Fleiri fréttir

Búið að yfirbuga byssumanninn - tók fólk í gíslingu

Lögreglan í Eistlandi hefur yfirbugað byssumann sem réðst inni í varnarmálaráðuneyti Eistlands í Tallinn síðdegis á staðartíma í dag. Ekki er vitað hvort einhver hafi særst í árásinni en skothvellir og sprengingar heyrðu frá byggingunni. Eistneskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi tekið starfsfólk í gíslingu.

Mæður og ömmur hjartveikra barna fengu fyrstu glossin

Góðgerðafélagið „Á allra vörum" afhenti í dag fyrstu Dior-glossin nokkrum mæðrum og ömmum sem allar hafa kynnst því á eigin skinni að eiga hjartveik börn. Átakið hefst formlega á morgun en um er að ræða fjórðu landssöfnun samtakanna. Í ár beinir „Á allra vörum" kastljósinu að Neistanum og málefnum hjartveikra barna, en um 70 börn greinast með hjartagalla árlega. Sérstakt hjartatæki fyrir börn á Barnaspítala Hringsins er nú komið til ára sinna og er veruleg vöntun á endurnýjun. Mikið álag er á tækið þar sem það er eitt sinnar tegundar á landinu og notað oft á dag til að greina tilfelli í fóstrum svo og nývoðungum. „Það er með gleði og bjartsýni í hjarta sem við leggjum af stað í þessa fjórðu ferð okkar því málefnið er bæði þarft og viðráðanlegt. Tilhugsunin um að svona tæki bjargi litlum mannslífum og hjörtum barnanna okkar, gerir það einnig auðveldara og vonumst við stöllur til þess að þjóðin taki okkur jafn vel og undanfarin ár", segir Gróa Ásgeirsdóttir ein forsvarskvenna félagsins. Átakið hefst 12. ágúst og þá með sölu á hinum landsþekktu „Á allra vörum" varaglossum frá Dior. Tveir nýir litir verða í boði og fást þeir hjá viðurkenndum Dior snyrtivöruverslunum um land allt. Einnig verður hægt að panta gloss hjá Neistanum, Síðumúla 6

Kráareigendum varla treystandi fyrir afslætti

Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna segir að mikil hugarfarsbreyting þurfi að hafa orðið hjá veitingamönnum til þess að hann treysti þeim til þess að skila lækkun á verði á bjór og léttvíni til viðskiptavina sinna.

Vatnslaust á Akureyri

Bilun er í stofnlögn hitaveitu sem fæðir efra Gerðahverfið á Akureyri. Verið er að garfa niður á lögnina og undirbúa viðgerð, en taka þarf vatn af hverfinu á meðan á viðgerðinni stendur.

Lýst eftir 15 ára pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Lúðvík Þorgrímssyni sem hvarf frá heimili sínu í Reykjavík fimmtudaginn fjórða ágúst. Jóhann Lúðvík er um 170 cm á hæð, dökkhærður og stuttklipptur, um 60 kg á þyngd. Þegar hann hvarf var hann klæddur í hvítan og gráan vindjakka, og rauðar joggingbuxur, líklega í hvítum skóm. Þeir sem hafa orðið varir við eða vita um ferðir Jóhanns Lúðvíks eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.

Íslandsdagur í Eistlandi - Retro Stefson og Hjaltalín koma fram

Sérstakur Íslandsdagur verður haldinn í Tallinn, höfuðborgar Eistlands, 21. ágúst næstkomandi. Það er gert í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands.

Ætla að loka frelsisstyttunni

Frelsisstyttan fræga í New York verður lokuð næsta árið en hún er í brýnni þörf fyrir ítarlegt viðhald. Styttan er einn vinsælasti ferðamannastaður heimsins og gert er ráð fyrir því að viðgerðin kosti rúma þrjá milljarða króna.

Breivik kurteis við yfirheyrslur

Lögreglumaðurinn sem yfirheyrir fjöldamorðingjann Anders Breivik segir að þeir tali saman á þægilegum nótum og engin tilraun sé gerð til þess að brjóta Breivik niður.

Stálu gróðurhúsalömpum

Brotist var inn í verslun við Akralind í Kópavogi í nótt og þaðan stolið gróðurhúsalömpum. Þjófurinn er ófundinn, en grunur leikur á að hann ætli að nota þá til kannabisræktunar.

Bjarni Ben: Ekki minni fjárfestingar síðan 1944 - hækkun skatta glapræði

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárfestingar hér á landi ekki hafa verið minni í sextíu og sjö ár eða frá lýðveldisstofnun. Því telur hann brýnt að ráðist verði í augljósar fjárfestingar sem allra fyrst. Hann segir algjört glapræði að ætla að hækka skatta ennfrekar.

