Fleiri fréttir Eiginkonan enn í öndunarvél Konan sem varð fyrir árás eiginmanns síns á heimili þeirra í Grafarholti á sunnudagsmorgun var enn þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Maðurinn var á sunnudagskvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí grunaður um manndrápstilraun. 17.5.2011 05:00 Ólína segir allt á sömu bókina lært Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður segir að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á málefnum sorpbrennslna á Íslandi sýni enn og aftur fram á þá brotalöm sem virðist vera í íslenskri stjórnsýslu og ýmsar skýrslur ríkisendurskoðunar hafa staðfest að undanförnu. 17.5.2011 04:00 Fattaði að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi Þegar ég gekk inn á Litla hraun í fyrsta sinn fattaði ég að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi. Þetta segir Grétar Sigurðsson sem fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2005. 16.5.2011 20:23 Fjórir fluttir á spítala eftir skinkurifrildi Ástæðurnar fyrir því að fólk fer að rífast eru margar hverjar óvenjulegar og sumar eru óskiljanlegar. Frekar óvenjulegt atvik kom upp í stórverslun í bænum Livorno á Ítalíu á dögunum þegar fjórir voru fluttir á spítala eftir rifrildi um skinku. 16.5.2011 20:00 Fréttaskýring: Varasamar breytingar á kvótakerfi Drög liggja fyrir að frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fréttablaðið bar hugmyndirnar í frumvarpinu undir hagfræðinga til að fá svar við því hverjar afleiðingar breytinganna eru líklegar til að verða. 16.5.2011 19:45 Björgunin markaði tímamót Minningarguðþjónusta um sögulegt björgunarfrek við Íslandsstrendur var haldin í bænum Grimsby í Bretlandi um helgina. Björgunin markaði upphaf þess að gúmmíbátar urðu skylduútbúnaður á skipum. 16.5.2011 19:23 MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16.5.2011 18:46 Opnunarhátíð Hörpunnar kostaði 20 milljónir króna Kostnaður við opnunarhátíð Hörpunnar nam tuttugu milljónum króna. Stjórnendur Hörpunnar neita að gefa upp hverjir voru á gestalista opnunarkvöldsins. 16.5.2011 18:45 Enn þungt haldin á gjörgæsludeild Kona sem varð fyrir árás á heimili sínu í gærmorgun liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. 16.5.2011 18:36 Gæti verið auðveldara að sækja fé á erlenda lánamarkaði Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch ratings hefur uppfært lánshæfishorfur Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Seðlabankastjóri segir að þetta gæti auðveldað ríkissjóði að sækja sér fé á erlendum lánamörkuðum. 16.5.2011 18:28 Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. 16.5.2011 18:02 Ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna Viðskiptajöfurinn Donald Trump tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum á næsta ári. Orðrómur hefur verið uppi síðustu mánuði um að hann ætlaði að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikaflokksins. 16.5.2011 17:36 Strauss-Kahn úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York, sakaður um gróf kynferðisbrot . Hann kemur aftur fyrir dómara hinn tuttugasta þessa mánaðar. 16.5.2011 16:46 Herbert þarf að greiða fyrir þakviðgerðina Dómur er fallinn í "þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunni sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,6 milljónir króna til húsfélagsins auk 1,5 milljóna í málskostnað. 