Fleiri fréttir

Synjað um dvalarleyfi vegna málamyndahjúskapar

Víetnamskri konu hefur verið synjað um dvalarleyfi vegna málamyndahjúskapar en konan stefndi íslenska ríkinu og Útlendingastofnun fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna málsins.

Landlæknir skoðar starfssemi Bótox-konunnar

"Við höfum verið að fylgjast með þessu máli í fjölmiðlum,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um sérkennilegt mál þar sem kona virðist bjóða upp á fegrunaraðgerðir á heimili sínu í Kópavogi. Ekki er um skráða heilbrigðisstarfsemi að ræða hjá konunni, því hefur Landlæknir ekki beint eftirlitshlutverk með starfseminni, þar sem embættið hefur eftirlitsskyldur gagnvart almennri heilbrigðisstarfsemi.

Þorpsbúar flýja eldgos

Um 1200 manns hafa flúið eldfjall í Indónesíu sem fór að gjósa um helgina. Eldfjallið, Karangetang, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins og höfðu vísindamenn varað við því í lok síðustu viku að það gæti farið að gjósa. Síðast gaus fjallið í ágúst og þá fórust fjórir. Engar fregnir hafa borist af manntjóni nú en skemmdir hafa orðið á húsum í þorpum við rætur fjallsins. Mökkurinn úr fjallinu náði rúmlega tvö þúsund metra hæð í gær og hraun streymir niður fjallshlíðar.

Úrsögn Atla og Lilju: Yfirlýsingin öll

"Við ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar. Það á bæði við um forystu okkar eigin flokks og samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Við höfum ítrekað mátt sæta ómálefnalegum ásökunum í okkar garð frá formanni Samfylkingarinnar og einstökum þingmönnum þess flokks," segir í yfirlýsingu sem Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sendu frá sér og kynntu á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í morgun. Þar skýrðu þau frá ástæðum þess að þau segja skilið við þingflokk Vinstri grænna. "Við treystum okkur ekki lengur til að styðja skilyrðislaust núverandi ríkisstjórn eða bera ábyrgð á stefnu hennar og vinnubrögðum. Við munum hins vegar standa óháð vaktina fyrir stefnumálum VG og starfa í þeim anda bæði innan VG og á Alþingi," segir ennfremur í yfirlýsingu þeirra Atla og Lilju. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan.

Bruni í Bústaðahverfi

Myndatökumaður Stöðvar 2 var á vettvangi í gærkvöldi þegar eldur kom upp í húsi við Bústaðablett. Húsið er mikið skemmt eins og sjá má en það var mannlaust. Reykkafarar fóru þó inn í það í gærkvöldi til þess að taka af allan vafa um það.

Bjarni Ben: Ég hef miklar áhyggjur af framvindu mála

„Þetta er enn frekari staðfesting á þeirri óeiningu sem ríkt hefur í stjórnarsamstarfinu. Það hefur myndast djúp gjá um grundvallarmál,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um úrsögn Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar úr þingflokki VG.

Blaðamannafundur Atla og Lilju í heild sinni

Þingmennirnir Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sögðu sig úr þingflokki Vinstri grænna í dag. Þau héldu blaðamannafund sem sýndur var í beinni útsendingu á Vísi og hér má sjá fundinn í heild sinni. Smellið á spilarann til þess að horfa.

Myndir af bandarískum hermönnum vekja reiði

Þýska blaðið Der Spiegel birti í gær myndir sem sýna tvo Bandaríska hermenn stilla sér upp með líki í Afganistan. Mennirnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á manninum sem var óbreyttur afganskur borgari. Fimm hermenn hafa verið ákærðir í málinu en þeir eru sagðir hafa myrt að minnsta kosti fimm óbreytta borgara í landinu á síðasta ári. Talsmenn Bandaríkjahers hafa beðist afsökunar á ódæðinu og segja mennina fá þunga dóma, verði þeir sakfelldir.

Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust

Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga.

Úrsögn Lilju og Atla kom þingflokki VG í opna skjöldu

Framkvæmdastjóri þingflokks VG, Bergur Sigurðsson, segir tilkynningu um úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, úr þingflokki VG hafa komið samstarfsfólki þeirra í algjörlega opna skjöldu.

Össur segir úrsögnina ekki koma á óvart: Breytir engu

Úrsögn Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki Vinstri grænna kemur Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, ekkert á óvart. "Ríkisstjórnin hefur meirihluta og mér er til efs að þetta breyti nokkru um hennar stöðu, miðað við hvar þau hafa legið í ýmsum málum síðustu mánuði,“ segir Össur en þau Atli og Lilja hafa verið ósammála forystu ríkisstjórnarflokkanna um nokkra tíð, meðal annars þegar kemur að Icesave-deilunni og afgreiðslu fjárlaga. Össur telur úrsögn þeirra því hafa legið í spilunum, eins og hann orðar það. "Þetta er ekkert sem kemur mér á óvart. Mér bregður hvorki við sár né bana,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af styrk ríkisstjórnarinnar nú í ljósi þess að meirihlutinn er orðinn naumari, segir Össur brattur:. "Þeir sem eru í ríkisstjórn fá borgað fyrir að hafa áhyggjur,“ segir Össur. Hann segir að vissulega þurfi ríkisstjórnin að meta stöðuna í ljósi þessarar breyttu stöðu. "Það eru líka leikir sem þessi staða skapar,“ segir hann. Þau ætla að skýra úrsögnina á blaðamannafundi sem haldinn verður í Alþingishúsinu nú klukkan hálf tólf, og verður hann sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.

Nágrannar Botox-konunnar: Viðskiptavinirnir ungar erlendar konur

"Það sem ég hef orðið var við er mikill straumur af ungum erlendum konum til hennar,“ segir einn nágranni botox-konunnar í Hjallahverfinu í Kópavogi. DV greindi frá því í morgun að kona af erlendu bergi brotnu stundaði lýtalækningar í íbúð sinni í Kópavogi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Hjallahverfinu.

Innleiðing ESB-reglugerða er skilvirkari

Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið betur að innleiða lög um innri markað Evrópu eftir að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu eftirlitsstofnunar EFTA um EES-ríkin. Innleiðing reglna í samræmi við EES-samninginn er meðal þess sem litið er til í aðildarviðræðunum við ESB.

Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi

Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag.

Botox-kona vann sem nektardansmær

"Það eru fimm sex ár síðan hún vann hjá mér,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfingers, en kona sem er sögð stunda fegrunaraðgerðir í íbúð sinni í Hjallahverfinu í Kópavogi, vann sem nektardansmær á Goldfinger.

Stuðningsmenn Bradley Manning handteknir við Quantico

Um 30 mótmælendur voru handteknir við Quantico herstöðina í Virginíu í gærkvöldi. Fólkið var í hópi 400 manna sem komu saman við herstöðina til þess að krefjast þess að hinn 23 ára gamli Bradley Manning verði látinn laus úr haldi, en Manning er hermaðurinn sem lak þúsundum leyniskjala til Wikileaks eins og frægt er orðið.

Helmingi minna fé eytt í snjómokstur í Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur eytt um 1,2 milljörðum króna í snjómokstur og aðra vetrartengda þjónustu á árunum 2008 til 2010. Veturinn 2008 kostaði þjónustan borgina um 500 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var óvenjumikill snjór það árið og var hann víða til trafala við samgöngur.

Enn á gjörgæslu - líðan sæmileg

Maður sem fluttur var á gjörgæsludeild með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í verkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi í fyrrinótt er enn inniliggjandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni deildarinnar er líðan hans sæmileg. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi hann verður á gjörgæslu.

Festist í lyftu á Kleppsvegi

Kona festist í lyftu í fjölbýlishúsi við Kleppsveg í Reykjavík í gærkvöldi, þegar lyftan nam staðar á milli hæða. Hún hringdi í neyðarlínuna sem sendi slökkvliðsmenn á vettvang. Þeir náðu að spenna lyftuhurðina upp og ná konunni út, sem kvartaði unadn kulda en var að örðu leyti vel haldin.

Rúmlega þrjú þúsund mótmæla skólatillögum

Um 3300 manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista á síðunni börn.is þar sem skorað er á borgaryfirvöld að falla frá fyrirhuguðum sameiningar- og breytingaráformum í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar.

Safnar upplýsingum um Icesave á netinu

Ungur meistaranemi í Kaupmannahöfn, Fannar Páll Aðalsteinsson, hefur stofnað heimasíðuna Icesave.net. Síðan á að vera hlutlaus vettvangur sem safnar umfjöllun um mismunandi afstöðu til málsins, segir Fannar. Fólk geti þá skoðað ólík sjónarmið og myndað sér upplýsta skoðun áður en gengið verður til kosninga þann 9. apríl.

