Fleiri fréttir

Alvarlegt slys á Ljósanótt

Alvarlegt slys varð í leiktæki á hátíðarsvæði á Ljósanótt í dag. Níu ára gömul telpa hlaut opið beinbrot og ljótan áverka þegar hún festi handlegg í tívolítæki. Hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur í aðgerð, eftir því sem fram kemur á vef Víkurfrétta. Þar segir jafnframt að leiktækið hafi verið tekið úr umferð um tíma en síðan aftur tekið í notkun eftir að breytingar höfðu verið gerðar á því. Engar upplýsingar var að hafa um málið þegar Vísir leitað þeirra hjá lögreglu.

Skjálftahrina í Kötlu

Svo virðist sem jarðskjálftahrina hafi hafist í Kötlu í dag. Hingað til eru stærstu skjálftarnir innan við 3 á Richter á 1,1 kílómetra dýpi. Jón Frímann Jónsson, sem fylgist mikið með jarðhræringum á Íslandi, segir hins vegar að gæði skjálftanna séu góð. Flestir skjálftar eiga upptök sín í Hábungu. Jarðskjálfti var einnig í Kötlu í gær og var hann yfir þrír.

Lítil nýliðun meðal augnlækna áhyggjuefni

Formaður Augnlæknafélags Íslands segir fækkun augnlækna hér á landi geta valdið því að sérþekking á ákveðnum sviðum hverfur. Það getur tekið allt að tíu ár að þjálfa nýja sérfræðinga í augnlækningum.

Þúsundir skelltu sér á Hamraborgarhátíð

Þúsundir Kópavogsbúa nutu veðurblíðunnar á Hamraborgarhátíð í Kópavogi í dag. Hamraborginni var breytt í göngugötu, sölutjöldum var slegið upp og um 120 manns seldu gamalt dót og nýtt beint úr skottinu á bílnum sínum.

Skotinn í hálsinn í átökum glæpasamtaka

Tveir ungir menn eru alvarlega særðir eftir að þeir voru skotnir margsinnis í Køge í nótt. Annar mannanna er leiðtogi glæpasamtakanna Black Cobra, segir fréttastofa TV2. Mennirnir voru skotnir um hálffjögurleytið í nótt að dönskum tíma, eða um hálftvö að íslenskum. Lögreglan á Mið- og Vestursjálandi segir að ástæður skotárásarinnar sé persónulegt uppgjör. Fréttavefur Ekstrabladet fullyrðir að annar mannanna hafi verið skotinn í hálsinn.

Handtekinn fyrir að bíta snák

Karlmaður er í gæsluvarðhaldi í Kalíforníufylki vegna gruns um að hann hafi bitið snák. Andrew Pettit, yfirlögregluþjónn í Sacramento, segir að maðurinn sem heitir David Senk, sé sakaður um að misþyrma skriðdýrinu.

Starfsmenn fagna fimmtíu ára afmæli Lyngáss

Fjöldi núverandi og fyrrverandi starfsmanna dagheimilisins Lyngáss ætlar að koma saman á laugardag eftir viku til þess að fagna því að þá eru 50 ár liðin síðan dagheimilið var fyrst opnað. Halla Jónsdóttir þroskaþjálfi segir þarna vera kominn kjörinn vettvang fyrir alla þá sem hafa starfað á dagheimilinu þennan tíma geti hist og rifjað upp gamla tíma.

Kristján Valur nýr vígslubiskup

Séra Kristján Valur Ingólfsson hefur verið kjörinn vígslubiskup í Skálholti. Kjörfundi lauk þann 26. ágúst síðastliðinn og atkvæði voru talin í dag. Á kjörskrá voru 149 manns og greidd voru 142 atkvæði. Séra Kristján Valur fékk 80 atkvæði en séra Sigrún Óskarsdóttir fékk 61 atkvæði. Einn seðill var auður.

