Audi Q8 E-tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 10:01 Audi Q8 E-tron er nýjasta útspilið í sístækkandi jeppa/jepplinga-flokki Audi. Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent
Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent