Fleiri fréttir

Suð­vestan­átt, frost og víða él

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðvestanátt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, og víða él en úrkomulítið norðaustantil. Frost verður á bilinu núll til tíu stig yfir daginn.

For­seti Gíneu-Bissaú segir marga látna eftir til­raun til valda­ráns

Umaro Cissoko Embaló, forseti Afríkuríkisins Gíneu-Bissaú, segir marga liðsmenn öryggissveita landsins látna eftir tilraun hóps manna til valdaráns í gær. Embaló segir að búið sé að tryggja öryggi í landinu á ný eftir það sem hann kallar „misheppnaða árás á lýðræðið“.

Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar

„Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“

Áhorfendur á knattspyrnuleik beðnir um að hafa lægra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum.

Róttækar breytingar á flestum heimilum

Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ.

Flugumferð nálgast það sem var fyrir faraldurinn

Flugumferð yfir Norður-Atlantshafið er farin að nálgast það sem var áður en kórónuveirufaraldurinn tók að breiðast út. Isavia auglýsir nú í fyrsta sinn, frá því fyrir faraldur, eftir umsækjendum í flugumferðarstjóranám.

Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins

Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina.

Sýndi fram á meintan fá­rán­leika að­gerða í beinni

Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi.

Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa

Umhverfisráðherra segir Íslendinga engan tíma mega missa til öflunar meiri orku til að geta staðið við markmið um orkuskipti. Olíubrennsla að undanförnu vegna skorts á umfram raforku þurrki út árangur rafknúinna bifreiða í loftslagsmálum frá árinu 2010.

Þór ansi smár miðað við borgarísjakann

Varðskipið Þór, sem þykir engin smásmíði, er ansi smátt við hliðina á borgarísjakanum stóra sem nú er um tuttugu sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi er spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og Íslendingur segir háskólanema ætla að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir.

Leit að byssumanni í skóla bar ekki árangur

Lögreglan í Hamborg í Þýskalandi segir að leit sem hófst í kjölfar tilkynningar um vopnaðan ungling sem gekk inn í skóla í borginni í dag hafi ekki borið árangur.

Sigríður hættir hjá Tryggingastofnun

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar (TR) hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri stofnunarinnar og mun hætta þann 6. febrúar næstkomandi.

„Alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi í þessu samfélagi“

Brotaþolar hafa aðeins réttarstöðu vitnis í kynferðisbrotamálum og hafa því í raun lítinn sem engan rétt á upplýsingum um mál sitt. Þeir hafa hvorki rétt á upplýsingum um framgang málsins, þeim er ekki heimilt að sitja lokað þinghald og hafa ekki meiri rétt en hver annar á að vita hvort viðkomandi þarf að afplána dóm vegna brota sinna. 

Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka

Landhelgisgæsla Íslands varar við borgarísjaka sem er um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfnin á varðskipinu Þór sigldi fram hjá ísjakanum um hádegisbil í dag.

Boðað til upplýsingafundar á morgun

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun, miðvikudaginn 2. febrúar, klukkan ellefu. 

Landspítalinn færður af neyðarstigi

Landspítalinn hefur verið færður af neyðarstigi á hættustig. Þetta er til marks um að betri stöðu í baráttunni við kórónuveiruna.

Fordæmi fyrir skjálfta upp á 5,5 á hrinusvæði

Stóri skjálftinn sem reið yfir laust eftir miðnætti vestan við Ok í Borgarfirði er sá stærsti sem mælst hefur í árafjöld, en hann mældist 3,7 að stærð. Fordæmi er fyrir skjálfta upp á 5,5 á svæðinu en hann varð í námunda við það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu.

Nýtt undirafbrigði ómíkron sagt smitast auðveldar manna á milli

Danskir vísindamenn segja nýtt undir-afbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi smitast enn auðveldar manna á milli. Undirafbrigðið nefnist BA.2 og vísindamennirnir segja það vera um þriðjungi líklegra til að smitast manna á milli en BA.1.

Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar.

Af neyðarstigi niður á hættustig

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn.

Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist

Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. 

Helguvíkurhöfn skuldaði níu milljarða króna

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir skuldavanda hafnarinnar í Helguvík gífurlegan og gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á að koma sveitarfélaginu til aðstoðar. Allir bæjarfulltrúar sem og meirihluti íbúa leggist alfarið gegn því að kísilverið í Helguvík verði endurræst.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um lóðaframboð og rætt við borgarstjóra sem segir engan lóðaskort hjá borginni.

Catherine Russell nýr framkvæmdastjóri UNICEF

„Það er mikill heiður og forréttindi að ganga til liðs við UNICEF og leggja mitt af mörkum til að leiða ótrúlegt starf stofnunarinnar fyrir börn um allan heim á svo mikilvægum tímapunkti í sögunni,“ segir Catherine Russell, nýr framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún er fjórða konan til að stýra stofnuninni í 75 ára sögu hennar.

Sjá næstu 50 fréttir