Fleiri fréttir

Fleiri en fjórar milljónir hafa smitast af veirunni

Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita er kominn yfir fjórar milljónir á heimsvísu samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa fleiri en 277.000 manns látið lífið, flestir þeirra í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu.

Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“

Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar.

Hefur miklar áhyggjur af einangrun eldri innflytjenda

Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði.

Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð nærri sex mánuðir

Um fjögur þúsund manns eru á biðlista hjá Landspítala eftir ýmsum aðgerðum og meðalbiðtíminn er 5,6 mánuðir. Um þúsund manns bíða eftir skurðaðgerð á augasteini og aðrir þúsund eftir bæklunarskurðaðgerð.

Mörgum börnum líður illa vegna faraldurs og verkfalla

Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa.

Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis

Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir.

Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns

Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað verður um hlutabótaleiðina og stíf fundahöld í dag til að mæta þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þá verður fjallað um kjaradeilu Eflingar og samninganefnda sveitarfélaganna, sem átta klukkustunda fundi þeirra lauk nú fyrir skömmu.

Kínverjar bjóða Norður-Kóreu aðstoð vegna faraldursins

Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri.

400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 

Little Richard látinn

Little Richard, einn af frumkvöðlum fyrstu bylgju rokksins, er látinn. Hann var 87 ára gamall.

Varað við eldhættu vegna þurrka

SMS voru send út frá Almannavörnum til þeirra sem staddir eru í Skorradal í dag til þess að vara við eldhættu vegna þurrka.

Landhelgisgæslan varar við hafís

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum en síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi. Klukkan 21 í gær var ísröndin í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi.

Al­var­legt ef fyrir­tæki mis­notuðu hluta­star­fa­leiðina

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall.

Roy í Siegfried og Roy látinn

Roy Horn, annar tveggja meðlima hins fræga töframannadúetts Siegfried og Roy, er látinn 75 ára að aldri. Hann lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Báðir ökumenn ölvaðir í aftanákeyrslu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Alls komu 75 mál til kasta hennar og var nokkuð um að ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Kvíði og ótti vegna óvissunnar

Margrét Gauja Magnúsdóttir er ein þeirra sem er ekki lengur með covid-19 en slær þó niður með reglulegu millibili með tilheyrandi flökurleika, hausverk og hita.

Fjölmiðlafulltrúi Mike Pence með Covid-19

Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveiruna í dag, daginn eftir að annar starfsmaður Hvíta hússins greindist með veiruna.

75 ár liðin frá uppgjöf nasista

Sjötíu og fimm ár eru liðin í dag frá því Nasistar gáfust upp fyrir herjum Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á fagnaðarlæti dagsins.

Lögreglan eflir landamæraeftirlit með nýjum bíl

Dómsmálaráðherra afhenti í dag Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nýjan bíl sem ætlaður er til landamæraeftirlits í höfnum og á flugvöllum. Bíllinn og búnaðurinn eru til kominn vegna athugasemda Evrópusambandsins um að embættið uppfyllti ekki skilyrði í Schengen-samstarfinu.

Sjá næstu 50 fréttir