Íslendingar bjarga 21 þúsund börnum

Um 9.800 manns hafa gefið í söfnun Rauða krossins vegna hungarsneyðar í Sómalíu með því að hringja í söfnunarsímann 904-1500. Þannig hafa safnast tæpar 15 milljónir króna en söfnunarfé Rauða krossins er nú komið upp í 31 milljón.

Þýski Jack Sparrow höfðar mál gegn Disney

Marcus Off, sem ljáði Johnny Depp rödd sína sem Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean-myndunum í Þýskalandi, hefur höfðað mál gegn kvikmyndafyrirtækinu Disney. Hann segir að framlag hans til myndanna hafi verið vanmetið.

Arion banki styrkir Hörpu

Arion banki verður fyrsti og einn helsti bakjarl tónlistarviðburða í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Samningur þess efnis verður undirritaður í dag.

"Tróju-treyjum“ dreift til nýnasista

Þýskir nýnasistar glöddust á dögunum þegar þeir mættu á rokkhátíð í Austur-Þýskalandi og fengu að gjöf forláta stuttermabol sem á var prentuð hauskúpa. Fyrir neðan myndina stóð "Hardcore - Rebellen" eða "Gallharðir uppreisnarmenn". Þetta féll tónleikagestum afar vel í geð og fengu færri bolina en vildu. Bolirnir voru hinsvegar þeim göldrum gæddir að þegar þeir fara í þvottavél koma dulin skilaboð í ljós. Skilaboðin eru frá samtökunum Exit sem einbeita sér að því að reyna að fá nýnasista í Þýskalandi til þess að snúa frá villu síns vegar.

Hjólar syngjandi hringinn kringum Ísland

Enski hjólagarpurinn og söngvarinn Daniel Hutton mun hjóla hringinn kringum Ísland í ágúst og september til þess að safna fé til góðgerðarmála. Ekki nóg með það, heldur mun Hutton syngja alla leiðina.

Gæsluvarðhald yfir nauðgara staðfest - rannsókn að ljúka

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tuttugu og fimm ára gömlum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað ungri konu í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi til 2. september næstkomandi.

Forsætisráðherra Japan ætlar að segja af sér

Japanski forsætisráðherrann Naoto Kan sagðist í gær ætla að segja af sér um leið og ný frumvörp sem tengjast uppbyggingu eftir jarðskjálftann í mars fara í gegnum þingið. Búist er við því að Kan hverfi á braut í lok mánaðarins. Forsætisráðherrann hefur verið undir miklum þrýstingi og hafa vinsældir hans hríðfallið síðustu mánuði.

Norður-Kóreumenn segjast hafa verið að byggja hús

Norður-Kóreumenn vísa því á bug að hafa skotið á nágranna sína í suðri eins og greint var frá í gær. Þeir segja að Suður-kóreskir hermenn hafi haldið að sprengingar frá byggingarsvæði nálægt landamærunum hafi verið hávaði frá stórskotaliði.

Hefnt fyrir drápin á sérsveitarmönnum

Bandarískur hershöfðingi í Afganistan segir að hópi Talíbana sem talinn er hafa staðið á bakvið árás á Chinook þyrlu hersins á dögunum hafi verið útrýmt í loftárás á mánudaginn.

Hætta getur stafað af fölsuðum snyrtivörum

Slá má því föstu að falsaðar snyrtivörur séu í umferð hér á landi. Um er að ræða eftirlíkingar af þekktum merkjum sem ekki hafa gengist undir nauðsynlegar prófanir á efnainnihaldi og er því hætta á ofnæmi og ýmsum húðkvillum af notkun þeirra.

Sýrlenskir skriðdrekar draga sig í hlé

Sýrlenskir skriðdrekar fóru í gærkvöldi frá borginni Hama eftir vikulanga árásarhrinu á borgina sem er eitt af höfuðvígjum mótmælenda í landinu.

Útgerðarmenn taka illa í hækkun veiðigjalds

Hugmyndir stjórnvalda um að hækka en veiðigjald til að afla tekna upp í fjárlagagatið, mæta andstöðu útgerðarmanna. Gjaldið er nú sex krónur og 44 aurar á hvert þorskígildiskíló, en þegar er búið að boða hækkun upp í níu krónur og 46 aura á nýju fiskveiðiári, sem hefst um mánaðamótin.

Brennuvargar á ferð í nótt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við tveimur íkveikjum í gærkvöldi og í nótt. Fyrst var kveikt í ruslagámi við verslanamiðstöð við Fjallkonuveg í Grafarvogi laust fyrir miðnætti.

Makríll í miklu magni suður af Látrabjargi

Skipverjar á þremur smábátum sigldu í gegnum vaðandi makríltorfur nokkrar sjómílur suður af Látrabjargi í gær og kraumaði yfirborð sjávarins eins og sjóðandi vatn í potti, eins og einn sjómaðurinn lýsti því.

