Fleiri fréttir

Hundruð bygginga í miðborg niðurnídd

Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

Gera heimildarmynd um skáldanýlendu

„Með sanni má segja að hér í bæ hafi byggst upp eitt af fáum listamannasamfélögum á Íslandi,“ segir bæjarráð Hveragerðis, sem ætlar að styrkja gerð heimildarmyndar um götu í bænum sem kölluð er Skáldagata.

Refsing kannabisræktenda stytt

Hæstiréttur stytti með dómi sínum fyrir helgi fangelsisrefsingu yfir tveimur mönnum á þrítugsaldri úr tuttugu mánaða fangelsi í fjórtán mánuði. Mennirnir voru dæmdir fyrir stórfellda kannabisræktun.

Efast um lögmæti 15 metra reglu

„Að öllu samanlögðu og virtu er þetta vanhugsað gönuhlaup sem best og réttast er að afturkalla alveg eða í það minnsta fresta því í ár,“ segir í ályktun aðalfundar Húseigendafélagsins um svokallaða fimmtán metra reglu í sorphirðu sem borgaryfirvöld í Reykjavík eru að innleiða.

Evrópska efnahagssvæðið endurskoðað

Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár.

Vilja hætta við allar sameiningar

Stjórnendur þeirra leikskóla sem sameina á í Reykjavík krefjast þess að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu, þar sem innan veggja skólanna ríki gjörólík hugmyndafræði. Ekkert réttlæti sé falið í því að börn í 25 af 76 leikskólum borgarinnar taki á sig afleiðingar af niðurskurði leikskólasviðs.

Endurkjörinn í skugga óeirða

Goodluck Jonathan var í gær útnefndur sigurvegari forsetakosninga í Nígeríu, fjölmennasta ríki Afríku. Jonathan, sem tók við forsetaembættinu í þessu mikla olíuríki um mitt síðasta ár, fékk rúmlega tíu milljónum atkvæða meira en helsti keppinautur sinn, Muhammadu Buhari. Auk þess sigraði Jonathan í nógu mörgum fylkjum til að ekki þyrfti að kjósa aftur milli tveggja efstu.

Þúsundir vilja flýja Misrata

Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni.

Skírdagur er í raun á miðvikudaginn

Prófessor við Cambridge háskólann í Bretlandi heldur því fram á fréttavef BBC að skírardagur hafi alls ekki borið upp á fimmtudegi, eins og kristnir menn um allan heim telja, heldur hafi hann í raun borið upp daginn áður.

Borgaryfirvöld falli frá sameiningum

Leikskólastjórnendur þeirra skóla sem til stendur að sameina í Reykjavík hafa sent borgarstjóra, borgarfulltrúum og sviðsstjóra leikskólasviðs bréf þar sem þeir krefjast þess að fallið verði frá sameiningu leikskólanna.

Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi

Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna.

Hanna Birna: Sameiningin þvinguð í gegn

Borgarráð samþykkti í morgun tillögur um samrekstur og sameiningu skóla, leikskóla og frístundaheimila í Reykjavík. Fulltrúi minnihlutans segir meirihlutann þvinga í gegn sameiningar í algjörri andstöðu við borgarbúa.

Hjörtur Howser fær ekki að búa á æskuheimilinu

Dæmi eru um að bankar leysi til sín húseignir á minna en sem nemur helmingi fasteignamats og miði leigu á húsnæðinu til fyrri eigenda við fullt fasteignamat. Sú er raunin hjá tónlistarmanninum Hirti Howser en beiðni bankans um að bera hann út úr húsnæði sínu var samþykkt í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Lög um fiskveiðar henta illa í þjóðaratkvæði

Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags.

Tekinn með dóp í fimmta sinn á tveimur mánuðum

Lögreglan á Akranesi handtók ungan mann vegna gruns um vörslu fíkniefna aðfaranótt laugardagsins síðasta. Á manninum fundust 8 grömm af amfetamíni en lögreglumenn höfðu veitt því athygli að maðurinn var að koma frá þekktum fíkniefnamanni sem býr í nágrenni við lögreglustöðina. Þeir fóru því þangað og kvöddu dyra.

Meintur fjársvikamaður kominn í leitirnar

Maðurinn sem leitað var að í New York eftir að greint var frá því í fjölmiðlum á föstudaginn að hann væri grunaður um fjárdrátt er kominn í leitirnar heilu og höldnu. Þetta hefur Vísir samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Óskað var eftir aðstoð ráðuneytisins um helgina við að komast að því hvar maðurinn væri. Það var í gær sem það upplýst var hvar maðurinn væri niðurkominn.

Starfsgreinasambandið leggur fram sértilboð

Starfsgreinasambandið lagði í dag fram tilboð að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Tilboðið hljóðaði upp á samning til eins árs með 15 þúsund króna taxtahækkun frá 1. mars að telja og almenna kauphækkun upp á 4,5%. Þá er gert ráð fyrir hækkun lágmarkstekjutryggingar í 200 þúsund krónur. Auk lagði SGS áherslu á að þar sem samkomulag hafi náðst í sérmálum undanfarnar vikur - héldi það samkomulag inn í nýjan samning.

Gyðingar á Íslandi sameinist

Berel Pewzner og Mendy Tzfasman, bandarískir rabbínanemar, dvelja hér á landi í tvær vikur í þeim tilgangi meðal annars að finna gyðinga á Íslandi. Í dag munu þeir leiða kvöldmáltíð páskahátíðar gyðinga. "Það má segja að þetta sé fjársjóðsleit okkar að gyðingum búsettum á Íslandi. Við höfum ferðast víða um heim, í þessum sama tilgangi; að finna gyðinga og tengja þá saman í því samfélagi sem þeir búa í,“ segir Berel Pawzner rabbínanemi frá Bandaríkjunum. Hann og félagi hans, Mendy Tzfasman, leiða kvöldmáltíð páskahátíðar gyðinga í sal í Reykjavík í kvöld en máltíðin samanstendur af matarréttum sem tákna ýmsa þætti í flóttanum úr ánauð gyðinga í Egyptalandi sem segir frá í biblíunni. Við málsverðinn er frásögnin rifjuð upp og á einkum að halda athygli barnanna.

Vantar 100 lækna á Íslandi

Alls voru 1146 læknar starfandi hérlendis á síðasta ári samkvæmt tölum Landlæknis. Tölurnar benda ekki til þess að atgervisflótti hafi verið í læknastétt. Þeim fækkaði um 21 frá árinu á undan og hafa aldrei verið fleiri ef árin 2008 og 2009 eru undanskilin.

Íslenskt fyrirtæki gerir konunglegt brúðkaupsforrit

Smáforritið The Royal Wedding; Your Personal Guide hefur litið dagsins ljós í netverslun Apple en forritið er gefið út af íslenska sprotafyrirtækinu Locatify. Með forritinu er hægt að fræðast um allt sem viðkemur fyrirhuguðu brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra sérhæfðra fyrirtækja sem leggja fram reynsluríka sérfræðinga, hverja á sínu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu. "Með innblæstri og sameinuðum sköpunarkrafti varð til smáforrit um fyrirhugað brúðkaup Kate Middleton and Prince William sem veitir einstaka og gagnvirka upplifun í formi margmiðlunar.“

Skóla- og frístundamál sameinuð undir einu sviði

Borgarráð hefur samþykkt að hafinn skuli undirbúningur að sameiningu leikskóla- og menntasviðs. Ennfremur verða þau verkefni sem nú eru á skrifstofu tómstundamála á íþrótta- og tómstundasviði hluti af sameinuðu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en umrædd verkefni eru meðal annars umsjón með frístundamiðstöðvum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og öðru tómstundastarfi barna og ungmenna.

