Fleiri fréttir Níu ára tekinn fyrir ölvunarakstur Níu ára gamall drengur í Cumbria á Englandi hefur verið handtekinn fyrir ölvunarakstur, samkvæmt lögregluskýrslum sem breska blaðið Sunday Telegraph vísar til. Blaðið segir að drengurinn hafi ekki verið nafngreindur vegna barnaverndalaga. Öndunarsýni hafi verið tekin af honum og honum hafi verið haldið um stund í gæslu lögreglunnar. 15.5.2011 15:03 Umhverfisráðherra undirritaði verndaráætlun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði í gær verndaráætlun við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit. 15.5.2011 14:14 Línurnar lagðar fyrir kennara Fjölmörg félög innan Kennarasambands Íslands eiga eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. Grunnskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Með honum hafa línurnar líklegast verið lagðar fyrir hin félögin. 15.5.2011 13:43 Hefði alveg viljað enda ofar Þórunn Erna Clausen ekkja Sigurjóns Brink sem samdi Eurovision lagið Coming Home segist alveg hafa viljað enda ofar. Hún segir að hópurinn sé engu að síður sáttur með árangurinn. Lagið var í fjórða sæti í undankeppninni og 20. sæti í aðalkeppninni. Þórunn Erna segir tímann framundan líklega verða nokkuð skrýtinn. 15.5.2011 12:19 Átök á Gasaströndinni Ísraelskar hersveitir hófu skothríð á hóp Palestínumanna á Gasaströndinni í morgun. Fimmtán særðust í skotárásinni, samkvæmt frásögn fréttastofu BBC af atburðarrásinni. Þá hófu Ísraelar einnig skotárásir á hópa við landamæri Sýrlands og á Gólanhæðum. Þar særðust líka nokkrir. Þá hefur líka skorist í brýnu milli Ísraelsmanna og Palestínumanna í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Adham Abu Salmiya, heilbrigðisráðherra Palestínumanna, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að allir þeir sem hefðu orðið fyrir árás á Gasaströndinni væru undir átján ára aldri. 15.5.2011 11:29 Verjandi Strauss-Kahn varar við fjölmiðlasirkus Verjandi Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar fólk við því að dæma skjólstæðing sinn of fljótt. Strauss-Kahn var handtekinn í gær. Hann er sakaður um að hafa nauðgað hótelþernu í New York í gær og hefur verið ákærður vegna málsins. 15.5.2011 11:13 Friðurinn dýru verði keyptur Friðurinn á atvinnumarkaði er mjög dýru verði keyptur fyrir mörg fyrirtæki, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök Atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ undir nýjan kjarasamning á dögunum. Samningarnir fela í sér prósentuhækkanir á launum, en einnig eingreiðslu að upphæð 50 þúsund krónur og tvær viðbótagreiðslur samtals að upphæð 25 þúsund krónur vegna þess hve það dróst að klára kjarasamningana. 15.5.2011 10:39 AGS tjáir sig ekki um mál framkvæmdastjórans Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekkert tjá sig um mál framkvæmdastjóra sjóðsins, sem var handtekinn í gær. 15.5.2011 10:18 Vill auka loftárásir á Líbíu Æðsti yfirmaður breska hersins segir Atlantshafsbandalagið verða að auka herstyrk sinn í Líbíu með því að aflétta hömlum sem sett hafa verið á skotmörk í loftárásum. 15.5.2011 10:00 Traðkaði á höfði manns fyrir utan Sólon Átta gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um að ung kona hefði ruðst inn á heimili ungrar konu á Völlunum í Hafnarfirði og ráðist á hana. Sú sem ráðist var á hefur kært brotið til lögreglu. 15.5.2011 09:39 Framkvæmdastjóri AGS ákærður fyrir nauðgun Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, var handtekinn í New York í Bandaríkjunum í gærkvöld, sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í borginni. 15.5.2011 09:01 Framkvæmdastjóri AGS handtekinn vegna kynferðisbrots Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn í New York í dag. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn hótelþernu, eftir því sem fram kemur á vef The New York Times. 14.5.2011 23:51 Gleði hjá íslenska hópnum "Það er æðisleg stemning. Við erum hérna með írsku tvíburunum og erum að taka myndir og þvílík gleði i gangi," sagði Þórunn Erna Clausen, ekkja Sigurjóns Brink og ein aðalvítamínsprautan í íslenska hópnum sem fór í Eurovision keppnina í ár. 14.5.2011 22:43 Stefán Einar formaður LÍV Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á 27. þingi sambandsins sem haldið var í dag. 14.5.2011 21:56 Ekki ein feilnóta hjá íslensku strákunum „Þetta er ótrúlega tvísýn keppni. Svona vil ég hafa Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýrsson, söngvari og einn helsti Eurovision sérfræðingur okkar Íslendinga. „Þetta á að vera spennandi og gjörsamlega óútreiknanlegt og tvísýnt,“ bætir Páll Óskar við. Páll Óskar segist samt hafa tekið eftir því að ótrúlega margir keppendur hafi verið stressaðir og falskir í kvöld. „Sum lögin voru svo illa flutt að maður hreinlega hélt fyrir eyrun stundum,“ segir Páll Óskar. Þetta hafi til dæmis átt við um franska söngvarann. 14.5.2011 21:36 Sérsveitin kölluð út vegna hnífamanns í Sandgerði Sérsveit lögreglunnar og lögreglan á Suðurnesjum höfðu afskipti af manni í Sandgerði í dag. Hann hafði ógnað fólki með hníf í einhverskonar heimiliserjum sem höfðu átt sér stað og farið úr böndunum. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar og bíður yfirheyrslu. Hann var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn, að sögn lögreglu. Einungis fáeinir dagar eru síðan lögreglan á Suðurnesjum og sérsveitin höfðu afskipti af manni í Grindavík en það var líka vegna heimiliserja. 14.5.2011 21:18 Spennufall hjá íslenska hópnum í Eurovison "Þetta er ekkert smá spennufall að vera búinn að þessu,“ segir Benedikt Brynleifsson, eða Benni trommari, einn af Vinum Sjonna sem flutti lag Íslands í Eurovision í kvöld. 14.5.2011 21:01 Óaðfinnanleg frammistaða Vinir Sjonna, íslensku strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, luku rétt í þessu við að flytja framlag Íslands, I´m coming Home. „Þeir gerðu þetta óaðfinnanlega,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir, þulan sem lýsir keppninni þetta árið fyrir Ríkisútvarpið. 14.5.2011 20:44 Vann 27 milljónir í Lottó Einn heppinn lottóspilari vann 27 milljónir í lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var seldur í söluturninum Þristinum á Seljabraut í Breiðholti. Fjórir unnu bónusvinninga og fær hver um sig 109 þúsund krónur. 14.5.2011 20:07 Danir stefna á sigur í Eurovision Frændur vorir, Danir, taka Eurovision söngvakeppninni ekki af neinni léttúð þetta árið. Þeir stefna á sigur í keppninni. Fréttavefur Jyllands Posten segir að í ellefu daga hafi danska grúppan, sem heitir A Friend In London, verið í Dusseldorf, æft og talað við fjölmiðla. 14.5.2011 19:36 Stóra stundin nálgast Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni. 14.5.2011 19:00 Kjarasamningur við grunnskólakennara undirritaður Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í dag. Samningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014 og felur í sér sambærilegar hækkanir launa og nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. 14.5.2011 18:43 Fjöldi prúðbúinna gesta fagnaði Hörpunni Fjöldi prúðbúinna gesta mætti til opnunarhófs í tónlistarhúsinu Hörpu í gær. Þar voru meðal annars forsetahjónin, Björgólfur Guðmundsson, ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar, borgarfulltrúar og fleiri. 