Fleiri fréttir

Níu mánaða meðganga á 90 sekúndum

Ungt par í Bandaríkjunum ákvað að festa það á filmu þegar dóttir þeirra er á leiðinni í heiminn. Þau settu meðfylgjandi myndband síðan á YouTube og hefu það vakið mikla athygli en þar sést hvernig sú litla stækkar og stækkar í móðurkviði. Á nítíu sekúndum má því fylgjast með meðgöngunni allri og uns Amelie litla kemur í heiminn. Sjón er sögu ríkari, smellið á hlekkinn hér að ofan til að sjá.

Landsdómur: Sjötta samantekt - myndskeið

Fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fylgjast með framvindu mála í Landsdómi í beinum sjónvarpsútsendingum á Vísi í allan dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðustu samantekt þeirra þar sem þeir fara yfir stöðuna klukkan 15 og þegar Sigurjón Þ. Árnason mætir í Þjóðmenningarhúsið.

Haldið sofandi eftir bílslys

Kona sem lenti í umferðarslysi á Álftanesvegi á föstudaginn er haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu er hún alvarlega slösuð. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð um klukkan hálf níu um morguninn. Fimm sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt tækjabíl frá slökkviliðinu en beita þurfti klippum til að ná konunni út úr bílnum. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

Vinnur að greinargerð um ársreikninga bankanna fyrir hrun

Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans sagði fyrir Landsdómi í dag að orð sín eins og þau koma fram í Rannsóknarskýrslu bankanna hafi verið slitin úr samhengi. Stefán sagði að orð sín um alls kyns sviðsmyndir hefðu farið inn í skýrsluna eins og hann hafi verið að tala um bankana. "Sem mér, satt best að segja, fannst ekki gott.“

Vonuðu að lausafjárkreppan væri að baki

Landsdómur hringdi í Halldór J. Kristjánsson, annan af fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, á öðrum tímanum í dag. Halldór er í Kanada vegna starfa sinna og átti ekki heimangengt í dóminn.

Landsdómur: Fimmta samantekt - myndskeið

Fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fylgjast með framvindu mála í Landsdómi í beinum sjónvarpsútsendingum á Vísi í allan dag.

Halldór: Ekki hægt að verja sameiningu Landsbankans og Glitnis

Lausafjárvandi Glitnis á árinu 2008 var miklu meiri en lausafjárvandi Landsbankans. Stjórnendur bankans töldu það því ekki forsvaranlegt að sameina Landsbankann og Glitni nema að til kæmi lausafé í formi langtímaláns frá ríkinu. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánsson fyrir Landsdómi í dag. Halldór er búsettur erlendis. Hann kom ekki til landsins heldur gaf hann skýrslu í gegnum síma.

Sló annan í höfuðið með strákústi

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás fyrir utan iðnaðarhúsnæði á Selfossi síðasta sumar en hann sló annan mann í höfuðið með strákústi með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut skurð á höfði og brot á handlegg.

Vildu fá lán gegn veði í norskum eignum

Stjórnendur Glitnis vildu fá lán frá Seðlabanka Íslands gegn veði í eignum sem Glitnir átti í Noregi. Þetta var ástæða þess að Glitnismenn leituðu til Seðlabankans í lok september 2008, áður en ákvörðun var tekin um að taka yfir 75% hlut í bankanum. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, greindi frá þessu fyrir Landsdómi í dag.

Sigurður sór drengskaparheit

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sór eiðstaf að vitnisburði sínum þegar skýrslutöku lauk yfir honum fyrir Landsdómi í dag. Hann er fyrsta vitnið sem sver eiðstaf. Það var Andri Árnason, verjandi Geirs, sem fór fram á að hann myndi gera það.

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað mest í Bónus - minnst í Hagkaup

ASÍ hefur tekið saman verðbreytingar á vörukörfu sinni frá því í apríl 2008 til byrjun mars á þessu ári. Í ljós kemur að vörukarfan hefur hækkað meira í lágvöruverðsverslunum en í öðrum. Mesta hækkunin er í Bónus, um 55 prósent en minnst er hún í Hagkaup þar sem hækkunin nemur 21 prósenti.

Landsdómur: Þriðja samantekt - myndskeið

Fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fylgjast með framvindu mála í Landsdómi í beinum sjónvarpsútsendingum á Vísi í allan dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðustu samantekt þeirra félaga sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 11.

Ræktaði kannabis í sumarbústað

Lögreglan á Selfossi gerði kannabisræktun upptka við sumarbústað í upsveitum Árnessýslu á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfðu lögreglumenn um tíma verið að leita að kannabisræktun á svæðinu og höfðu fengið vísbendingu um að hana væri að finna í gámi við sumarbústað. Gerð var leit í gámnum og komu þá í ljós tólf kannabisplöntur í ræktun. Kona, sem átti sumarbústaðinn, var handtekin vegna málsins og játaði að bera ábyrgð á ræktuninni. Hún yfir höfði sér kæru vegna málsins.

Ingibjörg Sólrún segir Össur fara með rangt mál

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir það rangt sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi sagt í skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþingis og fyrir Landsdómi að hún sjálf hafi bannað honum að kalla Björgvin G. Sigurðsson til fundar um þjóðnýtingu Glitnis í lok september 2008.

Banaslys á Eyjafjarðarvegi - sofnaði líklega undir stýri

Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn sinni á banaslysi sem varð á Eyjafjarðarbraut síðdegis þann 20. janúar í fyrra. Þá lést karlmaður sem var að skokka í vegarkantinum þegar bifreið var ekið á hann. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að bíllinn hafi farið yfir á rangan vegarhelming, líklega vegna þess að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri.

Landsdómur: Önnur samantekt - myndskeið

Dagurinn er farinn af stað í Landsdómi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, er byrjuð að bera vitni og seinna er von á bankastjórum föllnu bankanna.

Ingibjörg: Davíð tók hamskiptum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi tekið hamskiptum á upplýsingafundi með ríkisstjórninni 7. febrúar 2008. Davíð var þá nýkominn úr ferð frá London sem hann fór í til þess að ræða stöðu íslenskra banka.

Farþegarnir komust úr úr brennandi strætisvagni

"Það voru fáir í vagninum og það komust allir út heilir á höldnu," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó. Eldur kom upp í strætisvagni á gatnamótum Bíldshöfða og Breiðhöfða í morgun en eldurinn kom upp í vélarrúmi bílsins.

Allir lögðust á eitt við að koma í veg fyrir kaupin á NIBC

Áhyggjur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur af bankakerfinu tóku að vaxa um áramótin 2007/2008 vegna fyrirhugaðra kaupa Kaupþings á hollenska bankanum NIBC. Tilkynnt var um fyrirhuguð kaup bankans á árinu 2007 en eftir áramótin var hætt við kaupin. "Þeir sáu að það gat ekki gengið en þeir gátu ekki snúið út úr þessari aðgerð nema fyrir tilstuðlan opinberra aðila,“ sagði Ingibjörg.

Rúmlega áttræð kona vann 42 milljarða í lottó

Hin 81 árs gamla Louise White búsett á Rhode Island í Bandaríkjnum datt í lukkupottinn um helgina en þá vann hún risavinning í lottó eða rúmlega 336 milljónir dollara sem samsvara yfir 42 milljörðum króna.

Landsdómur: Fyrsta samantekt - myndskeið

Óhætt er að segja að dagurinn í dag sé stór dagur í Landsdómi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra mun bera vitni ásamt fyrrverandi bankastjórum föllnu bankanna.

Eldur logaði í strætisvagni

Eldur kom upp í strætisvagni rétt eftir klukkan níu í morgun. Vagninn var á gatnamótum Bílsdshöfða og Breiðhöfða þegar fór að loga í afturhluta bílsins. Slökkviliðið er mætt á staðinn og að sögn vaktstjóra tókst að koma öllum farþegum út úr bílnum. Engum varð meint af. Óljóst er um upptök eldsins. Vagninn er díselknúinn að sögn slökkviliðsins.

Hvert sæti setið í Þjóðmenningarhúsinu

Það er hvert einasta sæti setið í Þjóðmenningarhúsinu í dag, nú þegar sjötti dagur aðalmeðferðarinnar í Landsdómsmálinu er að hefjast. Hingað er mætt fólk hvaðanæva úr samfélaginu.

Ólíklegt að framburður vitna ráði einn niðurstöðunni fyrir Landsdómi

Túlkun á því hvort málflutningur vitna fyrir Landsdómi í síðustu viku styðji ákærur á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vill skiptast í tvö horn eftir persónulegri afstöðu manna. Margir telja þó að málflutningur í byrjun síðustu viku, þegar embættismenn báru vitni, hafi fremur stutt málstað Geirs, meðan aðeins hafi hallað á hann síðar í vikunni.

Myrkurgæðin verða mæld og metin

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp um myrkurgæði, en hópnum er ætlað að taka saman upplýsingar um þau lög og reglur sem gilda um ljósmengun á Íslandi og víðar.

Loðnuflotinn staddur við Garðskaga

Loðnuflotinn er farinn úr Breiðafirði og er nú um það bil tíu sjómílur norðvestur af Garðskaga, eftir að þar fréttist af nýrri loðnugöngu á föstudagskvöldið.

Whitney Houston gengin aftur sem draugur

Söngkonan Whitney Houston liggur ekki kyrr í gröf sinni. Hún er gengin aftur og draugur hennar hefur tekið sér bólfestu á sameiginlegu heimili hennar og dótturinnar Bobbi Kristina í Georgíu.

Örlög Gingrich ráðast í vikunni

Örlög Newt Gingrich í prófkjörbaráttu Repúblikanaflokksins munu ráðast í vikunni. Þá verða haldin prófkjör í Alabama og Mississippi og ef Gingrich vinnur ekki í þeim báðum eru draumar hans um að verða næsta forsetaefni flokksins fyrir bí.

Eldur kviknaði í efnalaug

Eldur kviknaði í húsi við Hverafold í Grafarvogi laust fyrir miðnætti, en þar eru efnalaug og fataverslun til húsa.

Veiddi risaþorsk á sjóstöng í Noregi

Norskur sportveiðimaður veiddi risaþorsk um helgina. Hann reyndist vera 147 sentimetrar að lengd og tæp 42 kíló að þyngd og fékkst á stöng við Söröya nyrst í Noregi.

Greining sýnir veikleika almannavarna

Auka þarf viðbúnað í almannavarnakerfinu verulega, er niðurstaða áhættuskoðunar Almannavarna fyrir landið allt. Vinna er þegar hafin vegna atburða sem taldir eru geta haft í för með sér „mikla eða gífurlega áhættu“ og settar voru í fyrsta forgang í greiningu sem staðið hefur yfir árum saman. Þar má nefna hættumat vegna eldgosa á landinu, viðbragðsáætlun vegna gróðurelda, áætlanagerð og æfingar vegna hópslysa bæði í siglingum og í umferðinni.

Slim enn auðugastur

Mexíkóski fjarskiptajöfurinn Carlos Slim Helu telst vera ríkasti maður heims, þriðja árið í röð, samkvæmt lista viðskiptatímaritsins Forbes. Alls er hann talin eiga 69 milljarða dala, en sú fjárhæð samsvarar 8.600 milljörðum króna eða ríflega fimmfaldri landsframleiðslu Íslendinga. Bandaríkjamennirnir Bill Gates og Warren Buffet eru í öðru og þriðja sæti listans, Gates með 61 milljarð dala og Buffet með 44 milljarða.

Óvissa ríkir um kostnað Landsvirkjunar

Landsvirkjun segir ekki unnt að segja til um á kostnað fyrirtækisins vegna úrskurðar innanríkisráðuneytisins um að meta skuli vatnsréttindi til fasteignamats á þessu stigi.

Frumvarpinu sjálfu ekki breytt

„Við erum annars vegar að svara spurningum og rökstyðja okkar sýn á stöku ákvæði sem ábendingar komu fram um, og hins vegar nefndum við valkosti við umdeild ákvæði,“ segir Gísli Tryggvason, einn fulltrúa í stjórnlagaráði, í samtali við Fréttablaðið. Ráðið lauk störfum í gær eftir fjögurra daga fund þar sem farið var yfir spurningar frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um ákvæði í frumvarpi til stjórnskipunarlaga.

Sjá næstu 50 fréttir