Fleiri fréttir Hvetja til stofnunar ríkisolíufélags Fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hvetur íslensk stjórnvöld til að stofna ríkisolíufélag í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu og telur að mikill áhugi verði á væntanlegu útboði. 13.9.2011 19:30 Ofsaakstur í höfuðborginni Talsvert var um hraðaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Lögregla tók nokkra tugi ökumanna fyrir ofsaakstur og var í grófustu tilvikunum ekið 75-80 km/klst yfir hámarkshraða. Ökufantarnir eru á ýmsum aldri og af báðum kynjum. 13.9.2011 17:14 Hillary segir að árásarmennirnir muni ekki sleppa Ríkisstjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, segir að árásir á bandaríska sendiráðið í Kabul í Afganistan og fleiri byggingar í kring verði ekki látnar óafskiptar. Árásarmenn verði eltir uppi. Á svæðinu, þar sem árásirnar voru gerðar er fjölmargir útlendingar, þar á meðal fjórir Íslendingar. 13.9.2011 15:54 Þjóðum beri skylda að viðurkenna Palestínu Forsætisráðherra Tyrklands segir að þjóðum beri skylda til að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Á fundi Arababandalagsins í Egyptalandi sagði Tayip Erdogan áður en árið verði liðið muni miklar breytingar verða á ástandi mála í Palestínu. Hann var harðorður í garð Ísraelsmanna og sagði að hugarfar stjórnvalda þar í landi stæði í vegi fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Palestínumenn undirbúa nú að gerast aðilar að Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir andstöðu Ísraela og Bandaríkjamanna. 13.9.2011 15:13 Pílagrímar teknir af lífi í Írak Tuttugu og tveir pílagrímar af shía-múslimatrú fundust skotnir til bana í Vesturhluta Íraks í anbar héraði í gær. Mennirnir voru á leið til musteris í Sýrlandi þegar þeir voru stöðvaðir af byssumönnum. Öllum konum í rútunni var skipað að yfirgefa hana en síðan var ekið með mennina á afvikinn stað þar sem þeir voru teknir af lífi. Hundruðir shía hafa verið drepnir á svæðinu síðustu mánuði. Fórnarlömbin í gær eru öll sögð vera frá borginni Karbala. 13.9.2011 15:09 Forsetinn keypti hús í næsta nágrenni við Jón Baldvin Þrátt fyrir að hafa eldað grátt silfur saman um árabil gæti farið svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu nágrannar á næstunni. Í það minnsta fullyrðir fréttavefurinn Pressan að forsetahjónin hafi keypt sér hús að Reykjamel 11 á dögunum. 13.9.2011 14:53 Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands. 13.9.2011 14:26 Ódýrasti fiskurinn í Hafnarfirði Litla fiskbúðin Miðvangi býður besta fiskverðið á landinu, samkvæmt Verðlagseftirliti ASÍ sem gert var á mánudaginn. 13.9.2011 14:18 Ólafur sá sig knúinn til að svara ummælum Steingríms Ólafur Ragnar Grímsson segist hafa séð sig knúinn til þess að svara ummælum fjármálaráðherra í Icesave málinu sem hann segir hafa verið aðför að ákvörðun forsetans. Hann muni ekki sitja undir því að ráðamenn fari fram af fyrra bragði með þessum hætti. Utanríkisráðherra segist hafa orðið hryggur við að heyra ummæli forsetans. Þau má sjá hér í heild sinni. 13.9.2011 14:06 Íslendingar í Kabúl heilir á húfi Ekkert amar að fjórum íslenskum friðargæsluliðum sem eru við störf í Kabúl í Afganistan. Talibanar hafi í dag gert árásir á höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs Nato í borginni á sendiráð Bandaríkjamanna og á lögreglumenn við flugvöll borgarinnar. Tveir Íslendingar hafa starfað á vegum friðargæslunnar í höfuðstöðvum alþjóðaliðsins og tveir hafa verið staðsettir á flugvellinum. 13.9.2011 13:49 Fljúga oft milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur Keflavíkurflugvöllur er í hópi tíu flugvalla sem farþegar á Kastrupflugvelli í Danmörku fljúga helst til og frá. Í sumar flugu nærri 142 þúsund farþegar á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur, samkvæmt tölum vefsíðunnar Túristi.is. 13.9.2011 13:29 Þróaði nýjan lygamæli Með nýju háþróuðu myndavélakerfi er hægt að greina hvenær fólk er að segja ósatt með því einu að taka andlitsmyndir af viðkomandi. Nýja kerfið styðst við einfalda myndavél, háþróaðan hitaskynjara og talnarunur. Þeir sem standa að þróun kerfisins segja að það geti orðið bylting í öryggismálum. 13.9.2011 13:20 Segir ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna gjaldeyrishafta Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ríkið hafi mögulega bakað sér skaðabótaskyldu þar sem lög um gjaldeyrishöft séu ekki nægilega skýr. Þetta kom fram í máli þingmannsins á Alþingi í morgun. Formaður efnahags- og skattanefndar benti á að löggjöfin hafi verið innleidd í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 13.9.2011 13:12 Mikið líf á leigumarkaði Þinglýstum leigusamningum fjölgaði um 5,1% frá sama mánuði í fyrra, en um 65% á milli mánaða, samkvæmt tölum Fasteignaskrár. Fjöldi þinglýstra samninga í ágúst síðastliðnum á landinu öllu var 1302. Í ágúst í fyrra voru þeir 1239 en í júlí síðastliðnum voru þeir 790. 13.9.2011 12:53 Skilnuðum fjölgaði ekki í kreppunni Fyrir hver 2,7 pör sem giftu sig á síðasta ári skildu ein hjón. Þrátt fyrir það eru engin teikn um það að hjónaskilnuðum hafi fjölgað í kreppunni. 13.9.2011 12:06 Rumsfeld sagði upp áskriftinni að NY Times Donald Rumsfeld, sem var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð George Bush yngri, sagði upp áskriftinni af New York Times. Ástæðan er sú að hann var ósáttur við grein sem hagfræðingurinn Paul Krugman skrifaði um George Bush í dálk í blaðið. Þar sagði hann að Bush væri fölsk hetja og hefði notað hryðjuverkaárásirnar þann 11. september til að réttlæta stríð. Rumsfeld útskýrði mál sitt á Twitter og sagði þar frá því að hann hefði sagt upp áskriftinni að NY Times. 13.9.2011 11:50 Sigmundur Davíð ekki hættur í megrun - 5,6 kíló farin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er ekki hættur í megrun, ef marka má Facebook-síðu hans nú fyrir nokkrum mínútum. Þar segist hann hafa setið fastur í þinginu þar til klukkan eitt í nótt og gleymt að færa inn nýjustu tölur. 13.9.2011 11:32 Fréttir af andláti evrunnar fjarstæðukenndar Þó að viðsjár sé í Evrópu og erfið viðfangsefni framundan, þá eru fréttir af andláti og útför evrunnar fjarri lagi, sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar á Alþingi í morgun. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann hvaða áhrif efnahagsþrengingarnar í Evrópu, nú þegar hugsanlega þyrfti að kljúfa Grikkland úr evrusamstarfinu, myndi hafa á Ísland. Hann spurði jafnframt hvernig Íslendingar gætu brugðist við. 13.9.2011 11:26 Sigmundur Davíð hættur í megrun? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gaf það út fyrir þremur vikum síðan að hann væri farinn í megrun, birti ekki tölur um þyngd sína í gær - líkt og hann sagðist ætla að gera alla mánudaga. Menn velta því nú fyrir sér hvort að hann sé hættur í átakinu. 13.9.2011 10:47 Tré ársins kynnt í dag Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktarfélag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu. 13.9.2011 10:30 Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land "Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. 13.9.2011 10:21 Skjálftarnir raktir til framkvæmda Orkuveitunnar Þá þrjúhundruð skjálfta sem Veðurstofan mældi í nótt má alla rekja til framkvæmda Orkuveitunnar á svæðinu. Skjálftarnir voru allir undir þremur á Richter. 13.9.2011 10:14 Talíbanar bera ábyrgð á skotárásum í Kabúl Talíbanar hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjuárása og skotbardaga í Kabúl, í höfuðborg Afganistan, í morgun. Lögreglumenn í Kabúl segja að skæruliðar skjóti nú skotflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Afganistan. Auk sendiráða er skotið á höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í borginni. Öryggisverðir hafa lokað vegum í kringum bandaríska sendiráðið og aðrar stofnanir í kring. Samkvæmt frásögn Sky liggur ekki fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuárás var að ræða. 13.9.2011 10:04 „Hið sanna íslam“ Ayman al-Zawahiri, nýr leiðtogi al-Kaída, fagnaði í gær byltingu í arabaríkjunum. Þetta kom fram í ávarpi sem birt var á heimasíðum sem styðja hryðjuverkasamtökin. Þar sagðist hann vonast til að mótmælin í Egyptalandi, Túnis og Líbíu yrðu til þess að þeir sem steyptu einræðisherrum þessara landa af stóli myndu koma á fót því sem hann kallar "hið sanna íslam". Myndbandið var birt í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá árásunum á Bandaríkin. Leiðtoginn minntist ekki á að nýjar árásir væru í undirbúningi á landiið. 13.9.2011 09:42 Skora á stjórnvöld að tryggja rekstur til framtíðar Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands skorar á stjórnvöld að ganga strax frá samningum við skólann sem tryggir rekstur hans og rekstrarhæfi til framtíðar. Í yfirlýsingu stjórnar er bent á að Ríkisendurskoðun gerði engar athugasemdir við umsýslu fjármuna í rekstri skólans eins og fram hafi komið í bréfi frá embættinu. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að mennta- og menningarmálaráðuneytið gangi til samninga við skólann nú þegar. Sáttanefnd í málinu fundar með mennta- og menningarmálaráðherra í dag og eru bundnar vonir við að fundurinn verði skref í átt að því að samningar náist og skólahald geti hafist. 13.9.2011 09:37 Ungfrú heimur kemur frá Angóla Hin angólska Leila Lopes var kjörin fegursta kona í heimi í Sao Paulo í Brasilíu í nótt en með sigrinum varð hún hún fyrsta konan frá Angóla til að hreppa titilinn, Ungfrú heimur. Áttatíu og átta stelpur tóku þátt í keppninni en keppnin fagnar 60 ára afmæli í ár. Lopes sagði eftir keppnina að nú gæti hún látið enn meira til sín taka í góðgerðarmálum en hún hefur starfað með fátækum börnum í heimalandi sínu. Olesa Stefanko frá Úkraínu varð í öðru sæti og Priscila Machado frá Brasilíu í því þriðja. 13.9.2011 09:20 Aron vinsælasta nafnið Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja í fyrra en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar tók Emilía við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti. 13.9.2011 09:04 Þrjúhundruð skjálftar á Hellisheiði Á þriðja hundrað jarðskjálftar hafa mælst á Hellisheiði frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir hafa verið um tvö stig en flestir eru þeir ívið minni. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að verið sé að kanna málið. 13.9.2011 07:57 Þingmenn takast enn á um aðlögun Stjórnarandstæðingar telja að Evrópusambandið sé að krefjast aðlögunar íslensks stjórnkerfis að kerfi sambandsins, með skýrslu sinni um landbúnaðarmál. Tekist var á um hvað skýrslan þýddi og hvort aðlögunarferlis væri krafist fyrir mögulega samþykkt í þjóðaratkvæði eða ekki. 13.9.2011 07:25 Aftur kveikt í á Bergstaðastræti Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálfþrjú í nótt þegar eldur varð laus í einangrun utan á sökkli húss við Bergstaðastræti. Fljótlega gekk að slökkva eldinn en öruggt er talið að um íkveikjeikju hafi verið að ræða. Ekki er vitað hver var þarna að verki en þetta er í fjórða sinn sem kveikt er í húsinu á tæpum mánuði. 13.9.2011 07:18 Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. 13.9.2011 05:56 Drukkinn maður kveikir í fangaklefa Í kvöld bar til tíðinda á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar maður á fimmtugsaldri sem þar var vistaður kveikti í fangaklefanum sínum. Maðurinn slapp út ómeiddur en fangaklefinn er ónothæfur í bili. 12.9.2011 23:50 Rafmagn komið á Rafmagnið er nú komið á að nýju í Staðarhverfi í Grafarvogi og syðri hluta Mosfellsbæjar, en þar varð rafmagnslaust fyrr í kvöld. Vinnuflokkar Orkuveitu Reykjavíkur komu rafmagni á að nýju í Mosfellsbæ um kl. 22:30 og um kl. 22:50 í Staðarhverfinu, nyrst í Grafarvogi. 12.9.2011 23:28 Kynhormón minna í feðrum Þegar menn eignast barn minnkar framleiðsla líkama þeirra á kynhormónum um allt að helming. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar. 12.9.2011 23:14 Rafmagnslaust í Mosfellsbæ Rafmagnslaust er í syðri hluta Mosfellsbæjar og Staðarhverfinu, nyrðri hluta Grafarvogs. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar sem kom upp í háspennukerfi Orkuveitunnar. Menn vita enn ekki nákvæmlega hvað veldur biluninni. 12.9.2011 22:33 Ákærðir fyrir þrælahald Fjórir menn voru ákærðir í Bretlandi í dag fyrir þrælahald og að neyða aðra menn í þrælkunarvinnu. Þetta kemur fram á vefmiðli CBS. Upphaflega var ólétt kona handtekin auk mannanna fjögurra. Henni var sleppt í dag. 12.9.2011 22:05 Hestamaður slasaður í Þjórsárdal Hestamaður slasaðist um hálfsjö leytið í Þjórsárdalnum í dag. Þegar hópur fjallmanna stoppaði í dalnum á leið sinni í leitir sparkaði hestur í höfuð eins þeirra. Sá fékk ljótan skurð og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Selfossi. Lítið er vitað um líðan hans, en hann er með meðvitund. 12.9.2011 21:49 Vísar á bug gagnrýni á samskipti við Evrópuríki Það hefur enginn forseti kappkostað jafn ríkulega og ég að stunda góð samskipti við Evrópuþjóðir og Bandaríkin, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. 12.9.2011 22:10 Tveir af þremur vilja klára aðildarviðræðurnar Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu. Þingmaður segir að um einangrað tilvik sé að ræða, vilji þjóðarinnar sé að bakka út, þar sem Evrópa standi í björtu báli. 12.9.2011 21:30 Sprenging í frönsku kjarnorkuveri Einn lést og þrír særðust þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Frakklandi í morgun. Í fyrstu var talin hætta á að geislavirk efni myndu leka út en svo varð ekki, að sögn franskra stjórnvalda. 12.9.2011 21:00 Uppsagnir í Arion Banka 57 starfsmönnum Arion Banka var sagt upp störfum í dag. Bankastjórinn segir aðgerðirnar eiga sér langan aðdraganda en núna hafi verið rétti tíminn til að lækka kostnað í bankanum þar sem vinna við úrlausnir og endurskipulagningu hafa dregist saman. 12.9.2011 20:30 Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12.9.2011 19:30 Svifryk yfir borginni Svifryk á Reykjavíkursvæðinu hefur seinnipartinn í dag verið yfir heilsuverndarmörkum. Hvorki er um að ræða öskufok né umferðarmengun, heldur fýkur sandur og þurr leir af svæðum við Langjökul og yfir borgina. Þeir sem hafa viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til þessa. 12.9.2011 17:21 Grein um Ísland vekur athygli Er kannski kominn tími til að bræðurnir Ísland og Noregur sameinist? spyr Norðmaður, búsettur á Íslandi, í grein sem hann birti í norska blaðinu „Dagbladet" í dag. Greinin vakti athygli og í kvöld var hann boðaður í viðtal á sjónvarpsstöðinni Nrk2. 12.9.2011 21:24 HH leita fleiri undirskrifta Hagsmunasamtök heimilanna sendu í gær frá sér fjöldapóst þar sem þau hvöttu fólk til að skrifa undir kröfu þeirra um afnám verðtryggingar og leiðréttingu lána. Pósturinn barst til allra þeirra sem þegar hafa skrifað undir kröfuna. 12.9.2011 20:15 Sjá næstu 50 fréttir
Hvetja til stofnunar ríkisolíufélags Fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hvetur íslensk stjórnvöld til að stofna ríkisolíufélag í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu og telur að mikill áhugi verði á væntanlegu útboði. 13.9.2011 19:30
Ofsaakstur í höfuðborginni Talsvert var um hraðaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Lögregla tók nokkra tugi ökumanna fyrir ofsaakstur og var í grófustu tilvikunum ekið 75-80 km/klst yfir hámarkshraða. Ökufantarnir eru á ýmsum aldri og af báðum kynjum. 13.9.2011 17:14
Hillary segir að árásarmennirnir muni ekki sleppa Ríkisstjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, segir að árásir á bandaríska sendiráðið í Kabul í Afganistan og fleiri byggingar í kring verði ekki látnar óafskiptar. Árásarmenn verði eltir uppi. Á svæðinu, þar sem árásirnar voru gerðar er fjölmargir útlendingar, þar á meðal fjórir Íslendingar. 13.9.2011 15:54
Þjóðum beri skylda að viðurkenna Palestínu Forsætisráðherra Tyrklands segir að þjóðum beri skylda til að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Á fundi Arababandalagsins í Egyptalandi sagði Tayip Erdogan áður en árið verði liðið muni miklar breytingar verða á ástandi mála í Palestínu. Hann var harðorður í garð Ísraelsmanna og sagði að hugarfar stjórnvalda þar í landi stæði í vegi fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Palestínumenn undirbúa nú að gerast aðilar að Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir andstöðu Ísraela og Bandaríkjamanna. 13.9.2011 15:13
Pílagrímar teknir af lífi í Írak Tuttugu og tveir pílagrímar af shía-múslimatrú fundust skotnir til bana í Vesturhluta Íraks í anbar héraði í gær. Mennirnir voru á leið til musteris í Sýrlandi þegar þeir voru stöðvaðir af byssumönnum. Öllum konum í rútunni var skipað að yfirgefa hana en síðan var ekið með mennina á afvikinn stað þar sem þeir voru teknir af lífi. Hundruðir shía hafa verið drepnir á svæðinu síðustu mánuði. Fórnarlömbin í gær eru öll sögð vera frá borginni Karbala. 13.9.2011 15:09
Forsetinn keypti hús í næsta nágrenni við Jón Baldvin Þrátt fyrir að hafa eldað grátt silfur saman um árabil gæti farið svo að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, yrðu nágrannar á næstunni. Í það minnsta fullyrðir fréttavefurinn Pressan að forsetahjónin hafi keypt sér hús að Reykjamel 11 á dögunum. 13.9.2011 14:53
Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands. 13.9.2011 14:26
Ódýrasti fiskurinn í Hafnarfirði Litla fiskbúðin Miðvangi býður besta fiskverðið á landinu, samkvæmt Verðlagseftirliti ASÍ sem gert var á mánudaginn. 13.9.2011 14:18
Ólafur sá sig knúinn til að svara ummælum Steingríms Ólafur Ragnar Grímsson segist hafa séð sig knúinn til þess að svara ummælum fjármálaráðherra í Icesave málinu sem hann segir hafa verið aðför að ákvörðun forsetans. Hann muni ekki sitja undir því að ráðamenn fari fram af fyrra bragði með þessum hætti. Utanríkisráðherra segist hafa orðið hryggur við að heyra ummæli forsetans. Þau má sjá hér í heild sinni. 13.9.2011 14:06
Íslendingar í Kabúl heilir á húfi Ekkert amar að fjórum íslenskum friðargæsluliðum sem eru við störf í Kabúl í Afganistan. Talibanar hafi í dag gert árásir á höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs Nato í borginni á sendiráð Bandaríkjamanna og á lögreglumenn við flugvöll borgarinnar. Tveir Íslendingar hafa starfað á vegum friðargæslunnar í höfuðstöðvum alþjóðaliðsins og tveir hafa verið staðsettir á flugvellinum. 13.9.2011 13:49
Fljúga oft milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur Keflavíkurflugvöllur er í hópi tíu flugvalla sem farþegar á Kastrupflugvelli í Danmörku fljúga helst til og frá. Í sumar flugu nærri 142 þúsund farþegar á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur, samkvæmt tölum vefsíðunnar Túristi.is. 13.9.2011 13:29
Þróaði nýjan lygamæli Með nýju háþróuðu myndavélakerfi er hægt að greina hvenær fólk er að segja ósatt með því einu að taka andlitsmyndir af viðkomandi. Nýja kerfið styðst við einfalda myndavél, háþróaðan hitaskynjara og talnarunur. Þeir sem standa að þróun kerfisins segja að það geti orðið bylting í öryggismálum. 13.9.2011 13:20
Segir ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna gjaldeyrishafta Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur að ríkið hafi mögulega bakað sér skaðabótaskyldu þar sem lög um gjaldeyrishöft séu ekki nægilega skýr. Þetta kom fram í máli þingmannsins á Alþingi í morgun. Formaður efnahags- og skattanefndar benti á að löggjöfin hafi verið innleidd í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 13.9.2011 13:12
Mikið líf á leigumarkaði Þinglýstum leigusamningum fjölgaði um 5,1% frá sama mánuði í fyrra, en um 65% á milli mánaða, samkvæmt tölum Fasteignaskrár. Fjöldi þinglýstra samninga í ágúst síðastliðnum á landinu öllu var 1302. Í ágúst í fyrra voru þeir 1239 en í júlí síðastliðnum voru þeir 790. 13.9.2011 12:53
Skilnuðum fjölgaði ekki í kreppunni Fyrir hver 2,7 pör sem giftu sig á síðasta ári skildu ein hjón. Þrátt fyrir það eru engin teikn um það að hjónaskilnuðum hafi fjölgað í kreppunni. 13.9.2011 12:06
Rumsfeld sagði upp áskriftinni að NY Times Donald Rumsfeld, sem var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð George Bush yngri, sagði upp áskriftinni af New York Times. Ástæðan er sú að hann var ósáttur við grein sem hagfræðingurinn Paul Krugman skrifaði um George Bush í dálk í blaðið. Þar sagði hann að Bush væri fölsk hetja og hefði notað hryðjuverkaárásirnar þann 11. september til að réttlæta stríð. Rumsfeld útskýrði mál sitt á Twitter og sagði þar frá því að hann hefði sagt upp áskriftinni að NY Times. 13.9.2011 11:50
Sigmundur Davíð ekki hættur í megrun - 5,6 kíló farin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er ekki hættur í megrun, ef marka má Facebook-síðu hans nú fyrir nokkrum mínútum. Þar segist hann hafa setið fastur í þinginu þar til klukkan eitt í nótt og gleymt að færa inn nýjustu tölur. 13.9.2011 11:32
Fréttir af andláti evrunnar fjarstæðukenndar Þó að viðsjár sé í Evrópu og erfið viðfangsefni framundan, þá eru fréttir af andláti og útför evrunnar fjarri lagi, sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar á Alþingi í morgun. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann hvaða áhrif efnahagsþrengingarnar í Evrópu, nú þegar hugsanlega þyrfti að kljúfa Grikkland úr evrusamstarfinu, myndi hafa á Ísland. Hann spurði jafnframt hvernig Íslendingar gætu brugðist við. 13.9.2011 11:26
Sigmundur Davíð hættur í megrun? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gaf það út fyrir þremur vikum síðan að hann væri farinn í megrun, birti ekki tölur um þyngd sína í gær - líkt og hann sagðist ætla að gera alla mánudaga. Menn velta því nú fyrir sér hvort að hann sé hættur í átakinu. 13.9.2011 10:47
Tré ársins kynnt í dag Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktarfélag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu. 13.9.2011 10:30
Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land "Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. 13.9.2011 10:21
Skjálftarnir raktir til framkvæmda Orkuveitunnar Þá þrjúhundruð skjálfta sem Veðurstofan mældi í nótt má alla rekja til framkvæmda Orkuveitunnar á svæðinu. Skjálftarnir voru allir undir þremur á Richter. 13.9.2011 10:14
Talíbanar bera ábyrgð á skotárásum í Kabúl Talíbanar hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna sprengjuárása og skotbardaga í Kabúl, í höfuðborg Afganistan, í morgun. Lögreglumenn í Kabúl segja að skæruliðar skjóti nú skotflaugum að sendiráði Bandaríkjanna í Afganistan. Auk sendiráða er skotið á höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í borginni. Öryggisverðir hafa lokað vegum í kringum bandaríska sendiráðið og aðrar stofnanir í kring. Samkvæmt frásögn Sky liggur ekki fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuárás var að ræða. 13.9.2011 10:04
„Hið sanna íslam“ Ayman al-Zawahiri, nýr leiðtogi al-Kaída, fagnaði í gær byltingu í arabaríkjunum. Þetta kom fram í ávarpi sem birt var á heimasíðum sem styðja hryðjuverkasamtökin. Þar sagðist hann vonast til að mótmælin í Egyptalandi, Túnis og Líbíu yrðu til þess að þeir sem steyptu einræðisherrum þessara landa af stóli myndu koma á fót því sem hann kallar "hið sanna íslam". Myndbandið var birt í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá árásunum á Bandaríkin. Leiðtoginn minntist ekki á að nýjar árásir væru í undirbúningi á landiið. 13.9.2011 09:42
Skora á stjórnvöld að tryggja rekstur til framtíðar Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands skorar á stjórnvöld að ganga strax frá samningum við skólann sem tryggir rekstur hans og rekstrarhæfi til framtíðar. Í yfirlýsingu stjórnar er bent á að Ríkisendurskoðun gerði engar athugasemdir við umsýslu fjármuna í rekstri skólans eins og fram hafi komið í bréfi frá embættinu. Því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að mennta- og menningarmálaráðuneytið gangi til samninga við skólann nú þegar. Sáttanefnd í málinu fundar með mennta- og menningarmálaráðherra í dag og eru bundnar vonir við að fundurinn verði skref í átt að því að samningar náist og skólahald geti hafist. 13.9.2011 09:37
Ungfrú heimur kemur frá Angóla Hin angólska Leila Lopes var kjörin fegursta kona í heimi í Sao Paulo í Brasilíu í nótt en með sigrinum varð hún hún fyrsta konan frá Angóla til að hreppa titilinn, Ungfrú heimur. Áttatíu og átta stelpur tóku þátt í keppninni en keppnin fagnar 60 ára afmæli í ár. Lopes sagði eftir keppnina að nú gæti hún látið enn meira til sín taka í góðgerðarmálum en hún hefur starfað með fátækum börnum í heimalandi sínu. Olesa Stefanko frá Úkraínu varð í öðru sæti og Priscila Machado frá Brasilíu í því þriðja. 13.9.2011 09:20
Aron vinsælasta nafnið Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja í fyrra en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar tók Emilía við af Önnu sem féll niður í 4.-6. sæti, en Aron tók við af Alexander sem nú situr í 6.-9. sæti. 13.9.2011 09:04
Þrjúhundruð skjálftar á Hellisheiði Á þriðja hundrað jarðskjálftar hafa mælst á Hellisheiði frá miðnætti. Stærstu skjálftarnir hafa verið um tvö stig en flestir eru þeir ívið minni. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að verið sé að kanna málið. 13.9.2011 07:57
Þingmenn takast enn á um aðlögun Stjórnarandstæðingar telja að Evrópusambandið sé að krefjast aðlögunar íslensks stjórnkerfis að kerfi sambandsins, með skýrslu sinni um landbúnaðarmál. Tekist var á um hvað skýrslan þýddi og hvort aðlögunarferlis væri krafist fyrir mögulega samþykkt í þjóðaratkvæði eða ekki. 13.9.2011 07:25
Aftur kveikt í á Bergstaðastræti Slökkviliðið var kallað út um klukkan hálfþrjú í nótt þegar eldur varð laus í einangrun utan á sökkli húss við Bergstaðastræti. Fljótlega gekk að slökkva eldinn en öruggt er talið að um íkveikjeikju hafi verið að ræða. Ekki er vitað hver var þarna að verki en þetta er í fjórða sinn sem kveikt er í húsinu á tæpum mánuði. 13.9.2011 07:18
Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. 13.9.2011 05:56