14.5.2011 18:08 Vonar að Ísland verði meðal 10 efstu Eyjólfur Kristjánsson, ein af mestu Eurovision hetjum Íslendinga, segist vona að Íslendingar nái að verða á meðal tíu efstu í Eurovision í kvöld .Hann gerir samt ekki ráð fyrir að strákarnir okkar, eins og vinir Sjonna eru núna kallaðir, muni vinna keppnina. 14.5.2011 17:12 Símaskráin komin út Nýjasta útgáfa Símaskrárinnar kom út í dag. Símaskránni er dreift í 150 þúsund eintökum og fer hún inn á meirihluta heimila og fyrirtækja á landinu. Í bókinni eru um 400 þúsund símanúmer og á Gulu síðunum má finna gagnagrunn yfir meira en 2.000 þjónustuflokka. Í tilefni af útgáfunni var blásið til veislu í Smáralind í dag þar sem Egill Einarsson og Gerplustúlkur árituðu Símaskrána, en þau prýða forsíðu hennar að þessu sinni. 14.5.2011 16:37 Þúsundir hafa lagt leið sína í Hörpu Þúsundir manna hafa lagt leið sína í tónlistarhúsið Hörpu í dag. Nú um helgina fer þar fram opnunarhátíð með fjölbreyttri dagskrá. 14.5.2011 16:03 Flugvél hlekktist á í flugtaki Cessna flugvél, í eigu Flugklúbbs Flugskóla Íslands, hlekktist á í flugtaki á þriðja tímanum í dag á flugvellinum við Hvolsvöll. Fjórir voru í vélinni. Þeir sluppu með minniháttar meiðsl en voru fluttir á Heilsugæsluna á Hvolsvelli til aðhlynningar. 14.5.2011 15:20 Bretar spyrja sig hvort Íslendingar hafi efni á Hörpu Ítarleg umfjöllun var um tónlistarhúsið Hörpu á BBC 3 í dag. Þar er velt upp þeirri spurningu hvort Íslendingar, sem urðu fyrir gríðarlegum efnahagsáföllum fyrir tveimur og hálfu ári, hafi efni á jafn stóru tónlistarhúsi og Harpa er. 14.5.2011 14:12 Dylan sakaður um að svíkja málstaðinn Söngvarinn Bob Dylan hafnar því með öllu að stjórnvöld í Kína hafi ritskoðað tónlist sem hann flutti á tónleikum þar í landi. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir það að hafa látið yfirvöld í landinu í té lista yfir þau lög sem hann flutti áður en tónleikarnir hófust. Með þessu var Dylan sakaður um að hafa svikið hippamálstaðinn sem hann varð frægur fyrir þegar byrjaði að flytja tónlist á sjöunda áratug síðustu aldar. Dylan segist ekkert hafa vitað um neina ritskoðun og hann hafi flutt alla þá tónlist sem hann hafi í upphafi ætlað sér að flytja. 14.5.2011 13:51 Forsetinn á afmæli í dag Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er sextíu og átta ára gamall í dag. Hann fæddist á Ísafirði þennan dag árið 1943. 14.5.2011 13:08 Eldur kom upp í Álftröð Eldur kom upp í einbýlishúsi við Álftröð í Kópavogi nú í hádeginu. Tvö reykkafarateymi voru umsvifalaust send inn í húsið til að slökkva, en allt tiltækt lið slökkviliðsins var á staðnum. Búið er að slökkva mestan eldinn. 14.5.2011 12:44 Veiðigjald hækki um 70% Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kynnti breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir blaðamönnum í sjávarútvegsráðuneytinu í dag. Um er að ræða tvö frumvörp. Annars vegar frumvarp sem snýst um aukningu á strandveiðum, aukningu í byggðartengdum aðgerðum og hækkun veiðigjalds um 70%. 14.5.2011 12:06 Vinir Sjonna í góðri stemningu fyrir lokakvöldið Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Íslendingar munu taka þátt í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Dusseldorf í kvöld. Benedikt Brynleifsson, betur þekktur sem Benni trommari, segir að stemningin fyrir lokakvöldinu sé góð. 14.5.2011 11:36 Slökkviliðsmenn standa vaktina í Hörpu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn standa vaktina í Hörpu þessa dagana. Ástæðan er sú að ekki er búið að ljúka við frágang á húsinu. 