Erlent

Depardieu ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Depardieu neitar ásökununum.
Depardieu neitar ásökununum. epa/Guillaume Horcajuelo

Gérard Depardieu hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi. Leikarinn franski er sakaður um að hafa brotið á 22 ára leikkonu á heimili sínu árið 2018.

Rannsókn málsins var hætt árið 2019 vegna skorts á sönnunargögnum en opnuð á ný síðasta sumar. Leikkonan segir Depardieu hafa ráðist á sig og nauðgað sér á heimili leikarans í París.

Lögmaður leikarans, Hervé Temime, sagði í samtali við AFP að hann hafnaði ásökunum alfarið. Depardieu er frjáls ferða sinna en undir eftirliti.

Guardian hefur eftir heimildarmanni að leikarinn sé vinur fjölskyldu meints brotaþola.

Sumir miðlar hafa greint frá því að Depardieu og leikkonan hafi verið að æfa atriði í leikriti þegar árásin átti sér stað en heimildarmaðurinn segir að kringumstæðurnar hefðu alls ekki verið „faglegar“.

Lögmaður konunnar sagðist í samtali við AFP vona að fjölmiðlar virti friðhelgi skjólstæðings síns.

Depardieu, 72 ára, öðlaðist meðal annars frægð fyrir leik sinn í The Last Metro, Police og Cyrano de Bergerac. Þá hefur hann leikið í Hollywood-myndum á borð við Green Card, Hamlet, The Man int the Iron Mask og Life of Pi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.