Fleiri fréttir

Gleymdi pottinum á eldavélinni

Töluverður reykur kom upp í húsi við Snorrabraut um klukkan þrjú í dag þegar að pottur gleymdist á eldavél. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang en enginn slasaðist. Húsráðandi hafði farið út úr húsinu og gleymt pottinum. Verið er að reykræsta húsið svo íbúar geti snúið aftur til síns heima.

Gagnrýnir stjórnvöld fyrir metnaðarleysi

"Ég er mjög fylgjandi starfi Frú Ragnheiðar og hef verið hvatamaður þess að þar yrði faglega staðið að málum og reynt að styðja það eftir föngum,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur á smitsjúkdómadeild LSH og prófessor í smitsjúkdómum við læknadeild HÍ. Magnús segir það umhugsunarefni að heilbrigðisþjónusta eins og sú sem starfrækt er hjá Rauða krossinum, sem varðar lýðheilsu og fíklana sjálfa, sé í svo miklum mæli starfrækt af góðgerðarsamtökum.

Morðinginn enn ófundinn

Lögregluyfirvöld í Los Angels leita enn að Christopher Dorner, fyrrverandi lögreglumanni í borginni, sem grunaður er um þrjú morð.

Stakk kunningja sinn með hnífi

Maður gaf sig fram við lögregluna í Vestmannaeyjum í nótt eftir að hafa stungið kunningja sinn með hnífi úti á götu í bænum.

Hanna Birna: Ég kom ekki nálægt þessari könnun

Hanna Birna Kristjánsdóttir segist ekki hafa vitað af eða staðið fyrir könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir óþekktan hóp á dögunum, þar sem yfir 80 prósent aðspurða telja að hún yrði sterkari leiðtogi Sjálfstæðisflokksins en Bjarni Benediktsson, núverandi formaður.

Tíu klukkustunda björgunaraðgerð

Tveir karlmenn og fjögur börn sátu föst í tveimur jeppum við Skjaldbreið í alla nótt. Björgunarsveitarmaður segir litlu hafa munað að snjóbíll björgunarsveitarinnar festist á leið til björgunar.

Virðing fyrir fíklum lífsnauðsyn

Sjúkrabíllinn Frú Ragnheiður er fyrsta skaðaminnkunarverkefnið á landinu. Sjálfboðaliðar sjá alfarið um verkefnið. Blaðakona slóst í för með bílnum kalt fimmtudagskvöld og kynnti sér starfsemina.

Bréf hjúkrunarfræðings: Fjórum mannslífum bjargað á einni nóttu

Erla Björk Birgisdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum við Hringbraut, sendi á miðnætti fjölmiðlum bréf þar sem hún segir frá atburðum aðfaranótt laugardags. Fjórum mannslífum hafi verið bjargað þessa nótt. Hún segist vera mjög hugsi yfir því í ljósi þess að fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp störfum.

Stakk lögregluna af á 183 km hraða

Lögreglan á Suðurnesjum veitti ökumanni eftirför á Reykjanesbrautinni um tvöleytið í nótt en bíll hans mældist á 183 kílómetra hraða.

Tíu látnir eftir óveðrið

Að minnsta kosti tíu létust í hríðarveðrinu sem gekk yfir Austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Mörg hundruð þúsund eru enn án rafmagns og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Grétars leitað á sjó

Í dag munu um 25 til 30 manns frá björgunarsveitum halda áfram leit að Grétari Guðfinnssyni sem saknað er á Siglufirði.

Vélarvana bátur utan við Siglufjörð

Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði var kallað út á fimmta tímanum í nótt vegna vélarvana báts sem staddur var um 30 sjómílum vestur af Siglufirði. Um er að ræða yfirbyggðan plastbát og talið er að hann sé með í skrúfunni. Þegar þetta er skrifað er björgunarskipið að draga bátinn til hafnar á Siglufirði. Áætlaður komutími þangað er um klukkan 11:00. Veður er ágætt á svæðinu og ekki talin hætta á ferðum.

Samstaða ætlar ekki að bjóða fram

Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar, samþykkti á landsfundi sínum í gær að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum heldur einbeita sér að því að hafa mótandi áhrif á stjórnmálaumræðuna segir í tilkynningu frá flokknum.

Tannbrot á Ráðhústorginu

Ráðist var á mann fyrir utan skemmtistað við Ráðhústorgið á Akureyri um klukkan þrjú í nótt með spörkum og hnefahöggum. Hann var fluttur á slysadeild þar sem grunur lék á að tönn í honum hefði brotnað. Árásarmaðurinn er óþekktur og er málið nú í rannsókn hjá lögreglu.

Sátu föst í átta klukkutíma

Tveir fullorðnir og fjögur börn sátu föst í tveimur jeppum við Skjaldbreið í nótt. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um að þau hefðu fest sig um hálf tíu í gærkvöldi og voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út.

Björgvin Ingimarsson látinn

Björgvin Ingimarsson, eiginmaður Vilborgar Davíðsdóttur rithöfundar, lést snemma í morgun. Vilborg segir frá þessu á bloggsíðu sinni í dag. Vilborg og Björgvin hafa vakið mikla athygli að undanförnu vegna þess hve hispurslaust Vilborg hefur rætt um veikindi hans og síðustu daga. Vilborg hefur meðal annars bloggað um hinstu dagana og lagt áherslu á það að fólk ræði um dauðann. Hún var í einlægu og ítarlegu viðtali við Ísland í dag, sem birtist á þriðjudaginn.

Faðirinn og rokkarinn nánir vinir

Eyþór Ingi Gunnlaugsson söng sig inn í hjörtu landsmanna þegar hann flutti lagið Ég á líf í Söngvakeppninni og sigraði með yfirburðum.

Tveir fá 2 milljónir

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og verður potturinn því fjórfaldur næst.

Súkkulaðihúðuð andlit í Japan

Nýjasta æðið í Japan eru súkkulaðihúðuð andlit, en kaupmenn í Tokyo keppast nú við að skanna inn andlit viðskiptavina og útbúa sérstök sílíkonmót sem súkkulaðiandlitin eru unnin úr.

Vilja leggja áherslu á skuldamál heimilanna

Forystusveit Framsóknarflokksins var kjörinn með miklum meirihluta á flokksþingi flokksins í dag. Formaðurinn segist vilja vinna með þeim flokkum sem skilja þeirra sjónarmið í mikilvægum málum.

Eins og á Norðurpólnum

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og mörg hundruð þúsund eru án rafmagns á norðausturströnd Bandaríkjanna og í Kanada þar sem mikið hríðarveður hefur geisað. Íslendingar vestanhafs sem fréttastofa náði tali af í dag hafa haldið sig innandyra síðasta sólarhringinn.

Reynt að blekkja viðskiptavini Símans

Svo virðist sem óprúttnir aðilar úti í heimi séu að reyna blekkja viðskiptavini Símans með tölvupósti sem borist hefur á viðskiptavini síðustu daga. Þar er pósturinn sendur út í nafni fyrirtækisins og stílaður á Bäste kund.

Fjórir liðsmenn Vítisengla handteknir

Lögreglan fór í húsleit í Síðumúla í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar í morgun en sá fyrir henni varð var fluttur á slysadeild með alvarlega áverka á höfði.

Í Kvosinni kvartöld síðar

Á sýningunni Kvosin – 1986 & 2011 má sjá myndir sem ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson tók í miðbæ Reykjavíkur á 200 ára afmæli borgarinnar og af sömu stöðum 25 árum síðar.

Fundu 2600 lifandi snáka

Tollyfirvöld í Hong Kong fundu í fimmtudag um 2600 lifandi snáka tvö hundrað og þremur kössum sem komu í flugi frá Tælandi. Á pappírum sem fylgdu sendingunni stóð að í kössunum ættu að vera ávextir.

Síðasta myndin af þúfunum þar sem eldsprungan opnaðist

Ljósmyndir sem taldar eru þær síðustu sem teknar voru fyrir gos á svæðinu austast á Heimaey þar gossprungan opnaðist aðfararnótt 23. janúar 1973 verða sýndar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sunnudag, að loknum fréttum klukkan 18.55. Guðmundur E. Jóelsson átti myndavélina en í viðtali í þættinum greinir hann frá því að myndirnar voru teknar í gönguferð 5-6 frændsystkina af Kirkjubæjartorfunni sunnudaginn 21. janúar, aðeins rúmum sólarhring áður en jörðin rifnaði þar upp.

Ólafur Ragnar: Hefði ekki getað neitað Icesave án internetsins

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á íslensku vefverðlaununum í Hörpunni í gær að hann hefði ekki getað neitað Icesave-lögunum staðfestingar ef ekki hefði verið fyrir internetið. Í febrúar árið 2011 fékk forsetinn um 38 þúsund undirskriftir þess efnis að synja lögunum - sem hann gerði.

Neyðarfundur vegna hrossakjötsins

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa boðað til neyðarfundar með matvælaframleiðendum og forsvarsmönnum stórmarkaða í dag vegna hrossakjötshneykslisins svokallaða sem hefur vakið sterk viðbrögð meðal almennings í Bretlandi.

Yfir 6000 flóttamenn sóttu um hæli

Rúmlega sex þúsund og eitt hundrað flóttamenn sóttu um hæli í Danmörku á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri í meira en áratug.

Hnífaárás í miðbænum

Um klukkan hálf fjögur í nótt náðu dyraverðir að yfirbuga mann á skemmtistað við Hafnarstræti eftir að hann hafði veitt öðrum manni áverka, á hendi og víðar, með hníf. Hnífamaðurinn nefbrotnaði í átökunum en upplýsingar um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Krotarinn handtekinn í nótt

Lögreglan í Frakklandi handtók í nótt unga konu sem sökuð er um að hafa krotað á tímamóta málverk franska málarans Ferdinand Victor Eugène Delacroix, Liberty Leading the People.

Sjá næstu 50 fréttir