Fleiri fréttir

Alexandra Briem næsti for­seti borgar­stjórnar

Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu.

Kveðst hafa glatað 3,2 milljarða vinnings­miða í þvotti

Kona í Bandaríkjunum sem fullyrðir að hún hafi keypt lottómiða með röð sem skilaði 26 milljóna dala vinningi, segir að hún hafi glatað miðanum eftir að hafa skilið hann eftir í buxnavasa og sett buxurnar í þvott. Vinningsupphæðin samsvarar um 3,2 milljörðum íslenskra króna.

Eldur kviknaði við höfnina á Akureyri

Eldur kviknaði um eittleytið á útisvæði við höfnina á Akureyri. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og segir varðstjóri að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. 

VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn.

„Þetta var blóðbað“

Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn.

Dwa zakażenia w kraju

Obecnie w pełni zaszczepionych jest 65 011 osób i rozpoczęto szczepienia kolejnej grupy składającej się z 82 581 osób.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mun fleiri komi nú til landsins en gert hafi verið ráð fyrir. Hann skilar heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir á landamærum á næstunni.

Telur það ekki mis­tök að hafa tekið þátt í mynd­bandinu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa skoðun á því að myndbandið „Ég trúi“ hafi verið fjarlægt eftir að sögur sem tengdust fólki í myndbandinu fóru af stað í kjölfar birtingar þess. Hún telji þó ekki mistök að hafa tekið þátt í gerð myndbandsins.

Tveir greindust innan­lands

Tveir greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Báðir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu.

Ísland aftur orðið grænt

Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit.

24 milljónir hafa nú smitast á Ind­landi

Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna.

Frið­jón í framboð

Friðjón Friðjónsson, eigandi KOM, hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 4, og 5. júní næstkomandi.

Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza

Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga.

Ford mun frumsýna F-150 Lightning í maí

Ford hefur tilkynnt að rafdrifinn F-150 þann 19. maí. Bíllinn mun bera nafnið F-150 Lightning (Elding) eins og orðrómurinn hafði verið á kreiki um. Það vísar til sport-pallbíls sem var framleiddur árið 1993.

Tveir úr mynd­bandinu viður­kenna að hafa farið yfir mörk

Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis.

Versta brekkan orðin breiður göngustígur

Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi.

Bætt aðgengi kom sér vel við björgun slasaðrar konu

Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk komu konu til aðstoðar sem slasaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á tíunda tímanum í kvöld. Bætt aðgengi varð til þess að hægt var að koma konunni til aðstoðar á skömmum tíma.

Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum

Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum.

Sósíal­ista­flokkurinn vill of­beldis­eftir­lit

Sósíalistaflokkurinn samþykkti í dag á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins að leggja til svokallað ofbeldiseftirlit, sem yrði eitt af stefnumálum flokksins í kosningum til Alþingis í haust. Eftirlitið myndi rannsaka vinnustaði, skóla og opinbera staði og hafa heimildir til þess að svipta staði starfsleyfi.

Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða

Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska.

Full­bólu­settir þurfa ekki að bera grímu

Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum.

Fylfullar hryssur geta frestað köstun

Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni.

Sóttu slasaðan ferðamann á Esjuna

Slökkvilið og björgunarsveitarfólk var kallað að Esju í dag til þess að aðstoða þýskan ferðamann sem hafði slasast. Að sögn varðstjóra hafði ferðamaðurinn verið að dást að Esjunni þegar grjót féll niður og á ökkla ferðamannsins.

Gömul og ný tré urðu eldinum í Heiðmörk að bráð

Birki og stafafura sem hafði verið gróðursett voru á stórum hluta þess lands sem brann í gróðureldinum í Heiðmörk í síðustu viku. Gamall birkiskógur varð eldinum, sem er talinn hafa raskað smádýra- og fuglalífi, einnig að bráð.

Telja varnar­garða ekki mega bíða lengi

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum.

Sjá næstu 50 fréttir