16.5.2011 16:19 Össur bauðst til að veita Ashtiani hæli hér á landi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur boðist fyrir hönd íslenska ríkisins til að veita írönsku konunni Ashtiani hæli hér á landi. Þetta kom fram í upphafi máls utanríkisráðherra á Alþingi í dag þar sem hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál. Össur sagði að ráðuneytið hafi á undanförnum misserum gert gangsskör í því að beita sér frekar í málum einstaklinga á alþóðavettvangi og tiltók hann sérstaklega mál Ashtiani, sem dæmd hefur verið til dauða í Íran. 16.5.2011 16:15 Svipt fjárræði - andlega veik kona lifði á smálánum Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta konu fjárræði í tólf mánuði en samkvæmt úrskurði héraðsdóms hefur hún sent á aðra milljón króna til dularfulls auðsmanns "syðra“ eins og hún orðar það sjálf. Það var systir konunnar sem fór fram á að hún yrði svipt fjárræði. 16.5.2011 16:06 Óvenju róstusamt á landamærum Ísraels á afmælisdaginn Fréttaskýrandi BBC í Líbanon veltir fyrir sér hvort mótmæli á landamærum Ísraels, Sýrlands og Líbanons um helgina hafi að einvherju leyti verið að undirlagi stjórnvalda í Sýrlandi og Hizbolla í Líbanon. Stofnunar Ísraelsríkis árið 1948 var minnst hinn 14. þessa mánaðar. 16.5.2011 15:34 Óhugnanlegar rúnir krotaðar á alla veggi "Ég mun kæra þetta,“ segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skjóli nætur, krotað fornar rúnir á veggina og rist að auki rúnir í steypu sem var að þorna. 16.5.2011 14:42 Hestaripperinn ófundinn Lögreglunni á Egilsstöðum hafa engar vísbendingar borist í tengslum við rannsókn á meintu dýraníði en í liðinni viku sá hestamaður þar tvo skurði á kynfærum hryssu sem taldir eru hafa verið veittir henni með eggvopni. Málið var kært til lögreglu en enginn liggur undir grun um níðið. Vísir greindi frá því fyrir helgi að hestamenn á svæðinu séu slegnir óhug vegna atviksins og finnist erfitt að ímynda sér að um manna verk hafi verið að ræða. Umráðamaður hryssunnar sagðist hreinlega ekki geta lýst því hversu ógeðslegt þetta mál sé. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kallaði til lögreglu eftir að honum var tilkynnt um áverkana og hefur hann aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. Hestamaðurinn sem fann áverkana óttast að þarna hafi verið um svokallaðan "hestaripper“ að ræða sem ráðist að saklausum dýrum og misþyrmi þeim. Lögreglu hafa engar aðrar tilkynningar borist um viðlíka áverka. 16.5.2011 14:32 Hinsegin dagar fá Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Jón Gnarr, borgarstjóri, afhenti fulltrúum Hinsegin daga Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag 16. maí, sem er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar. 16.5.2011 14:08 Byko mátti skrá niður kennitölu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að byggingavöruversluninni Byko hefði verið heimilt að taka niður kennitölu manns og skrá hana niður. 16.5.2011 13:30 Ótti um yfirvofandi sprengjuárás í London Óttast var að sprengjuárás væri yfirvofandi í miðborg Lundúna í morgun. Lögregluyfirvöld staðfesta þetta en nokkrum götum á svæðinu var lokað. Talið er að hótun hafi borist frá írskum aðskilnaðarsinnum þótt það hafi ekki fengist staðfest. Heimildir BBC herma að hótunin hafi borist í gærkvöldi. Engin sprengja hefur þó fundist og er almenningur hvattur til að halda áfram sínu daglega amstri, en að vera á varðbergi. 16.5.2011 13:28 Bein útsending frá síðasta geimskoti Endeavour Geimskutlan Endeavour fer í sína síðustu geimför núna klukkan eitt. Geimskutlur NASA eru núna að ljúka þjónustu sinni og nú er komið að Endeavour að fara í sína hinstu för. Leiðangursstjóri í ferðinni er Mark Kelly, en hann er eiginmaður Gabrielle Giffords, bandarísku þingkonunnar sem skotið var í höfuðið í Arizona í janúar. 16.5.2011 12:45 Ljósmyndari dæmdur til þess að greiða 14 milljónir Ljósmyndari var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 16.5.2011 12:44 Fimmtán ára piltur höfuðkúpubrotnaði og setlaug var stolið Fimmtán ára piltur höfuðkúpubrotnaði þegar hann féll af mótorkrosshjóli og lenti á bifreið. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Gagnheiðar og Lágheiðar á Selfossi í síðustu viku. 16.5.2011 12:19 Verkfall í leikskólum gæti skollið á 22. ágúst Samninganefnd leikskólakennara hyggst boða til verkfalls verði ekki búið að semja um leiðréttingu á launum þeirra fyrir 22. ágúst. 16.5.2011 12:03 Vilja handtaka Gaddafí og draga fyrir rétt Saksóknari við Alþjóðlega glæpadómstóllinn í Haag vill gefa út handtökuskipun á einræðisherra Líbíu, Múammar Gaddafí og nánustu samverkamenn hans. Saksóknarinn, Luis Moreno-Ocampo, vill koma böndum á Gaddafí og einnig son hans Seif al-Islam og Abdullah al-Sanusi yfirmann leyniþjónustunnar. 16.5.2011 11:27 Le Bon líkti Vini Sjonna við Kiefer Sutherland Simon Le Bon, söngvari hinnar goðsagnakenndu Duran Duran, fylgdist grannt með beinni útsendingu frá Eurovison-keppninni á laugardag. Le Bon hafði sterkar skoðanir á lögum og flytjendum, og deildi þeim öllum á samskiptavefnum Twitter. Þegar Vinir Sjonna birtust á sviðinu spurði Le Bon á Twitter: "Er þetta Kiefer Sutherland sem spilar á gítar fyrir Ísland?" Gunnar Ólason getur því vel við unað að vera líkt við leikarann þokkafulla. Eða ætli Le Bon hafi átt við Vigni Snæ Vigfússon? Um sigurlag Asera sagði Le Bon þegar það var flutt í keppninni: "Viðlagið í Running Scared (en Bon Jovi-legt) hljómar eins og lag með Keane. Eða var það Coldplay?" Svíar lentu í þriðja sæti. Le Bon var ekki hrifinn. "Lag sem er svo óeftirminnilegt að það er gleymt áður en það er búið," hafði hann um lag hjartaknúsarans unga, Eric Saade, að segja. Í mestu uppáhaldi hjá Le Bon voru lögin Lipstick frá Írlandi, Follia d´amore frá Írlandi og So Lucky frá Moldóvu. Meira að segja gekk hann svo langt að segja að lagið með "stelpunni á einhjólinu ætti að vinna" og átti þar við fjörlegt framlag Moldóvu. Hann sló síðan áfram á létta strengi og sagði að moldóvska sveitin gæti léttilega kallað sig "The Eastie Boys" og vísaði til þeirra, eitt sinn, framúrstefnulegu Beastie Boys. Þegar hin þýska Lena birtist á sviðinu dró hann þó aðeins í land og vildi að Lena myndi vinna, þó ekki nema væri bara út af fegurðinni. Hjartaknúsarinn meinti frá Rússlandi sló aldeilis ekki í gegn hjá dóttur Le Bon, eða eins og hann sagði á Twitter: "Dóttir mín er að pissa í sig af hlátri. Í alvöru. Hún getur ekki talað." Twitter-síðu Le Bon fá finna hér. http://twitter.com/#!/SimonJCLeBON <http://twitter.com/> 16.5.2011 11:26 Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Einnig verður afhent sérstök heiðursviðurkenning til einstaklings sem aukið hefur hróður Íslands á erlendri grundu. Slík heiðursviðurkenning er nýmæli. Íslandsstofa hefur nú tekið við hlutverki Útflutningsráðs sem ábyrgðar- og umsjónaraðili Útflutningsverðlaunanna. Friðrik Pálsson formaður úthlutunarnefndar tilkynnir hvaða fyrirtæki hlýtur verðlaunin og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir þau. Þá verður afhjúpað listaverk sem verðlaununum fylgir. Höfundur verksins er Inga Elín myndlistarmaður. Forseti Íslands afhendir einnig heiðursviðurkenningu til einstaklings. Í dómnefnd vegna verðlaunanna sátu að þessu sinni Björgólfur Jóhannsson frá Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, Ingjaldur Hannibalsson frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Friðrik Pálsson frá Íslandsstofu, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Örnólfur Thorsson frá embætti forseta Íslands. 16.5.2011 11:10 Tilraun til manndráps: Hringdi sjálfur eftir aðstoð Karlmaður, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fyrir að hafa næstum orðið konu sinni að bana á sunnudaginn, hringdi sjálfur eftir aðstoð. Maðurinn, sem er fæddur árið 1950, réðist á konu sína á heimili þeirra í gærmorgun og tók hana kverkataki þar til hún missti meðvitund samkvæmt Fréttablaðinu. 