Framsýn vísar kjaradeilu til sáttasemjara

Samninganefnd Framsýnar- stéttarfélags samþykkti í gærkvöldi að vísa kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá félaginu segir að viðræður aðila hafi gengið hægt og þolinmæði verkafólks því löngu brostin. „Um er að ræða almenna kjarasamninginn og kjarasamning vegna vinnu starfsfólks í veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi.“

Íslendingar verða heima um páskana

Flestir, eða tæplega 58%, ætla að vera heima hjá sér um páskana. Tæplega 34% ætla að ferðast innanlands, um 5,8% ætla að ferðast utanlands og 3,1% ætla að ferðast innanlands og utanlands. Þetta sýna niðurstöður MMR könnunar sem gerð var dagana 4.-7. apríl. Alls svöruðu 944 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára könnuninni.

Peter Stein hlýtur evrópsku leiklistarverðlaunin

Þýski leikstjórinn Peter Stein fékk evrópsku leiklistarverðlaunin afhent í gær við hátíðlega athöfn. Verðlaunin fær hann fyrir framlag sitt til evrópskrar leiklistar. Íslenski leikhópurinn Vesturport deildi aukaverðlaunum hátíðarinnar með fimm öðrum leikhópum

Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt

Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar.

Sameiningatillögur í skólakerfinu samþykktar

Á fundi borgarráðs í morgun var tillögur um samrekstur í skólaumhverfi Reykjavíkur afgreiddar. Tillögurnar verða einnig til umræðu og afgreiðslu á fundi borgarstjórnar á morgun. Hugmyndirnar mæta harðri andstöðu hjá minnihlutanum í borgarstjórn.

Kristín í stjórn Samtaka evrópskra háskóla

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur verið kjörin í stjórn Samtaka evrópskra háskóla til næstu fjögurra ára. Samtökin eru helsti samvinnu- og samráðsvettvangur evrópskra háskóla. Aðild að samtökunum eiga 850 háskólar í 46 þjóðlöndum en valnefnd á vegum samtakanna leitaði til Kristínar um að mega tilnefna hana til stjórnarkjörs.

Teiknari bað Siv afsökunar

Helgi Sigurðsson teiknari hefur beðið Siv Friðleifsdóttur alþingismann persónulega afsökunar á teikningu, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is Teikningin vakti töluverð viðbrögð eftir að hún birtist. Meðal annars sá framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna ástæðu til að senda frá sér ályktun til að lýsa vanþóknun á teikningunni.

Ísbú allt annað en Isbu

"Ósáttir viðskiptavinir hafa haft samband við okkur í morgun og spurt af hverju við séum að selja þessar tangir. Við erum samt ekki að selja neitt svona lagað," segir Jens H. Valdimarsson, einn af eigendum fyrirtækisins Ísbú alþjóðaviðskipti. Vísir sagði í morgun frá því að búrekstrarvörufyrirtækið Ísbú væri að selja umdeildar geldingatangir. Jens bendir á að hans fyrirtæki hafi skráð vörumerkið Ísbú á sínum tíma og haldi úti vefsíðunni ísbú.is. Fyrirtæki Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns rekur hitt fyrirtækið sem stofnaði vefsíðuna isbu.is. Mikill misskilnigur og talsverð óþægindi hafa komið upp vegna þessara líkinda, en fyrirtæki Jens var stofnað á undan fyrirtæki Ásmundar Einars. Vegna athugasemda viðskiptavina í dag er Jens mikið í mun um að það sé á hreinu að hans fyrirtæki selur alls engar geldingatangir. Hann hefur í nokkurn tíma átt í samskiptum við Ásmund Einar um að finna einhverja leið til að minnka líkur á misskilningi þegar kemur að fyrirtækjunum tveimur, en enginn flötur hefur enn fundist á því. Eftir því sem Jens kemst næst hefur hann enga heimild til að fara fram á að búvörufyrirtækið hætti að nota nafnið. Samkvæmt upplýsingum á vef Ísbú, hins upprunalega, segir að Ísbú alþjóðaviðskipti ehf. hóf starfsemi árið 1974, þá sem útgerðarfélag. Árið 1991 tók það síðan breytingum og varð alþjóðafyrirtæki sem sinnir ráðgjöf og aflar verkefna á erlendri grundu. Meðal þess sem fyrirtækið hefur til sölu eru eldhúsinnréttingar, sturtuklefar, þakklæðningar og mótorhjól.

Fyrirtæki þingmanns selur umdeildar geldingatangir

"Fékkstu lambhrút af fjalli seint á síðasta ári? Sérhæfðu hrútatangirnar fást hjá okkur." Þannig hljómar auglýsing sem birtist í Bændablaðinu 7. apríl. Í drögum að nýjum dýraverndunarlögum er lagt til að aðeins verði heimilt að selja þessar tangir dýralæknum. Nú er heimilt að selja þær almenningi, sem skýtur skökku við þar sem dýralæknar einir hafa leyfi til að gefa lambhrútunum deyfilyf fyrir aðgerðina. Vegna þessa eru dæmi um að íslenskir bændur noti geldingatangirnar svokölluðu til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar, og samkvæmt dýralæknum er um að ræða afar sársaukafulla aðgerð. Dýraverndunarráð Íslands hefur fordæmt að bændur geri þessar aðgerðir sjálfir, og fjallaði Vísir ítarlega um málið í nóvember. Þá kom fram að fram að Dýraverndarráð hafði fengið erindi frá Dýralæknafélagi Íslands um að fyrirtæki sem selur vörur til búrekstrar hafi verið að auglýsa slíkar tangir. Dýraverndarráð skoraði í framhaldinu á umrætt fyrirtæki að hætta sölu tanganna hið fyrsta. Þegar blaðamaður Vísis síðan hafði samband við sölumann fyrirtækisins sögðust þeir strax hafa tekið tangirnar úr almennri sölu eftir áskorunina. Fyrirtækið Ísbú heldur þó áfram að auglýsa og selja tangirnar, og er ofangreind auglýsing frá því fyrirtæki. Ísbú er í eigu fyrirtækisins Daðason og Biering ehf. sem er að fjórðungshluta í eigu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns. Í frétt sem Ísbú birtir á vef sínum í janúar kemur fram að Dýralæknafélag Íslands sá sig knúið til að senda út bréf þar sem varað er við notkun leikmanna á hrútatöngum. Ekki sársaukalaust eins og þeir hafa stundum heyrt "Ísbú búrekstrarvörur vilja vekja athygli á að gelding á dýrum er ekki sársaukalaus aðgerð eins og við höfum stundum heyrt. Gelding skal ávallt framkvæmd af dýralæknum," segir í frétt á vef Ísbú. Sú auglýsing sem fyrirtækið birti í Bændablaðinu fyrr í þessum mánuði virðist þó beint til bændanna sjálfra, enda talað til eigenda lambhrútanna í auglýsingunni, sem sjá má hér að ofan. Drep kemur í eistun og þau visna Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna. Eins og fram kom í umfjöllun Vísis í nóvember notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum.

Vel heppnuð hátíð

Á milli átta og tíu þúsund gestir mættu í Perluna á laugardaginn í tilefni tíu ára afmælis Fréttablaðsins. Gestirnir gæddu sér á tíu metra langri súkkulaðitertu og kláruðust sneiðarnar, sem voru um 2.200 talsins, á 45 mínútum. Vöfflur voru einnig í boði og síðan var öllu skolað niður með um þrjú hundruð lítrum af kakói og eitt þúsund Svölum. Páskaeggjaleit var einnig haldin í Öskjuhlíðinni þar sem ýmsar ævintýrapersónur afhentu miða fyrir páskaeggjum. Leitin var afar fjölmenn en eggin sem voru í boði voru um 5.600 talsins. Súkkulaðismakk var einnig í boði Freyju.

Össur til í þjóðaratkvæði um kvótakerfið

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að kjósa um sjávarútvegsmálin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kom fram í spjalli við Össur í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið.

Nýtt fréttasett RÚV kostaði 10 milljónir - skjáirnir 15 milljónir

Útlagður kostnaður við nýtt fréttasett hjá sjónvarpsfréttastofu RÚV, nýja fréttagrafík, breytta framsetningu veðurfregna, og annað þessu tengt, var 9,8 milljónir króna. Bakgrunnsskjáirnir þrír sem notaðir eru í fréttasettinu voru keyptir fyrir rúmu ári. Þeir eru því ekki viðbótarkostnaður við nýtt fréttasett nú en hver skjár kostaði á sínum tíma tæplega 5 milljónir króna. Skjáirnir þrír kostuðu því saman alls tæpar 15 milljónir króna þegar þeir voru keyptir á síðasta ári. Skjáirnir eru hafa verið og verða áfram notaðir í leikmyndir og annað, auk þess að vera notaðir í fréttunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra RÚV, við fyrirspurn blaðamanns Vísis um kostnað við nýja fréttasettið og aðrar útlitsbreytingar. Þar segir að fréttasettið hjá RÚV var síðast endurnýjað árið 2005, og gamla settið því notað í rúmlega fimm ár. Hins vegar hefur kennimark Sjónvarpsins, sem Gísli B. Björnsson hannaði fyrir 45 árum, gengið í endurnýjun lífdaga. "Kennimörk RÚV, Sjónvarpsins, Rásar 1 og Rásar 2 hafa nú í fyrsta skipti verið sameinuð undir einu sterku auðkenni, hinu góðkunna merki Sjónvarpsins í uppfærðri útgáfu. Eitt merki hefur þann kost að vera sameiningartákn allrar starfsemi fyrirtækisins og skerpa ásýnd þess en merkin voru fjögur áður. Um leið og nýtt auðkenni var tekið upp voru gerðar breytingar á ásýnd og útliti miðla RÚV og voru þær unnar samhliða merkisbreytingunni," segir í svari Bjarna. Útlagður kostnaður við almennar útlitsbreytingar hjá RÚV og miðlum þess, það er Rás 1, Rás 2, Sjónvarpsins og ruv.is nam 4 milljónum króna. Meðal þess sem er inni í þessum kostnaði er nýtt vefútlit sem er væntanlegt innan tíðar, og sviðsmynd fyrir fréttir. Þá hefur stillimynd sjónvarpsins horfið og í staðinn komnar skjámyndir með dagskrárkynningum, fréttum, myndum úr vefmyndavélum Mílu, frá útsendingum í hljóðstofu, og fleira. Heildarkostnaður við breytingarnar nú er því tæpar 14 milljónir króna, en ef skjáirnir sem keyptir voru á síðasta ári er tekinn með er kostnaðurinn orðinn tæpar 30 milljónir.

Óvíst að lægra mat hafi mikil áhrif

Vandalaust er að skýra stöðu Icesave-deilunnar erlendis og skilningur er ytra á þeirri afstöðu þjóðarinnar að ekki hafi verið rétt að semja um skuldbindingu á meðan hún væri óljós, að sögn Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Framsóknarkonur lýsa vanþóknun á skopteikningu

Framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir yfir algjörri vanþóknun á skopmyndateikningu, sem birt var í Morgunblaðinu á laugadag og sýnir Siv Friðleifsdóttur alþingismann, sem vændiskonu.

Undir áhrifum á ofsahraða

Ökumaður, sem lögreglan stöðvaði í nótt eftir að hafa mælt hann á 111 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar, reyndist undir áhrifum áfengis og var tekinn úr umferð.

Neistaflug frá pitsustað við Laugaveg

Allt slökkvilið á vakt á höfuðborgarsvæsðinu var kallað að pitsustað við Laugaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þar sem neistaflug stóð upp úr reykháfi hússins.

Sjá næstu 50 fréttir