Fleiri fréttir Fólk hvatt til að huga að niðurföllum Fólk ætti að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón, segir í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en áfram spáir rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum. 13.12.2020 22:16 Pólskar konur óttast breytt lög um þungunarrof Pólskar konur eru afar uggandi vegna yfirvofandi gildistöku laga sem takmarka mjög rétt þeirra til þungunarrofs. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í október að þungunarrof væri aðeins heimilt þegar líf konunnar væri í hættu eða þegar þungunin væri afleiðing glæps. 13.12.2020 21:59 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13.12.2020 21:26 Biden gagnrýnd í Wall Street Journal fyrir að kalla sig Dr. Skoðanagrein í Wall Street Journal, þar sem höfundur kallaði Jill Biden „kiddo“ og hvatti hana til að hætta að tala um sjálfa sig sem doktor, það er að nota titilinn Dr. fyrir framan nafnið sitt, hefur vakið hörð viðbrögð. 13.12.2020 20:46 Allt fullt af rauðbrúnum könglum á Sitkagrenitrjám Könglar á sitkagrenitrjám á Suður og Vesturlandi eru nánast að sliga trén því sjaldan eða aldrei hefur sést jafn mikið af könglum á trjánum. Þetta er blómgun trjánna en sitkagreni þroskar fræ í miklu magni á um það bil tíu ára fresti. 13.12.2020 20:04 Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. 13.12.2020 20:00 Mótmæla aðför RÚV að sunnudagsmessunni „Þeir setja þjóðkirkjuna til hliðar og hverfa frá góðum siðum sem öllum eru hollir. Þeir fylgja í kjölfar borgarstjórnar Reykjavíkur.“ 13.12.2020 19:49 Haltur og svolítið skítugur Bússi kominn í leitirnar Hundurinn Bússi er fundinn eftir rúmlega vikulanga leit. „Hann er furðugóður; hann haltrar aðeins og er pínu skítugur en samt ótrúlega lítið miðað við alla útiveruna,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir. 13.12.2020 19:06 Segir ríkisstjórnina keyra í gegn stefnu um málefni trans fólks án umræðu í samfélaginu „Ef fólk getur sjálft skilgreint kyn sitt fyrirvaralaust, hvað þýðir það þá t.d. um þátttöku fyrrverandi karla í íþróttum kvenna, aðgang að salernum, búningsklefum, kvennafangelsum o.s.frv.? Þessum spurningum sem mikið eru ræddar víða annars staðar var ósvarað þegar ríkisstjórn Íslands dreif málið í gegn.“ 13.12.2020 18:30 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af þróun faraldursins næstu vikuna vegna samkvæma og hópamyndana um helgina. Nú reyni á samtakamátt þjóðarinnar. Við fjöllum um partístand höfuðborgarbúa og stöðu kórónuveirufaraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.12.2020 18:11 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13.12.2020 17:21 Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13.12.2020 17:11 Bólusetningar og ferðaþjónustan í Víglínunni Bólusetningar vegna Covid-19 gætu hafist hér á landi á milli jóla og nýárs að sögn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Svandís er gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag bólusetninga sem eiga að hefjast á allra næstu vikum. 13.12.2020 17:01 „Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn. 13.12.2020 15:45 Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13.12.2020 14:43 Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum. 13.12.2020 14:29 Vopnaðir piltar veittust að manni í undirgöngum og höfðu í hótunum Íbúi í Garðabæ slapp með skrekkinn síðastliðið föstudagskvöld þegar að honum veittust tveir ungir piltar í undirgöngum og hótuðu honum með hnífi og hnúajárni. Maðurinn varaði við piltunum á Facebook-síðu íbúa Garðabæjar. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið inn á borð lögreglu. 13.12.2020 13:51 Ivanka Trump sögð íhuga feril í stjórnmálum Ivanka Trump, dóttir fráfarandi Bandaríkjaforseta, og eiginmaður hennar Jared Kushner eru nú að festa kaup á eign í Flórída-ríki samkvæmt heimildarmanni CNN. Er ástæðan meðal annars sögð vera bollaleggingar Ivönku um mögulegan feril í stjórnmál. 13.12.2020 13:42 Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. 13.12.2020 13:31 Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. 13.12.2020 13:23 Tónlistarskóli Rangæinga slær í gegn á netinu Mikil ánægja er með framtak Tónlistarskóla Rangæinga, sem streymir níu jólatónleikum nemenda skólans nú í desember. Fiðlusveit skólans, sem átti að fara til Reykjavíkur á morgun og spila á þremur stöðum verður í stað þess í skólahúsnæðinu á Hvolsvelli þar sem allur heimurinn getur fylgst með hópnum spila í gegnum netið. 13.12.2020 13:04 Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. 13.12.2020 13:00 Víðir ætti að losna úr einangrun á næstunni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, ætti að losna úr einangrun á næstunni að sögn sóttvarnalæknis. 13.12.2020 12:25 Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13.12.2020 12:01 Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13.12.2020 11:59 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smituðum muni fara fjölgandi á næstu dögum miðað við fregnir af fjölda samkvæmum og hópamyndunum. Mikla óþreyju megi finna meðal almennings. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar. 13.12.2020 11:52 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13.12.2020 10:53 Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13.12.2020 10:52 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13.12.2020 10:21 Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13.12.2020 09:36 Sprengisandur: Málefni barna, miðhálendisþjóðgarður og fjárlög Sprengisandur er á dagskrá í dag líkt og alla sunnudaga klukkan 10. 13.12.2020 09:12 Smitstuðullinn nú undir einum Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt. 13.12.2020 08:55 Milt í veðri og hlýjast sunnan heiða Nokkuð mildu veðri er spáð á landinu í dag og er hiti á bilinu 3 til 9 stig. Þó má búast við auknu afrennsli á Suðausturlandi og Austfjörðum þar sem talsverðri rigningu er spáð, með tilheyrandi vatnavöxtum. Fólk er því beðið um að huga að niðurföllum til þess að forðast vatnstjón. 13.12.2020 08:39 Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13.12.2020 08:00 Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. 13.12.2020 07:13 „Ísland vill sýna gott fordæmi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. 12.12.2020 23:00 Íranskur blaðamaður tekinn af lífi Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum. 12.12.2020 22:41 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12.12.2020 21:48 Vel brýndir hnífar skipta öllu máli í eldhúsinu „Hnífur er ekki sama og hnífur“, segir hnífabrýnslumaður í Þorlákshöfn, sem leggur áherslu á vel brýnda hnífa því hnífar, sem bíti illa séu miklu hættulegri en vel brýndir hnífar. Leðurbelti spilar stórt hlutverki við brýningu hnífa. 12.12.2020 20:26 Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12.12.2020 20:21 Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. 12.12.2020 20:01 Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12.12.2020 19:54 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12.12.2020 18:57 Staðfestir það sem samtökin óttuðust Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot. 12.12.2020 18:56 Dómari á launaskrá hjá málsaðila Synjun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík hefur verið felld úr gildi. Það var gert vegna þess að einn dómaranna sem afgreiddi synjuninna er einnig kennari við HR. 12.12.2020 18:18 Sjá næstu 50 fréttir
Fólk hvatt til að huga að niðurföllum Fólk ætti að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón, segir í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en áfram spáir rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum. 13.12.2020 22:16
Pólskar konur óttast breytt lög um þungunarrof Pólskar konur eru afar uggandi vegna yfirvofandi gildistöku laga sem takmarka mjög rétt þeirra til þungunarrofs. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í október að þungunarrof væri aðeins heimilt þegar líf konunnar væri í hættu eða þegar þungunin væri afleiðing glæps. 13.12.2020 21:59
Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13.12.2020 21:26
Biden gagnrýnd í Wall Street Journal fyrir að kalla sig Dr. Skoðanagrein í Wall Street Journal, þar sem höfundur kallaði Jill Biden „kiddo“ og hvatti hana til að hætta að tala um sjálfa sig sem doktor, það er að nota titilinn Dr. fyrir framan nafnið sitt, hefur vakið hörð viðbrögð. 13.12.2020 20:46
Allt fullt af rauðbrúnum könglum á Sitkagrenitrjám Könglar á sitkagrenitrjám á Suður og Vesturlandi eru nánast að sliga trén því sjaldan eða aldrei hefur sést jafn mikið af könglum á trjánum. Þetta er blómgun trjánna en sitkagreni þroskar fræ í miklu magni á um það bil tíu ára fresti. 13.12.2020 20:04
Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. 13.12.2020 20:00
Mótmæla aðför RÚV að sunnudagsmessunni „Þeir setja þjóðkirkjuna til hliðar og hverfa frá góðum siðum sem öllum eru hollir. Þeir fylgja í kjölfar borgarstjórnar Reykjavíkur.“ 13.12.2020 19:49
Haltur og svolítið skítugur Bússi kominn í leitirnar Hundurinn Bússi er fundinn eftir rúmlega vikulanga leit. „Hann er furðugóður; hann haltrar aðeins og er pínu skítugur en samt ótrúlega lítið miðað við alla útiveruna,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir. 13.12.2020 19:06
Segir ríkisstjórnina keyra í gegn stefnu um málefni trans fólks án umræðu í samfélaginu „Ef fólk getur sjálft skilgreint kyn sitt fyrirvaralaust, hvað þýðir það þá t.d. um þátttöku fyrrverandi karla í íþróttum kvenna, aðgang að salernum, búningsklefum, kvennafangelsum o.s.frv.? Þessum spurningum sem mikið eru ræddar víða annars staðar var ósvarað þegar ríkisstjórn Íslands dreif málið í gegn.“ 13.12.2020 18:30
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af þróun faraldursins næstu vikuna vegna samkvæma og hópamyndana um helgina. Nú reyni á samtakamátt þjóðarinnar. Við fjöllum um partístand höfuðborgarbúa og stöðu kórónuveirufaraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.12.2020 18:11
