Fleiri fréttir Deilt um hvalveiðar Íslendinga: "James Bond skýtur þarna yfir markið" Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að bregðast við opinberri fordæmingu leikarans Pierce Brosnan á hvalveiðum Íslendinga. Brosnan, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er harðorður í garð Íslendinga í opnu bréfi þar sem hann hvetur Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til aðgerða "Það er kominn tími til að senda Íslandi skilaboð sem ekki er hægt að hunsa: Viðskiptaþvinganir," skrifar Brosnan í bréfinu sem birtist í bandarískum fjölmiðlum á dögunum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, segir Brosnan ekki fara með rétt mál að öllu leyti í bréfinu þar sem hann sakar Íslendinga um ómannúðlegar slátranir á hvölum og vill að þeir gjaldi fyrir það í eitt skipti fyrir öll. "Þarna skýtir James Bond yfir markið sem er nú heldur ólíkt honum," segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann bendir raunar á að nokkuð sé síðan Brosnan hætti að leika njósnara hennar hátignar og kannski sé það ástæða þess að honum er farið að förlast. Stutt er síðan Barack Obama ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við hvalveiðibann og hafnar hann alfarið veiðum í vísindaskyni. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér nýverið segir að Bandaríkjastjórn hafi verulegur áhyggjur vegna aðgerða íslenskra og norskra fyrirtækja til að endurræsa alþjóðlega verslun með hvalaafurðir. Bréf Brosnan má lesa hér í heild sinni á Huffington Post. 9.8.2011 15:47 Ber við minnisleysi en telur sig sekan Sakborningurinn í heiðmerkurmálinu ber enn við minnileysi en telur þó að ekki komi til greina að annar aðili gæti átt sök í málinu en hann sjálfur. 9.8.2011 15:00 Nemar við Kvikmyndaskólann ánægðir með viðbrögð Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í morgun á móti áskorun þess að efnis að gera tafarlaust samning við Kvikmyndaskóla Íslands og tryggja þannig rekstrarhæfi skólans. Á aðeins þremur sólarhringum hafa hátt í 3.300 manns undirritað áskorunina. 9.8.2011 14:29 Skólavörðustígurinn verður göngugata enn um sinn Ákveðið hefur verið að Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis verði göngugata til mánudagsins 15. ágúst. Í tilkynningu frá borginni segir að með þessu séu yfirvöld að koma til móts við rekstraraðila við götuna sem óskuðu sérstaklega eftir því að áfram yrði lokað fyrir bílaumferð til þess að greiða fyrir aðgengi gangandi og hjólandi og til að efla mannlíf. 9.8.2011 14:24 Víkingabátur fórst við Hjaltlandseyjar Sjö manns var bjargað þegar rúmlega fjörutíu feta norskur víkingabátur fórst á leiðinni til Hjaltlandseyja í gær. Báturinn er rársigldur og byggingarlagið frá tólftu öld. Báturinn heitir Drekavængur og undanafarin ár hefur hann verið notaður til að sigla með hópa við strendur Noregs. 9.8.2011 14:24 Tuggið í takt á Hrafnistu í Kópavogi Heimilisfólkið á Hrafnistu í Kópavogi efndi til grillveislu í hádeginu í dag. Þar var boðið upp á grillkjöt og ís í góða veðrinu, og liprir harmonikuleikarar sáu til þess að allir gátu tuggið í takt í veislunni. 9.8.2011 14:24 Lokað þinghald í Heiðmerkurmáli Þinghald verður lokað í máli manns sem varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk fyrr á þessu ári. Saksóknari fór fram á lokað þinghald og var samið um að það yrði raunin. Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan tvö. Maðurinn, sem er tuttugu og fimm ára gamall, er ósakhæfur að mati geðlækna. Hann var handtekinn við Landspítalann í Fossvogi í maí. Þangað hafði hann keyrt með lík barnsmóður sinnar í farangursgeymlu bílsins og gaf sig fram. Móðir mannsins segir kerfið hafa brugðist syni sínum, en hann var útskrifaður af geðdeild skömmu áður. 9.8.2011 14:16 Gengur vel að ná rútunni upp úr Blautulónum Vel gengur að ná rútunni upp úr Blautulónum að sögn varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli, en unnið hefur verið að því að koma rútunni á þurrt land frá því í gærkvöldi. 9.8.2011 14:05 Strandveiðar stöðvaðar á vestursvæði á miðnætti Strandveiðar verða stöðvaðar á svonefndu vestursvæði, eða frá Snæfellsnesi að Súðavík við Ísafjarðardjúp, frá og með miðnætti í kvöld, þar sem bátarnir eru umþaðbil að klára ágústkvótann. 