Snjallsíminn sem kóngur - og fólkið þrælar hans Una Sighvatsdóttir skrifar 11. október 2016 20:00 Magdalena Arinbjörnsdóttir, 7. bekk, og Trausti Jónsson, 10. bekk, eiga bæði snjallsíma en nota hann mismikið. Snjallsíminn er farinn að ráða lögum og lofum í lífi okkar margra. Það á við um fólk á öllum aldri og í Sjálandsskóla glíma krakkarnir nú við spurninguna „Ertu gæludýr símans þíns?" „Það þýðir í rauninni: Ertu búinn að setja símann á hærra stall í lífi þínu heldur en þig sjálfan í? Þannig að síminn sé að stjórna þér, meira en að þú sért að stjórna honum," segir Trausti Jónsson, nemandi í 10. bekk Sjálandsskóla.Tugir klukkutíma í símanum Spurningin er afrakstur hugmyndavinnu nemenda á unglingastigi vegna forvarnarviku í grunnskólum Garðabæjar þar sem skjánotkun barna er til skoðunar. Sjálfur segist Trausti örugglega hafa eytt tugum klukkutunda í símanum. „Þarna er í rauninni allt spektrúmið af afþreyingu sem hægt er að fá á þessum eina stað og það er kannski ekki endilega góður hlutur," segir Trausti.Vinningsmynd Magdalenu Arinbjörnsdóttur sýnir hvernig snjallsíminn teymir háðan notandann áfram og öppin sveima lokkandi í kring.Magdalena ArinbjörnsdóttirSamfélagsmiðlar geta aukið á kvíða Út frá þessari pælingu var efnt til teiknisamkeppni og myndir krakkanna eru sláandi áminning um hvernig sumir eru á valdi símans síns vegna netfíknar. Vinningsmyndina á Magdalena Arinbjörnsdóttir, nemandi í 7. bekk. „Á henni er konungurinn sjálfur, síminn, sem heldur manneskjunni í ól. Síðan eru öppin og hlutirnir fljótandi í kring, það sem heldur manni á tækinu," segir Magdalena. Á meðan snjallsíminn er kóngurinn eru fólkið því þrælarnir. Rannsóknir sýna að kvíði fer vaxandi meðal hjá unglingum, ekki síst stúlkum og að mikil notkun samfélagsmiðla getur ýtt undir einkennin. „Þegar netið er komið þá eru komnar fleiri myndir af því hvernig maður á að vera. Og þá byrjar maður að hugsa að maður ætti að vera þannig og þá byrjar kvíðinn. Og fólk fer að dæma annað fólk fyrri að vera ekki þannig," segir Magdalena.Sesselja Þóra Gunnarsdóttir skólastjóri Sjálandsskóla segir að markmið forvarnarvikunnar sé að skoða og ræða með börnunum hvernig nota megi snjallsímann á meðvitaðan hátt.Tímaþjófur en samt nauðsynlegt tæki Tæknin nýtist þó auðvitað líka til góðs, þar á meðal í námi. Enda er markmið forvarnarvikunnar alls ekki að banna snjallsíma, að sögn Sesselju Þóru Gunnarsdóttur aðstoðarskólastjóra Sjálandsskóla. „Hugmyndin er miklu frekar það að við séum meðvitaðari um notkunina og tilganginn. Af því við sjáum það öll að þetta er tímaþjófur, en að hluta til líka nauðsynlegt tæki að hafa. Þannig að þetta snýst ekki um það að banna, alls ekki, heldur frekar um meðvitaða notkun.“ Og þótt sjónum sé beint að netnotkun unglinga telja þau sjálf að fullorðnir megi líta í eigin barm. „Þau eru meira meðvituð um hvernig krakkarnir nota símann, en ekki endilega meðvituð um að þau geri það sjálf líka," segir Magdalena. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Snjallsíminn er farinn að ráða lögum og lofum í lífi okkar margra. Það á við um fólk á öllum aldri og í Sjálandsskóla glíma krakkarnir nú við spurninguna „Ertu gæludýr símans þíns?" „Það þýðir í rauninni: Ertu búinn að setja símann á hærra stall í lífi þínu heldur en þig sjálfan í? Þannig að síminn sé að stjórna þér, meira en að þú sért að stjórna honum," segir Trausti Jónsson, nemandi í 10. bekk Sjálandsskóla.Tugir klukkutíma í símanum Spurningin er afrakstur hugmyndavinnu nemenda á unglingastigi vegna forvarnarviku í grunnskólum Garðabæjar þar sem skjánotkun barna er til skoðunar. Sjálfur segist Trausti örugglega hafa eytt tugum klukkutunda í símanum. „Þarna er í rauninni allt spektrúmið af afþreyingu sem hægt er að fá á þessum eina stað og það er kannski ekki endilega góður hlutur," segir Trausti.Vinningsmynd Magdalenu Arinbjörnsdóttur sýnir hvernig snjallsíminn teymir háðan notandann áfram og öppin sveima lokkandi í kring.Magdalena ArinbjörnsdóttirSamfélagsmiðlar geta aukið á kvíða Út frá þessari pælingu var efnt til teiknisamkeppni og myndir krakkanna eru sláandi áminning um hvernig sumir eru á valdi símans síns vegna netfíknar. Vinningsmyndina á Magdalena Arinbjörnsdóttir, nemandi í 7. bekk. „Á henni er konungurinn sjálfur, síminn, sem heldur manneskjunni í ól. Síðan eru öppin og hlutirnir fljótandi í kring, það sem heldur manni á tækinu," segir Magdalena. Á meðan snjallsíminn er kóngurinn eru fólkið því þrælarnir. Rannsóknir sýna að kvíði fer vaxandi meðal hjá unglingum, ekki síst stúlkum og að mikil notkun samfélagsmiðla getur ýtt undir einkennin. „Þegar netið er komið þá eru komnar fleiri myndir af því hvernig maður á að vera. Og þá byrjar maður að hugsa að maður ætti að vera þannig og þá byrjar kvíðinn. Og fólk fer að dæma annað fólk fyrri að vera ekki þannig," segir Magdalena.Sesselja Þóra Gunnarsdóttir skólastjóri Sjálandsskóla segir að markmið forvarnarvikunnar sé að skoða og ræða með börnunum hvernig nota megi snjallsímann á meðvitaðan hátt.Tímaþjófur en samt nauðsynlegt tæki Tæknin nýtist þó auðvitað líka til góðs, þar á meðal í námi. Enda er markmið forvarnarvikunnar alls ekki að banna snjallsíma, að sögn Sesselju Þóru Gunnarsdóttur aðstoðarskólastjóra Sjálandsskóla. „Hugmyndin er miklu frekar það að við séum meðvitaðari um notkunina og tilganginn. Af því við sjáum það öll að þetta er tímaþjófur, en að hluta til líka nauðsynlegt tæki að hafa. Þannig að þetta snýst ekki um það að banna, alls ekki, heldur frekar um meðvitaða notkun.“ Og þótt sjónum sé beint að netnotkun unglinga telja þau sjálf að fullorðnir megi líta í eigin barm. „Þau eru meira meðvituð um hvernig krakkarnir nota símann, en ekki endilega meðvituð um að þau geri það sjálf líka," segir Magdalena.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira