Fleiri fréttir

Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin.

Óttast að fólk fari að slaka á

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á því að fólk fari að slaka á nú þegar smitum á landinu fari fækkandi. Sjö greindust með kórónuveirusmit í sýnatöku í gær og voru aðeins tveir af þeim í sóttkví.

Aldrei fleiri dáið vegna Covid-19 Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi hafa opinberað metfjölda látinna vegna Covid-19, tvo daga í röð. Minnst 507 dóu vegna veirunnar í gær og er það í fyrsta sinn sem talan fer yfir 500 í Rússlandi.

Bein útsending: Klasastefna í mótun

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að mótun klasastefnu fyrir Ísland. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur í dag fyrir fjarfundi þar sem farið verður yfir þá vinnu og kallað eftir umræðu og athugasemdum.

Rafbíllinn Mazda MX-30 með 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP

Nýi rafbíllinn Mazda MX-30, fær 5 stjörnur í nýjasta árekstrarprófi Euro NCAP. Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda kom vel út í öryggisprófun hjá Euro NCAP öryggisstofnunni og fékk fimm stjörnur. EuroNCAP er í eigu bifreiðaeigandafélaga í Evrópu og sér um árekstrarpróf og mat öryggis nýrra bíla.

Skíðlogaði í bíl í Seljahverfi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust fyrir klukkan hálftvö í nótt vegna elds sem hafði kviknað í bíl á bílastæði í Seljahverfinu.

Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“

Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman.

Greið og örugg braut loksins komin í gegnum Hafnarfjörð

Langþráð samgöngubót varð að veruleika í dag þegar 3,2 kílómetra kafli Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, breikkaði úr tveimur akreinum í fjórar. Jafnframt voru akstursstefnur aðskildar með umferðareyju og vegriðum á milli.

Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs

Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill.

Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja

Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar.

Ósætti Brynjars til marks um að þingmenn séu að sinna starfinu

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir Brynjar Níelsson uppfullan af gamalli gremju og ekki meðvitaðan um stöðu nefndarinnar vegna fjarveru. Brynjar segir pólitíska sýndarmennsku fara þar fram og óskar eftir að hætta nefndarstörfum.

Staðfesta sigur Bidens í Pennsylvaníu

Joe Biden fékk 3,46 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu og Donald Trump 3,38 samkvæmt opinberum niðurstöðum úr forsetakosningunum í upphafi mánaðarins.

Fær fullar bætur sex árum eftir al­var­legt bíl­slys á Gullin­brú

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Gullinbrú fyrir sex árum fær fullar bætur úr slysatryggingu frá tryggingafélagi sínu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Tryggingafélagið vildi skerða eða fella niður bæturnar vegna þess að maðurinn ók of hratt þegar slysið varð.

Sjá næstu 50 fréttir