Fleiri fréttir

Titlar sig vafa­þing­mann

Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun.

Ung­lingar hrella íbúa í Vestur­bænum og á Nesinu

Íbúar Vesturbæjar og Seltjarnarness hafa tjáð sig um það sem virðist vera alda slæmrar hegðunar unglinga. Unglingum er gefið að sök að berja ítrekað á hurðir og glugga og vekja með því ótta meðal íbúa.

Búið að opna Hellisheiði á ný

Hellisheiði var lokað í austurátt skömmu eftir hádegi í dag en reiknað er með því að lokunin standi ekki lengi yfir.

Um 200 kvenfélagskonur staddar í Borgarnesi

Um tvö hundruð kvenfélagskonur af öllu landinu hafa setið Landsþing Kvenfélagasambands Íslands um helgina í Borgarnesi. Öll störf kvenfélaganna eru unnin í sjálfboðavinnu en konurnar hafa styrkt ýmis verkefni um 170 milljónir króna á síðustu þremur árum.

Björgunar­sveitar­fólk á tánum vegna hvellsins í kvöld

Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu vegna vonskuveðurs á landinu í kvöld. Veturinn er kominn, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á slaginu tólf.

Komið að manninum með­vitundar­lausum úti á götu

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort ekið hafi verið á mann sem komið var að meðvitundarlausum úti á götu í Mávanesi í Garðabæ um tvöleytið í nótt. Málið var tilkynnt sem líkamsárás en áverkar mannsins eru minniháttar.

Hópslagsmál pilta við Hagkaup hafi átt sér aðdraganda

Veist var að þremur piltum á bílastæði fyrir utan Hagkaup í Garðabæ á fjórða tímanum í nótt. Piltarnir segja gerendur hafa verið eldri pilta, um tvítugt, sem hafi ráðist á vin þeirra fyrr um kvöldið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Snjó festi víða í nótt

Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu.

Nafn­greina grunaðan morðingja þing­mannsins

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska þingmanninn Sir David Amess í Essex á föstudag heitir Ali Harbi Ali og er 25 ára Breti af sómölskum uppruna, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla sem nafngreina hann í dag.

Sprengi­sandur: Efna­hags­mál, kosningar og um­hverfis­mál í brenni­depli

Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur.

Víða gular viðvaranir á landinu

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum.

Fjögur út­köll lög­reglu vegna heimilis­of­beldis í nótt

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Formúlu 1 ökumaðurinn Daniel Ricciardo prófar NASCAR

Daniel Ricciardo er frægur fyrir afrek sín á kappakstursbrautum í Formúlu 1 bíl og að gleyma aldrei góða skapinu heima. Hann gerir alla jafna veðmál við stjórnendur þeirra liða sem hann ekur fyrir. Nú er veðmálið um að fá að prófa NASCAR bíl sem Dale Earnhardt ók á sínum tíma. Hann er mikil hetja Ricciardo og ástæða þess að hann valdi sér keppnisnúmerið þrír.

Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum

Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása.

Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann

Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa.

Vara við hvassviðri og stormi á morgun

Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall. Við ræðum við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún túlkar árásina sem aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum.

Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox

Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær.

Lofts­lags­á­ætlun Bidens í vanda

Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina

Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja.

Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins

Vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins og frá­farandi ráð­herra segir tíma­bært að af­létta þeim tak­mörkunum sem lands­menn hafa þurft að sæta síðast­liðið eitt og hálft ár vegna Co­vid. Sótt­varna­læknir segist senni­lega munu skila minnis­blaði til ráð­herra á mánu­dag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stjórnmálafræðingur telur morð á breskum þingmanni geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir stjórnmál, og samfélagið, í landinu. Morðið er rannsakað sem hryðjuverk. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni

Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag.

Sautján ára tekinn á 140 kílómetra hraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sautján ára ökumann á Hafnarfjarðarvegi í gær. Hraði ökumannsins mældist 140 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Foreldrar ökumannsins voru látnir vita auk Barnaverndar.

Zmniejszyła się aktywność wulkanu

Przez około cztery tygodnie z krateru wulkanu Geldingadalur nie zaobserwowano żadnej wypływającej lawy. Jest to najdłuższa przerwa w aktywności wulkanu od początku erupcji.

Skjóta geimfari af stað í tólf ára leiðangur

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu í dag skjóta geimfarinu Lucy af stað í tólf ára leiðangur. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar er sent til Smástirnabeltisins svokallaða í þeim tilgangi að rannsaka þau og á Lucy að auka þekkingu vísindamanna á uppruna sólkerfisins.

Græn­lendingar bjart­sýnir þrátt fyrir lofts­lags­breytingar

Ný ríkisstjórn Grænlands horfir til grænna lausna og ætlar ekki að veita leyfi til olíu- og gasvinnslu. Gífurleg uppbygging innviða eins og flugvalla, hafna og vega á sér stað á Grænlandi sem kynnt hefur verið á Hringborði norðurslóða í Hörpu.

Sjá næstu 50 fréttir