Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2021 07:00 Bílastæði við Gígaverksmiðju Tesla. Rauður hringur hefur verið settur utan um bleikan bíl aftan á flutningabíl. Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. Tesla bíður venjulega eingöngu upp á svarta, hvíta, gráa, bláa og rauða bíla. Það virðist því sem einhverjir viðskiptavinir séu að sérpanta Tesla bíla í öðrum litum, sem hingað til hefur ekki verið hægt. Á myndbandinu hér að neðan má sjá einn bleika bílinn koma inn í verksmiðjuna (5:13) og svo sést hann seinna á bílastæðinu (6:15). Líklega er um svokallaða filmun (e. wrap) að ræða. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fólk geti pantað filmaða bíla í hinum ýmsu litum í Kína. Áætlanir Tesla í Þýskalandi lúta meðal annars að því að vera með afar fullkomna sprautuklefa og þegar það var kynnt voru vísbendingar á lofti um nýja liti í framboði Tesla. Það er því ekki líklegt að þar verði bílarnir filmaðir, að minnsta kosti ekki strax. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Tesla bíður venjulega eingöngu upp á svarta, hvíta, gráa, bláa og rauða bíla. Það virðist því sem einhverjir viðskiptavinir séu að sérpanta Tesla bíla í öðrum litum, sem hingað til hefur ekki verið hægt. Á myndbandinu hér að neðan má sjá einn bleika bílinn koma inn í verksmiðjuna (5:13) og svo sést hann seinna á bílastæðinu (6:15). Líklega er um svokallaða filmun (e. wrap) að ræða. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fólk geti pantað filmaða bíla í hinum ýmsu litum í Kína. Áætlanir Tesla í Þýskalandi lúta meðal annars að því að vera með afar fullkomna sprautuklefa og þegar það var kynnt voru vísbendingar á lofti um nýja liti í framboði Tesla. Það er því ekki líklegt að þar verði bílarnir filmaðir, að minnsta kosti ekki strax.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent