Fleiri fréttir

Neita að verja Abdeslam

Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra.

Oddviti Pírata í Reykjavík suður situr fyrir svörum í beinni útsendingu

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður situr fyrir svörum í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í dag en þátturinn er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi.

Áfram varað við miklu vatnsveðri

Veðurstofan varar við miklu vatnsveðri á öllu sunnan- og vestanverðu landinu í dag, miðvikudag og fyrrihluta morgundags, fimmtudags.

N4 neitað um styrk frá hreppi

Sjónvarpsstöðin óskaði eftir styrk upp á 250 þúsund krónur til að framleiða 12 þátta seríu "Að sunnan“.

Brutu lög við sölu á DV

DV braut ákvæði laga um neytendasamninga og ákvæði laga um húsgöngu og fjarsölusamninga með því að veita neytendum ekki nægar upplýsingar í og eftir sölusímtöl þegar DV var boðið í áskrift.

Milljónir settar í vörð vegna Pokémonspilara

Garðurinn við Konunglega bókasafnið í hjarta Kaupmannahafnar hefur líkst járnbrautarstöð frá því að íbúar borgarinnar hófu að leika Pokémon Go-leikinn fyrr á þessu ári.

Pútín vill ekki hitta Frakklandsforseta

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur afboðað heimsókn sína til Frakklands, þar sem til stóð að hann myndi eiga fund með François Hollande forseta um ástandið í borginni Aleppo í Sýrlandi.

Túristar vekja ótta með íbúum á Vatnsnesi

Fjöldi ferðamanna í Húnaþingi áttfaldaðist á fimm árum. Miklar áhyggjur eru meðal íbúa af öryggi vegna kunnáttuleysis gestanna og framgöngu þeirra á Vatnsnesvegi. Byggðaráð Húnaþings segir veginn kominn að ystu þolmörkum.

Berbanum gert að yfirgefa gistiskýlið

Hælisleitandanum sem sendur var til baka frá Noregi í síðustu viku var hent út úr gistiskýli á vegum Útlendingastofnunar við Bæjarhraun í Hafnarfirði á laugardag.

Margt breyst á kjörtímabilinu

Á líðandi kjörtímabili hefur Íslendingum fjölgað en fækkað hefur í Þjóðkirkjunni. Karlalandsliðið í fótbolta hefur styrkst mikið og Ísland er áfram friðsælasta ríki heims. Fréttablaðið rýnir í kjörtímabilið í tölum.

Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina

Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtar­menn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur.

Sprúttsala í sendiráðinu

Embættismenn við finnska sendiráðið í Stokkhólmi eru grunaðir um að hafa í miklum mæli selt tóbak og áfengi sem þeir hafa sjálfir keypt með afslætti hjá áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget.

Rembihnútur á raflínurnar að Bakka

Línulagnir frá virkjunum í Kröflu og á Þeistareykjum til atvinnusvæðisins á Bakka við Húsavík eru í hnút eftir úrskurð úrskurðarnefndar um umhverfismál. Lítill tími er til stefnu ef framkvæmdir eiga að hefjast í vetur.

Kumlið í Ásum telst ríkulegt

Einn af þeim gripum sem fundust í kumli fornmannsins í Skaftártungu gæti verið örvaroddur. Slíkur fundur er sjaldgæfur hér. Margt bendir til að ekki sé um stakt kuml að ræða heldur svokallaðan kumlateig.

Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags

Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað.

Sjö flokkar næðu mönnum inn á þing

Vinstri græn bæta við sig 2,5 prósentustiga fylgi mili vikna. Sjálfstæðisflokkur og Píratar álíka stórir og Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin álíka stór. Hlutfall þeirra sem afstöðu taka eykst mikið milli kannana.

Sjá merki um mansal samhliða auknu vændi

Lögregla verður sífellt vör við að fleiri geri sig út í vændi. Grunur um mansals­tilfelli eykst samhliða auknu framboði. Einstaklingar í vændi segja lögreglu að þeir séu sendir hingað til landsins en vilja ekki segja hverjir sendu þá.

Rod Stewart aðlaður

Breski popparinn var sleginn til riddara við hátíðlega athöfn í Buckingham höll í dag.

Sjá næstu 50 fréttir