Fannst brunninn í bíl sínum

Karlmaður fannst brunninn inn í bifreið sinni í bænum Frederikshavn í Danmörku í morgun. Lögreglan var kölluð á vettvang klukkan tíu í morgun og hefur rannsakað málið síðan þá. Ekki höfðu verið borin kennsl á manninn á hádegi í dag að dönskum tíma. Bíllinn, sem er af gerðinni Mazda 626, fannst á Katsigvej við Katsig Bakker. Bent Højgaard, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að líkið hafi verið nokkuð sviðið. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til saknæms athæfis í tengslum við andlát mannsins en lögreglan útilokar þó ekkert á þessari stundu.

500 manns í skýrslutöku vegna morðs

Lögreglumenn í Manchester þurfa að taka skýrslur af hundruðum manna í leitt sinni að manni sem grunaður er um að hafa orðið allt að sjö manns til bana á Stepping Hill spítalanum í Manchester. Talið er að eitrað hafi verið fyrir hinum látnu. Rebecca Leighton, 27 ára gamall hjúkrunarfræðingur við spítalann, var grunuð um verknaðinn. Málið gegn henni var látið niður falla í gær vegna skorts á sönnunargögnum. Málið gegn henni gæti þó verið tekið upp aftur ef frekari sönnunargögn finnast.

Lifrarbólgusmitaður læknir fær bætur

Skurðlæknir á Landspítalanum sem varð fyrir slysi og smitaðist af lifrarbólgu C við vinnu sína fær bætur vegna slyssins, samvkæmt niðurstöðu Úrskurðarnefndar almannatrygginga frá því í síðustu viku. Með úrskurðinum var snúið við synjun Sjúkratrygginga ÍSlands sem áður hafði hafnað bótakröfu úr slysatryggingum almannatrygginga.

Vatíkanið hafnar ásökunum írska forsætisráðherrans

Vatíkanið hafnar algjörlega fullyrðingum írska forsætisráðherrans, Enda Kenny, um að Vatíkanið hafi reynt að koma í veg fyrir tilraunir írskra biskupa til þess að afhjúpa kynferðisbrotamál innan kirkjunnar. Í svokallaðri Cloyne skýrslu sem kom út fyrir nokkru er fullyrt að kynferðisleg misnotkun í Cork í Írlandi hefði verið þögguð niður. Í ræðu sinni í írska þinginu í júlí sagði Kenny svo að kirkjan tæki orðspor sitt framyfir hagsmuni þolenda kynferðisofbeldisins. Vatíkanið segir að skömm sé af umræddum kynferðisbrotum en ásakanir Kennys séu algerlega órökstuddar.

Þörf á unglingafangelsi

Ný stofnun þar sem hægt væri að vista fanga undir átján ára aldri er nauðsynleg til þess að hægt sé að lögfesta Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík stofnun er meðal þeirra úrræða sem Barnaverndarstofa bendir á að greinagerð til velferðarráðuneytisins um úrbætur í barnaverndarmálum. Greinargerðinni var dreift á Alþingi í gær. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að tvær tillögur felist í greinagerðinni. Sú fyrri miði að því að hægt verði að lögfesta Barnasáttmálann.

Bandaríkin búa sig undir Lee

Úrhellisrigning var í suðurhluta Lousianafylkis í Bandaríkjunum í morgun en hitabeltisstormurinn Lee nálgast landið og er nú rétt fyrir utan Mexíkóflóa með tilheyrandi vindhviðum. Dagblaðið Los Angeles Times segir að búist sé við því að stormurinn muni valda miklum flóðum í Alabama, Louisiana og Missisippi. Yfirvöld hafa tekið þessum fréttum mjög alvarlega og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Louisiana og Mississippi og sumstaðar hefur fólk verið hvatt til þess að yfirgefa heimili sín. Einungis örfáir dagar eru síðan fellibylurinn Írena gekk yfir Bandaríkjanna og olli töluverðum skaða.

Læknum fækkaði um 10%

Læknum á íslenskum heilbrigðisstofnunum hefur fækkað um meira en 10 prósent síðan þeir voru hvað flestir árið 2008 og þar til nú.

Norðmönnum berast hótanir

Fjölmörgum norskum stofnunum, sem staðsettar eru utan Noregs, hefur borist hótanir eftir ódæðið í Útey. Talið er að þarna séu á ferðinni hægriöfgamenn sem vilji fá meiri athygli. Hótanirnar eru bæði skriflegar og munnlegar og hafa þær orðið til þess að öryggisviðbúnaður þessara stofnana hefur verið aukinn.

HIV-faraldur hjá sprautufíklum

Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar.

Tveir handteknir vegna fíkniefnasölu á Akureyri

Tveir karlmenn voru handteknir við húsleit á Akureyri í gærkvöld. Húsleitin var gerð vegna gruns um að þar færi fram fíkniefnasala. Sá grunur reyndist réttur því þar fundust 50 grömm af amfetamíni, e-töflur, sterar og kannabisefni. Þá fannst jafnframt ein og hálf milljón króna í reiðufé sem ætla má að hafi verið fengin með sölu fíkniefna. Karlmennirnir tveir voru handteknir en sleppt aftur að lokinni yfirheyrslu. Lögreglan rannsakar málið áfram.

Nýtt athvarf fyrir fólk á leið úr vændi

Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja.

Elstu teikningarnar frá 1944

Sýning með teikningum eftir Erró opnar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í dag. Um 200 teikningar eru á sýningunni sem er skipulögð í náinni samvinnu við Erró og byggð á verkum sem koma úr einkasafni listamannsins og safneign Listasafns Reykjavíkur.

Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar

Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því.

Opinber útgjöld nær helmingur landsframleiðslu

Opinber útgjöld, að frádregnum ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga, eru hlutfallslega hæst á Íslandi meðal Evrópuríkja. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök atvinnulífsins (SA) hafa birt.

Eru sakaðir um barnaníð

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) kanna nú ásakanir þess efnis að friðargæsluliðar þeirra á Fílabeinsströndinni hafi ítrekað misnotað börn og ólögráða ungmenni í vesturhluta landsins kynferðislega.

Rafbækur og nettónlist í lægra þrep

Efnahags- og skattanefnd afgreiddi í gær frumvarp um að lækka virðisaukaskatt á rafbækur og tónlist á netinu. Þessir vöruflokkar eru nú í hærra skattþrepi og bera 25,5 prósenta skatt, en munu bera 7 prósenta skatt verði breytingin að veruleika.

Fagnar áhuga

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar áhuga kínverska auðjöfursins Huangs Nubo á fjárfestingum hérlendis. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins Financial Times við forsetann.

Fóru yfir símtöl blaðamanns

Innanríkisráðherra Frakklands hefur staðfest að leyniþjónusta landsins hafi í fyrra aflað sér yfirlits yfir símtöl blaðamanns á blaðinu Le Monde. Þannig átti að reyna að finna uppljóstrara hans í dómsmálaráðuneytinu.

Allt á uppleið eða í kaldakoli

Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings.

Reglum um erfðabreyttan mat frestað

Neytendamál Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur frestað til áramóta gildistöku reglugerðar um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, sem átti að taka gildi síðastliðinn miðvikudag. Neytendasamtökin mótmæla frestuninni harðlega en lögfræðingur í ráðuneytinu segir innflytjendur hafa beðið um frestinn. Sá hluti reglugerðarinnar sem veit að merkingum dýrafóðurs úr erfðabreyttum hráefnum hefur þegar tekið gildi.

Reka sendiherra Ísraels úr landi

Tyrkir hafa vísað sendiherra Ísraels úr landi og rift tímabundið öllum hernaðarsamningum við landið. Ástæðan er sú að Ísraelar neita að biðjast afsökunar á því að hafa í fyrra ráðist á skip sem sigldi undir tyrkneskum fána áleiðis til Gasa. Þar létust níu tyrkneskir aðgerðasinnar.

Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð

Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið.

Sífellt meira geimrusl

Vísindamenn í Bandaríkjunum segja nauðsynlegt að setja alþjóðlegar reglur um hluti sem sendir eru út í geiminn, geimflaugar, gervihnetti og annað slíkt, sem svífur áfram umhverfis jörðina löngu eftir að allri notkun er hætt.

Segir Samkeppniseftirlitið leggja Forlagið í einelti

Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir Samkeppniseftirlitið hafa lagt fyrirtækið í einelti síðustu ár. Þrátt fyrir blómlega samkeppni í útgáfu láti eftirlitið fyrirtækið ekki í friði.

Segja Jóhönnu fara rangt með

Samtök atvinnulífsins (SA) segja að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi farið með rangt mál á Alþingi í gær þegar hún fullyrti að hlutur launa í landsframleiðslu hefði aldrei verið lægri en nú, eða 59 prósent samanborið við yfir 72 prósent árið 2007.

Huang Nubo vill reisa lúxus-hótel við hliðina á Hörpu

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi.

ÍLS braut ekki jafnréttislög

Íbúðalánasjóður braut ekki jafnréttislög þegar hann réð Sigurð Erlingsson sem framkvæmdastjóra sjóðsins haustið 2010. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála.

Uppreisnarmenn sækja fram

Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí.

Sendi 100 dali í þakkarskyni

Bandarískur ferðamaður sem björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ bjargaði úr sjálfheldu snemma í ágúst sendi sveitinni þakkarbréf frá Bandaríkjun-um, og lét fylgja með ávísun að andvirði 100 Bandaríkjadala, sem jafngildir um 11.500 krónum.

Vilja ólmir hærri skatta

Víða í Evrópulöndum hafa auðmenn tekið undir kröfur bandaríska peningamannsins Warrens Buffet um hærri skatta á hendur auðjöfrum.

Borgina vantar 43 starfsmenn

Reykjavíkurborg vantar enn 43 starfsmenn til að manna stöður á frístundaheimilum. Fjöldi barna á biðlista eftir plássi er nú um 350. Í síðustu viku vantaði 86 starfsmenn og um 650 börn voru á biðlista. Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, vonast til þess að búið verði að ráða í allar stöður á næstu tveim til þrem vikum. „Það endaði að minnsta kosti þannig í fyrra. Þetta small saman að lokum,“ segir Eva.- sv

Slasaðist illa og hjólið brotnaði í tvennt

Þegar Guðbjörg Halldórsdóttir fór í hjólreiðatúr í Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi í júlíbyrjun átti hún ekki von á því að hún yrði meira og minna frá vinnu næstu tvo mánuðina.

Meintur nauðgari neitaði sök

Ákæra hefur verið gefin út á hendur manni sem situr í varðhaldi, grunaður um nauðgun á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Ákæran var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag og neitaði maðurinn sök.

Stofna andófsfólki í hættu

Lekasíðan Wikileaks hefur nú birt öll bandarísku sendiráðsskjölin, sem hún hóf birtingu á í lok síðasta árs í samvinnu við nokkra helstu fjölmiðla heims.

Arineldur veldur uppþoti í Asparfelli

Eldsvoðinn í Asparfelli reyndist ekki vera annað en bjarmi af arineldi sem speglaðist í rúðum einnar íbúðar í húsinu. 5 bílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn. Þegar þeir komu á vettvang var ekki um neinn eldsvoða að ræða.

Ósýnilegur hjólahjálmur besta hönnunin

Á einni stærstu hönnunarkeppni heimsins hlutu tvær stúlkur fyrstu verðlaun þetta árið fyrir að hanna ósýnilegan hjólahjálm. Verðlaunin eru litlar 100.000 evrur, eða rúmar 16 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir