Fleiri fréttir

Slökkvilið kallað á pizzastað

Slökkviliðið var kallað að Laugavegi 81 nú um ellefuleytið. Þar sáust eldglæringar í skorsteini. Eldurinn reyndist einungis vera í skorsteininum og þykir slökkviliðsmanni sem Vísir talaði við líklegast að það hafi einfaldlega komið upp of mikill eldur í pizzaofni, en í pizzastaðurinn Eldsmiðjan er þarna til húsa.

Jóhanna sendi Vesturporti heillaóskaskeyti

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera sendi í dag leikhópnum Vesturporti heillaóskir í tilefni af því að hópurinn veitti viðtöku evrópsku leiklistaverðlaununum.

Viðhorf Hollendinga og Breta hefur breyst

Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum.

Sinubruni á Akureyri

Eldur kviknaði í sinu við gömlu brúnna, á milli Borgarbrautar og Lönguhlíðar, á Akureyri um klukkan hálf fjögur í dag.

Finnar kjósa til þings í dag

Þingkosningar fara fram í Finnlandi í dag. Kannanir benda til þess að Samstöðuflokkurinn, flokkur Jyrki Katainen, núverandi fjármálaráðherra, fái rúmlega 21 prósenta fylgi og verði stærsti flokkurinn.

Giftu sig nakin

Þau fóru heldur óhefðbundna leið austurrísku hjónin sem giftu sig á dögunum. Melanie og Rene Schachner giftu sig nefnilega nakin til að gera brúðkaup sitt sem eftirminnilegast.

Ekkert nema ESB er í boði

Þótt stór hluti Króata sé efins um ESB-aðild hefur lítið heyrst af öðrum kostum. Dr. Samardzija segir landið annað hvort ganga inn eðasamræmast ESB utan frá. Mikilvægt fyrir Ísland að leysa Icesave.

Fórnarlömb nauðgana gefi öðrum ekki blóð

„Á hverju ári þurfum við að vísa um það bil tvö þúsund manns frá um lengri eða skemmri tíma vegna heilsufars, sögu um veikindi, lyfjanotkunar, aðgerða, ferðalaga, bólusetninga og fleira,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankanum.

Fjármálaráðherra Hollands er skrítinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaráðherra Hollands væri skrítinn.

Hafa ekki tök á að auka framlög til Sólheima

Fulltrúaráð Sólheima skorar á velferðarráðherra og sveitarfélagið Árborg að vinna sameiginlega að lausn á vanda heimilisins í stað þess að vísa hvor á annan. Í tilkynningu sem ráðið sendi frá sér í gær segir að mikil óvissa ríki um með hvaða hætti rekstur heimilisins verði tryggður.

Fegin að vera komin aftur heim

Rithöfundurinn Marie Amelie hefur fengið atvinnuleyfi í Noregi. Marie var vísað frá Noregi eftir að hún skrifaði bók um reynslu sína sem ólöglegur innflytjandi í landinu. Hún lenti í Noregi í gærkvöldi.

Versti stormur í tvo áratugi

Tuttugu og fimm er látnir eftir að fárviðri gekk yfir sex fylki í Bandaríkjunum. Hvirfilbylir, haglél og flóð fylgdu veðrinu sem skyldi eftir sig slóð eyðileggingar.

Vísaði ekki Icesave til þjóðarinnar til að auka vinsældir sínar

Ef menn halda að ég sé að sækjast eftir því að vera í sviðljósinu, þá get ég sagt þér að ég er löngu búinn að fá nóg af því, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni, fyrir stundu.

Fólskuleg árás á Idol-keppanda

Sautján ára stúlka í New York varð fyrir hrottalegri árás þegar fimm ungmenni réðust að henni og börðu til óbóta. Ástæða árásarinnar var sú að stúlkan hafði tekið þátt í áheyrnarprufum fyrir American Idol þar sem rödd hennar fékk að blómstra.

Földu kannabis í bílnum

Lögreglan á Akranesi stöðvaði á föstudagskvöldið bifreið með þremur farþegum. Fljótt vaknaði grunur um fíkniefnamisferli og sá grunur reyndist á rökum reistur því að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna, einn farþeginn faldi kannabisefni í bifreiðinni og farið var í húsleit heim til hins farþegans og þar fundust um 5 grömm af amfetamíni og kannabis.

Gekk á milli manna á Kringlukránni og stal veskjum

Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar í miðbænum og leitaði annar tjónaþolinn aðstoðar á slysadeild.

BRICS-löndin vilja meiri völd

Leiðtogar upprennandi stórvelda í hinu alþjóðlega efnahagslífi, BRICS-landanna svokölluðu (Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka), kalla eftir umbótum í regluverki alþjóðaviðskiptakerfisins og segjast munu styðja aðgerðir til að auka stöðugleika í alþjóðlegu efnahagslífi. Auk þess horfa þau til þess að minnka vægi Bandaríkjadalsins sem aðalgjaldmiðils heimsins.

Lögreglumenn hlupu fálka uppi

Einn var sviptur ökuréttindum á Akureyri í nótt, en það var ökumaður um tvítugt sem var tekinn á hundrað og tólf kílómetra hraða á Drottingarbraut þar sem hámarkshraði er fimmtíu.