16.5.2011 10:30 Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls á föstudaginn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Konan, sem er af erlendum uppruna, var á ferð ásamt hópi samlanda sinna og íslenskum fararstjóra. Hún var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur á sjúkrahús. Líðan hennar var stöðug. 16.5.2011 09:53 Úrskurðaður í gæsluvarðhald - áður verið dæmdur fyrir smygl Maðurinn sem lögreglan handtók í gærmorgun sem er grunaður er um að hafa reynt að ráða konu sinni bana á heimili þeirra í Grafarholti í gærmorgun var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi. Maðurinn hefur áður fengið tveggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. 16.5.2011 09:30 Rýmdu tvo skóla í Óðinsvéum vegna sprengjuhótunnar Tveir framhaldsskólar í Óðinsvéum á Fjóni í Danmörku voru rýmdir í morgun í kjölfar sprengjuhótunnar. 16.5.2011 07:59 Dularfullt hvarf styttu af Konfúsíusi veldur vangaveltum Dularfullt hvarf tæplega 10 metra háar styttu af Konfúsíusi frá Torgi hins himneska friðar í Bejing hefur valdið miklum vangaveltum. 16.5.2011 07:18 Áhöfnin á Þór hafnar alfarið kvótapottum Áhöfn frystitogarans Þórs frá Hafnarfirði hafnar því í sameiginlegri yfirlýsingu, að kvóti sé fluttur af skipi þeirra og settur í potta sem stjórnmálamenn geta notað til að kaupa sér velvild með að úthluta þeim meðal annars til manna, sem leiðist í sumarfríinu. 16.5.2011 06:59 Dýragarður aflar fjár með sölu á fílataði Forráðamenn dýragarðsins í Prag í Tékklandi hafa fundið nýstárlega aðferð til fjáröflunnar. Þeir selja dósir með fílataði og seljast þær eins og heitar lummur að því er segir í fréttaskeyti frá AP fréttastofunni. 16.5.2011 06:57 Um 25 þúsund manns flýja undan flóðum Um 25 þúsund íbúa á fenjasvæðum í Luisiana ríkis í Bandaríkjunum hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 16.5.2011 06:53 Fundu 27 höfuðlaus lík í Guatemala Höfuðlaus lík 25 karla og tveggja kvenna hafa fundist við bóndabæ í Guatemala nálægt landamærunum að Mexíkó. 16.5.2011 06:51 Brotist inn í bakarí Brotist var inn í bakarí við Grensásveg og þaðan stolið skiptimynt úr opnum peningakössum, eða sjóðsvélum. 16.5.2011 06:48 Bretadrottning heimsækir Írland í fyrsta sinn á ferlinum Söguleg stund verður á Írlandi á morgun en þá kemur Elísabet bretadrottning í fyrsta sinn í heimsókn til landsins. 16.5.2011 06:45 Strauss-Kahn leiddur í járnum út af lögreglustöð Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var leiddur í járnum út af lögreglustöð í Harlem í New York í nótt. 16.5.2011 06:40 Nauðgarar hræða þolendur frá því að leggja fram kæru Færst hefur í vöxt að karlmenn sem nauðga konum hóti þeim til þess að fæla þær frá því að kæra málið til lögreglu. Meira ber á ófyrirleitni gerenda en áður og þolendur eru hræddari við þá. 16.5.2011 06:30 Þurfa að fjölga starfsfólki mikið Undirbúningur fyrir komandi síldar- og makrílvertíðar er í fullum gangi hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun starfsmanna í sumar og fram eftir hausti. Fastráðnir starfsmenn í frystihúsinu eru að jafnaði um fjörutíu talsins en í sumar munu á annað hundrað manns taka þátt í fiskvinnslunni á staðnum, segir í frétt á vef fyrirtækisins. 16.5.2011 05:00 Króatíu verði hjálpað í ESB Ýmis ríki Evrópusambandsins þrýsta nú á um að liðkað verði fyrir samningaviðræðum Króatíu og ESB svo landið geti klárað aðildarviðræður sínar í sumar. 16.5.2011 05:00 Arabískt vor vekur von í mannréttindum „Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. 16.5.2011 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Eiginkonan enn í öndunarvél Konan sem varð fyrir árás eiginmanns síns á heimili þeirra í Grafarholti á sunnudagsmorgun var enn þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Maðurinn var á sunnudagskvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí grunaður um manndrápstilraun. 17.5.2011 05:00
Ólína segir allt á sömu bókina lært Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður segir að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á málefnum sorpbrennslna á Íslandi sýni enn og aftur fram á þá brotalöm sem virðist vera í íslenskri stjórnsýslu og ýmsar skýrslur ríkisendurskoðunar hafa staðfest að undanförnu. 17.5.2011 04:00
Fattaði að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi Þegar ég gekk inn á Litla hraun í fyrsta sinn fattaði ég að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi. Þetta segir Grétar Sigurðsson sem fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2005. 16.5.2011 20:23
Fjórir fluttir á spítala eftir skinkurifrildi Ástæðurnar fyrir því að fólk fer að rífast eru margar hverjar óvenjulegar og sumar eru óskiljanlegar. Frekar óvenjulegt atvik kom upp í stórverslun í bænum Livorno á Ítalíu á dögunum þegar fjórir voru fluttir á spítala eftir rifrildi um skinku. 16.5.2011 20:00
Fréttaskýring: Varasamar breytingar á kvótakerfi Drög liggja fyrir að frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fréttablaðið bar hugmyndirnar í frumvarpinu undir hagfræðinga til að fá svar við því hverjar afleiðingar breytinganna eru líklegar til að verða. 16.5.2011 19:45
Björgunin markaði tímamót Minningarguðþjónusta um sögulegt björgunarfrek við Íslandsstrendur var haldin í bænum Grimsby í Bretlandi um helgina. Björgunin markaði upphaf þess að gúmmíbátar urðu skylduútbúnaður á skipum. 16.5.2011 19:23
MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16.5.2011 18:46
Opnunarhátíð Hörpunnar kostaði 20 milljónir króna Kostnaður við opnunarhátíð Hörpunnar nam tuttugu milljónum króna. Stjórnendur Hörpunnar neita að gefa upp hverjir voru á gestalista opnunarkvöldsins. 16.5.2011 18:45
Enn þungt haldin á gjörgæsludeild Kona sem varð fyrir árás á heimili sínu í gærmorgun liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. 16.5.2011 18:36
Gæti verið auðveldara að sækja fé á erlenda lánamarkaði Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch ratings hefur uppfært lánshæfishorfur Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Seðlabankastjóri segir að þetta gæti auðveldað ríkissjóði að sækja sér fé á erlendum lánamörkuðum. 16.5.2011 18:28
Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. 16.5.2011 18:02
Ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna Viðskiptajöfurinn Donald Trump tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í forsetakosningunum á næsta ári. Orðrómur hefur verið uppi síðustu mánuði um að hann ætlaði að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikaflokksins. 16.5.2011 17:36
Strauss-Kahn úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í New York, sakaður um gróf kynferðisbrot . Hann kemur aftur fyrir dómara hinn tuttugasta þessa mánaðar. 16.5.2011 16:46
Herbert þarf að greiða fyrir þakviðgerðina Dómur er fallinn í "þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunni sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,6 milljónir króna til húsfélagsins auk 1,5 milljóna í málskostnað. 16.5.2011 16:19
Össur bauðst til að veita Ashtiani hæli hér á landi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur boðist fyrir hönd íslenska ríkisins til að veita írönsku konunni Ashtiani hæli hér á landi. Þetta kom fram í upphafi máls utanríkisráðherra á Alþingi í dag þar sem hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál. Össur sagði að ráðuneytið hafi á undanförnum misserum gert gangsskör í því að beita sér frekar í málum einstaklinga á alþóðavettvangi og tiltók hann sérstaklega mál Ashtiani, sem dæmd hefur verið til dauða í Íran. 16.5.2011 16:15
Svipt fjárræði - andlega veik kona lifði á smálánum Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta konu fjárræði í tólf mánuði en samkvæmt úrskurði héraðsdóms hefur hún sent á aðra milljón króna til dularfulls auðsmanns "syðra“ eins og hún orðar það sjálf. Það var systir konunnar sem fór fram á að hún yrði svipt fjárræði. 16.5.2011 16:06
Óvenju róstusamt á landamærum Ísraels á afmælisdaginn Fréttaskýrandi BBC í Líbanon veltir fyrir sér hvort mótmæli á landamærum Ísraels, Sýrlands og Líbanons um helgina hafi að einvherju leyti verið að undirlagi stjórnvalda í Sýrlandi og Hizbolla í Líbanon. Stofnunar Ísraelsríkis árið 1948 var minnst hinn 14. þessa mánaðar. 16.5.2011 15:34
Óhugnanlegar rúnir krotaðar á alla veggi "Ég mun kæra þetta,“ segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skjóli nætur, krotað fornar rúnir á veggina og rist að auki rúnir í steypu sem var að þorna. 16.5.2011 14:42
Hestaripperinn ófundinn Lögreglunni á Egilsstöðum hafa engar vísbendingar borist í tengslum við rannsókn á meintu dýraníði en í liðinni viku sá hestamaður þar tvo skurði á kynfærum hryssu sem taldir eru hafa verið veittir henni með eggvopni. Málið var kært til lögreglu en enginn liggur undir grun um níðið. Vísir greindi frá því fyrir helgi að hestamenn á svæðinu séu slegnir óhug vegna atviksins og finnist erfitt að ímynda sér að um manna verk hafi verið að ræða. Umráðamaður hryssunnar sagðist hreinlega ekki geta lýst því hversu ógeðslegt þetta mál sé. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kallaði til lögreglu eftir að honum var tilkynnt um áverkana og hefur hann aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. Hestamaðurinn sem fann áverkana óttast að þarna hafi verið um svokallaðan "hestaripper“ að ræða sem ráðist að saklausum dýrum og misþyrmi þeim. Lögreglu hafa engar aðrar tilkynningar borist um viðlíka áverka. 16.5.2011 14:32
Hinsegin dagar fá Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Jón Gnarr, borgarstjóri, afhenti fulltrúum Hinsegin daga Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag 16. maí, sem er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar. 16.5.2011 14:08
Byko mátti skrá niður kennitölu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að byggingavöruversluninni Byko hefði verið heimilt að taka niður kennitölu manns og skrá hana niður. 16.5.2011 13:30
Ótti um yfirvofandi sprengjuárás í London Óttast var að sprengjuárás væri yfirvofandi í miðborg Lundúna í morgun. Lögregluyfirvöld staðfesta þetta en nokkrum götum á svæðinu var lokað. Talið er að hótun hafi borist frá írskum aðskilnaðarsinnum þótt það hafi ekki fengist staðfest. Heimildir BBC herma að hótunin hafi borist í gærkvöldi. Engin sprengja hefur þó fundist og er almenningur hvattur til að halda áfram sínu daglega amstri, en að vera á varðbergi. 16.5.2011 13:28
Bein útsending frá síðasta geimskoti Endeavour Geimskutlan Endeavour fer í sína síðustu geimför núna klukkan eitt. Geimskutlur NASA eru núna að ljúka þjónustu sinni og nú er komið að Endeavour að fara í sína hinstu för. Leiðangursstjóri í ferðinni er Mark Kelly, en hann er eiginmaður Gabrielle Giffords, bandarísku þingkonunnar sem skotið var í höfuðið í Arizona í janúar. 16.5.2011 12:45
Ljósmyndari dæmdur til þess að greiða 14 milljónir Ljósmyndari var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 16.5.2011 12:44
Fimmtán ára piltur höfuðkúpubrotnaði og setlaug var stolið Fimmtán ára piltur höfuðkúpubrotnaði þegar hann féll af mótorkrosshjóli og lenti á bifreið. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Gagnheiðar og Lágheiðar á Selfossi í síðustu viku. 16.5.2011 12:19
Verkfall í leikskólum gæti skollið á 22. ágúst Samninganefnd leikskólakennara hyggst boða til verkfalls verði ekki búið að semja um leiðréttingu á launum þeirra fyrir 22. ágúst. 16.5.2011 12:03
Vilja handtaka Gaddafí og draga fyrir rétt Saksóknari við Alþjóðlega glæpadómstóllinn í Haag vill gefa út handtökuskipun á einræðisherra Líbíu, Múammar Gaddafí og nánustu samverkamenn hans. Saksóknarinn, Luis Moreno-Ocampo, vill koma böndum á Gaddafí og einnig son hans Seif al-Islam og Abdullah al-Sanusi yfirmann leyniþjónustunnar. 16.5.2011 11:27
Le Bon líkti Vini Sjonna við Kiefer Sutherland Simon Le Bon, söngvari hinnar goðsagnakenndu Duran Duran, fylgdist grannt með beinni útsendingu frá Eurovison-keppninni á laugardag. Le Bon hafði sterkar skoðanir á lögum og flytjendum, og deildi þeim öllum á samskiptavefnum Twitter. Þegar Vinir Sjonna birtust á sviðinu spurði Le Bon á Twitter: "Er þetta Kiefer Sutherland sem spilar á gítar fyrir Ísland?" Gunnar Ólason getur því vel við unað að vera líkt við leikarann þokkafulla. Eða ætli Le Bon hafi átt við Vigni Snæ Vigfússon? Um sigurlag Asera sagði Le Bon þegar það var flutt í keppninni: "Viðlagið í Running Scared (en Bon Jovi-legt) hljómar eins og lag með Keane. Eða var það Coldplay?" Svíar lentu í þriðja sæti. Le Bon var ekki hrifinn. "Lag sem er svo óeftirminnilegt að það er gleymt áður en það er búið," hafði hann um lag hjartaknúsarans unga, Eric Saade, að segja. Í mestu uppáhaldi hjá Le Bon voru lögin Lipstick frá Írlandi, Follia d´amore frá Írlandi og So Lucky frá Moldóvu. Meira að segja gekk hann svo langt að segja að lagið með "stelpunni á einhjólinu ætti að vinna" og átti þar við fjörlegt framlag Moldóvu. Hann sló síðan áfram á létta strengi og sagði að moldóvska sveitin gæti léttilega kallað sig "The Eastie Boys" og vísaði til þeirra, eitt sinn, framúrstefnulegu Beastie Boys. Þegar hin þýska Lena birtist á sviðinu dró hann þó aðeins í land og vildi að Lena myndi vinna, þó ekki nema væri bara út af fegurðinni. Hjartaknúsarinn meinti frá Rússlandi sló aldeilis ekki í gegn hjá dóttur Le Bon, eða eins og hann sagði á Twitter: "Dóttir mín er að pissa í sig af hlátri. Í alvöru. Hún getur ekki talað." Twitter-síðu Le Bon fá finna hér. http://twitter.com/#!/SimonJCLeBON <http://twitter.com/> 16.5.2011 11:26
Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Einnig verður afhent sérstök heiðursviðurkenning til einstaklings sem aukið hefur hróður Íslands á erlendri grundu. Slík heiðursviðurkenning er nýmæli. Íslandsstofa hefur nú tekið við hlutverki Útflutningsráðs sem ábyrgðar- og umsjónaraðili Útflutningsverðlaunanna. Friðrik Pálsson formaður úthlutunarnefndar tilkynnir hvaða fyrirtæki hlýtur verðlaunin og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir þau. Þá verður afhjúpað listaverk sem verðlaununum fylgir. Höfundur verksins er Inga Elín myndlistarmaður. Forseti Íslands afhendir einnig heiðursviðurkenningu til einstaklings. Í dómnefnd vegna verðlaunanna sátu að þessu sinni Björgólfur Jóhannsson frá Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, Ingjaldur Hannibalsson frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Friðrik Pálsson frá Íslandsstofu, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Örnólfur Thorsson frá embætti forseta Íslands. 16.5.2011 11:10
Tilraun til manndráps: Hringdi sjálfur eftir aðstoð Karlmaður, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fyrir að hafa næstum orðið konu sinni að bana á sunnudaginn, hringdi sjálfur eftir aðstoð. Maðurinn, sem er fæddur árið 1950, réðist á konu sína á heimili þeirra í gærmorgun og tók hana kverkataki þar til hún missti meðvitund samkvæmt Fréttablaðinu. 16.5.2011 10:30
Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls á föstudaginn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Konan, sem er af erlendum uppruna, var á ferð ásamt hópi samlanda sinna og íslenskum fararstjóra. Hún var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur á sjúkrahús. Líðan hennar var stöðug. 16.5.2011 09:53
Úrskurðaður í gæsluvarðhald - áður verið dæmdur fyrir smygl Maðurinn sem lögreglan handtók í gærmorgun sem er grunaður er um að hafa reynt að ráða konu sinni bana á heimili þeirra í Grafarholti í gærmorgun var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi. Maðurinn hefur áður fengið tveggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. 16.5.2011 09:30
Rýmdu tvo skóla í Óðinsvéum vegna sprengjuhótunnar Tveir framhaldsskólar í Óðinsvéum á Fjóni í Danmörku voru rýmdir í morgun í kjölfar sprengjuhótunnar. 16.5.2011 07:59
Dularfullt hvarf styttu af Konfúsíusi veldur vangaveltum Dularfullt hvarf tæplega 10 metra háar styttu af Konfúsíusi frá Torgi hins himneska friðar í Bejing hefur valdið miklum vangaveltum. 16.5.2011 07:18
Áhöfnin á Þór hafnar alfarið kvótapottum Áhöfn frystitogarans Þórs frá Hafnarfirði hafnar því í sameiginlegri yfirlýsingu, að kvóti sé fluttur af skipi þeirra og settur í potta sem stjórnmálamenn geta notað til að kaupa sér velvild með að úthluta þeim meðal annars til manna, sem leiðist í sumarfríinu. 16.5.2011 06:59
Dýragarður aflar fjár með sölu á fílataði Forráðamenn dýragarðsins í Prag í Tékklandi hafa fundið nýstárlega aðferð til fjáröflunnar. Þeir selja dósir með fílataði og seljast þær eins og heitar lummur að því er segir í fréttaskeyti frá AP fréttastofunni. 16.5.2011 06:57
Um 25 þúsund manns flýja undan flóðum Um 25 þúsund íbúa á fenjasvæðum í Luisiana ríkis í Bandaríkjunum hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín. 16.5.2011 06:53
Fundu 27 höfuðlaus lík í Guatemala Höfuðlaus lík 25 karla og tveggja kvenna hafa fundist við bóndabæ í Guatemala nálægt landamærunum að Mexíkó. 16.5.2011 06:51
Brotist inn í bakarí Brotist var inn í bakarí við Grensásveg og þaðan stolið skiptimynt úr opnum peningakössum, eða sjóðsvélum. 16.5.2011 06:48
Bretadrottning heimsækir Írland í fyrsta sinn á ferlinum Söguleg stund verður á Írlandi á morgun en þá kemur Elísabet bretadrottning í fyrsta sinn í heimsókn til landsins. 16.5.2011 06:45
Strauss-Kahn leiddur í járnum út af lögreglustöð Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var leiddur í járnum út af lögreglustöð í Harlem í New York í nótt. 16.5.2011 06:40
Nauðgarar hræða þolendur frá því að leggja fram kæru Færst hefur í vöxt að karlmenn sem nauðga konum hóti þeim til þess að fæla þær frá því að kæra málið til lögreglu. Meira ber á ófyrirleitni gerenda en áður og þolendur eru hræddari við þá. 16.5.2011 06:30
Þurfa að fjölga starfsfólki mikið Undirbúningur fyrir komandi síldar- og makrílvertíðar er í fullum gangi hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun starfsmanna í sumar og fram eftir hausti. Fastráðnir starfsmenn í frystihúsinu eru að jafnaði um fjörutíu talsins en í sumar munu á annað hundrað manns taka þátt í fiskvinnslunni á staðnum, segir í frétt á vef fyrirtækisins. 16.5.2011 05:00
Króatíu verði hjálpað í ESB Ýmis ríki Evrópusambandsins þrýsta nú á um að liðkað verði fyrir samningaviðræðum Króatíu og ESB svo landið geti klárað aðildarviðræður sínar í sumar. 16.5.2011 05:00
Arabískt vor vekur von í mannréttindum „Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. 16.5.2011 04:00