Fleiri fréttir

Þingmaður gagnrýndur fyrir ónærgætna jólakveðju

Thomas Massie, sem situr á bandaríska þinginu fyrir Kentucky, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta jólamynd á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hann og fjölskyldu hans með margskonar skotvopn.

Skjálfti 3,6 að stærð í Gríms­vötnum

Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu.

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins

Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Polestar birtir kitlumynd af Polestar 3

Polestar 3 er rafmagnsjeppi sem frumsýndur verður árið 2022. Polestar 3 er fyrsti jeppi framleiðandans og fyrsti bíll þess sem verður framleiddur í Bandaríkjunum í Charlestone, Suður-Karólínu.

Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi

Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér.

Eiga erfitt með að salta götur borgarinnar vegna flughálku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sjá um söltun á götum eigi í erfiðleikum vegna mikilla hálku.

Segir of seint að bregðast við omíkron með tak­mörkunum

Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir.

Hart tekist á um fjölgun opin­berra starfs­manna

Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri SA, ræddu fjölgun opinberra starfsmanna, sem er mun meiri en þeirra á einkamarkaðnum, og afleiðingar þeirrar þróunar, á Sprengisandi í morgun.

Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta

Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn.

Bob Dole látinn

Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára.

Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita

Garðabær fékk  ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá foreldrum sem tóku barn sitt úr vistun í Garðabæ vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna, sem hafa verið sökuð um gróft ofbeldi gegn börnum. Foreldrarnir létu Garðabæ vita.

Tveir flóð­hestar greindust smitaðir

Tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsfólk garðsins vinnur nú hörðum höndum að smitrakningu og telur að um sé að ræða fyrsta smitið meðal dýrategundarinnar.

Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu

Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið.

Ekkert spurt um aðbúnað dýra í útlöndum

Formaður Bændasamtakanna segir íslenska neytendur ekki hafa hugmynd um hvernig farið er með þau dýr í útlöndum og við hvernig aðbúnað þau lifa þegar kjöt af gripunum eru flutt inn til Íslands. Hann krefst þess að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla eins og gert er til innlendrar matvælaframleiðslu þegar aðbúnaðarreglugerð dýra er annars vegar.

Mikið að gera hjá björgunar­sveitum vegna ó­veðurs

Rétt fyrir ellefu í morgun hófst óveðursvakt björgunarsveitamanna í Borgarnesi þegar tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Upp úr hádegi fóru tilkynningar að berast flestum björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins.

„Grímsvötn eru orðin ófrísk“

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 70 metra og búist er við því að hlaupið nái hámarkií dag. Enginn sjáanlegur gosórói er á svæðinu.

Mótmæli í Serbíu vegna Rio Tinto

Þúsundir mótmælenda lokuðu götum víða um Serbíu í gær vegna stuðnings ráðamanna þjóðarinnar við liþíumvinnslu Rio Tinto í landinu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknar hefur skilað nýju minnisblaði. Tólf hafa nú greinst með Omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Fjallað verður um stöðuna í hádegisfréttum á slaginu klukkan 12.

Áttatíu greindust innanlands í gær

Áttatíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og tíu á landamærunum. Alls voru 39 þeirra sem greindust smitaðir í sóttkví við greiningu. 

Ekki Al­þingis að eigna Snorra Egils sögu

Al­þingi fer ekki með úr­skurðar­vald þegar kemur að því að eigna nafn­þekktum mið­alda­mönnum okkar glæstustu bók­mennta­verk fyrri alda, að mati Sverris Jakobs­sonar mið­alda­sagn­fræðings. Hann telur Snorra Sturlu­son lé­legan liðs­mann frjáls­hyggju­manna sem að­hyllast þá stefnu sem Hannes Hólm­steinn Gissurar­son stjórn­mála­fræði­prófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra.

Svo ölvaður að hann mundi ekki eigið nafn

Nokkuð var um að vera hjá lögreglu í nótt. Lögregla setti meðal annars upp umferðarpóst í nótt þar sem áfengisástand ökumanna var kannað og reyndust tveir undir áhrifum. 

Hyundai með flestar nýskráningar í nóvember

Flest nýskráð ökutæki í nóvember voru af Hyundai gerð. Nýskráð voru 194 ökutæki af Hyundai gerð í nóvember. Það er annar mánuðurinn í röð sem Hyundai er á toppnum. Næst á eftir Hyundai kemur Kia með 95 nýskráningar og svo Toyota í þriðja sæti með 91 nýskráningu. Þetta kemur fram í tölum á veg Samgöngustofu.

For­eldrar byssu­­mannsins fundust í felum í kjallara

Foreldrar hins 15 ára Ethans Crumbley, sem ákærður er fyrir hryðjuverk eftir að hafa skotið sjö táninga til bana og sært sjö aðra í skólanum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, hafa verið handteknir. Foreldrarnir eru ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hundsað viðvörunarmerki í aðdraganda árásarinnar.

Bretar herða reglurnar vegna omíkron

Ferðamenn sem vilja komast inn í Bretland munu þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför til landsins. Ástæðan er útbreiðsla nýja omíkron-afbrigðis veirunnar, sem lítið er vitað um á þessari stundu.

Vesen um veganjól ekkert miðað við áður

Úrval á vegan-fæði hefur aukist gríðarlega undanfarin ár í takt við breyttar matarvenjur landsmanna. Íslenskir framleiðendur hafa verið að auka framleiðslu sína til að koma til móts við grænkera, sérstaklega fyrir jólin.

Undar­legt að starfs­fólk þurfi að eiga við drukkna ung­linga­hópa

Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gert er ráð fyrir að hlaupið í Grímsvötnum nái hámarki á morgun en íshellan hefur sigið um 40 metra. Engin merki er um gosóróa á svæðinu. Við sýnum stórkostlegar myndir sem Ragnar Axelsson, RAX, tók af svæðinu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir