Fleiri fréttir

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.

Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg

Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni.

Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða

Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið. 

Börn fatlaðs fólk verða af næringaríkum mat og tómstundum

Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.

Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður

Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum.

Vill slaka á eins og mögu­­legt er með mið af fyrri bylgjum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tilefni til að slaka á takmörkunum innanlands í ljósi þess hve staðan í faraldrinum er góð. Þar eru allar takmarkanir undir. Faraldurinn virðist kominn í mikla rénun hér á landi og greindust afar fáir smitaðir af veirunni um helgina; 14 á laugardaginn og 26 í gær.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við af vitnaleiðslunum sem hófust í Rauðagerðismálinu svokallaða í morgun en aðalmeðferð er hafin í þessu óhugnanlega morðmáli þar sem fjögur eru ákærð.

26 greindust smitaðir innan­lands

Að minnsta kosti 26 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þrettán voru í sóttkví við greiningu og þrettán utan sóttkvíar. 

Örlög ríkisstjóra Kaliforníu ráðast á morgun

Kosningu um hvort að Gavin Newsom verði settur af sem ríkisstjóri Kaliforníu lýkur á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að Newsom haldi embættinu en 46 manns sem vilja taka við af honum eru á kjörseðlinum.

Bílvelta á Keilisbraut og kannabislykt í Njarðvík

Bíll valt við Keilisbraut um klukkan tvö í nótt. Atvik voru þannig að ökumaðurinn hugðist snúa bifreið sinni við en bakkaði ofan í skurð með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Tveir voru í bílnum og sluppu heilir á húfi en ökumaðurinn er grunaður um ölvun.

9 sæta Peugeot e-Traveller kominn í forsölu

Brimborg kynnir, langdrægan Peugeot e-Traveller 9 sæta 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business eða Allure útfærslu í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Falla frá á­formum um „bólu­setningar­vega­bréf“

Stjórnvöld í Bretlandi eru hætt við að taka í notkun svokölluð bólusetningarvegabréf, líkt og til stóð að gera í lok þessa mánaðar. Vegabréfinu var ætlað að gera bólusettum kleift að sýna fram á bólusetningu, til þess að fá að fara á skemmtistaði og mannmarga viðburði.

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Á­fram truflanir á þjónustu Valitor í kvöld

Truflanir voru á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor á sjöunda tímanum í kvöld. Þjónusta ýmissa greiðslumiðlunarfyrirtækja lá niðri í um klukkutíma í gærkvöldi vegna netárásar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar segir magnað að hún sé á lífi. Við ræðum við hana í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30.

Tali­banar að­skilja há­skóla­nema eftir kyni

Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar.

Formaður Ábyrgrar framtíðar um synjun framboðslista: „Ef þetta er ó­lög­legt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ó­lög­legar“

Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, lýsir yfir mikilli óánægju með að lista framboðsins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi í gær. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð og því býður flokkurinn aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður.

Leið­togi Al Qa­eda: Birti á­varp 11. septem­ber

Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda birtu í gær myndbandsávarp frá leiðtoga sínum Ayman al-Zawahri. Ávarpið er birt á sama degi og 20 ár voru liðin frá árásum samtakanna á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, þar sem um 3.000 manns létust.

Borgar­stjóri Parísar blandar sér í for­seta­slaginn

Borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, lýsti yfir framboði til frönsku forsetakosninganna í dag. Hidalgo, sem er fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra í París, bíður ærið verkefni þar sem flokkur hennar, sósíalistaflokkurinn, hefur staðið höllum fæti á landsvísu síðustu ár.

Til­slakanir í kortunum

Sóttvarnarlæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun minnisblað með tillögum í Covid-sóttvörnum. Þetta staðfestir ráðherra í samtali við fréttastofu, en segist ekki hafa lesið minnisblaðið í þaula, en þar sé að finna tillögur um tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum.

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Krefjast samnings­fundar fyrir kosningar

Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið.

Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina

Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt.

Sjá næstu 50 fréttir