Fleiri fréttir

Ellefu hundruð til Moskvu í gær

Um ellefu hundruð manns flugu í gær frá Keflavíkurflugvelli til Moskvu, væntanlega allir sem einn til að horfa á leik Íslands við Argentínu sem fram fer þar í borginni í dag.

Frumvarp um klofmyndatökur í óleyfi strandaði á einum Íhaldsmanni

Mótmæli eins þingmanns Íhaldsflokksins á breska þinginu í dag urðu til þess að bið verður á því að svokallaðar "upskirting“-myndatökur verði refsiverðar á Englandi og í Wales. Um er að ræða ljósmyndir sem teknar eru upp undir pils kvenna, og annarra sem kunna að klæðast þeim, án samþykkis.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Viðskiptastríð er í uppsiglingu milli Bandaríkjamanna og Kína eftir að Donald Trump kynnti 25 prósenta toll á kínverskar vörur. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2.

„Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi“

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum.

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið.

Flokksforystan í þröngri stöðu

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér.

Nýsjálendingar taka upp komugjöld

Ferðamenn sem koma til Nýja-Sjálands munu framvegis þurfa að borga komugjald - en Ástralar fá áfram að koma frítt til landsins.

Getur pillan valdið depurð?

Samkvæmt víðtækri sænskri rannsókn geta stúlkur sem byrja að taka inn p-pill­una eða aðrar hormónagetnaðarvarnir á unglingsárum fundið fyrir þunglyndi eða depurð og eru í meiri hættu á að fá einhvers konar geðraskanir.

Þrautseig plága, þessi spænska spilling

Spænski Lýðflokkurinn hefur hrökklast frá völdum. Flokkurinn var dæmdur og svart bókhald hans afhjúpað. Jón Sigurður Eyjólfsson á Spáni segir frá því hvernig dómstólar og þing kenndu Lýðflokknum lexíu og spyr hvort kjósendur muni gera það sama.

Bætur fyrir skert frelsi til mótmæla

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pind Poulsen, segir að útvíkka verði rannsóknir nefndar sem rannsaka á aðgerðir lögreglu í tengslum við komu kínverskra ráðamanna til landsins aftur til ársins 1995.

Kvarta undan herferð Félags garðyrkjumanna

Innnes hefur kvartað til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar sem ber saman innflutt og innlent grænmeti. Framkvæmdastjóri félags garðyrkjumanna segir herferðina hafa átt að vera skemmtilega. "Ekki allir sem hafa húmor fyrir þessu.“

Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum

Forstjóri Odda gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að bregðast seint við erindum vegna íþyngjandi skilyrða. Biðu í eitt og hálft ár eftir svari. Rekstri Plastprents og Kassagerðarinnar hætt í byrjun árs og 86 manns sagt upp.

Sjá næstu 50 fréttir