9.8.2011 13:19 Krabbameinssjúk móðir: "Fékk djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun" "Ég hef svo miklar áhyggjur af fjármálum að ég er byrjuð að taka róandi. Af og til á milli kvíðakasta yfir þessu man ég eftir þessum lífshættulegu veikindum mínum, áhyggjur fyrir þeim komast ekki með tærnar þar sem fjármálaáhyggjurnar hafa hælana," segir Rakel Sara Magnúsdóttir, 28 ára tveggja barna móðir sem greindist með eitlakrabbamein árið 2004. Hún fékk beinmerg frá litla bróður sínum á síðasta ári en það dugði ekki til. Krabbameinið er komið aftur og Rakel Sara er í enn einni krabbameinsmeðferðinni. Hún hefur þegið bætur frá Tryggingastofnun þar sem hún hefur verið óvinnufær vegna veikinda. Nú þarf hún hins vegar að endurgreiða hluta bótanna og fjárhagsstaðan verri en nokkru sinni fyrr. "Fyrir nokkrum dögum fékk ég djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun sem er að rukka mig um nokkur hundruð þúsund vegna ofgreiddra bóta. Þessar svokölluðu ofgreiddu bætur voru nógu ömurlegar og hvað þá eftir að búið er að lækka þær um 70 þúsund," segir Rakel Sara á bloggsíðu sem hún heldur úti og segir frá baráttu sinni við krabbameinið. "Dagurinn sem bréfið kom, byrjaði ég á því að kasta upp og leggjast upp í rúm og hágráta. Ég hef ekki grátið síðan ég bugaðist þarna einu sinni í mergskiptunum, ég er greinilega að bugast núna og get ekkert gert í því," segir hún. Rakel Sara hafnaði viðtali þegar blaðamaður hafði samband við hana, hún sagðist búin andlega en velkomið væri að vitna í bloggið hennar. Hún er nýlegar byrjuð aftur í rabbameinsmeðferð og fékk stóran frumuskamt fyrir rúmri viku. "Ég er ekki orðin alvöru veik en það er að skella á núna. Ég er búin að vera svo lengi í þessu veikindum að mér finnst ég oft ekki fá skilning á því að ég er lífshættulega veik. Það er eins og sumt fólk sé bara búið að gleyma því að ég er veik af því að ég lít vel út og er með hár á hausnum," segir hún. Í samtali við fréttastofu tekur Rakel Sara fram að hún skilji ekki af hverju Tryggingastofnun rukki hana um endurgreiðslu, en dettur helst í hug að dagpeningar sem hún hafi fengið þegar hún var í beinmergsskiptunum hafi orðið til þess að stofnunina telur hana hafa fengið of mikið greitt. Þeir dagpeningar hafi þó komið frá Tryggingastofnun sjálfri. Rakel Sara segir erfitt að þiggja fjárhagsaðstoð og líði hreinlega eins og "aumingja" en eftir hvatningu frá lesendum bloggsíðunnar sem sögðust vilja leggja henni lið fjárhagslega hefur Rakel Sara birt þar reiknisnúmerið sitt sem er 0117-26-7989 og kennitalan 080583-4949. Bloggsíða Rakelar Söru er hér. http://rakelprinsessa.blog.is/blog/rakelprinsessa/ 9.8.2011 13:00 Maður skotinn til bana í Lundúnum Tuttugu og sex ára gamall maður sem varð fyrir skoti í Lundúnum í gær, lést á sjúkrahúsi í dag. Þetta er fyrsta dauðsfallið frá því óeirðirnar hófust síðastliðið laugardagskvöld. 9.8.2011 12:49 Nýjar þjónustuíbúðir aldraðra rísa við Sléttuveg Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, og Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, hafa undirritað þjónustusamning um rekstur þjónustukjarna fyrir aldraða í Reykjavík. 9.8.2011 12:28 Engar hækkanir á vaski eða tekjuskatti einstaklinga Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að engar hækkanir verði á virðisaukaskatti eða tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. 9.8.2011 11:57 Íslenskir listamenn taka nýtt merki í notkun BÍL - Bandalag íslenskra listamanna hefur tekið í notkun nýtt merki, hannað af Kristjáni E. Karlssyni. Þá hefur heimasíða BÍL verið uppfærð og endurnýjuð í stíl við nýja merkið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að höfundir merkisins segi um það: „Ef vel er að gáð má finna vott af íslenskri formgerð í notkun mynsturs, þó er form merkisins að hluta byggt upp eins og MANDALA (sem þýðir hringur), með föstum kjarna, miðpunkti (Bandalagið). Í heild sinni rúmar það hugmyndir eins og t.d.: listir, upphrópun (Sjáðu mig!), hljóðbylgjur, útgeislun, sköpunarkraft, hringleikhús, örveru, guðlega veru - sjálfa listagyðjuna ef vel er að gáð... Hringformið hefur jú sterka tilvísun í form sólarinnar með allri sinni útgeislun enda oft látin tákna sjón og skynjun. (sbr. Sólin sem augu Seifs í grískri goðafræði). En með einfaldri litabreytingu er hægt að gefa merkinu mismunandi dýpt og skírskotun eftir þörfum. " Nýja vefsíðu BÍL má sjá hér. 9.8.2011 11:32 Nafnlaus hetja húðskammar óeirðaseggi Myndband þar sem miðaldra kona frá Vestur Indíum húðskammar óeirðaseggi í Hackney-hverfinu í London hefur farið eins og eldur um sinu í netheimum. Sá sem náði ræðu hennar á myndband fyrir tilviljun, Matthew Moore, segir að þessi hugrakka kona hafi horfið áður en hann náði nafninu hennar. Þeir sem hafa horft á ræðuna segja hana hafa komið í orð nákvæmlega það sem þeir eru að hugsa og hafa sumir gengið svo langt að segja að þessi nafnlausa hetja eigi að verða næsti forsætisráðherra. Meðal þess sem konan hrópar að skemmdarvörgum og ofbeldismönnum er að þeir séu sannarlega ekki að berjast fyrir neinn málstað heldur einfaldlega að brenna skóbúðir. Myndbandið er hér meðfylgjandi. 9.8.2011 11:30 Liðsauki lögreglu streymir til Lundúna David Cameron forsætisráðherra Bretlands hélt fund með COBRA nefndinni svokölluðu í morgun en hún er annars sjaldnast kölluð saman nema á stríðstímum þegar þjóðaröryggi er ógnað. Og forsætisráðherrann talaði tæpitungulaust við fréttamenn á eftir. 9.8.2011 11:25 Ársverkum lögreglunnar fækkar Fækkun á ársverkum lögreglumanna nemur 11% frá árinu 2006 samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2010. Í skýrslunni er ástæða fækkunarinnar sögð vera sú að embættin hafi oft ekki ráðið í þær stöður sem losnað hafa, vegna niðurskurðarkröfu sem þau hafa þurft að mæta af hálfu stjórnvalda. 9.8.2011 11:25 Lögreglan ætlar að kanna ökurita tékknesku fjallarútunnar Nú er verið að flytja stóra beltagröfu á dráttarbíl eftir Fjallabaksleið Nyrðri, áleiðis að Blautulónum, til að ná tékkneskri fjallarútu upp úr lónunum, þar sem hún hefur verið á kafi frá því á laugardag. 9.8.2011 11:14 Malbikun við Kringluna Unnið verður í dag við malbikun á Kringlunni, austur akrein við innkeyrslu að bílastæðahúsi við Kringluna. Byrjað var um klukkan hálf átta í morgun, götukaflanum þá lokað og verður hann lokaður fram að hádegi. Einnig verður unnið við malbikun á rampa frá Kringlunni inn á Miklubraut þegar ekið er til austurs. Byrjað verður á þeim kafla strax á eftir fyrri kaflanum og kaflinn hafður lokaður fram eftir degi. Frárein frá bensínstöð inn á Miklubraut lokast einnig. Ökumenn eru beðnir að fara eftir vegmerkingum og aka með gát. 9.8.2011 11:03 Vilja nefndarfund um stöðuna á mörkuðum Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Efnahags- og skattanefnd hafa óskað efti fundi í nefndinni sem fyrst í þessari viku til þess að ræða þær hræringar sem nú eru á alþjóðamörkuðum. 9.8.2011 10:59 Engar afbókanir til Lundúna Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið ekki hafa orðið vart við neinar afbókanir á flugum til London vegna óeirðanna sem standa nú yfir í höfuðborg Bretlands. 9.8.2011 10:49 Rændu dreng sem slasaðist í óeirðunum Ógnvænlegar myndir og myndbönd frá óeirðunum á Englandi hafa vakið óhug um allan heim. Ekkert lát virðist vera á óöldinni og meðfylgjandi myndband sýnir ungan dreng lenda illilega í nokkrum hrottum sem fara um göturnar rænandi og ruplandi. 9.8.2011 10:35 Handtekinn fyrir að skilja barn eftir í bíl Íslenskur fjölskyldufaðir var handtekinn í Bandaríkjunum fyrir að skilja tveggja ára dóttur sína eftir sofandi í bíl í steikjandi hita. Hann kom heim í gærmorgun eftir að hafa verið í farbanni í New Jersey í þrjár vikur. Fréttastofa RÚV greindi frá málinu í gær. Foreldrar stúlkunnar skildu hana eftir í bílnum á meðan þau fóru inn í verslun, ásamt eldri börnum sínum. Þegar þau komu út var búið að kalla til lögreglu enda ólöglegt að skilja börn eftir í bílum í Bandaríkjunum. Alls hafa 22 bandarísk börn dáið úr hita í bílnum það sem af er þessu ári en í síðasta mánuði fór hitinn yfir 40 stig á þessu svæði. Í samtali við RÚV segir fjölskyldufaðirnn að heimska og hugsunarleysi hafi ráðið því að stúlkan var skilin eftir. Hann vildi annars ekki veita fréttastofu viðtal. Honum var sleppt úr fangelsi sama dag og hann var handtekinn gegn því að hann skildi vegabréf sitt eftir. Móðirin fékk að fara aftur til Íslands með börnin eftir viðtal við barnaverndaryfirvöld. "Íslenski sendiherrann beitti sér í málinu og lýsti því í bréfi hvernig alsiða væri á Íslandi að láta lítil börn sofa úti á almannafæri, í barnavögnum og bílum. Niðurstaðan varð sú að saksóknari bauð föðurnum að láta málið niður falla ef hann játaði á sig ósæmilega hegðun á almannafæri og greiddi sekt," segir á vef RÚV. 9.8.2011 10:05 Auðgunar- og hegningarlagabrotum fjölgar Hegningarlaga- og auðgunarbrotum fer fjölgandi milli ára, samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2010. Kynferðisbrotum, manndrápum og líkamsmeiðingum fer hinsvegar fækkandi. 9.8.2011 10:01 Þrjár nauðganir til lögreglunnar Þrjú nauðgunarmál hafa borist á borð kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar síðustu verslunarmannahelgar. Öll atvikin áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu og konurnar fóru allar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 9.8.2011 10:00 Bubbi hefur selt fleiri en 320 þúsund plötur „Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. 9.8.2011 09:19 Vill skaðabætur frá unnustunni sem yfirgaf hann Maður einn í Malasíu hefur farið í mál við unnustu sína fyrrverandi og vill fá rúmar 45 milljónir króna frá henni í skaðabætur. Konan yfirgaf hann nefnilega, aðeins sex tímum fyrir fyrirhugað brúðkaup hjónaleysanna. 9.8.2011 09:06 Gafst upp á Kúbusundinu Hin 61 árs gamla Diana Nyad, sem ætlaði sér að synda frá Kúbu til Flórída þurfti að gefast upp í nótt þegar hún var hálfnuð með sundið en þá hafði hún verið í sjónum í 29 klukkutíma. Hún var orðin sjóveik og þurfti því að hætta. Hefði henni tekist ætlunarverk sitt hefði hún verið fyrsta allra til þess að synda þessa leið án þess að notast við hákarlabúr, en hákarlar eru mjög algengir á þessum slóðum. Nyad hafði áður reynt við sama afrek árið 1978 en þá þurfti hún einnig frá að hverfa. 