14.5.2011 11:04 Taivan fagnar húnafullri pandabirnu Mikil gleði ríkir í Taívan en frægasta Panda-birna landsins, Yuan Yuan, er sögð húnafull. Talsmenn Taipei dýragarðsins segja hana sofa mikið, borða lítið og óvenjulega pirraða. Yuan Yuan var send í tæknifrjóvgun í febrúar því pandabjörninn í dýragarðinum, Tuan Tuan, sýndi henni lítinn sem engan áhuga. 14.5.2011 10:01 Kvótafrumvarpið mun hafa áhrif á stöðu útgerða Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um ný fiskveiðistjórnunarlög að veruleika á næsta ári mun það hafa umtalsverð áhrif á fjárhagslega stöðu útgerða og banka sem þjónusta þær. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ. 14.5.2011 09:50 Nafn konunnar sem lést Unga konan sem komið var með látna á Landspítalann í Fossvogi í fyrrakvöld hét Þóra Elín Þorvaldsdóttir en hún var búsett í Hafnarfirði. Þóra var fædd þann 19. júlí árið 1990 og lætur eftir sig rúmlega tveggja ára son. Sambýlismaður hennar, Axel Jóhannsson fæddur árið 1986, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær en hann hefur játað að hafa orðið henni að bana. 14.5.2011 09:42 Lagðist til hvílu hjá ókunnugum karlmanni Íbúi í austurhluta Reykjavíkurborgar vaknaði við það um fimmleytið í nótt að karlmaður lagðist upp í rúm til hans á nærbuxunum einum klæða og sofnaði þar. Húsráðandinn, sem átti ekki von á þessum næturgesti, rauk á fætur og hringdi á lögreglu. Lögreglumenn brugðust snarlega við og komu til að vekja manninn. Maðurinn reyndist hafa lagst til hvílu með kærustu sinni fyrr um nóttina. 14.5.2011 09:22 Pössuð eins og aðrar ömmur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki vita til þess að öryggi Söruh, ömmu Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi verið sérstaklega ógnað hér á landi, spurður hvort íslensk yfirvöld muni tryggja öryggi hennar í væntanlegri heimsókn á næstu dögum. 14.5.2011 09:00 Díoxínrannsókn svæfð af ráðuneytinu Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. 14.5.2011 09:00 Forsprakki vélhjólagengis í einangrun Forsprakki vélhjólagengisins Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, situr nú í gæsluvarðhaldi og einangrun, ásamt öðrum meðlimi gengisins, Davíð Frey Rúnarssyni, eftir að þeir réðust á mann og héldu honum nauðugum í meira en hálfan sólarhring, að því er talið er. Þá hafa tveir meðlimir Black Pistons verið kærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. 14.5.2011 08:30 Allt að helmingur af umframkvóta í potta Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. 14.5.2011 08:00 Við munum ekki líða neina vitleysu „Við munum ekki líða neina vitleysu,“ segir Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við því að vista nú tvo menn úr íslenska vélhjólagenginu Black Pistons í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 14.5.2011 07:45 Afnema skilarétt verslana á kjötvöru Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KS) hyggst afnema skilarétt verslana á kjötvöru frá fyrirtækinu. Er þetta gert til að bregðast við banni á forverðmerkingum á kjötvöru. 14.5.2011 06:00 Ætlaði að slíta sambandinu Lögregla telur sig hafa fundið staðinn þar sem ungur maður banaði barnsmóður sinni á fimmtudag. Vettvangurinn er í Heiðmörk og var rannsakaður af lögreglu í gær. Fullnaðarniðurstaða liggur ekki fyrir úr rannsókn á banameini konunnar, sem var fædd árið 1990, en vísbendingar eru um að hún hafi verið kyrkt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 14.5.2011 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Níu ára tekinn fyrir ölvunarakstur Níu ára gamall drengur í Cumbria á Englandi hefur verið handtekinn fyrir ölvunarakstur, samkvæmt lögregluskýrslum sem breska blaðið Sunday Telegraph vísar til. Blaðið segir að drengurinn hafi ekki verið nafngreindur vegna barnaverndalaga. Öndunarsýni hafi verið tekin af honum og honum hafi verið haldið um stund í gæslu lögreglunnar. 15.5.2011 15:03
Umhverfisráðherra undirritaði verndaráætlun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði í gær verndaráætlun við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit. 15.5.2011 14:14
Línurnar lagðar fyrir kennara Fjölmörg félög innan Kennarasambands Íslands eiga eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. Grunnskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Með honum hafa línurnar líklegast verið lagðar fyrir hin félögin. 15.5.2011 13:43
Hefði alveg viljað enda ofar Þórunn Erna Clausen ekkja Sigurjóns Brink sem samdi Eurovision lagið Coming Home segist alveg hafa viljað enda ofar. Hún segir að hópurinn sé engu að síður sáttur með árangurinn. Lagið var í fjórða sæti í undankeppninni og 20. sæti í aðalkeppninni. Þórunn Erna segir tímann framundan líklega verða nokkuð skrýtinn. 15.5.2011 12:19
Átök á Gasaströndinni Ísraelskar hersveitir hófu skothríð á hóp Palestínumanna á Gasaströndinni í morgun. Fimmtán særðust í skotárásinni, samkvæmt frásögn fréttastofu BBC af atburðarrásinni. Þá hófu Ísraelar einnig skotárásir á hópa við landamæri Sýrlands og á Gólanhæðum. Þar særðust líka nokkrir. Þá hefur líka skorist í brýnu milli Ísraelsmanna og Palestínumanna í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Adham Abu Salmiya, heilbrigðisráðherra Palestínumanna, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að allir þeir sem hefðu orðið fyrir árás á Gasaströndinni væru undir átján ára aldri. 15.5.2011 11:29
Verjandi Strauss-Kahn varar við fjölmiðlasirkus Verjandi Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar fólk við því að dæma skjólstæðing sinn of fljótt. Strauss-Kahn var handtekinn í gær. Hann er sakaður um að hafa nauðgað hótelþernu í New York í gær og hefur verið ákærður vegna málsins. 15.5.2011 11:13
Friðurinn dýru verði keyptur Friðurinn á atvinnumarkaði er mjög dýru verði keyptur fyrir mörg fyrirtæki, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök Atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ undir nýjan kjarasamning á dögunum. Samningarnir fela í sér prósentuhækkanir á launum, en einnig eingreiðslu að upphæð 50 þúsund krónur og tvær viðbótagreiðslur samtals að upphæð 25 þúsund krónur vegna þess hve það dróst að klára kjarasamningana. 15.5.2011 10:39
AGS tjáir sig ekki um mál framkvæmdastjórans Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni ekkert tjá sig um mál framkvæmdastjóra sjóðsins, sem var handtekinn í gær. 15.5.2011 10:18
Vill auka loftárásir á Líbíu Æðsti yfirmaður breska hersins segir Atlantshafsbandalagið verða að auka herstyrk sinn í Líbíu með því að aflétta hömlum sem sett hafa verið á skotmörk í loftárásum. 15.5.2011 10:00
Traðkaði á höfði manns fyrir utan Sólon Átta gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um að ung kona hefði ruðst inn á heimili ungrar konu á Völlunum í Hafnarfirði og ráðist á hana. Sú sem ráðist var á hefur kært brotið til lögreglu. 15.5.2011 09:39
Framkvæmdastjóri AGS ákærður fyrir nauðgun Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, var handtekinn í New York í Bandaríkjunum í gærkvöld, sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í borginni. 15.5.2011 09:01
Framkvæmdastjóri AGS handtekinn vegna kynferðisbrots Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn í New York í dag. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn hótelþernu, eftir því sem fram kemur á vef The New York Times. 14.5.2011 23:51
