Fleiri fréttir

Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol

Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti.

Átök á meðal forseta Bosníu

Bosnía og Hersegóvína Nýir meðlimir í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu voru settir í embætti í gær.

Seldi dóttur sína á Facebook

Karlmaður í Suður-Súdan hélt uppboð á Facebook og fékk 500 kýr, þrjá bíla og andvirði um milljónar króna.

Leita aðstoðar Bandaríkjanna

Yfirvöld í Ísrael munu leita ráða hjá ríkisstjórn Bandaríkjanna eftir að Airbnb fjarlægði eignir á Vesturbakkanum sem skráðar voru til útleigu af síðu sinni.

Gengur illa að steypa May

Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Ther­esu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör.

Sigurður Ingi segir fortakslaust góðæri á Íslandi

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir fordæmalaust góðæri ríkja á Íslandi. Útgjöld ríkissjóðs stóraukist á þessu ári og næsta og ómaklegt að gagnrýna lítilsháttar lækkun framlaga milli umræðna á fjárlögum næsta árs.

Vilja ekki fisk með plast í maganum

Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka.

Telur Reykjavíkurborg gefa ranga mynd af stöðu leikskólanna

Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim.

Banaslys: Ók bæði undir áhrifum og of hratt

Niðurstaða hraðaútreiknings sérfræðings bendir til þess að hraði Toyota bifreiðarinnar hafi verið á bilinnu 00-143 km/klst en það er talið líklegast að hraðinn hafi við um 123 km/klst rétt fyrir slysið.

Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar

"Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Samherji undirbýr skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 verður rætt við Eirík Jóhannsson, stjórnarformann Samherja.

Börn fá orðið á alþjóðadegi barna

Ævar Þór Benediktsson afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra skilaboð sem börn í Flataskóla í Garðabæ skrifuðu til stjórnvalda á fallega skreyttan loftbelg, í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag 20. nóvember.

Útilokar ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars

Helga Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, útilokar ekki að ummæli Einars Bárðarssonar, sem hann lætur falla í tölvupóstsamskiptum við yfirmenn fyrirtækisins og túlka megi sem hótanir, fari í kæruferli.

Sjá næstu 50 fréttir