Fleiri fréttir

Vill verða forsætisráðherra á ný

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki velt því fyrir sér að hætta í pólitík vegna Wintris-málsins.

Þarf að endurheimta traust flokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins.

Jafntefli í austurrísku kosningunum

Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundar­atkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin.

Innflytjendur þurfa meiri stuðning í skólanum

Skólasókn er minnst meðal innflytjenda í framhaldsskólum og mikið er um brottfall. Í kennaranámi er lítið um sértæka kennslu í móttöku innflytjenda. Námsráðgjafi segir menningarlæsi kennaranna afar mikilvægt.

Forstjóri LSH sammála gagnrýni landlæknis

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir gagnrýni Birgis Jakobssonar landlæknis á þróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi – sérstaklega hvað varðar hlutastörf sérfræðilækna og skort á göngudeildarstarfsemi.

Drop-in brúðkaup og skírn án endurgjalds

Fólki er boðið að koma með skömmum fyrirvara og láta gefa sig saman með bæði söng og undirleik í Breiðholtskirkju 28. maí og 11. júní næstkomandi. Presturinn kveðst reiðubúinn að gefa saman fólk fram á kvöld ef með þarf.

„Þetta er bara hættulegt“

Skýrslu er tæpast að vænta fyrr en í haust frá rannsóknarnefnd sjóslysa vegna slyss þar sem tvær konur hryggbrotnuðu um borð í harðbotna slöngubát ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Ingi Tryggvason, formaður rannsóknarnefndarinnar, segir svona slys hafa átt sér stað áður.

Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi

Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá.

Hnífjafnt í Austurríki

Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot.

Hryggbrotnuðu í bátsferð í Eyjum

Tvær ungar konur á þrítugsaldri hryggbrotnuðu í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir