Fleiri fréttir Erró opnar sýningu á morgun Íslenski málarinn Erró heldur í fyrsta skipti sýningu á teikningum sínum hér á landi allt frá því hann var tólf ára til dagsins í dag. Hann segir þær alla tíð hafa verið mikið feimnismál og hann hafi langt í frá verið talinn besti teiknarinn þegar hann var að læra. Hann verður áttræður á næsta ári og segist ekki taka það í mál að setjast í helgan stein. 2.9.2011 22:30 Púðluhundur bjargar dreng úr eldsvoða Púðluhundur bjargaði 19 ára dreng úr eldsvoða fyrr í dag í Utah í Bandaríkjunum. Hundurinn leiddi reyk-kafara og slökkviliðsmenn að drengnum sem svaf inni í brennandi húsi. 2.9.2011 21:50 Árangur skógræktar kemur í ljós Árangur skógræktarátaks, sem hófst fyrir tuttugu árum, er nú að koma í ljós og landið mun klæðast miklum skógi á næstu árum og áratugum, segir formaður Skógræktarfélags Íslands. Helsta áhyggjuefni skógræktarmanna er þó sauðkindin, enn sem fyrr. 2.9.2011 21:30 Enginn alvarlega slasaður eftir bílveltu Bíll valt í Ártúnsbrekkunni uppúr klukkan sjö í dag. Tveir farþegar voru í bílnum og voru þeir báðir fluttir á slysavarðstofu. Hvorugur reyndist alvarlega slasaður. 2.9.2011 21:15 Mannekla á frístundaheimilum Rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu reykvísk börn hafa enn ekki fengið pláss á frístundaheimilum, en ellefu dagar eru síðan skólahald hófst. Allt kapp lagt á að manna stöður svo börnin komist að segir formaður íþrótta og tómstundaráðs. 2.9.2011 21:00 Þingfundir hefjast undir mótmælum Mótmælendur ráku hátt í 200 svarta krossa í túnið á Austurvelli þegar þingfundir hófust að nýju í morgun. Innan dyra Alþingis körpuðu þingmenn um árangur ríkisstjórnarinnar í baráttunni við efnahagsvandann. 2.9.2011 20:30 Perlan auglýst til sölu á morgun Perlan í Öskjuhlíð verður auglýst til sölu í dagblöðum á morgun. Perlan er ein þeirra eigna sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að selja í janúar síðastliðnum. Fasteignasalan Miklaborg sér um söluferlið. 2.9.2011 20:20 Ætlaði aldrei að verða lífstíðar þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur sagt af sér þingstörfum og ætlar að hefja nám í Háskóla Íslands í haust. Tilkynningin kom þingmönnum í opna skjöldu í dag. 2.9.2011 20:00 Icesave ekki lokið Icesave málinu er ekki lokið þrátt fyrir að heimtur úr þrotabúi Landsbankans dugi fyrir allri kröfunni. Enn standa deilur yfir um málalyktir, en fjármálaráðherra segir að hægt hefði verið að ljúka málinu endanlega með síðustu Icesave samningum. 2.9.2011 19:30 Eiga ekki að þurfa að óttast mannorðsmorð Viðskiptaráðherra segir að fjárfestum megi ekki líða eins og þeir hætti á mannorðsmorð með því að fjárfesta á Íslandi. Hann spyr hvort efnisleg rök séu fyrir því að banna Kínverskum fjárfestum það sem Evrópubúum er leyfilegt. 2.9.2011 18:52 Nauðsynlegt að eyða í menntakerfið Dr. Jonathan R. Cole, mikill sérfræðingur í háskólamálum, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag. Á fyrirlestrinum fjallaði hann um stöðu og framtíð rannsóknarháskóla. 2.9.2011 18:30 Starfsmenn Kvikmyndaskólans boða til sáttafundar Eftir að starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands sendu frá sér sáttartillögu síðastliðinn miðvikudag hafa þeir lítið heyrt frá Menntamálaráðuneytinu. Stjórn Kvikmyndaskólans hefur hins vegar lýst sig reiðubúna til að fara yfir tillögur þeirra. Til þess að fylgja málinu eftir hafa starfsmenn skólans boðað deiluaðilana á sáttarfund, í stað þess að sitja með hendur í skauti og horfa á dagana "brenna upp". 2.9.2011 17:25 Formaður ungra Framsóknarmanna segir sig úr flokknum Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Sigurjón Norberg Kjærnested, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann fylgir því á eftir Guðmundi Steingrímssyni sem sagði sig úr flokknum í síðustu viku og situr sem óháður þingmaður. Þá sagði Einar Skúlason, varaþingmaður, sig einnig úr flokknum. 2.9.2011 16:51 Halda minningartónleika um Sissu Minningartónleikar um Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur verða haldnir í Hofi, menningarhúsinu á Akureyri, föstudaginn 30. september næstkomandi. Það eru stelpur á Meðferðarheimilinu á Laugalandi sem fengu þá hugmynd á vordögum að halda tónleika til þess að styrkja minningarsjóð Sissu, eins og hún var jafnan kölluð, en hún var í meðferð þar. Sissa lést í júní í fyrra eftir of stóran skammt af læknadópi aðeins 17 ára gömul. 2.9.2011 16:27 Langanesbyggð gagnrýnir kvótafrumvarp harðlega Sveitastjórn Langanesbyggðar skorar á sjávarútvegsráðherra að draga frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til baka. Sveitastjórnin lýsir ennfremur yfir þungum áhyggjum vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. 2.9.2011 16:21 Flóttakýrin Yvonne loksins fönguð Frægasta kýr Bæjaralands, flóttakýrin Yvonne, er kominn undir manna hendur eftir að hafa verið á æsilegum flótta í allt sumar. Yvonne forðaði sér af bóndabænum daginn áður en hún átti að fara í sláturhúsið og hefur ekki sést síðan í maí. Síðan þá hefur hún orðið að nokkurskonar þjóðhetju í Þýskalandi og um hana hafa spunnist sögur og sungnir söngvar. Á tímabili var vinsælasta lag Þýskalands baráttusöngur tileinkaður henni. 2.9.2011 15:52 Lúðvík hugsar sig um: Það mætir einhver á þingfund á mánudaginn „Þetta ber mjög skjótt að,“ segir Lúðvík Geirsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi en honum stendur til boða að taka þingsæti Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku frá og með mánudeginum næsta. 2.9.2011 15:23 Hættir á þingi til að læra siðfræði "Þetta er ákvörðun sem er tekin af mjög vandlega hugsuðu máli,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku. Spurð hvað komi til segist hún hafa verið að bræða með sér hugmyndina í nokkurn tíma. 2.9.2011 14:23 Konur á leið úr vændi fá athvarf Tímamót urðu í sögu Stígamóta í dag þegar nýtt kvennaathvarf fyrir konur á leið úr vændi og mansali var opnað. Vændi er falið og marar í kafi segir verkefnisstýra athvarfsins. 2.9.2011 22:00 Þórunn segir af sér þingmennsku Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku frá og með mánudeginum 5. september samkvæmt tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla. 2.9.2011 13:59 Sendiherra Ísraels í Tyrklandi sendur heim Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að reka sendiherra Ísraela úr landi. Ástæðan er ný skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu vinna þar sem árás ísraelskra hermanna á skipalest stuðningsmanna Palestínu en skipin voru á leið til Gaza strandar í maí 2010 þegar á þau var ráðist. 2.9.2011 13:58 Strætó-kort hækka í verði - stök fargjöld standa í stað Verð á mánaðar-, þriggja mánaða og níu mánaða strætókortum hækkar um 9-10% hinn 1. október næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá Strætó bs. 2.9.2011 13:53 Radarvörum stolið og fíkniefni gerð upptæk Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í gær og radarvara stolið úr þeim öllum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 2.9.2011 13:33 Ætlaði að ræna verslun en fann engan starfsmann Rétt tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnuð rán og þjófnað. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa rænt verslun 10-11 í Grímsbæ í desember á síðasta ári vopnaður hnífi. Maðurinn hafði rúmar fimmtán þúsund krónur upp úr krafsinu auk sígarettupakka samkvæmt ákærunni. 2.9.2011 13:03 Vill taka upp evru til þess að losna við verðtryggingu Formaður efnahags- og skattanefndar vill taka upp evru til að losna við verðtrygginguna. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum telur að afnám verðtryggingarinnar nú myndi fela í sér hærri raunvexti til lántaka en nú er. 2.9.2011 12:21 „Við höfum náð árangri og erum að vinna okkur út úr erfiðleikunum“ Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að framtíðin væri björt á Íslandi og ekki mætti tala efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar niður, og þannig draga kjarkinn úr þjóðinni. 2.9.2011 12:18 Þráinn stöðvaði afgreiðslu stjórnarfrumvarps Ekki var meirihluti fyrir því að afgreiða stjórnarfrumvarp um endurskoðun á Stjórnarráðsins á fundi allsherjarnefndar í morgun. Atkvæði Þráins Bertelssonar réð úrslitum. 2.9.2011 12:15 Öflugur jarðskjálfi undan ströndum Alaska Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Aleutian eyjum undan strönd Alaska en jarðskjálfti, 7,1 á Richter reið þar yfir í dag. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum af völdum skjálftans. Eyjurnar eru alls um 300 talsins og mjög strjálbýlar, þar búa um það bil átta þúsund manns. Í júní síðastliðnum reið svipað stór skjálfti yfir eyjarnar án þess að valda tjóni. 2.9.2011 12:14 Húsavíkurflug hefst á ný eftir langt hlé Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Húsavíkur næsta vor. Þrettán ár eru liðin frá því Flugfélag Íslands hætti Húsavíkurflugi en síðan hélt Mýflug uppi áætlunarflugi þangað um tveggja ára skeið en hætti árið 2000. 2.9.2011 11:43 Kuupik Kleist á leiðinni til landsins Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudag, 5. september til 7. september samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 2.9.2011 11:37 Hundruð krossa á Austurvelli Búið er að reka niður á annað hundrað krossa á grasinu fyrir framan Alþingi á Austurvelli. Um er að ræða mótæli á vegum heimavarnarliðsins, þess sama og stóð vörð fyrir utan heimili í Breiðagerði á dögunum. 2.9.2011 11:35 Skattur á rafbækur og tónlist stórlækkaður Efnahagsskattanefnd samþykkti í morgun að leggja til að lækka virðisaukaskatt á rafbækur og tónlist á netinu. Hingað til hefur skatturinn verið 25 prósent en verði tillagan samþykkt lækkar skatturinn niður í 7 prósent. 2.9.2011 10:53 Ferðamálafrömuðir fyrir norðan fagna áformum Nubo Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi fagnar áformum kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo að stefna að uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Nubo vill, eins og frægt er orðið, reisa glæsilegt hótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Í yfirlýsingu frá markaðsstofunni segir að öll ný fjárfesting í ferðaþjónustu sem fellur að lögum og reglum og fylgir markmiðum um sjálfbæra nýtingu og umhverfisvæna ferðaþjónustu sé af hinu góða. 2.9.2011 10:39 Ákærðir fyrir að lúberja mann - þurfti að sauma 25 spor Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar þeir lömdu tæplega þrítugan mann fyrir utan skemmtistaðinn Boston í október á síðasta ári. 2.9.2011 10:20 Sængurverasett með liðinu þínu Nú er hægt að kaupa sænguverasett með sínu íslenska íþróttafélagi. Það er Hagkaup sem lét framleiða fyrir sig um tíu þúsund eintök af settunum með einkennismerki og lit níu íþróttafélaga. 2.9.2011 09:27 Þingfundir hefjast í dag eftir sumarleyfi Þingfundir hefjast að nýju á Alþingi í dag klukkan hálfellefu að loknu sumarleyfi. Þingið mun starfa næstu tvær vikurnar en hlé var gert á 139. löggjafarþingi í sumar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þingstörf með munnlegri skýrslu um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og að henni lokinni taka við umræður um skýrsluna. 2.9.2011 08:52 Skallinn úr sögunni? Þeir sem eru byrjaðir að fá há kollvik ættu ekki að örvænta því samkvæmt nýrri rannsókn er búið að finna lausnina við hármissi. 2.9.2011 08:30 Borgaði partýhaldara fyrir að þegja Ítalskur kaupsýslumaður hefur verið handtekinn ásamt eignkonu sinni fyrir að hafa tekið við greiðslu frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í tengslum við ásaknir á hendur honum um að hafa hitt vændiskonur. 2.9.2011 08:27 Líklegri til að fá krabbamein Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum í New York þann 11. september árið 2001, eru nítján prósent líklegri til að þróa með sér krabbamein nú tíu árum eftir hryðjuverkaárásina. 2.9.2011 08:17 50 cent heimsótti krakka sem voru í Útey Rapparinn 50 Cent hitti í gær nokkur ungmenni sem lifðu af skotárásina í Útey í júlí síðastliðnum. Ungmennin eru, sem kunnugt er, enn að jafna sig eftir voðaverkin. 2.9.2011 07:58 Mun fá nafnið Lee eða Maria Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna fylgist nú grannt með gangi mála í Mexíkóflóa en þar hefur lægð myndast síðustu daga. 2.9.2011 07:56 Beit lögreglukonu í gegnum hanskann Lögreglukona var bitin í höndina þegar hún var að setja konu í fangaklefa á Hverfisgötu nú undir morgun. Konan brást illa við handtökunni og beit frá sér, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. 2.9.2011 07:50 Fjöldi undanþága veittur Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. 2.9.2011 06:30 Ánægjuleg þróun „Það er mjög ánægjulegt að þessi þróun heldur áfram, heildarendurheimtuhorfurnar batna og fé kemur hraðar inn þannig að handbært fé er orðið umtalsvert," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 06:00 Bretar og Hollendingar fá allt til baka "Þetta eru afskaplega góð tíðindi. Þetta sýnir að þær breytingar sem við gengumst fyrir í hruninu með neyðarlögunum, þegar innstæðum var skapaður forgangur, munu leiða til þess að innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái allt sitt til baka, jafnvel þó að þeir hafi verið með innstæður umfram það sem innstæðutryggingarkerfið átti að tryggja,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Erró opnar sýningu á morgun Íslenski málarinn Erró heldur í fyrsta skipti sýningu á teikningum sínum hér á landi allt frá því hann var tólf ára til dagsins í dag. Hann segir þær alla tíð hafa verið mikið feimnismál og hann hafi langt í frá verið talinn besti teiknarinn þegar hann var að læra. Hann verður áttræður á næsta ári og segist ekki taka það í mál að setjast í helgan stein. 2.9.2011 22:30
Púðluhundur bjargar dreng úr eldsvoða Púðluhundur bjargaði 19 ára dreng úr eldsvoða fyrr í dag í Utah í Bandaríkjunum. Hundurinn leiddi reyk-kafara og slökkviliðsmenn að drengnum sem svaf inni í brennandi húsi. 2.9.2011 21:50
Árangur skógræktar kemur í ljós Árangur skógræktarátaks, sem hófst fyrir tuttugu árum, er nú að koma í ljós og landið mun klæðast miklum skógi á næstu árum og áratugum, segir formaður Skógræktarfélags Íslands. Helsta áhyggjuefni skógræktarmanna er þó sauðkindin, enn sem fyrr. 2.9.2011 21:30
Enginn alvarlega slasaður eftir bílveltu Bíll valt í Ártúnsbrekkunni uppúr klukkan sjö í dag. Tveir farþegar voru í bílnum og voru þeir báðir fluttir á slysavarðstofu. Hvorugur reyndist alvarlega slasaður. 2.9.2011 21:15
Mannekla á frístundaheimilum Rúmlega þrjú hundruð og fimmtíu reykvísk börn hafa enn ekki fengið pláss á frístundaheimilum, en ellefu dagar eru síðan skólahald hófst. Allt kapp lagt á að manna stöður svo börnin komist að segir formaður íþrótta og tómstundaráðs. 2.9.2011 21:00
Þingfundir hefjast undir mótmælum Mótmælendur ráku hátt í 200 svarta krossa í túnið á Austurvelli þegar þingfundir hófust að nýju í morgun. Innan dyra Alþingis körpuðu þingmenn um árangur ríkisstjórnarinnar í baráttunni við efnahagsvandann. 2.9.2011 20:30
Perlan auglýst til sölu á morgun Perlan í Öskjuhlíð verður auglýst til sölu í dagblöðum á morgun. Perlan er ein þeirra eigna sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að selja í janúar síðastliðnum. Fasteignasalan Miklaborg sér um söluferlið. 2.9.2011 20:20
Ætlaði aldrei að verða lífstíðar þingmaður Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur sagt af sér þingstörfum og ætlar að hefja nám í Háskóla Íslands í haust. Tilkynningin kom þingmönnum í opna skjöldu í dag. 2.9.2011 20:00
Icesave ekki lokið Icesave málinu er ekki lokið þrátt fyrir að heimtur úr þrotabúi Landsbankans dugi fyrir allri kröfunni. Enn standa deilur yfir um málalyktir, en fjármálaráðherra segir að hægt hefði verið að ljúka málinu endanlega með síðustu Icesave samningum. 2.9.2011 19:30
Eiga ekki að þurfa að óttast mannorðsmorð Viðskiptaráðherra segir að fjárfestum megi ekki líða eins og þeir hætti á mannorðsmorð með því að fjárfesta á Íslandi. Hann spyr hvort efnisleg rök séu fyrir því að banna Kínverskum fjárfestum það sem Evrópubúum er leyfilegt. 2.9.2011 18:52
Nauðsynlegt að eyða í menntakerfið Dr. Jonathan R. Cole, mikill sérfræðingur í háskólamálum, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag. Á fyrirlestrinum fjallaði hann um stöðu og framtíð rannsóknarháskóla. 2.9.2011 18:30
Starfsmenn Kvikmyndaskólans boða til sáttafundar Eftir að starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands sendu frá sér sáttartillögu síðastliðinn miðvikudag hafa þeir lítið heyrt frá Menntamálaráðuneytinu. Stjórn Kvikmyndaskólans hefur hins vegar lýst sig reiðubúna til að fara yfir tillögur þeirra. Til þess að fylgja málinu eftir hafa starfsmenn skólans boðað deiluaðilana á sáttarfund, í stað þess að sitja með hendur í skauti og horfa á dagana "brenna upp". 2.9.2011 17:25
Formaður ungra Framsóknarmanna segir sig úr flokknum Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Sigurjón Norberg Kjærnested, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann fylgir því á eftir Guðmundi Steingrímssyni sem sagði sig úr flokknum í síðustu viku og situr sem óháður þingmaður. Þá sagði Einar Skúlason, varaþingmaður, sig einnig úr flokknum. 2.9.2011 16:51
Halda minningartónleika um Sissu Minningartónleikar um Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur verða haldnir í Hofi, menningarhúsinu á Akureyri, föstudaginn 30. september næstkomandi. Það eru stelpur á Meðferðarheimilinu á Laugalandi sem fengu þá hugmynd á vordögum að halda tónleika til þess að styrkja minningarsjóð Sissu, eins og hún var jafnan kölluð, en hún var í meðferð þar. Sissa lést í júní í fyrra eftir of stóran skammt af læknadópi aðeins 17 ára gömul. 2.9.2011 16:27
Langanesbyggð gagnrýnir kvótafrumvarp harðlega Sveitastjórn Langanesbyggðar skorar á sjávarútvegsráðherra að draga frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til baka. Sveitastjórnin lýsir ennfremur yfir þungum áhyggjum vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. 2.9.2011 16:21
Flóttakýrin Yvonne loksins fönguð Frægasta kýr Bæjaralands, flóttakýrin Yvonne, er kominn undir manna hendur eftir að hafa verið á æsilegum flótta í allt sumar. Yvonne forðaði sér af bóndabænum daginn áður en hún átti að fara í sláturhúsið og hefur ekki sést síðan í maí. Síðan þá hefur hún orðið að nokkurskonar þjóðhetju í Þýskalandi og um hana hafa spunnist sögur og sungnir söngvar. Á tímabili var vinsælasta lag Þýskalands baráttusöngur tileinkaður henni. 2.9.2011 15:52
Lúðvík hugsar sig um: Það mætir einhver á þingfund á mánudaginn „Þetta ber mjög skjótt að,“ segir Lúðvík Geirsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi en honum stendur til boða að taka þingsæti Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku frá og með mánudeginum næsta. 2.9.2011 15:23
Hættir á þingi til að læra siðfræði "Þetta er ákvörðun sem er tekin af mjög vandlega hugsuðu máli,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku. Spurð hvað komi til segist hún hafa verið að bræða með sér hugmyndina í nokkurn tíma. 2.9.2011 14:23
Konur á leið úr vændi fá athvarf Tímamót urðu í sögu Stígamóta í dag þegar nýtt kvennaathvarf fyrir konur á leið úr vændi og mansali var opnað. Vændi er falið og marar í kafi segir verkefnisstýra athvarfsins. 2.9.2011 22:00
Þórunn segir af sér þingmennsku Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku frá og með mánudeginum 5. september samkvæmt tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla. 2.9.2011 13:59
Sendiherra Ísraels í Tyrklandi sendur heim Stjórnvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að reka sendiherra Ísraela úr landi. Ástæðan er ný skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu vinna þar sem árás ísraelskra hermanna á skipalest stuðningsmanna Palestínu en skipin voru á leið til Gaza strandar í maí 2010 þegar á þau var ráðist. 2.9.2011 13:58
Strætó-kort hækka í verði - stök fargjöld standa í stað Verð á mánaðar-, þriggja mánaða og níu mánaða strætókortum hækkar um 9-10% hinn 1. október næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá Strætó bs. 2.9.2011 13:53
Radarvörum stolið og fíkniefni gerð upptæk Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í gær og radarvara stolið úr þeim öllum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 2.9.2011 13:33
Ætlaði að ræna verslun en fann engan starfsmann Rétt tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnuð rán og þjófnað. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa rænt verslun 10-11 í Grímsbæ í desember á síðasta ári vopnaður hnífi. Maðurinn hafði rúmar fimmtán þúsund krónur upp úr krafsinu auk sígarettupakka samkvæmt ákærunni. 2.9.2011 13:03
Vill taka upp evru til þess að losna við verðtryggingu Formaður efnahags- og skattanefndar vill taka upp evru til að losna við verðtrygginguna. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum telur að afnám verðtryggingarinnar nú myndi fela í sér hærri raunvexti til lántaka en nú er. 2.9.2011 12:21
„Við höfum náð árangri og erum að vinna okkur út úr erfiðleikunum“ Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að framtíðin væri björt á Íslandi og ekki mætti tala efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar niður, og þannig draga kjarkinn úr þjóðinni. 2.9.2011 12:18
Þráinn stöðvaði afgreiðslu stjórnarfrumvarps Ekki var meirihluti fyrir því að afgreiða stjórnarfrumvarp um endurskoðun á Stjórnarráðsins á fundi allsherjarnefndar í morgun. Atkvæði Þráins Bertelssonar réð úrslitum. 2.9.2011 12:15
Öflugur jarðskjálfi undan ströndum Alaska Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Aleutian eyjum undan strönd Alaska en jarðskjálfti, 7,1 á Richter reið þar yfir í dag. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum af völdum skjálftans. Eyjurnar eru alls um 300 talsins og mjög strjálbýlar, þar búa um það bil átta þúsund manns. Í júní síðastliðnum reið svipað stór skjálfti yfir eyjarnar án þess að valda tjóni. 2.9.2011 12:14
Húsavíkurflug hefst á ný eftir langt hlé Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Húsavíkur næsta vor. Þrettán ár eru liðin frá því Flugfélag Íslands hætti Húsavíkurflugi en síðan hélt Mýflug uppi áætlunarflugi þangað um tveggja ára skeið en hætti árið 2000. 2.9.2011 11:43
Kuupik Kleist á leiðinni til landsins Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudag, 5. september til 7. september samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 2.9.2011 11:37
Hundruð krossa á Austurvelli Búið er að reka niður á annað hundrað krossa á grasinu fyrir framan Alþingi á Austurvelli. Um er að ræða mótæli á vegum heimavarnarliðsins, þess sama og stóð vörð fyrir utan heimili í Breiðagerði á dögunum. 2.9.2011 11:35