Gleði hjá íslenska hópnum "Það er æðisleg stemning. Við erum hérna með írsku tvíburunum og erum að taka myndir og þvílík gleði i gangi," sagði Þórunn Erna Clausen, ekkja Sigurjóns Brink og ein aðalvítamínsprautan í íslenska hópnum sem fór í Eurovision keppnina í ár. 14.5.2011 22:43
Stefán Einar formaður LÍV Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á 27. þingi sambandsins sem haldið var í dag. 14.5.2011 21:56
Ekki ein feilnóta hjá íslensku strákunum „Þetta er ótrúlega tvísýn keppni. Svona vil ég hafa Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýrsson, söngvari og einn helsti Eurovision sérfræðingur okkar Íslendinga. „Þetta á að vera spennandi og gjörsamlega óútreiknanlegt og tvísýnt,“ bætir Páll Óskar við. Páll Óskar segist samt hafa tekið eftir því að ótrúlega margir keppendur hafi verið stressaðir og falskir í kvöld. „Sum lögin voru svo illa flutt að maður hreinlega hélt fyrir eyrun stundum,“ segir Páll Óskar. Þetta hafi til dæmis átt við um franska söngvarann. 14.5.2011 21:36
Sérsveitin kölluð út vegna hnífamanns í Sandgerði Sérsveit lögreglunnar og lögreglan á Suðurnesjum höfðu afskipti af manni í Sandgerði í dag. Hann hafði ógnað fólki með hníf í einhverskonar heimiliserjum sem höfðu átt sér stað og farið úr böndunum. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar og bíður yfirheyrslu. Hann var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn, að sögn lögreglu. Einungis fáeinir dagar eru síðan lögreglan á Suðurnesjum og sérsveitin höfðu afskipti af manni í Grindavík en það var líka vegna heimiliserja. 14.5.2011 21:18
Spennufall hjá íslenska hópnum í Eurovison "Þetta er ekkert smá spennufall að vera búinn að þessu,“ segir Benedikt Brynleifsson, eða Benni trommari, einn af Vinum Sjonna sem flutti lag Íslands í Eurovision í kvöld. 14.5.2011 21:01
Óaðfinnanleg frammistaða Vinir Sjonna, íslensku strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, luku rétt í þessu við að flytja framlag Íslands, I´m coming Home. „Þeir gerðu þetta óaðfinnanlega,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir, þulan sem lýsir keppninni þetta árið fyrir Ríkisútvarpið. 14.5.2011 20:44
Vann 27 milljónir í Lottó Einn heppinn lottóspilari vann 27 milljónir í lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var seldur í söluturninum Þristinum á Seljabraut í Breiðholti. Fjórir unnu bónusvinninga og fær hver um sig 109 þúsund krónur. 14.5.2011 20:07
Danir stefna á sigur í Eurovision Frændur vorir, Danir, taka Eurovision söngvakeppninni ekki af neinni léttúð þetta árið. Þeir stefna á sigur í keppninni. Fréttavefur Jyllands Posten segir að í ellefu daga hafi danska grúppan, sem heitir A Friend In London, verið í Dusseldorf, æft og talað við fjölmiðla. 14.5.2011 19:36
Stóra stundin nálgast Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni. 14.5.2011 19:00
Kjarasamningur við grunnskólakennara undirritaður Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í dag. Samningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014 og felur í sér sambærilegar hækkanir launa og nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. 14.5.2011 18:43
Fjöldi prúðbúinna gesta fagnaði Hörpunni Fjöldi prúðbúinna gesta mætti til opnunarhófs í tónlistarhúsinu Hörpu í gær. Þar voru meðal annars forsetahjónin, Björgólfur Guðmundsson, ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar, borgarfulltrúar og fleiri. 14.5.2011 18:08
Vonar að Ísland verði meðal 10 efstu Eyjólfur Kristjánsson, ein af mestu Eurovision hetjum Íslendinga, segist vona að Íslendingar nái að verða á meðal tíu efstu í Eurovision í kvöld .Hann gerir samt ekki ráð fyrir að strákarnir okkar, eins og vinir Sjonna eru núna kallaðir, muni vinna keppnina. 14.5.2011 17:12
