Fleiri fréttir

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.

Síðasta styttan af Franco tekin niður

Síðasta styttan af fasíska einræðisherranum Franco sem enn var að finna á spænskri grundu, hefur nú verið tekin niður. Styttuna var að finna á Melilla, litlu spænsku landsvæði á norðvesturströnd Afríku, og var tekin niður eftir ráðamenn þar samþykktu að taka hana niður.

Bjart­viðri suð­vestan­lands en víða rigning eða snjó­koma

Veðurstofan spáir norðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag og víða dálítil rigning eða snjókoma. Þó má reikna með bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður víðast á bilinu eitt til sex stig, en nálægt frostmarki á Norður- og Austurlandi.

Kia efst hjá J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu

Kia er í efsta sætinu í ár­legri áreiðan­leika­könn­un banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Kia er í efsta sæt­inu í könn­un J.D. Power. Lúxusmerkin Lexus og Porsche eru í efstu sætunum en Kia er eins og áður segir efst yfir bílaframleiðendur í magnsölu.

Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk

Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005.

Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti

Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi nú á miðnætti miðvikudagsins 24. febrúar. Fimmtíu mega nú koma saman í stað tuttugu áður, 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða er lengdur. Fleiri mega fara í sund og á skíði en áður, auk þess sem reglur í skólastarfi eru rýmkaðar.

Hvíta húsið heitir ríkjunum 70 prósent fleiri skömmtum á viku

Til stendur að opna gríðarstóra bólusetningamiðstöð í Houston þar sem gefa á 126 þúsund bóluefnaskammta á næstu þremur vikum. Þá vinna heilbrigðisyfirvöld í Nevada að því nótt sem nýtan dag að framkvæmda bólusetningar sem hafa tafist.

„Við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði“

Tilslakanir á sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun miða helst að því að rýmka til fyrir ýmissi atvinnustarfsemi, að sögn sóttvarnalæknis. Enn sé mesta hættan á kórónuveirusmiti þar sem áfengi er haft um hönd og því er til dæmis áfengissala óheimil í hléi, sem skipuleggjendur viðburða mega koma aftur á frá og með morgundeginum.

Bar því við að hafa ekki haft nægi­lega þekkingu á lífs­loka­með­ferðum

Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni.

Flestar skammbyssurnar íþrótta- eða atvinnutæki

Lögregla verður ekki mikið vör við að skotvopnum sé smyglað til landsins. Þetta sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi í leyfadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins.

Hart tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu á Vísi

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og áskorandi hans í komandi formannskjöri, Helga Guðrún Jónasdóttir, tókust harkalega á um stefnu félagsins í kjaramálum í Pallborðinu, nýjum þætti í beinni útsendingu á Vísi í dag. Helga Guðrún sagði Ragnar Þór fyrst og fremst skapa ófrið innan félagsins en Ragnar Þór sagði nauðsynlegt að forysta verkalýðshreyfingarinnar léti heyra í sér þegar gengið væri gegn kjörum launafólks.

Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð

Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn.

Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu

Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla tekur gildi.

Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur

Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna.

Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón

Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna.

Líðan Filippusar sögð betri

Líðan Filippusar prins, hertoga af Edinborg, er sögð á uppleið. Ku hann vera að bregðast vel við meðferð vegna sýkingar. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundunúm í síðustu viku.

Meintur fíkniefnabarón áfram í gæsluvarðhaldi

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi 13. febrúar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi vikulagt gæsluvarðhald. Varðhaldið, sem rennur út 2. mars, er á grundvelli rannsóknarhagsmuna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tónleikaferð til Marseille endaði með heimilisofbeldi

Tuttugu og átta ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hótelherbergi í Marseille í Frakklandi þann 17. júní árið 2018. Karlmaðurinn afplánar sem stendur sex ára dóm sem hann hlaut sumarið 2019 fyrir tilraun til manndráps.

Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag.  Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum.

IWF kærir MAST til ÚU

The Icelandic Wildlife Fund (IWF) hefur kært Matvælastofnun (MAST) til úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚU) og krefst þess að nefndin hlutist til um að MAST birti upplýsingar um eftirlit með sjókvíaeldisfyrirtækjum í samræmi við lög og reglur.

150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum

Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi.

Nokkrum sleppt úr haldi vegna Rauðagerðismálsins

Lögregla hyggst sleppa nokkrum sakborningum í Rauðagerðismálinu úr haldi í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Farið verður fram á farbann yfir mönnunum á meðan rannsókn stendur yfir.

Í skoðun að styrkja samgöngur til og frá flugvellinum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort og þá með hvaða hætti styrkja eigi samgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar í ljósi þess að enn eru brögð að því að komufarþegar virði að vettugi reglur um sóttkví með því að láta vini og ættingja sækja sig á völlinn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við frá væntanlegum tilslökunum á sóttvarnaraðgerðum innanlands en ríkisstjórnin fundaði í morgun um tillögur sóttvarnalæknis.

Fimmtíu manns mega koma saman

Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir