Fleiri fréttir

Loksins kominn tími til að halda gleðileg jól

Samherji tilkynnti í gærkvöldi að 60 mánaða rannsókn Seðlabankans á dótturfélagi fyrirtækisins hefði verið hætt. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, viðurkennir að málið hafi tekið á. Hann er ósáttur við framgöngu ba

Fjárlaganefnd setur 12 milljarða ofan á fjárlögin

Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi.

Grípa inn í þegar ung börn deila klámefni sín á milli

Fyrsta ráð foreldra við klámnotkun barna er að leita lausna til að loka á aðgengi að síðunum á internetinu. Fulltrúi SAFT netöryggisverkefnis segir að fræðsla sé besta forvörnin. Hægt sé að finna leiðir fram hjá flestum klámvörnu

Héraðsdómarar hafa ekki rætt skráningu

Hæstiréttur mun birta hagsmunatengsl dómara frá og með áramótum. Ekki er ljóst hvort eða með hvaða hætti héraðsdómarar munu fylgja í kjölfarið.

Ósáttir við nýtt frumvarp til fjárlaga

Bæjarstjórn Akureyrar gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til fjárlaga ársins 2017. Furðar bæjarstjórnin sig á því að í frumvarpinu sé ekki tekið tillit til nýrrar samgönguáætlunar sem samþykkt var á Alþingi þann 12. október síðastliðinn.

Metár í sölu sannra gjafa hjá Unicef

„Undanfarin tvö ár höfum við séð mikla aukningu í kaupum á sönnum gjöfum. Í fyrra voru keyptar gjafir fyrir rúmar þrettán milljónir og við erum alveg viss um að við höfum selt fyrir meira í ár,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi.

Hamborgarhryggur enn vinsælastur

Tæplega helmingur Íslendinga, eða um 46 prósent, hyggst borða hamborgarhrygg í aðalrétt á aðfangadag samkvæmt nýrri könnun MMR.

Fólk á sjötugsaldri mætti best á kjörstað

Eldra fólk er mun duglegra að kjósa en fólk sem nýlega hefur fengið kosningarétt. Niðurstaðan kann að hafa áhrif á fylgið. Stjórnmálafræðingur segir verkefni eins og skuggakosningar, líkt og haldnar voru í framhaldsskólum, skipta máli

Senda fólk á skriðjökla án mannbrodda

Ferðaþjónustufyrirtækin sjálf þurfa að tryggja öryggi viðskiptavina í jökla- og íshellaferðum. Dæmi eru um ferðamenn í íshellaferðum í Skaftafelli án mannbrodda. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir slys óásættanleg

Hagkerfinu verður ekki handstýrt

Flækjustigið á skattkerfinu er of hátt, segir Halldór Benjamín Þorbergsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir sterka krónu vissulega vera áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar en vill

Banaslys vegna hraða og áfengis

Yfir 10 prósent banaslysa í umferðinni í Noregi á árunum 2005 til 2014 urðu þegar réttindalaus ökumaður var undir stýri eða bílaþjófur.

Sleppur við bætur vegna erfðagalla

Eystri landsréttur í Danmörku hefur úrskurðað að sæðisbankinn Nordic Cryobank þurfi ekki að greiða foreldrum bætur þótt þeir hafi fengið gjafasæði með erfðagalla.

Bakteríur úr djúpsjó virkjaðar gegn blöðruhálskrabbameini

Ný meðferð við blöðruhálskrabbameini vekur athygli. Bakteríur úr myrkri djúpsjávar eru virkjaðar gegn krabbameininu með lasergeisla. Slá þarf ýmsa varnagla, segir yfirlæknir á Landspítalanum. Fellur undir framtíðarhugsun við meðhön

Skildi skilríkin eftir í bílnum

Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi.

Vildu enga aðstoð frá Bernie Sanders

Starfsfólk kosningaherferðar Hillary Clinton tók því fálega þegar starfsfólk Bernies Sanders bauð fram aðstoð sína í lykilríkjum, þar sem Clinton tapaði síðan naumlega í forsetakjörinu í nóvember.

Samkomulag um aukin útgjöld upp á 12 milljarða á næsta ári

Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári.

Enn tekist á um lífeyrissjóðsfrumvarpið á lokametrunum

Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag.

Sjá næstu 50 fréttir