Melóna sprakk á Ísafirði

Helgin var róleg hjá lögreglunni á Ísafirði, ef frá er talin heldur óvenjuleg sprengja sem sprakk í miðbænum í fyrrakvöld. Þá hafði einhver óprúttinn stungið flugeld eða blysi í melónu og skilið hana eftir við hús í bænum.

Sex til níu mánuði að ná völdum á ástandinu í Fukushima

Forsvarsmenn Kjarnorkuversins í Fukushima segja að það taki sex til níu mánuði að ná völdum ástandinu þar en bilað kælikerfi kjarnorkuversins hefur verið til vandræða síðan jarðskjálftInn mikli reið yfir Japan þann 11. mars.

Eftirför á Suðurnesjum

Ökumaður á þrítugsaldri setti sjálfan sig og vegfarendur í stórhættu á Reykjanesbraut klukkan tíu í gærkvöldi þegar hann sinnti ekki beiðni lögreglu um að stöðva bifreið sína.

Heppinn Siglfirðingur vann 61 milljón

Einn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Sá keypti miðann sinn á Olís á Siglufirði. En fyrsti vinningur var rúmlega 60 milljónir.

Ökumenn í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði

Ökumenn á fólksbílum eru farnir að lenda í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði og er björgunarsveitin Dagrenning á leið upp á heiði til aðstoðar ökumönnum. Farið er að draga í skafla og skyggni lélegt.

Fjárdráttur á annan tug milljóna

Grunur leikur á að fjárdráttarmálið sem upp er komið í Norðurlandaráði snúist um á annan tug milljóna króna. Endurskoðendur í Finnlandi fara nú yfir bókhald síðustu tveggja ára en málið hefur verið kært til Efnahagsbrotadeildar.

Ingólfur Margeirsson látinn

Ingólfur Margeirsson blaðamaður er látinn. Hann fæddist í Reykjavík 1948 og eftir háskólanám í Svíðþjóð vann hann bæði sem blaðamaður og ritstjóri á ýmsum dagblöðum og tímaritum. Ingólfur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi. Hann var 62 ára.

Pallbíl stolið í Garðabæ

Lögreglan lýsir eftir bifreið af gerðinni Toyota Tacoma Double Cab 4x4 V6 með skráningarnúmerið KJ-520. Bifreiðin, sem stolið var í Garðabæ síðastliðna nótt er hvít að lit á 15" felgum og 38" dekkjum og á framhurðum eru svartir límmiðar sem á stendur K2 motorsport.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda í Lækjargötu um klukkan hálf fjögur í dag. Vegfarandi var fluttur á slysadeild en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins liggur ekki fyrir hversu mikið hann er slasaður.

Kviknaði í bílnum þegar ökumaðurinn ræsti vélina

Fólki sem hafði lokið verslunarferð í Holtagörðum í Reykjavík í dag brá heldur betur í brún þegar það kom út í bílinn sinn og ræsti vélina. Þegar vélin hafði verið í gangi í nokkrar sekúndur gaus upp mikill eldur í vél bílsins.

Brutust inn og sprautuðu sig inni á klósetti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í þvottahús í Ljósheimum um hádegisbilið í dag. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir par inni á klósetti sem var að sprauta í sig fíkniefnum.

Krakkarnir á Stjórnlögum unga fólksins með sterkar skoðanir

Stjórnlög unga fólksins standa nú yfir í Iðnó en þar eru yfir 40 unglingar víðsvegar af landinu að ræða stjórnarskránna og hvaða breytingar þeir myndu vilja sjá á henni. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi Besta flokksins, setti þingið klukkan hálf tíu í morgun.

Á að hafa afleiðingar ef þau standa ekki við gefin loforð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi í Valhöll í morgun með félagsmönnum, að það eigi að hafa afleiðingar fyrir fjármálafyrirtækin ef þau standa ekki við gefin loforð um að koma atvinnulífinu til hjálpar og endurskipuleggja skuldir fyrirtækjanna. "Við komum ekki nýju fjármálakerfi á fót til þess að það gæti haldið atvinnulífinu í gíslingu," sagði Bjarni.

Dæmdur fyrir að slá mann og skera á háls

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf á skilorði, fyrir heiftarlega líkamsárás.

Jóhanna: Þeir beita hreinu ofbeldi

Jóhanna Sigurðardóttir lýsir miklum vonbrigðum með að ekki hafi náðst samkomulag um kjaraviðræður Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífisins í gærkvöldi. Hún segir SA beita hreinu ofbeldi með vinnubrögðum sínum.

Út að djamma eftir skírn

Svo virðist sem djammmyndir af Friðriki krónprins hafi verið blásnar upp af dönskum fjölmiðlum. Því var haldið fram að Friðrik hefði sýnt óþekktri blondínu sérstök vinahót á skemmtistaðnum Simon undir taktföstum takti lagsins Rhythm of the Night. Allt virðist hins vegar vera fallið í ljúfa löð hjá konungsfjölskyldunni ef marka má samheldnina í kringum skírnina á fimmtudag því öll fóru þau út að skemmta sér um kvöldið.

Opið í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli

Opið er Bláfjöllum í dag frá 10 til 17. Þar eru 8 metrar á sekúndu og er hiti við frostmark. Hlíðarfjall á Akureyri er einnig opð í dag frá 10 til 16. Þar er 3 stiga hiti og 5 til 6 metrar á sekúndu.

Sjá næstu 50 fréttir