Afríka: Börn í hermennsku tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum Heimsljós kynnir 10. febrúar 2020 14:00 Save the Children Á átakasvæðum í Afríku hefur ekki orðið mikil fækkun á alvarlegum brotum gegn börnum á undanförnum árum, þvert á skuldbindingar leiðtoga Afríkuríkja um að binda endi á öll vopnuð átök í álfunni, fyrir árið 2020. Skráð tilvik um alvarleg brot gegn börnum eru 55,882 samkvæmt tölum Barnaheilla – Save the Children, á árunum 2014 til 2018. Samantektin sýnir að brotið hefur verið alvarlega á tæplega 56 þúsundum barna, þau myrt, særð, misnotuð kynferðislega eða þröngvuð til hermennsku. Á síðustu fimm árum hefur sérstaklega borið á fjölgun barna í hermennsku en þau eru nú tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Á árinu 2013 bundust þjóðarleiðtogar Afríkuríkja fastmælum um að stemma stigu við skálmöld í álfunni með það markmið að við upphaf árs 2020 yrðu engin vopnuð átök í Afríku, eins og fram kom í herferðinni: Silence the Guns. Það hefur ekki gengið eftir og börn verða fyrir barðinu á óöldinni í miklum mæli. Save the Children hefur unnið samantekt uppúr ársskýrslum Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök – UN Children and Armed Conflict Annual Reports – og komist að þeirri niðurstöðu að árangurinn sé takmarkaður. Á umræddu fimm ára tímabili hafa 11 þúsund börn verið myrt eða særð í átökum; rúmlega 24 þúsund börn hafa verið neydd í herþjónustu af vígasveitum og 4.600 börn, stúlkur í miklum meirihluta, hafa verið kynferðislega misnotuð. Þá eru fjölmargar árásir á skóla og sjúkrahús, alls 3.500 talsins. Ný skýrsla Save the Children um alvarleg brot gegn börnum í átökum innan Afríku er lögð fram á 33. þingi Afríkusambandsins sem stendur yfir þessa dagana í Addis Ababa. Samtökin gáfu á síðasta ári út vandaða skýrslu um sama efni undir heitinu: Stop the War on Children. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara Innlent Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Innlent Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Innlent Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Innlent Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Innlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent
Á átakasvæðum í Afríku hefur ekki orðið mikil fækkun á alvarlegum brotum gegn börnum á undanförnum árum, þvert á skuldbindingar leiðtoga Afríkuríkja um að binda endi á öll vopnuð átök í álfunni, fyrir árið 2020. Skráð tilvik um alvarleg brot gegn börnum eru 55,882 samkvæmt tölum Barnaheilla – Save the Children, á árunum 2014 til 2018. Samantektin sýnir að brotið hefur verið alvarlega á tæplega 56 þúsundum barna, þau myrt, særð, misnotuð kynferðislega eða þröngvuð til hermennsku. Á síðustu fimm árum hefur sérstaklega borið á fjölgun barna í hermennsku en þau eru nú tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Á árinu 2013 bundust þjóðarleiðtogar Afríkuríkja fastmælum um að stemma stigu við skálmöld í álfunni með það markmið að við upphaf árs 2020 yrðu engin vopnuð átök í Afríku, eins og fram kom í herferðinni: Silence the Guns. Það hefur ekki gengið eftir og börn verða fyrir barðinu á óöldinni í miklum mæli. Save the Children hefur unnið samantekt uppúr ársskýrslum Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök – UN Children and Armed Conflict Annual Reports – og komist að þeirri niðurstöðu að árangurinn sé takmarkaður. Á umræddu fimm ára tímabili hafa 11 þúsund börn verið myrt eða særð í átökum; rúmlega 24 þúsund börn hafa verið neydd í herþjónustu af vígasveitum og 4.600 börn, stúlkur í miklum meirihluta, hafa verið kynferðislega misnotuð. Þá eru fjölmargar árásir á skóla og sjúkrahús, alls 3.500 talsins. Ný skýrsla Save the Children um alvarleg brot gegn börnum í átökum innan Afríku er lögð fram á 33. þingi Afríkusambandsins sem stendur yfir þessa dagana í Addis Ababa. Samtökin gáfu á síðasta ári út vandaða skýrslu um sama efni undir heitinu: Stop the War on Children. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Erlent Andlát eftir höfuðhögg á LÚX komið á borð saksóknara Innlent Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Innlent Telja nafnið geta orðið nafnbera til ama og segja nei Innlent Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Innlent Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Innlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Innlent