9.8.2011 09:04 Spennuþrungið andrúmsloft Ástandið í borginni utan átakasvæðanna einkennist af spennu, segir Lundúnabúinn Ásgeir Helgi Þrastarson í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir býr með kærustu sinni á stúdentagarði skammt suður af Tottenham og segir ófremdarástand ríkja í hverfunum allt um kring. 9.8.2011 09:00 Tvær vikur í leikskólaverkfall Virkja þarf verkfallsnefnd leikskólakennara því að öðru óbreyttu eru tæpar tvær vikur uns þeir leggja niður vinnu, eftir að fundi í kjaradeilu kennaranna og sveitarfélaganna lauk í Karphúsinu í gær, án samkomulags. 9.8.2011 08:45 Enn logar London - óöldin breiðist út Þriðju nóttina í röð loguðu eldar í Lundúnum og heimili og fyrirtæki voru eyðilögð í mestu óeirðum í borginni í áraraðir. 9.8.2011 08:12 Dularfullt hitamál í Laugardalnum Dularfullur reykur fór að stíga upp úr jörðinni skammt frá nýju Laugardalshöllinni laust fyrir miðnætti og kallaði lögregla út starfsmann frá Orkuveitunni, ef heitavatnsleiðsla væri ef til vill farin að leka. 9.8.2011 07:55 Nemendur í Kvikmyndaskólanum skora á Jóhönnu Hópur nemenda úr Kvikmyndaskóla Íslands ætlar að mæta á tröppur stjórnarráðsins klukkan hálf níu til að afhenda forsætisráðherra áskorun um að gera tafarlaust viðunandi samning við skólann og tryggja þannig rekstur hans. 9.8.2011 07:48 Ekki lagt til að hækka matarskattinn Ekki var tilkynnt um hækkun á virðisaukaskatti á matvæli, að loknum sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna í gærkvöldi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur meðal annars skoðað þann möguleika til að stoppa upp í fyrirsjáanlegt fjárlagagat á næsta ári. 9.8.2011 07:46 Kæra útgáfu leyfis frá Orkustofnun Bæjarstjórn Hveragerðis hefur sent iðnaðarráðuneytinu kæru vegna útgáfu rannsóknarleyfa í Grændal í Ölfusi. Leyfið var gefið út 10. maí og hefur sætt mikilli gagnrýni, þar með talið frá iðnaðarráðherra sem fór fram á munnlegan rökstuðning fyrir veitingunni. 9.8.2011 07:00 Óeirðir breiðast út fyrir höfuðborgina Óeirðir halda enn áfram í London og hafa breiðst út um borgina. Meira en tvö hundruð manns hafa verið handteknir vegna óeirðanna og 35 lögreglumenn eru særðir. 9.8.2011 06:30 Hækkun vasksins í skoðun Meðal þeirra leiða sem eru til skoðunar til að auka tekjuöflun ríkisins er að koma á einu virðisaukaskattþrepi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur skoðað hvaða leiðir séu færar í aukinni tekjuöflun. Hún hefur meðal annars tekið vaskinn til skoðunar. Nefndin hefur fundað undanfarna daga og seinnipartinn í gær var haldinn fundur með formönnum stjórnarflokkanna. Að því loknu var haldinn sameiginlegur þingflokksfundur stjórnarflokkanna. 9.8.2011 06:00 Jarðvarmi nýttur við saltgerð Hópur frumkvöðla hefur endurvakið aldagamla framleiðsluaðferð í nýstofnuðu saltvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. „Við notum jarðvarma. Aðferðin er sú umhverfisvænsta sem völ er á því aðrir nota gas eða brenna eldiviði,“ segir Garðar Stefánsson, sem er einn eigenda fyrirtækisins Saltverk Reykjaness. 9.8.2011 06:00 Kjarnorkuárása á Japan minnst Kertum verður fleytt í kvöld til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárása Bandaríkjanna á japönsku borgirnarHiroshima og Nagasaki. Í Reykjavík fer athöfnin fram við Tjörnina og hefst klukkan 22.30. Borgarstjóri mun flytja ávarp. Á Akureyri verður kertum fleytt á tjörninni við Minjasafnið. Áki Sebastian Frostason flytur ávarp. 9.8.2011 06:00 Töpuðu tugum hrossa á afrétt „Það er mjög slæmt ef verið er að hamast í stóðhrossum á afrétti.“ 9.8.2011 05:15 Í Póllandi eru fæstir erlendir Einungis 0,1% íbúa Póllands eru útlendingar. Þetta er lægsta hlutfall allra EES-ríkja sem hafa viðlíka tölur á takteinum fyrir árið 2010. Þetta má lesa í nýrri skýrslu frá Hagstofu ESB. 9.8.2011 04:00 Pyntingarbúðir setja strik í reikning ESB Hugmyndir Evrópusambandsins (ESB) um að heimila innflutning á demöntum frá Simbabve, með skilyrðum, gætu verið í uppnámi eftir að upplýst var um pyntingarbúðir á demantaekrum landsins. 9.8.2011 03:00 Tveir grunaðir um laxveiði í sjó Fiskistofa hefur á undanförnum vikum lagt hald á að minnsta kosti ellefu ólögleg net í sjó. Þar af að minnsta kosti fjögur laxanet sem tekin voru upp í Skagafirði í síðustu viku. Það mál er til rannsóknar, að sögn lögreglu, en tveir menn liggja undir grun um notkun þeirra. Laxanet eru ólögleg og liggur há sekt við notkun þeirra. 9.8.2011 03:00 Þernan kærir Strauss-Kahn Hótelþernan sem Dominique Strauss-Kahn er grunaður um að hafa nauðgað hefur höfðað einkamál á hendur honum. Hún krefst skaðabóta en upphæðin sem hún krefst hefur ekki verið gefin upp. 9.8.2011 00:00 Kyssti Elvis og gaf sig fram rúmlega 50 árum síðar Búið er að bera kennsl á stúlkuna sem sést kyssa Elvis Presley baksvið í Stairwell leikhúsinu í Richmond árið 1956 en myndin af kossinum er fyrir löngu orðin þekkt. Aldrei hefur verið vitað hver stúlkan er - þar til nú. 8.8.2011 23:27 Sjá næstu 50 fréttir
Deilt um hvalveiðar Íslendinga: "James Bond skýtur þarna yfir markið" Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að bregðast við opinberri fordæmingu leikarans Pierce Brosnan á hvalveiðum Íslendinga. Brosnan, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er harðorður í garð Íslendinga í opnu bréfi þar sem hann hvetur Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til aðgerða "Það er kominn tími til að senda Íslandi skilaboð sem ekki er hægt að hunsa: Viðskiptaþvinganir," skrifar Brosnan í bréfinu sem birtist í bandarískum fjölmiðlum á dögunum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, segir Brosnan ekki fara með rétt mál að öllu leyti í bréfinu þar sem hann sakar Íslendinga um ómannúðlegar slátranir á hvölum og vill að þeir gjaldi fyrir það í eitt skipti fyrir öll. "Þarna skýtir James Bond yfir markið sem er nú heldur ólíkt honum," segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann bendir raunar á að nokkuð sé síðan Brosnan hætti að leika njósnara hennar hátignar og kannski sé það ástæða þess að honum er farið að förlast. Stutt er síðan Barack Obama ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við hvalveiðibann og hafnar hann alfarið veiðum í vísindaskyni. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér nýverið segir að Bandaríkjastjórn hafi verulegur áhyggjur vegna aðgerða íslenskra og norskra fyrirtækja til að endurræsa alþjóðlega verslun með hvalaafurðir. Bréf Brosnan má lesa hér í heild sinni á Huffington Post. 9.8.2011 15:47
Ber við minnisleysi en telur sig sekan Sakborningurinn í heiðmerkurmálinu ber enn við minnileysi en telur þó að ekki komi til greina að annar aðili gæti átt sök í málinu en hann sjálfur. 9.8.2011 15:00
Nemar við Kvikmyndaskólann ánægðir með viðbrögð Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í morgun á móti áskorun þess að efnis að gera tafarlaust samning við Kvikmyndaskóla Íslands og tryggja þannig rekstrarhæfi skólans. Á aðeins þremur sólarhringum hafa hátt í 3.300 manns undirritað áskorunina. 9.8.2011 14:29
Skólavörðustígurinn verður göngugata enn um sinn Ákveðið hefur verið að Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis verði göngugata til mánudagsins 15. ágúst. Í tilkynningu frá borginni segir að með þessu séu yfirvöld að koma til móts við rekstraraðila við götuna sem óskuðu sérstaklega eftir því að áfram yrði lokað fyrir bílaumferð til þess að greiða fyrir aðgengi gangandi og hjólandi og til að efla mannlíf. 9.8.2011 14:24
Víkingabátur fórst við Hjaltlandseyjar Sjö manns var bjargað þegar rúmlega fjörutíu feta norskur víkingabátur fórst á leiðinni til Hjaltlandseyja í gær. Báturinn er rársigldur og byggingarlagið frá tólftu öld. Báturinn heitir Drekavængur og undanafarin ár hefur hann verið notaður til að sigla með hópa við strendur Noregs. 9.8.2011 14:24
Tuggið í takt á Hrafnistu í Kópavogi Heimilisfólkið á Hrafnistu í Kópavogi efndi til grillveislu í hádeginu í dag. Þar var boðið upp á grillkjöt og ís í góða veðrinu, og liprir harmonikuleikarar sáu til þess að allir gátu tuggið í takt í veislunni. 9.8.2011 14:24
Lokað þinghald í Heiðmerkurmáli Þinghald verður lokað í máli manns sem varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk fyrr á þessu ári. Saksóknari fór fram á lokað þinghald og var samið um að það yrði raunin. Þingfesting málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan tvö. Maðurinn, sem er tuttugu og fimm ára gamall, er ósakhæfur að mati geðlækna. Hann var handtekinn við Landspítalann í Fossvogi í maí. Þangað hafði hann keyrt með lík barnsmóður sinnar í farangursgeymlu bílsins og gaf sig fram. Móðir mannsins segir kerfið hafa brugðist syni sínum, en hann var útskrifaður af geðdeild skömmu áður. 9.8.2011 14:16
Gengur vel að ná rútunni upp úr Blautulónum Vel gengur að ná rútunni upp úr Blautulónum að sögn varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli, en unnið hefur verið að því að koma rútunni á þurrt land frá því í gærkvöldi. 9.8.2011 14:05
Strandveiðar stöðvaðar á vestursvæði á miðnætti Strandveiðar verða stöðvaðar á svonefndu vestursvæði, eða frá Snæfellsnesi að Súðavík við Ísafjarðardjúp, frá og með miðnætti í kvöld, þar sem bátarnir eru umþaðbil að klára ágústkvótann. 9.8.2011 13:19
Krabbameinssjúk móðir: "Fékk djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun" "Ég hef svo miklar áhyggjur af fjármálum að ég er byrjuð að taka róandi. Af og til á milli kvíðakasta yfir þessu man ég eftir þessum lífshættulegu veikindum mínum, áhyggjur fyrir þeim komast ekki með tærnar þar sem fjármálaáhyggjurnar hafa hælana," segir Rakel Sara Magnúsdóttir, 28 ára tveggja barna móðir sem greindist með eitlakrabbamein árið 2004. Hún fékk beinmerg frá litla bróður sínum á síðasta ári en það dugði ekki til. Krabbameinið er komið aftur og Rakel Sara er í enn einni krabbameinsmeðferðinni. Hún hefur þegið bætur frá Tryggingastofnun þar sem hún hefur verið óvinnufær vegna veikinda. Nú þarf hún hins vegar að endurgreiða hluta bótanna og fjárhagsstaðan verri en nokkru sinni fyrr. "Fyrir nokkrum dögum fékk ég djöfullegt bréf frá Tryggingastofnun sem er að rukka mig um nokkur hundruð þúsund vegna ofgreiddra bóta. Þessar svokölluðu ofgreiddu bætur voru nógu ömurlegar og hvað þá eftir að búið er að lækka þær um 70 þúsund," segir Rakel Sara á bloggsíðu sem hún heldur úti og segir frá baráttu sinni við krabbameinið. "Dagurinn sem bréfið kom, byrjaði ég á því að kasta upp og leggjast upp í rúm og hágráta. Ég hef ekki grátið síðan ég bugaðist þarna einu sinni í mergskiptunum, ég er greinilega að bugast núna og get ekkert gert í því," segir hún. Rakel Sara hafnaði viðtali þegar blaðamaður hafði samband við hana, hún sagðist búin andlega en velkomið væri að vitna í bloggið hennar. Hún er nýlegar byrjuð aftur í rabbameinsmeðferð og fékk stóran frumuskamt fyrir rúmri viku. "Ég er ekki orðin alvöru veik en það er að skella á núna. Ég er búin að vera svo lengi í þessu veikindum að mér finnst ég oft ekki fá skilning á því að ég er lífshættulega veik. Það er eins og sumt fólk sé bara búið að gleyma því að ég er veik af því að ég lít vel út og er með hár á hausnum," segir hún. Í samtali við fréttastofu tekur Rakel Sara fram að hún skilji ekki af hverju Tryggingastofnun rukki hana um endurgreiðslu, en dettur helst í hug að dagpeningar sem hún hafi fengið þegar hún var í beinmergsskiptunum hafi orðið til þess að stofnunina telur hana hafa fengið of mikið greitt. Þeir dagpeningar hafi þó komið frá Tryggingastofnun sjálfri. Rakel Sara segir erfitt að þiggja fjárhagsaðstoð og líði hreinlega eins og "aumingja" en eftir hvatningu frá lesendum bloggsíðunnar sem sögðust vilja leggja henni lið fjárhagslega hefur Rakel Sara birt þar reiknisnúmerið sitt sem er 0117-26-7989 og kennitalan 080583-4949. Bloggsíða Rakelar Söru er hér. http://rakelprinsessa.blog.is/blog/rakelprinsessa/ 9.8.2011 13:00
Maður skotinn til bana í Lundúnum Tuttugu og sex ára gamall maður sem varð fyrir skoti í Lundúnum í gær, lést á sjúkrahúsi í dag. Þetta er fyrsta dauðsfallið frá því óeirðirnar hófust síðastliðið laugardagskvöld. 9.8.2011 12:49
Nýjar þjónustuíbúðir aldraðra rísa við Sléttuveg Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, og Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, hafa undirritað þjónustusamning um rekstur þjónustukjarna fyrir aldraða í Reykjavík. 9.8.2011 12:28
Engar hækkanir á vaski eða tekjuskatti einstaklinga Forystumenn ríkisstjórnarinnar segja að engar hækkanir verði á virðisaukaskatti eða tekjuskatti einstaklinga í fjárlögum næsta árs. 9.8.2011 11:57
Íslenskir listamenn taka nýtt merki í notkun BÍL - Bandalag íslenskra listamanna hefur tekið í notkun nýtt merki, hannað af Kristjáni E. Karlssyni. Þá hefur heimasíða BÍL verið uppfærð og endurnýjuð í stíl við nýja merkið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að höfundir merkisins segi um það: „Ef vel er að gáð má finna vott af íslenskri formgerð í notkun mynsturs, þó er form merkisins að hluta byggt upp eins og MANDALA (sem þýðir hringur), með föstum kjarna, miðpunkti (Bandalagið). Í heild sinni rúmar það hugmyndir eins og t.d.: listir, upphrópun (Sjáðu mig!), hljóðbylgjur, útgeislun, sköpunarkraft, hringleikhús, örveru, guðlega veru - sjálfa listagyðjuna ef vel er að gáð... Hringformið hefur jú sterka tilvísun í form sólarinnar með allri sinni útgeislun enda oft látin tákna sjón og skynjun. (sbr. Sólin sem augu Seifs í grískri goðafræði). En með einfaldri litabreytingu er hægt að gefa merkinu mismunandi dýpt og skírskotun eftir þörfum. " Nýja vefsíðu BÍL má sjá hér. 9.8.2011 11:32
Nafnlaus hetja húðskammar óeirðaseggi Myndband þar sem miðaldra kona frá Vestur Indíum húðskammar óeirðaseggi í Hackney-hverfinu í London hefur farið eins og eldur um sinu í netheimum. Sá sem náði ræðu hennar á myndband fyrir tilviljun, Matthew Moore, segir að þessi hugrakka kona hafi horfið áður en hann náði nafninu hennar. Þeir sem hafa horft á ræðuna segja hana hafa komið í orð nákvæmlega það sem þeir eru að hugsa og hafa sumir gengið svo langt að segja að þessi nafnlausa hetja eigi að verða næsti forsætisráðherra. Meðal þess sem konan hrópar að skemmdarvörgum og ofbeldismönnum er að þeir séu sannarlega ekki að berjast fyrir neinn málstað heldur einfaldlega að brenna skóbúðir. Myndbandið er hér meðfylgjandi. 9.8.2011 11:30
Liðsauki lögreglu streymir til Lundúna David Cameron forsætisráðherra Bretlands hélt fund með COBRA nefndinni svokölluðu í morgun en hún er annars sjaldnast kölluð saman nema á stríðstímum þegar þjóðaröryggi er ógnað. Og forsætisráðherrann talaði tæpitungulaust við fréttamenn á eftir. 9.8.2011 11:25
Ársverkum lögreglunnar fækkar Fækkun á ársverkum lögreglumanna nemur 11% frá árinu 2006 samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2010. Í skýrslunni er ástæða fækkunarinnar sögð vera sú að embættin hafi oft ekki ráðið í þær stöður sem losnað hafa, vegna niðurskurðarkröfu sem þau hafa þurft að mæta af hálfu stjórnvalda. 9.8.2011 11:25
Lögreglan ætlar að kanna ökurita tékknesku fjallarútunnar Nú er verið að flytja stóra beltagröfu á dráttarbíl eftir Fjallabaksleið Nyrðri, áleiðis að Blautulónum, til að ná tékkneskri fjallarútu upp úr lónunum, þar sem hún hefur verið á kafi frá því á laugardag. 9.8.2011 11:14
Malbikun við Kringluna Unnið verður í dag við malbikun á Kringlunni, austur akrein við innkeyrslu að bílastæðahúsi við Kringluna. Byrjað var um klukkan hálf átta í morgun, götukaflanum þá lokað og verður hann lokaður fram að hádegi. Einnig verður unnið við malbikun á rampa frá Kringlunni inn á Miklubraut þegar ekið er til austurs. Byrjað verður á þeim kafla strax á eftir fyrri kaflanum og kaflinn hafður lokaður fram eftir degi. Frárein frá bensínstöð inn á Miklubraut lokast einnig. Ökumenn eru beðnir að fara eftir vegmerkingum og aka með gát. 9.8.2011 11:03
Vilja nefndarfund um stöðuna á mörkuðum Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Efnahags- og skattanefnd hafa óskað efti fundi í nefndinni sem fyrst í þessari viku til þess að ræða þær hræringar sem nú eru á alþjóðamörkuðum. 9.8.2011 10:59
Engar afbókanir til Lundúna Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið ekki hafa orðið vart við neinar afbókanir á flugum til London vegna óeirðanna sem standa nú yfir í höfuðborg Bretlands. 9.8.2011 10:49
Rændu dreng sem slasaðist í óeirðunum Ógnvænlegar myndir og myndbönd frá óeirðunum á Englandi hafa vakið óhug um allan heim. Ekkert lát virðist vera á óöldinni og meðfylgjandi myndband sýnir ungan dreng lenda illilega í nokkrum hrottum sem fara um göturnar rænandi og ruplandi. 9.8.2011 10:35
Handtekinn fyrir að skilja barn eftir í bíl Íslenskur fjölskyldufaðir var handtekinn í Bandaríkjunum fyrir að skilja tveggja ára dóttur sína eftir sofandi í bíl í steikjandi hita. Hann kom heim í gærmorgun eftir að hafa verið í farbanni í New Jersey í þrjár vikur. Fréttastofa RÚV greindi frá málinu í gær. Foreldrar stúlkunnar skildu hana eftir í bílnum á meðan þau fóru inn í verslun, ásamt eldri börnum sínum. Þegar þau komu út var búið að kalla til lögreglu enda ólöglegt að skilja börn eftir í bílum í Bandaríkjunum. Alls hafa 22 bandarísk börn dáið úr hita í bílnum það sem af er þessu ári en í síðasta mánuði fór hitinn yfir 40 stig á þessu svæði. Í samtali við RÚV segir fjölskyldufaðirnn að heimska og hugsunarleysi hafi ráðið því að stúlkan var skilin eftir. Hann vildi annars ekki veita fréttastofu viðtal. Honum var sleppt úr fangelsi sama dag og hann var handtekinn gegn því að hann skildi vegabréf sitt eftir. Móðirin fékk að fara aftur til Íslands með börnin eftir viðtal við barnaverndaryfirvöld. "Íslenski sendiherrann beitti sér í málinu og lýsti því í bréfi hvernig alsiða væri á Íslandi að láta lítil börn sofa úti á almannafæri, í barnavögnum og bílum. Niðurstaðan varð sú að saksóknari bauð föðurnum að láta málið niður falla ef hann játaði á sig ósæmilega hegðun á almannafæri og greiddi sekt," segir á vef RÚV. 9.8.2011 10:05
Auðgunar- og hegningarlagabrotum fjölgar Hegningarlaga- og auðgunarbrotum fer fjölgandi milli ára, samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2010. Kynferðisbrotum, manndrápum og líkamsmeiðingum fer hinsvegar fækkandi. 9.8.2011 10:01
Þrjár nauðganir til lögreglunnar Þrjú nauðgunarmál hafa borist á borð kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar síðustu verslunarmannahelgar. Öll atvikin áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu og konurnar fóru allar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 9.8.2011 10:00
Bubbi hefur selt fleiri en 320 þúsund plötur „Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. 9.8.2011 09:19
Vill skaðabætur frá unnustunni sem yfirgaf hann Maður einn í Malasíu hefur farið í mál við unnustu sína fyrrverandi og vill fá rúmar 45 milljónir króna frá henni í skaðabætur. Konan yfirgaf hann nefnilega, aðeins sex tímum fyrir fyrirhugað brúðkaup hjónaleysanna. 9.8.2011 09:06
Gafst upp á Kúbusundinu Hin 61 árs gamla Diana Nyad, sem ætlaði sér að synda frá Kúbu til Flórída þurfti að gefast upp í nótt þegar hún var hálfnuð með sundið en þá hafði hún verið í sjónum í 29 klukkutíma. Hún var orðin sjóveik og þurfti því að hætta. Hefði henni tekist ætlunarverk sitt hefði hún verið fyrsta allra til þess að synda þessa leið án þess að notast við hákarlabúr, en hákarlar eru mjög algengir á þessum slóðum. Nyad hafði áður reynt við sama afrek árið 1978 en þá þurfti hún einnig frá að hverfa. 9.8.2011 09:04
Spennuþrungið andrúmsloft Ástandið í borginni utan átakasvæðanna einkennist af spennu, segir Lundúnabúinn Ásgeir Helgi Þrastarson í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir býr með kærustu sinni á stúdentagarði skammt suður af Tottenham og segir ófremdarástand ríkja í hverfunum allt um kring. 9.8.2011 09:00
Tvær vikur í leikskólaverkfall Virkja þarf verkfallsnefnd leikskólakennara því að öðru óbreyttu eru tæpar tvær vikur uns þeir leggja niður vinnu, eftir að fundi í kjaradeilu kennaranna og sveitarfélaganna lauk í Karphúsinu í gær, án samkomulags. 9.8.2011 08:45
Enn logar London - óöldin breiðist út Þriðju nóttina í röð loguðu eldar í Lundúnum og heimili og fyrirtæki voru eyðilögð í mestu óeirðum í borginni í áraraðir. 9.8.2011 08:12
Dularfullt hitamál í Laugardalnum Dularfullur reykur fór að stíga upp úr jörðinni skammt frá nýju Laugardalshöllinni laust fyrir miðnætti og kallaði lögregla út starfsmann frá Orkuveitunni, ef heitavatnsleiðsla væri ef til vill farin að leka. 9.8.2011 07:55
Nemendur í Kvikmyndaskólanum skora á Jóhönnu Hópur nemenda úr Kvikmyndaskóla Íslands ætlar að mæta á tröppur stjórnarráðsins klukkan hálf níu til að afhenda forsætisráðherra áskorun um að gera tafarlaust viðunandi samning við skólann og tryggja þannig rekstur hans. 9.8.2011 07:48
Ekki lagt til að hækka matarskattinn Ekki var tilkynnt um hækkun á virðisaukaskatti á matvæli, að loknum sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna í gærkvöldi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur meðal annars skoðað þann möguleika til að stoppa upp í fyrirsjáanlegt fjárlagagat á næsta ári. 9.8.2011 07:46
Kæra útgáfu leyfis frá Orkustofnun Bæjarstjórn Hveragerðis hefur sent iðnaðarráðuneytinu kæru vegna útgáfu rannsóknarleyfa í Grændal í Ölfusi. Leyfið var gefið út 10. maí og hefur sætt mikilli gagnrýni, þar með talið frá iðnaðarráðherra sem fór fram á munnlegan rökstuðning fyrir veitingunni. 9.8.2011 07:00
Óeirðir breiðast út fyrir höfuðborgina Óeirðir halda enn áfram í London og hafa breiðst út um borgina. Meira en tvö hundruð manns hafa verið handteknir vegna óeirðanna og 35 lögreglumenn eru særðir. 9.8.2011 06:30
Hækkun vasksins í skoðun Meðal þeirra leiða sem eru til skoðunar til að auka tekjuöflun ríkisins er að koma á einu virðisaukaskattþrepi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur skoðað hvaða leiðir séu færar í aukinni tekjuöflun. Hún hefur meðal annars tekið vaskinn til skoðunar. Nefndin hefur fundað undanfarna daga og seinnipartinn í gær var haldinn fundur með formönnum stjórnarflokkanna. Að því loknu var haldinn sameiginlegur þingflokksfundur stjórnarflokkanna. 9.8.2011 06:00
Jarðvarmi nýttur við saltgerð Hópur frumkvöðla hefur endurvakið aldagamla framleiðsluaðferð í nýstofnuðu saltvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. „Við notum jarðvarma. Aðferðin er sú umhverfisvænsta sem völ er á því aðrir nota gas eða brenna eldiviði,“ segir Garðar Stefánsson, sem er einn eigenda fyrirtækisins Saltverk Reykjaness. 9.8.2011 06:00
Kjarnorkuárása á Japan minnst Kertum verður fleytt í kvöld til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárása Bandaríkjanna á japönsku borgirnarHiroshima og Nagasaki. Í Reykjavík fer athöfnin fram við Tjörnina og hefst klukkan 22.30. Borgarstjóri mun flytja ávarp. Á Akureyri verður kertum fleytt á tjörninni við Minjasafnið. Áki Sebastian Frostason flytur ávarp. 9.8.2011 06:00
Töpuðu tugum hrossa á afrétt „Það er mjög slæmt ef verið er að hamast í stóðhrossum á afrétti.“ 9.8.2011 05:15
Í Póllandi eru fæstir erlendir Einungis 0,1% íbúa Póllands eru útlendingar. Þetta er lægsta hlutfall allra EES-ríkja sem hafa viðlíka tölur á takteinum fyrir árið 2010. Þetta má lesa í nýrri skýrslu frá Hagstofu ESB. 9.8.2011 04:00
Pyntingarbúðir setja strik í reikning ESB Hugmyndir Evrópusambandsins (ESB) um að heimila innflutning á demöntum frá Simbabve, með skilyrðum, gætu verið í uppnámi eftir að upplýst var um pyntingarbúðir á demantaekrum landsins. 9.8.2011 03:00
Tveir grunaðir um laxveiði í sjó Fiskistofa hefur á undanförnum vikum lagt hald á að minnsta kosti ellefu ólögleg net í sjó. Þar af að minnsta kosti fjögur laxanet sem tekin voru upp í Skagafirði í síðustu viku. Það mál er til rannsóknar, að sögn lögreglu, en tveir menn liggja undir grun um notkun þeirra. Laxanet eru ólögleg og liggur há sekt við notkun þeirra. 9.8.2011 03:00
Þernan kærir Strauss-Kahn Hótelþernan sem Dominique Strauss-Kahn er grunaður um að hafa nauðgað hefur höfðað einkamál á hendur honum. Hún krefst skaðabóta en upphæðin sem hún krefst hefur ekki verið gefin upp. 9.8.2011 00:00
Kyssti Elvis og gaf sig fram rúmlega 50 árum síðar Búið er að bera kennsl á stúlkuna sem sést kyssa Elvis Presley baksvið í Stairwell leikhúsinu í Richmond árið 1956 en myndin af kossinum er fyrir löngu orðin þekkt. Aldrei hefur verið vitað hver stúlkan er - þar til nú. 8.8.2011 23:27