Fleiri fréttir

Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi

Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hefðu verið að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem og dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union.

Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara

Stormurinn, sem færir sig nú austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu til margra ríkja með þeim afleiðingum að tugir þúsunda eru nú án rafmagns og víða dæmi um miklar samgöngutruflanir.

Þriggja daga verkfall framundan

Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður.

Ein af hverjum fjórum beitt kyrkingartaki

Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni.

Jón Atli áfram rektor næstu fimm árin

Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og núverandi rektor Háskóla Íslands, mun gegna embættinu áfram til næstu fimm ára.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hildur Guðnadóttir varð í nótt fyrst Íslendinga til að hljóta Óskarsverðlaunin eftirsóttu. Sýnt verður frá Óskarsverðlaunahátíðinni í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt við fjölskyldumeðlimi Hildar. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.

Kristján vill 1,4 milljarða í skaðabætur

Kristján Viðar Júlíusson, einn af þeim sem sýknaður var í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur stefnt íslenska ríkinu og krafið það um 1,4 milljarða í bætur.

Minni skjálftavirkni við Þorbjörn og lítið landris

Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá, segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands

Hildur heiðruð með kveðju á Hörpu

Hildur Guðnadóttir, tónskáld og fyrsti Óskarsverðlaunahafi Íslands, fær ljómandi hamingjuóskir frá tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld. Til stendur að birta kveðjuna "Til hamingju Hildur!“ á glerhjúpi hússins.

Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála.

Vopnaðir her­menn ruddust inn í þing­húsið í El Salvador

Þungvopnaður hópur lögreglu- og hermanna ruddist í nótt inn í þinghúsið í El Salvador og krafðist þess að þingmenn samþykki lán upp á rúmar hundrað milljónir Bandaríkjadala sem fara á í kaup á vopnum og búnaði til þeirra.

Árið 2020 hjá Hyundai

Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu.

Gleðispillir neitaði að yfirgefa Laugardalslaug

Ölvaður karlmaður var til ama í Laugardalslauginni í gærkvöldi og neitaði að yfirgefa staðinn. Óskaði starfsfólkið eftir aðstoð lögreglu sem mætti á svæðið og fjarlægði manninn.

Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar.

Sjá næstu 50 fréttir