Seðlabankinn fellir niður mál gegn Kaldbaki Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2016 21:14 Stjórnendur Samherja vonast til að menn verði látnir axla ábyrgð vegna málsins, en hér má sjá Þorsteinn Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Vísir/Auðunn Seðlabanki Íslands hefur fellt niður mál á hendur Kaldbaki ehf., dótturfélagi Samherja, eftir tæplega 60 mánaða rannsókn. Frá þessu greina stjórnendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján V. Vilhelmsson, í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins. Í bréfinu segja þeir Seðlabankann loksins hafa viðurkennt að ekkert hafi verið hæft í ásökunum á hendur Kaldbaki en málið varðaði meðal annars tvær bankafærslur, en þar af var önnur færslan upp á 1.500 norskar krónur, eða sem nemur 19.700 íslenskum krónum. Segja Þorsteinn og Kristján að með þessu hafi Seðlabankinn loksins lokið málum gegn Samherja og tengdum félögum. „Eftir stendur að fyrir héraðsdómi Reykjavíkur er nú rekið ógildingarmál vegna óréttmætrar sektar sem Seðlabankinn lagði á Samherja hf. í september á þessu ári. Erum við bjartsýn á að fullnaðarsigur fáist einnig í því máli,“ segja þeir Þorsteinn og Kristján í bréfinu. Þeir segja að þó svo að þessi niðurstaða hafi verið þeim löngu ljós þá skyggir tíminn og sú leið sem Seðlabankinn fór á það. „Þá samræmist það illa ítrekuðum yfirlýsingum bankans um að þar á bæ sé starfað „samkvæmt lagaskyldu“ eða „vönduðum stjórnsýsluháttum“,“ segja Þorsteinn og Kristján í bréfinu. „Þó við höfum alla tíð unnið eftir bestu vitund í samræmi við lög og reglur hefur það reynt á okkur öll að verjast þeirri ósvífni og óréttlæti sem Seðlabankinn hefur beitt félagið og starfsfólk,“ segja þeir og taka fram að það sé mikil refsing fólgin í því þegar upplýsingar um tilhæfulausa húsleit eru sendar út um allan heim. „Og hefur sú aðgerð Seðlabankans ekki verið án afleiðinga fyrir Samherja. Þá er það svo að húsleit sem slík er annað og meira en „ekki neitt neitt“ eins og seðlabankastjóri hefur sagt. Húsleit er mikið áfall fyrir þá sem upplifa slíkt. Þessi orð seðlabankastjóra 16. nóvember sl. eru dæmigerð um dómgreindarleysið sem stjórnendur Seðlabankans hafa sýnt af sér í þessu máli. Í þessu sambandi er rétt að hafa einnig í huga þann fjölda einstaklinga sem Seðlabankinn hefur kært til lögreglu í gegnum árin án þess að slíkt hafi leitt til sakfellingar.“ Þeir vonast til þess að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni þannig að svona lagað geti ekki endurtekið sig. „Hvorki gagnvart okkur eða öðrum. Við skulum berjast fyrir því.“ Tengdar fréttir Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur fellt niður mál á hendur Kaldbaki ehf., dótturfélagi Samherja, eftir tæplega 60 mánaða rannsókn. Frá þessu greina stjórnendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján V. Vilhelmsson, í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins. Í bréfinu segja þeir Seðlabankann loksins hafa viðurkennt að ekkert hafi verið hæft í ásökunum á hendur Kaldbaki en málið varðaði meðal annars tvær bankafærslur, en þar af var önnur færslan upp á 1.500 norskar krónur, eða sem nemur 19.700 íslenskum krónum. Segja Þorsteinn og Kristján að með þessu hafi Seðlabankinn loksins lokið málum gegn Samherja og tengdum félögum. „Eftir stendur að fyrir héraðsdómi Reykjavíkur er nú rekið ógildingarmál vegna óréttmætrar sektar sem Seðlabankinn lagði á Samherja hf. í september á þessu ári. Erum við bjartsýn á að fullnaðarsigur fáist einnig í því máli,“ segja þeir Þorsteinn og Kristján í bréfinu. Þeir segja að þó svo að þessi niðurstaða hafi verið þeim löngu ljós þá skyggir tíminn og sú leið sem Seðlabankinn fór á það. „Þá samræmist það illa ítrekuðum yfirlýsingum bankans um að þar á bæ sé starfað „samkvæmt lagaskyldu“ eða „vönduðum stjórnsýsluháttum“,“ segja Þorsteinn og Kristján í bréfinu. „Þó við höfum alla tíð unnið eftir bestu vitund í samræmi við lög og reglur hefur það reynt á okkur öll að verjast þeirri ósvífni og óréttlæti sem Seðlabankinn hefur beitt félagið og starfsfólk,“ segja þeir og taka fram að það sé mikil refsing fólgin í því þegar upplýsingar um tilhæfulausa húsleit eru sendar út um allan heim. „Og hefur sú aðgerð Seðlabankans ekki verið án afleiðinga fyrir Samherja. Þá er það svo að húsleit sem slík er annað og meira en „ekki neitt neitt“ eins og seðlabankastjóri hefur sagt. Húsleit er mikið áfall fyrir þá sem upplifa slíkt. Þessi orð seðlabankastjóra 16. nóvember sl. eru dæmigerð um dómgreindarleysið sem stjórnendur Seðlabankans hafa sýnt af sér í þessu máli. Í þessu sambandi er rétt að hafa einnig í huga þann fjölda einstaklinga sem Seðlabankinn hefur kært til lögreglu í gegnum árin án þess að slíkt hafi leitt til sakfellingar.“ Þeir vonast til þess að menn verði látnir axla ábyrgð á tilhæfulausum og afar kostnaðarsömum aðgerðum undanfarinna ára og að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni þannig að svona lagað geti ekki endurtekið sig. „Hvorki gagnvart okkur eða öðrum. Við skulum berjast fyrir því.“
Tengdar fréttir Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, fyrir meint brot gegn sér. 30. nóvember 2016 09:50