Skattur á rafbækur og tónlist stórlækkaður Efnahagsskattanefnd samþykkti í morgun að leggja til að lækka virðisaukaskatt á rafbækur og tónlist á netinu. Hingað til hefur skatturinn verið 25 prósent en verði tillagan samþykkt lækkar skatturinn niður í 7 prósent. 2.9.2011 10:53
Ferðamálafrömuðir fyrir norðan fagna áformum Nubo Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi fagnar áformum kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo að stefna að uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Nubo vill, eins og frægt er orðið, reisa glæsilegt hótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Í yfirlýsingu frá markaðsstofunni segir að öll ný fjárfesting í ferðaþjónustu sem fellur að lögum og reglum og fylgir markmiðum um sjálfbæra nýtingu og umhverfisvæna ferðaþjónustu sé af hinu góða. 2.9.2011 10:39
Ákærðir fyrir að lúberja mann - þurfti að sauma 25 spor Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar þeir lömdu tæplega þrítugan mann fyrir utan skemmtistaðinn Boston í október á síðasta ári. 2.9.2011 10:20
Sængurverasett með liðinu þínu Nú er hægt að kaupa sænguverasett með sínu íslenska íþróttafélagi. Það er Hagkaup sem lét framleiða fyrir sig um tíu þúsund eintök af settunum með einkennismerki og lit níu íþróttafélaga. 2.9.2011 09:27
Þingfundir hefjast í dag eftir sumarleyfi Þingfundir hefjast að nýju á Alþingi í dag klukkan hálfellefu að loknu sumarleyfi. Þingið mun starfa næstu tvær vikurnar en hlé var gert á 139. löggjafarþingi í sumar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þingstörf með munnlegri skýrslu um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og að henni lokinni taka við umræður um skýrsluna. 2.9.2011 08:52
Skallinn úr sögunni? Þeir sem eru byrjaðir að fá há kollvik ættu ekki að örvænta því samkvæmt nýrri rannsókn er búið að finna lausnina við hármissi. 2.9.2011 08:30
Borgaði partýhaldara fyrir að þegja Ítalskur kaupsýslumaður hefur verið handtekinn ásamt eignkonu sinni fyrir að hafa tekið við greiðslu frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í tengslum við ásaknir á hendur honum um að hafa hitt vændiskonur. 2.9.2011 08:27
Líklegri til að fá krabbamein Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum í New York þann 11. september árið 2001, eru nítján prósent líklegri til að þróa með sér krabbamein nú tíu árum eftir hryðjuverkaárásina. 2.9.2011 08:17
50 cent heimsótti krakka sem voru í Útey Rapparinn 50 Cent hitti í gær nokkur ungmenni sem lifðu af skotárásina í Útey í júlí síðastliðnum. Ungmennin eru, sem kunnugt er, enn að jafna sig eftir voðaverkin. 2.9.2011 07:58
Mun fá nafnið Lee eða Maria Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna fylgist nú grannt með gangi mála í Mexíkóflóa en þar hefur lægð myndast síðustu daga. 2.9.2011 07:56
Beit lögreglukonu í gegnum hanskann Lögreglukona var bitin í höndina þegar hún var að setja konu í fangaklefa á Hverfisgötu nú undir morgun. Konan brást illa við handtökunni og beit frá sér, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. 2.9.2011 07:50
Fjöldi undanþága veittur Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. 2.9.2011 06:30
Ánægjuleg þróun „Það er mjög ánægjulegt að þessi þróun heldur áfram, heildarendurheimtuhorfurnar batna og fé kemur hraðar inn þannig að handbært fé er orðið umtalsvert," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 06:00
Bretar og Hollendingar fá allt til baka "Þetta eru afskaplega góð tíðindi. Þetta sýnir að þær breytingar sem við gengumst fyrir í hruninu með neyðarlögunum, þegar innstæðum var skapaður forgangur, munu leiða til þess að innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái allt sitt til baka, jafnvel þó að þeir hafi verið með innstæður umfram það sem innstæðutryggingarkerfið átti að tryggja,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 06:00