Bílar

Fljúgandi rafbíllinn Jetson One

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jetson One á flugi.
Jetson One á flugi.

Jetson One er eins manns flugbíll sem er hannaður til að minna á kappakstursbíl. Bíllinn er framleiddur af sænska fyrirtækinu Jetson. Hann var fyrst kynntur í október í fyrra.

Bíllinn er það sem bransinn kallar eVTOL (Electric Vertical Take-Off and Landing) sem útleggst á íslensku sem rafknúið farartæki sem tekur á loft og lendir lóðrétt.

Jetson One er um 86 kg. þökk sé álgrindinni og koltrefja og keflar yfirbygging. One er knúinn áfram af átta rafmóturum og getur náð allt að 100 km/klst. og flogið í 20 mínútur.

Sænska fyrirtækið, Jetson segist þegar vera bíð að selja öll eintök sem verða framleidd í ár og 100 af þeim sem verða framleidd á næsta ári. Eftirspurnin er því þónokkur eftir fljúgandi rafbílum og skyldi engan undra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×