Krókódíllinn hefur reglulega sést á bökkum Palu-árinnar á undanförnum árum en heimamanni tókst í gær að koma ól utan um 5,2 metra langt dýrið. 8.2.2022 22:45
Lofa loks lausn á eilífðarmáli sem hreyfðist þó ekkert á síðasta kjörtímabili Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna taka undir með menningarmálaráðherra um að taka beri Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Fjármálaráðherra vill þar að auki taka til umræðu hvort ekki rétt sé að draga úr umsvifum fjölmiðilsins. 8.2.2022 22:45
FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8.2.2022 22:16
Áttræð nunna dæmd í árs fangelsi fyrir þjófnað Mary Margaret Kreuper, áttræð nunna frá Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í árs fangelsi. Í sumar játaði hún að hafa stolið rúmlega átta hundrað þúsund dölum frá skólanum St. James en hún var skólastjóri þar í 28 ár. 8.2.2022 22:01
Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8.2.2022 22:01
Þetta er lægðin sem hefur verið að hrella landsmenn Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, náði þessari mynd af lægðinni sem leikið hefur landsmenn grátt undanfarna daga. 8.2.2022 21:08
Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin. 8.2.2022 21:00
Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. 8.2.2022 21:00
„Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. 8.2.2022 20:31
Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon. 8.2.2022 20:00