Fleiri fréttir

Ekið á ljósastaur í Fossvogi

Mikill hávaði heyrðist þegar jepplingi var ekið á ljósastaur í Efstalandi í Fossvogi um klukkan tvö í dag.

Fundaði með utanríkisráðherra Kanada

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði nú síðdegis með John Baird, utanríkisráðherra Kanada, en Baird er nú staddur hér á landi í boði utanríkisráðherra.

Nýi rallýbíll Skoda

Skoda Fabia R5 Concept er með 1,6 lítra forþjöppuvél, 5 gíra beinskiptingu, MacPherson dempara allan hringinn og vegur aðeins 1.230 kíló.

Ákærðir fyrir að blekkja neytendur

Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum.

Leggjast gegn skattaafslætti til trúfélaga

Viðskiptaráð Íslands leggst gegn áformum um að þjóðkirkjusöfnuðum og skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum verði endurgreiddur allur virðisaukaskattur vegna endurbyggingu og viðhalds kirkna eða samkomuhúsa.

Audi Q3 verður grænni

Sala Audi Q3 jókst um 60% í fyrra og 30% á fyrstu 10 mánuðum þessa árs.

Brjálað veður í Brisbane

Hreinsunarstarf er nú í fullum gangi í áströlsku borginni Brisbane eftir að mikið óveður gekk þar yfir. Haglél á stærð við golfkúlur skall á borginni og olli miklum skemmdum víða. Níutíu þúsund heimili urðu rafmagnslaus um tíma og í mestu hviðum náði vindurinn 140 kílómetra hraða á klukkustund þannig að rafmagnslínur og tré lutu í lægra haldi. Þá var lestarferðum aflýst þannig að mikið rast varð í samgöngukerfum borgarinnar.

Kvensjúkdómalæknir í vinnu á leikskóla í átta ár

Kona sem er fædd í Úkraínu hefur búið hérlendis í ellefu ár án þess að fá starf sem hæfir menntun hennar. Hún vinnur á leikskóla og maðurinn hennar sem er menntaður í skurðlækningum vinnur í eldhúsi á spítala.

Hollande í Gíneu

Francois Hollande Frakklandsforseti heimsækir í dag afríkuríkið Gíneu þar sem Ebólufaraldurinn geisar. Hollande verður þannig fyrsti vestræni leiðtoginn sem kemur á hamfarasvæðin þar sem rúmlega fimmþúsund manns hafa látið lífið síðustu mánuði.

Flughált á Holtavörðuheiði

Vegir eru að heita má auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa en það er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins á Fróðárheiði.

Mega skoða gögn en ekki fá þau

Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði Kópavogs fá ekki áætlanir sem sviðsstjórar og forsvarsmenn stofnana lögðu fram við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Telja breytingar veikja stöðu sveitarfélaga

Skipulagsnefnd Akureyrar segir stöðu sveitarfélaga gagnvart skipulagi flutningskerfa raforku veikta með því að binda hendur þeirra í kerfisáætlun. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp um breytingar á raforkulögum.

Flóð á flugvelli rakið til hafnar

Rigningarvatn flæddi inn á flughlað Norðfjarðarflugvallar í miklu vatnsveðri fyrr í þessum mánuði. Breytingum á Norðfjarðarhöfn virðist um að kenna, en vatnsstaða við völlinn virðist hafa hækkað eftir framkvæmdir við höfnina.

Átta virkjanakostir í nýtingarflokk

Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar.

Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs

Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs.

Óhæfir sagðir sækja í leikskólastörf

"Erfiðlega hefur gengið að manna leikskólana að fullu, óhæfir umsækjendur og ástandið í leikskólunum því oft óviðunandi,“ segir í fundargerð leikskólastjóra í Kópavogi.

Sjá næstu 50 fréttir