Símaskráin komin út Nýjasta útgáfa Símaskrárinnar kom út í dag. Símaskránni er dreift í 150 þúsund eintökum og fer hún inn á meirihluta heimila og fyrirtækja á landinu. Í bókinni eru um 400 þúsund símanúmer og á Gulu síðunum má finna gagnagrunn yfir meira en 2.000 þjónustuflokka. Í tilefni af útgáfunni var blásið til veislu í Smáralind í dag þar sem Egill Einarsson og Gerplustúlkur árituðu Símaskrána, en þau prýða forsíðu hennar að þessu sinni. 14.5.2011 16:37
Þúsundir hafa lagt leið sína í Hörpu Þúsundir manna hafa lagt leið sína í tónlistarhúsið Hörpu í dag. Nú um helgina fer þar fram opnunarhátíð með fjölbreyttri dagskrá. 14.5.2011 16:03
Flugvél hlekktist á í flugtaki Cessna flugvél, í eigu Flugklúbbs Flugskóla Íslands, hlekktist á í flugtaki á þriðja tímanum í dag á flugvellinum við Hvolsvöll. Fjórir voru í vélinni. Þeir sluppu með minniháttar meiðsl en voru fluttir á Heilsugæsluna á Hvolsvelli til aðhlynningar. 14.5.2011 15:20
Bretar spyrja sig hvort Íslendingar hafi efni á Hörpu Ítarleg umfjöllun var um tónlistarhúsið Hörpu á BBC 3 í dag. Þar er velt upp þeirri spurningu hvort Íslendingar, sem urðu fyrir gríðarlegum efnahagsáföllum fyrir tveimur og hálfu ári, hafi efni á jafn stóru tónlistarhúsi og Harpa er. 14.5.2011 14:12
Dylan sakaður um að svíkja málstaðinn Söngvarinn Bob Dylan hafnar því með öllu að stjórnvöld í Kína hafi ritskoðað tónlist sem hann flutti á tónleikum þar í landi. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir það að hafa látið yfirvöld í landinu í té lista yfir þau lög sem hann flutti áður en tónleikarnir hófust. Með þessu var Dylan sakaður um að hafa svikið hippamálstaðinn sem hann varð frægur fyrir þegar byrjaði að flytja tónlist á sjöunda áratug síðustu aldar. Dylan segist ekkert hafa vitað um neina ritskoðun og hann hafi flutt alla þá tónlist sem hann hafi í upphafi ætlað sér að flytja. 14.5.2011 13:51
Forsetinn á afmæli í dag Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er sextíu og átta ára gamall í dag. Hann fæddist á Ísafirði þennan dag árið 1943. 14.5.2011 13:08
Eldur kom upp í Álftröð Eldur kom upp í einbýlishúsi við Álftröð í Kópavogi nú í hádeginu. Tvö reykkafarateymi voru umsvifalaust send inn í húsið til að slökkva, en allt tiltækt lið slökkviliðsins var á staðnum. Búið er að slökkva mestan eldinn. 14.5.2011 12:44
Veiðigjald hækki um 70% Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kynnti breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir blaðamönnum í sjávarútvegsráðuneytinu í dag. Um er að ræða tvö frumvörp. Annars vegar frumvarp sem snýst um aukningu á strandveiðum, aukningu í byggðartengdum aðgerðum og hækkun veiðigjalds um 70%. 14.5.2011 12:06
Vinir Sjonna í góðri stemningu fyrir lokakvöldið Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Íslendingar munu taka þátt í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Dusseldorf í kvöld. Benedikt Brynleifsson, betur þekktur sem Benni trommari, segir að stemningin fyrir lokakvöldinu sé góð. 14.5.2011 11:36
Slökkviliðsmenn standa vaktina í Hörpu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn standa vaktina í Hörpu þessa dagana. Ástæðan er sú að ekki er búið að ljúka við frágang á húsinu. 14.5.2011 11:04
Taivan fagnar húnafullri pandabirnu Mikil gleði ríkir í Taívan en frægasta Panda-birna landsins, Yuan Yuan, er sögð húnafull. Talsmenn Taipei dýragarðsins segja hana sofa mikið, borða lítið og óvenjulega pirraða. Yuan Yuan var send í tæknifrjóvgun í febrúar því pandabjörninn í dýragarðinum, Tuan Tuan, sýndi henni lítinn sem engan áhuga. 14.5.2011 10:01
Kvótafrumvarpið mun hafa áhrif á stöðu útgerða Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um ný fiskveiðistjórnunarlög að veruleika á næsta ári mun það hafa umtalsverð áhrif á fjárhagslega stöðu útgerða og banka sem þjónusta þær. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Friðriki J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ. 14.5.2011 09:50
Nafn konunnar sem lést Unga konan sem komið var með látna á Landspítalann í Fossvogi í fyrrakvöld hét Þóra Elín Þorvaldsdóttir en hún var búsett í Hafnarfirði. Þóra var fædd þann 19. júlí árið 1990 og lætur eftir sig rúmlega tveggja ára son. Sambýlismaður hennar, Axel Jóhannsson fæddur árið 1986, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær en hann hefur játað að hafa orðið henni að bana. 14.5.2011 09:42
Lagðist til hvílu hjá ókunnugum karlmanni Íbúi í austurhluta Reykjavíkurborgar vaknaði við það um fimmleytið í nótt að karlmaður lagðist upp í rúm til hans á nærbuxunum einum klæða og sofnaði þar. Húsráðandinn, sem átti ekki von á þessum næturgesti, rauk á fætur og hringdi á lögreglu. Lögreglumenn brugðust snarlega við og komu til að vekja manninn. Maðurinn reyndist hafa lagst til hvílu með kærustu sinni fyrr um nóttina. 14.5.2011 09:22
Pössuð eins og aðrar ömmur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki vita til þess að öryggi Söruh, ömmu Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi verið sérstaklega ógnað hér á landi, spurður hvort íslensk yfirvöld muni tryggja öryggi hennar í væntanlegri heimsókn á næstu dögum. 14.5.2011 09:00
Díoxínrannsókn svæfð af ráðuneytinu Hollustuvernd ríkisins fór fram á það við umhverfisráðuneytið árið 1997 að allsherjarúttekt yrði gerð á losun díoxíns frá íslenskum fyrirtækjum og hugsanlegri mengun. Ráðuneytið varð ekki við þeirri beiðni heldur hóf vinnu við að fá undanþágu frá tilskipun ESB um takmarkanir á mengun frá helsta mengunarvaldinum – sorpbrennslum. 14.5.2011 09:00
Forsprakki vélhjólagengis í einangrun Forsprakki vélhjólagengisins Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, situr nú í gæsluvarðhaldi og einangrun, ásamt öðrum meðlimi gengisins, Davíð Frey Rúnarssyni, eftir að þeir réðust á mann og héldu honum nauðugum í meira en hálfan sólarhring, að því er talið er. Þá hafa tveir meðlimir Black Pistons verið kærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. 14.5.2011 08:30
Allt að helmingur af umframkvóta í potta Allt að helmingur aflaheimilda þorsks á hverju fiskveiðiári, umfram 160.000 tonn, gæti runnið í svokallað pottakerfi sem ráðherra ráðstafar árlega ef nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verður afgreitt óbreytt. 14.5.2011 08:00
Við munum ekki líða neina vitleysu „Við munum ekki líða neina vitleysu,“ segir Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við því að vista nú tvo menn úr íslenska vélhjólagenginu Black Pistons í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 14.5.2011 07:45
Afnema skilarétt verslana á kjötvöru Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KS) hyggst afnema skilarétt verslana á kjötvöru frá fyrirtækinu. Er þetta gert til að bregðast við banni á forverðmerkingum á kjötvöru. 14.5.2011 06:00
Ætlaði að slíta sambandinu Lögregla telur sig hafa fundið staðinn þar sem ungur maður banaði barnsmóður sinni á fimmtudag. Vettvangurinn er í Heiðmörk og var rannsakaður af lögreglu í gær. Fullnaðarniðurstaða liggur ekki fyrir úr rannsókn á banameini konunnar, sem var fædd árið 1990, en vísbendingar eru um að hún hafi verið kyrkt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 14.5.2011 05:00