Fleiri fréttir Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. 8.11.2021 20:45 Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. 8.11.2021 20:37 Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar furðu varfærið við að tjá sig Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur verið furðu varfærið við að tjá sig um stöðuna innan Eflingar. Það vill ekki svara spurningum um málflutning fráfarandi formanns og framkvæmdastjóra síðustu daga sem ýmsir telja þó að þeim hljóti að vera skylt að gera. 8.11.2021 20:30 Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. 8.11.2021 20:03 Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. 8.11.2021 19:34 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Móðir níu ára stúlku hefur kært starfsmann Gerðaskóla í Garði til lögreglu fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Hann hafi snúið stelpuna niður þegar hún klóraði í áttina að honum. Hún segir það viðtekna venju í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Rætt verður við móðurina í kvöldfréttum. 8.11.2021 18:00 Isavia sýknað af bótakröfu vegna útboðs á verslunarrými Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðasta mánuði Isavia af bótakröfu fyrirtækisins Drífu ehf., sem fer með rekstur Icewear. Drífa krafðist bóta úr hendi Isavia vegna þess að fyrirtækinu var ekki úthlutað verslunarrými á Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs árið 2014. 8.11.2021 17:58 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8.11.2021 17:18 Hafi náð í haglabyssu þegar hann fékk ekki að upplifa unglingsárin aftur Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú mál þar sem grunur er um að dvalargestum í sumarhúsahverfinu Einarsstöðum utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. 8.11.2021 17:04 Starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra störfum „Starfsfólk hreyfingarinnar um land allt, hvort sem það er hjá aðildarfélögum SGS eða öðrum stéttarfélögum eiga ekki skilið að gert sé lítið úr þeirra mikilvægu og góðu störfum, nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf.“ 8.11.2021 16:06 Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8.11.2021 14:12 Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8.11.2021 14:08 Þjóðveginum lokað fyrir norðan vegna alvarlegs umferðarslyss Tilkynnt var um tvö umferðarslys á sama tíma í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Þrír voru fluttir á sjúkrahús vegna alvarlegs slyss á Moldhaugnahálsi. 8.11.2021 13:53 Hungur: Tugir milljóna á brún hengiflugsins Alvarlegur matarskortur hefur aukist hratt á síðustu misserum. 8.11.2021 13:46 Formannskjör Kennarasambands Íslands framlengt vegna bilunar Formannskjör Kennarasambands Íslands hefur verið framlengt en til stóð að atkvæðagreiðslu myndi ljúka klukkan 14 í dag. Vegna bilunar í kerfinu ákvað kjörstjórn sambandsins að framlengja frestinn til að kjósa um einn sólarhring og geta félagsmenn því greitt atkvæði til klukkan 14 á morgun, þriðjudag. 8.11.2021 13:13 Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Pólverjar sökuðu í morgun stjórnvöld Hvíta-Rússlands um að undirbúa umfangsmikla ögrun með því að smala stórum hópi flótta- og farandfólks að landamærum Póllands. Fjöldi hermanna hafa verið sendir að landamærunum. 8.11.2021 13:06 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8.11.2021 13:01 Ekki fleiri inniliggjandi vegna Covid-19 í Noregi síðan í apríl Tæplega tvö hundruð manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsum í Noregi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn ekki verið hærri síðan í apríl. 8.11.2021 12:40 „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8.11.2021 12:30 Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. 8.11.2021 12:09 Pétur orðinn formaður Hallveigar Pétur Marteinn Urbancic Tómasson var kjörinn formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem fór fram föstudaginn 5. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, 8.11.2021 12:08 Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. 8.11.2021 11:33 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um kórónuveirufaraldurinn en 117 greindust smitaðir í gær, sunnudag. 8.11.2021 11:33 Hundrað og sautján greindust smitaðir í gær Hundrað og sautján greindust smitaðir af Covid-19 í gær. Af þeim voru 72 fullbólusettir en 45 óbólusettir. Ríflega helmingur var í sóttkví við greiningu. 8.11.2021 11:21 Stefnir í yfirburðasigur Ortega í „látbragðskosningum“ Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Níkaragva benda til stórsigurs Daniels Ortega forseta. Hann lét handtaka flesta mótframbjóðendur sínar fyrir kosningarnar og hefur Bandaríkjastjórn lýst kosningunum sem látbragðsleik. 8.11.2021 10:24 Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8.11.2021 09:37 Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8.11.2021 09:06 Hraðamyndavélin á Sæbraut gómað tæplega fimm þúsund á árinu Hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hefur náð hraðakstri alls tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun og til 1. nóvember 2021. Af þeim fjórum hraðamyndavélum sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfrækir er hraðamyndavélin á Sæbraut sú sem leiðir til langflestra sekta til ökumanna. 8.11.2021 08:01 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8.11.2021 07:25 Snýst í sunnanvind með skúrum sunnan og vestantil Lægð er skammt suðvestur af Reykjanesi sem fer norðaustur og úrkomuskil frá henni yfir landinu, en suðvesturhluti landsins er kominn undan þeim. Stormurinn sem geisaði um liðna nótt hefur gengið mikið niður. 8.11.2021 07:06 Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. 8.11.2021 07:00 Heimilisófriður reyndust kappsamir tölvuleikjaspilarar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt en hún var meðal annars kölluð til vegna slagsmála, heimilisófriðar og vinnupalls sem féll á bifreið í miðborginni. 8.11.2021 06:24 Slaka á ferðabanni til Bandaríkjanna Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags, að staðartíma í Bandaríkjunum, verður ferðabanni til landsins aflétt. Það hefur verið í gildi síðustu 20 mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Með afléttingu verður fullbólusettum ferðalöngum heimilt að fara til Bandaríkjanna. 7.11.2021 23:28 Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7.11.2021 22:17 Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. 7.11.2021 21:23 „Þessi staða er algjörlega hennar“ „Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns. 7.11.2021 20:00 Skólar á Akranesi opna á morgun Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraness verði með starfsemi á morgun, en vegna fjölgunar smitaðra í sveitarfélaginu fyrir helgi var brugðið á það ráð að fella skólastaf niður. 7.11.2021 19:01 Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. 7.11.2021 19:00 Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. 7.11.2021 18:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem óttast að sama neyðarástandið skapist hér og víða í austur Evrópu ef nýjustu sóttvarnaaðgerðirnar skili ekki skjótum árangri. 7.11.2021 18:00 Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7.11.2021 16:47 Ragnheiður kjörin formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ 7.11.2021 16:30 Reiknað með tíu þúsund gestum á Hellu Hestamenn eru nú þegar farnir að undirbúa sig og láta sér hlakka til fyrir landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Hellu næsta sumar. Það átti að vera landsmót síðasta sumar en því var frestað vegna Covid. Reiknað er með tíu þúsund gestum á mótið á Hellu. 7.11.2021 15:37 Fannst nakinn inni í vegg á karlaklósetti Slökkviðið í Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum lenti í einkennilegu útkalli á föstudag þar sem þeir þurftu að bjarga nöktum manni út úr vegg í leikhúsi þar í borg. 7.11.2021 15:16 „Mátti segja hvað sem er um mig“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. 7.11.2021 14:37 Sjá næstu 50 fréttir
Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. 8.11.2021 20:45
Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. 8.11.2021 20:37
Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar furðu varfærið við að tjá sig Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur verið furðu varfærið við að tjá sig um stöðuna innan Eflingar. Það vill ekki svara spurningum um málflutning fráfarandi formanns og framkvæmdastjóra síðustu daga sem ýmsir telja þó að þeim hljóti að vera skylt að gera. 8.11.2021 20:30
Brotavilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og einbeittur Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans. 8.11.2021 20:03
Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. 8.11.2021 19:34
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Móðir níu ára stúlku hefur kært starfsmann Gerðaskóla í Garði til lögreglu fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Hann hafi snúið stelpuna niður þegar hún klóraði í áttina að honum. Hún segir það viðtekna venju í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Rætt verður við móðurina í kvöldfréttum. 8.11.2021 18:00
Isavia sýknað af bótakröfu vegna útboðs á verslunarrými Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðasta mánuði Isavia af bótakröfu fyrirtækisins Drífu ehf., sem fer með rekstur Icewear. Drífa krafðist bóta úr hendi Isavia vegna þess að fyrirtækinu var ekki úthlutað verslunarrými á Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs árið 2014. 8.11.2021 17:58
Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8.11.2021 17:18
Hafi náð í haglabyssu þegar hann fékk ekki að upplifa unglingsárin aftur Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú mál þar sem grunur er um að dvalargestum í sumarhúsahverfinu Einarsstöðum utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. 8.11.2021 17:04
Starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra störfum „Starfsfólk hreyfingarinnar um land allt, hvort sem það er hjá aðildarfélögum SGS eða öðrum stéttarfélögum eiga ekki skilið að gert sé lítið úr þeirra mikilvægu og góðu störfum, nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf.“ 8.11.2021 16:06
Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8.11.2021 14:12
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8.11.2021 14:08
Þjóðveginum lokað fyrir norðan vegna alvarlegs umferðarslyss Tilkynnt var um tvö umferðarslys á sama tíma í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Þrír voru fluttir á sjúkrahús vegna alvarlegs slyss á Moldhaugnahálsi. 8.11.2021 13:53
Hungur: Tugir milljóna á brún hengiflugsins Alvarlegur matarskortur hefur aukist hratt á síðustu misserum. 8.11.2021 13:46
Formannskjör Kennarasambands Íslands framlengt vegna bilunar Formannskjör Kennarasambands Íslands hefur verið framlengt en til stóð að atkvæðagreiðslu myndi ljúka klukkan 14 í dag. Vegna bilunar í kerfinu ákvað kjörstjórn sambandsins að framlengja frestinn til að kjósa um einn sólarhring og geta félagsmenn því greitt atkvæði til klukkan 14 á morgun, þriðjudag. 8.11.2021 13:13
Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Pólverjar sökuðu í morgun stjórnvöld Hvíta-Rússlands um að undirbúa umfangsmikla ögrun með því að smala stórum hópi flótta- og farandfólks að landamærum Póllands. Fjöldi hermanna hafa verið sendir að landamærunum. 8.11.2021 13:06
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8.11.2021 13:01
Ekki fleiri inniliggjandi vegna Covid-19 í Noregi síðan í apríl Tæplega tvö hundruð manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsum í Noregi vegna Covid-19 og hefur fjöldinn ekki verið hærri síðan í apríl. 8.11.2021 12:40
„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8.11.2021 12:30
Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. 8.11.2021 12:09
Pétur orðinn formaður Hallveigar Pétur Marteinn Urbancic Tómasson var kjörinn formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem fór fram föstudaginn 5. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, 8.11.2021 12:08
Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. 8.11.2021 11:33
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um kórónuveirufaraldurinn en 117 greindust smitaðir í gær, sunnudag. 8.11.2021 11:33
Hundrað og sautján greindust smitaðir í gær Hundrað og sautján greindust smitaðir af Covid-19 í gær. Af þeim voru 72 fullbólusettir en 45 óbólusettir. Ríflega helmingur var í sóttkví við greiningu. 8.11.2021 11:21
Stefnir í yfirburðasigur Ortega í „látbragðskosningum“ Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Níkaragva benda til stórsigurs Daniels Ortega forseta. Hann lét handtaka flesta mótframbjóðendur sínar fyrir kosningarnar og hefur Bandaríkjastjórn lýst kosningunum sem látbragðsleik. 8.11.2021 10:24
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8.11.2021 09:37
Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8.11.2021 09:06
Hraðamyndavélin á Sæbraut gómað tæplega fimm þúsund á árinu Hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hefur náð hraðakstri alls tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun og til 1. nóvember 2021. Af þeim fjórum hraðamyndavélum sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfrækir er hraðamyndavélin á Sæbraut sú sem leiðir til langflestra sekta til ökumanna. 8.11.2021 08:01
Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8.11.2021 07:25
Snýst í sunnanvind með skúrum sunnan og vestantil Lægð er skammt suðvestur af Reykjanesi sem fer norðaustur og úrkomuskil frá henni yfir landinu, en suðvesturhluti landsins er kominn undan þeim. Stormurinn sem geisaði um liðna nótt hefur gengið mikið niður. 8.11.2021 07:06
Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. 8.11.2021 07:00
Heimilisófriður reyndust kappsamir tölvuleikjaspilarar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt en hún var meðal annars kölluð til vegna slagsmála, heimilisófriðar og vinnupalls sem féll á bifreið í miðborginni. 8.11.2021 06:24
Slaka á ferðabanni til Bandaríkjanna Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudags, að staðartíma í Bandaríkjunum, verður ferðabanni til landsins aflétt. Það hefur verið í gildi síðustu 20 mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Með afléttingu verður fullbólusettum ferðalöngum heimilt að fara til Bandaríkjanna. 7.11.2021 23:28
Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7.11.2021 22:17
Rómantískir Rússar minnast byltingarinnar á Rauða torginu Rússneskir kommúnistar fylktu liði á Rauða torginu í Moskvu í dag til að minnast þess að 104 ár eru liðin frá októberbyltignunni svo kölluðu árið 1917. 7.11.2021 21:23
„Þessi staða er algjörlega hennar“ „Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns. 7.11.2021 20:00
Skólar á Akranesi opna á morgun Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraness verði með starfsemi á morgun, en vegna fjölgunar smitaðra í sveitarfélaginu fyrir helgi var brugðið á það ráð að fella skólastaf niður. 7.11.2021 19:01
Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. 7.11.2021 19:00
Óttast að heilbrigðiskerfið bresti líkt og víða í Austur-Evrópu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að sams konar neyðarástand skapist hér og í ríkjum Austur-Evrópu ef nýjustu aðgerðir skili ekki skjótum árangri. Það sé of mikið að hundrað manns greinist smitaðir á hverjum degi, líkt og undanfarnar tvær vikur. 7.11.2021 18:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem óttast að sama neyðarástandið skapist hér og víða í austur Evrópu ef nýjustu sóttvarnaaðgerðirnar skili ekki skjótum árangri. 7.11.2021 18:00
Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7.11.2021 16:47
Reiknað með tíu þúsund gestum á Hellu Hestamenn eru nú þegar farnir að undirbúa sig og láta sér hlakka til fyrir landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Hellu næsta sumar. Það átti að vera landsmót síðasta sumar en því var frestað vegna Covid. Reiknað er með tíu þúsund gestum á mótið á Hellu. 7.11.2021 15:37
Fannst nakinn inni í vegg á karlaklósetti Slökkviðið í Syracuse í New York-ríki í Bandaríkjunum lenti í einkennilegu útkalli á föstudag þar sem þeir þurftu að bjarga nöktum manni út úr vegg í leikhúsi þar í borg. 7.11.2021 15:16
„Mátti segja hvað sem er um mig“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. 7.11.2021 14:37