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13.12.2020 17:21
Uggandi vegna hugmynda um þjóðgarð Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri GrayLine og stjórnarformaður Hveravallafélagsins, er mjög ósáttur við hugmyndir umhverfisráðherra um miðhálendisþjóðgarð. 13.12.2020 17:11
Bólusetningar og ferðaþjónustan í Víglínunni Bólusetningar vegna Covid-19 gætu hafist hér á landi á milli jóla og nýárs að sögn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Svandís er gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag bólusetninga sem eiga að hefjast á allra næstu vikum. 13.12.2020 17:01
„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn. 13.12.2020 15:45
Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13.12.2020 14:43
Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum. 13.12.2020 14:29
Vopnaðir piltar veittust að manni í undirgöngum og höfðu í hótunum Íbúi í Garðabæ slapp með skrekkinn síðastliðið föstudagskvöld þegar að honum veittust tveir ungir piltar í undirgöngum og hótuðu honum með hnífi og hnúajárni. Maðurinn varaði við piltunum á Facebook-síðu íbúa Garðabæjar. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið inn á borð lögreglu. 13.12.2020 13:51
Ivanka Trump sögð íhuga feril í stjórnmálum Ivanka Trump, dóttir fráfarandi Bandaríkjaforseta, og eiginmaður hennar Jared Kushner eru nú að festa kaup á eign í Flórída-ríki samkvæmt heimildarmanni CNN. Er ástæðan meðal annars sögð vera bollaleggingar Ivönku um mögulegan feril í stjórnmál. 13.12.2020 13:42
Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. 13.12.2020 13:31
Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. 13.12.2020 13:23
Tónlistarskóli Rangæinga slær í gegn á netinu Mikil ánægja er með framtak Tónlistarskóla Rangæinga, sem streymir níu jólatónleikum nemenda skólans nú í desember. Fiðlusveit skólans, sem átti að fara til Reykjavíkur á morgun og spila á þremur stöðum verður í stað þess í skólahúsnæðinu á Hvolsvelli þar sem allur heimurinn getur fylgst með hópnum spila í gegnum netið. 13.12.2020 13:04
Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. 13.12.2020 13:00
Víðir ætti að losna úr einangrun á næstunni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, ætti að losna úr einangrun á næstunni að sögn sóttvarnalæknis. 13.12.2020 12:25
Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13.12.2020 12:01
Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 13.12.2020 11:59
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smituðum muni fara fjölgandi á næstu dögum miðað við fregnir af fjölda samkvæmum og hópamyndunum. Mikla óþreyju megi finna meðal almennings. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar. 13.12.2020 11:52
Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 13.12.2020 10:53
Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13.12.2020 10:52
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13.12.2020 10:21
Erfitt að meðtaka að hún væri í ofbeldissambandi Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. 13.12.2020 09:36
Sprengisandur: Málefni barna, miðhálendisþjóðgarður og fjárlög Sprengisandur er á dagskrá í dag líkt og alla sunnudaga klukkan 10. 13.12.2020 09:12
Smitstuðullinn nú undir einum Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt. 13.12.2020 08:55
Milt í veðri og hlýjast sunnan heiða Nokkuð mildu veðri er spáð á landinu í dag og er hiti á bilinu 3 til 9 stig. Þó má búast við auknu afrennsli á Suðausturlandi og Austfjörðum þar sem talsverðri rigningu er spáð, með tilheyrandi vatnavöxtum. Fólk er því beðið um að huga að niðurföllum til þess að forðast vatnstjón. 13.12.2020 08:39
Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13.12.2020 08:00
Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. 13.12.2020 07:13
„Ísland vill sýna gott fordæmi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. 12.12.2020 23:00
Íranskur blaðamaður tekinn af lífi Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum. 12.12.2020 22:41
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12.12.2020 21:48
Vel brýndir hnífar skipta öllu máli í eldhúsinu „Hnífur er ekki sama og hnífur“, segir hnífabrýnslumaður í Þorlákshöfn, sem leggur áherslu á vel brýnda hnífa því hnífar, sem bíti illa séu miklu hættulegri en vel brýndir hnífar. Leðurbelti spilar stórt hlutverki við brýningu hnífa. 12.12.2020 20:26
Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12.12.2020 20:21
Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. 12.12.2020 20:01
Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12.12.2020 19:54
Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12.12.2020 18:57
Staðfestir það sem samtökin óttuðust Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot. 12.12.2020 18:56
Dómari á launaskrá hjá málsaðila Synjun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík hefur verið felld úr gildi. Það var gert vegna þess að einn dómaranna sem afgreiddi synjuninna er einnig kennari við HR. 12.12.2020 18:18