Vilja lægra bjórverð svo gestir komi fyrr

Félag kráareigenda leggur til að veitingastaðir fái bjór og léttvín á sérkjörum svo að hægt verði að bjóða upp á slíkar veigar á hagstæðu verði. Arnar Þór Gíslason, sem rekur Enska barinn, Dönsku krána og Oliver, segir að með þessu móti mætti bæta vínmenningu landans og minnka álag hjá lögreglunni.

Dómsmál ef álögur lækka ekki

Verði reglum ekki breytt til samræmis við álit umboðsmanns Alþingis, sem segir fyrirkomulag tollaálagningar á innfluttar landbúnaðarvörur ólöglegar, verður málið kært til dómstóla. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ).

Efnahagsbrotamál undir einn hatt

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara verða sameinuð um næstu mánaðamót samkvæmt lögum sem þá taka gildi. Við gildistöku laganna flyst rannsókn mála, er undir efnahagsbrotadeild heyra, ákæruvald og sókn þeirra mála sem þegar sæta ákærumeðferð fyrir dómstólum af hálfu ríkislögreglustjóra, frá embætti RLS til embættis sérstaks saksóknara.

Skoða aðgerðir vegna ofsaaksturs á hálendi

„Það er umhugsunarefni hvort eðlileg viðbrögð séu að fylgja fordæmi ýmissa nágrannaþjóða okkar þar sem gert er ráð fyrir að innlendur aðili sé með í öllum ferðum um viðkvæm svæði.“

Athygli kynnir ESB á Íslandi

Evrópusambandið hefur valið fyrirtæki til að sjá um kynningar- og upplýsingaskrifstofu sambandsins á Íslandi.

Fór þriggja kílómetra lengri leið til Úteyjar

Lögreglan í Noregi hefur vísað á bug fréttum þess efnis að hægt hefði verið að komast frá Ósló í Útey á mun styttri tíma þegar hryðjuverk voru framin á stöðunum tveimur.

Kútvelta yfir Kollafirði

Nokkrir ungir ofurhugar héldu í flugferð á dögunum þar sem þrjár vélar af Yak-gerð flugu yfir Kollafjörð og nærsveitir. Til tíðinda dró í fjögur þúsund fetum þegar Skúli Þórarinsson stóð upp úr sæti sínu, gekk fram á væng með fallhlíf á bakinu og kvaddi flugmanninn, Snorra Bjarnvin Jónsson. Þá lagðist hann niður á vænginn og hélt fast á meðan Snorri kútvelti flugvélinni í heilan hring.

Óku inn í hóp og drápu þrjá

Þrír menn létust í óeirðum í Birmingham aðfaranótt miðvikudags. Mennirnir, sem voru á aldrinum 20 til 31 árs, voru í hópi fólks sem reyndi að verja verslanir í hverfi sínu fyrir þjófum þegar bíl var ekið á þá. Ökumaðurinn flúði af vettvangi en maður er nú í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa valdið dauða mannanna. Atvikið er rannsakað sem morðmál.

Fjöldi hugmynda kominn fram

Þátttaka í hugmyndaleit um framtíðarskipulag á Þingvöllum hefur verið góð. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður er ánægður með þátttökuna, en segist þó búast við að íslenska aðferðin verði í hávegum höfð; að flestar tillögur komi síðustu vikuna.

Heppinn Norðmaður fær 120 milljónir

Það var heppinn Norðmaður sem var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld og fær hann um 120 milljónir króna í sínar hendar.

Leðurblaka laus í flugvél

Það er ekki á hverjum degi sem þú sest upp í flugvél og í miðju flugi byrjar leðurblaka að fljúga um flugvélina. Farþegar um borð í vél flugfélagsins Delta lentu í því í dögunum.

Guðlaugur Þór: Stjórnvöld brutu lög

Stjórnvöld brutu lög þegar þau höndluðu sjálf eignarhlut sinn í SpKef og Byr í stað þess að láta Bankasýslu ríkisins hafa umsjón með málunum, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Bankasýslan hafi sjálf búist við að halda utan um hlut ríkisins í fyrirtækjunum.

Hafa svigrúm til að lækka bensínið um fimm krónur

Framkvæmdastjóri félags íslenskra bifreiðaeigenda segir verðlækkun bensínstöðva í Danmörku sýna að olíufélögin á Íslandi hafa svigrúm til að lækka lítraverðið á eldsneyti um fjórar krónur. Það sé í takt við heimsmarkaðsverðið.

Yfir ellefu hundruð handteknir

Forsætisráðherra Bretlands segir allt verða gert til að hefta óeirðirnar í landinu. Litið verði framhjá persónuverndarlögum og myndir úr eftirlitsmyndavélum gerðar opinberar til að koma óeirðarseggjum bak við lás og slá. Óeirðirnar, sem hófust í Tottenham á laugardag, hafa breiðst út til fleiri borga.

Sjá næstu 50 fréttir