Fleiri fréttir

Njósnarinn Stig Bergling látinn

Sænski njósnarinn var dæmdur fyrir landráð árið 1979 eftir að hafa njósnað fyrir Sovétríkin um margra ára skeið.

Færa ráðherra táknræna gjöf

Landvernd og fleiri ferðafélög vilja minni iðnaðarráðherra á hlutverk sitt, en hún mun mæla fyrir frumvarpi til laga um náttúrupassa í dag.

Börn í felum neðanjarðar

Yfir 1.100 börn hafast nú við í yfirgefnum neðanjarðarbyrgjum og kjöllurum í borginni Donetsk.

Vilja hraðari uppbyggingu leikskóla

„Það er brýnasta verkefni Langanesbyggðar að byggja nýjan leikskóla og hörmum við hvað lítið hefur gerst í þeim málum frá kosningum,“ segir í bókun minnihluta U-listans í sveitarstjórn Langanesbyggðar.

Upplýsingum um flugfarþega safnað

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að ítarlegum upplýsingum verði safnað um alla flugfarþega og þær upplýsingar verði geymdar í fimm ár. Þetta á að vera liður í hryðjuverkavörnum aðildarríkjanna. Tillögurnar sæta gagnrýni.

Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa

Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, kynnti í gær greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar. Þetta mikla verk vann Óli í minningu þeirra sem hafa látist og hluttekningu við aðstandendur.

Tók rekstrarstjórann af lífi

Niðurstöður rannsóknar á gíslatökunni í Sydney, sem stóð yfir í 16 klukkustundir, voru kynntar í gærkvöldi.

Fótboltamenn seldu lóð sína í Kópavogi

Knattspyrnuakademía Íslands fékk að breyta atvinnulóð í lóð undir blokk með 72 íbúðum. Árið 2006 voru greiddar 176 milljónir fyrir lóðina og nú 80 milljónir fyrir breytinguna. Lóðin var seld á 395 milljónir miðað við áhvílandi skuldabréf í afsali.

Rannsaka skyrgerilinn nánar

Sala Mjólkursamsölunnar á skyri á Norðurlöndunum jókst um 85% á síðasta ári og er nú um 13.000 tonn þegar allt er talið.

Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur

Hælisleitendur á Íslandi upplifa mikið vonleysi vegna iðjuleysis og slæmrar aðstöðu. Í nýrri rannsókn kemur fram að valdleysið yfir eigin lífi reynist þeim þungbært. Eiga erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vita ekki hvað taki við.

Tsipras vill fara samningaleiðina

Alexis Tsipras boðar miklar breytingar í Grikklandi, uppstokkun í kerfinu og sanngjarna samninga við lánardrottna. Hann segist samt vilja forðast átök við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu

Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi.

Lynch bíður samþykkis þingsins

Lorretta Lynch, dómsmálaráðherraefni Baracks Obama Bandaríkjaforseta, svaraði spurningum þingnefndar öldungadeildar í gær.

FVA í fyrsta sinn í undanúrslit

FVA, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, bar sigur úr býtum, 24-23, gegn Flensborgarskólanum, í Gettu betur í kvöld.

Ræddu um langvarandi og traust ríkjanna

Sendiherra Bandaríkjanna, Robert C. Barber, er nú kominn til Íslands og afhendi hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf í dag.

Hvessir nokkuð á landinu í kvöld og í nótt

Seint í kvöld og nótt hvessir á landinu og þar sem víða er laus snjór yfir má gera ráð fyrir að skafrenningur verði þó nokkur að auki hríðarveður frá því snemma í nótt og til morguns frá Vestfjörðum og austur á land.

Verða einn helsti bakhjarl alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Rósbjörg Jónsdóttir frá fyrirtækinu Gekon undirrituðu í dag samstarfssamning um að utanríkisráðuneytið verði einn helsti bakhjarl alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar Iceland Geothermal Conference – IGC 2016.

Veitti sjálfum sér áverka

Lögregla og sjúkrateymi var kallað að fjölbýlishúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í nótt þar sem hælisleitandi hafði veitt sér áverka með hníf.

Sjá næstu 50 fréttir