Drukkinn maður kveikir í fangaklefa Í kvöld bar til tíðinda á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar maður á fimmtugsaldri sem þar var vistaður kveikti í fangaklefanum sínum. Maðurinn slapp út ómeiddur en fangaklefinn er ónothæfur í bili. 12.9.2011 23:50
Rafmagn komið á Rafmagnið er nú komið á að nýju í Staðarhverfi í Grafarvogi og syðri hluta Mosfellsbæjar, en þar varð rafmagnslaust fyrr í kvöld. Vinnuflokkar Orkuveitu Reykjavíkur komu rafmagni á að nýju í Mosfellsbæ um kl. 22:30 og um kl. 22:50 í Staðarhverfinu, nyrst í Grafarvogi. 12.9.2011 23:28
Kynhormón minna í feðrum Þegar menn eignast barn minnkar framleiðsla líkama þeirra á kynhormónum um allt að helming. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar. 12.9.2011 23:14
Rafmagnslaust í Mosfellsbæ Rafmagnslaust er í syðri hluta Mosfellsbæjar og Staðarhverfinu, nyrðri hluta Grafarvogs. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar sem kom upp í háspennukerfi Orkuveitunnar. Menn vita enn ekki nákvæmlega hvað veldur biluninni. 12.9.2011 22:33
Ákærðir fyrir þrælahald Fjórir menn voru ákærðir í Bretlandi í dag fyrir þrælahald og að neyða aðra menn í þrælkunarvinnu. Þetta kemur fram á vefmiðli CBS. Upphaflega var ólétt kona handtekin auk mannanna fjögurra. Henni var sleppt í dag. 12.9.2011 22:05
Hestamaður slasaður í Þjórsárdal Hestamaður slasaðist um hálfsjö leytið í Þjórsárdalnum í dag. Þegar hópur fjallmanna stoppaði í dalnum á leið sinni í leitir sparkaði hestur í höfuð eins þeirra. Sá fékk ljótan skurð og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Selfossi. Lítið er vitað um líðan hans, en hann er með meðvitund. 12.9.2011 21:49
Vísar á bug gagnrýni á samskipti við Evrópuríki Það hefur enginn forseti kappkostað jafn ríkulega og ég að stunda góð samskipti við Evrópuþjóðir og Bandaríkin, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag. 12.9.2011 22:10
Tveir af þremur vilja klára aðildarviðræðurnar Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu. Þingmaður segir að um einangrað tilvik sé að ræða, vilji þjóðarinnar sé að bakka út, þar sem Evrópa standi í björtu báli. 12.9.2011 21:30
Sprenging í frönsku kjarnorkuveri Einn lést og þrír særðust þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Frakklandi í morgun. Í fyrstu var talin hætta á að geislavirk efni myndu leka út en svo varð ekki, að sögn franskra stjórnvalda. 12.9.2011 21:00
Uppsagnir í Arion Banka 57 starfsmönnum Arion Banka var sagt upp störfum í dag. Bankastjórinn segir aðgerðirnar eiga sér langan aðdraganda en núna hafi verið rétti tíminn til að lækka kostnað í bankanum þar sem vinna við úrlausnir og endurskipulagningu hafa dregist saman. 12.9.2011 20:30
Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12.9.2011 19:30
Svifryk yfir borginni Svifryk á Reykjavíkursvæðinu hefur seinnipartinn í dag verið yfir heilsuverndarmörkum. Hvorki er um að ræða öskufok né umferðarmengun, heldur fýkur sandur og þurr leir af svæðum við Langjökul og yfir borgina. Þeir sem hafa viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til þessa. 12.9.2011 17:21
Grein um Ísland vekur athygli Er kannski kominn tími til að bræðurnir Ísland og Noregur sameinist? spyr Norðmaður, búsettur á Íslandi, í grein sem hann birti í norska blaðinu „Dagbladet" í dag. Greinin vakti athygli og í kvöld var hann boðaður í viðtal á sjónvarpsstöðinni Nrk2. 12.9.2011 21:24
HH leita fleiri undirskrifta Hagsmunasamtök heimilanna sendu í gær frá sér fjöldapóst þar sem þau hvöttu fólk til að skrifa undir kröfu þeirra um afnám verðtryggingar og leiðréttingu lána. Pósturinn barst til allra þeirra sem þegar hafa skrifað undir kröfuna. 12.9.2011 20:15