Grímuklætt par rændi söluturn í Breiðholti

Ungt par rændi peningum úr söluturni í Breiðholti í gærkvöldi. Parið snaraðist þar inn rétt fyrir klukkan hálf tólf, en þá er söluturninum að venju lokað. Bæði voru grímuklædd og vopnuð bareflum.

Ók á staur á Hringbraut

Ölvaður ökumaður ók bíl sínum á ljósastaur við Hringbraut um klukkan hálf fjögur í nótt. Bíllinn skemmdist svo mikið að hann var óökufær, en lögregla greip ökumanninn undir stýri á vettvangi. Staurinn var það mikið laskaður að lögregla kallaði út starfsmenn Orkuveitunnar til að aftengja hann.

Ástandið skárra í Fukushima

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að ástandið í Fukushima kjarnorkuverinu fari nú batnandi en hættuástand hefur verið á svæðinu frá því jarðskjálftinn mikli reið yfir og flóðbylgjan kom í kjölfarið. Dregið hefur úr geislun frá verinu þar sem menn hafa keppst við að kæla kjarnakljúfana. Talsmaður stofnunarinnar áréttaði þó að ástandið væri enn mjög alvarlegt. Tala látinna eftir jarðskjálftann í Japan fer enn hækkandi. Nú er staðfest að 8.450 hafi farist og er tæplega þrettán þúsund manna enn saknað.

Árás gerð á höfuðstöðvar Gaddafís

Flugskeytaárás var í nótt gerð á höfuðstöðvar Gaddafís í Trípólí. Árásin var gerð á víggirta byggingu í úthverfi höfuðborgar Líbíu, Trípólí og segja talsmenn bandamanna að ætlunin hafi verið að eyðileggja aðgerðamiðstöð Líbíska herliðsins.

Mótmæli breiðast út

Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, rak í gær ríkisstjórn landsins. Fjöldi embættismanna hafði þegar sagt af sér vegna andstöðu við morð á mótmælendum á föstudag, þar sem minnst 45 voru drepnir. Sendiherra Jemens hjá Sameinuðu þjóðunum, tveir ráðherrar, yfirmaður ríkisfjölmiðilsins og sendiherra landsins í Líbanon voru meðal þeirra sem sagt höfðu af sér.

Gaddafí heitir langvinnum stríðsátökum

Loftvarnakerfi Líbíu er sagt illa skaddað eftir loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands. Gaddafí segist ekki ætla að víkja og hefur hert á sókn stjórnarhers Líbíu gegn uppreisnarmönnum. Tölur um mannfall eru á reiki.

Bjargað úr rústum eftir níu daga

Áttræðri konu og sextán ára barnabarni hennar var bjargað úr rústum húss í Ishinomaki í Japan í gær, níu dögum eftir skjálftann þar í landi. Þau höfðu verið föst í húsinu en komust í ísskáp og gátu því nærst. Þau eru nú á spítala.

Rafmagn fór tvisvar af hjá Hurts

Hljómsveitin Hurts heldur tónleika í Vodafone höllinni í kvöld. Eitthvað virðist tæknin vera að stríða tónleikahöldurum því tvisvar sinnum hefur hljómsveitin þurft að gera hlé vegna þess að rafmagn hefur farið af í húsinu. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hvað veldur rafmagnsleysinu.

Fréttir vikunnar: Legókubbaperrar og kynferðisleg áreitni í sýndarheimi

Vikan hófst með víðtækum aðgerðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans þegar þeir handtóku fimmtán stjórnendur og starfsmenn Byko hf. og Húsasmiðjunnar hf., vegna meint ólöglegs verðsamráðs. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu. Þá hefur einn starfsmaður verið boðaður til frekari yfirheyrslu. Aðgerðirnar nú eru framhald af húsleit í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins, sem fram fóru þann 8. mars síðastliðinn og yfirheyrslna í kjölfarið.

Skattahækkanir þjarma að garðyrkjustöð

Sú garðyrkjustöð landsins, sem er með víðfeðmustu gróðurhúsin, er ekki á Suðurlandi heldur skammt sunnan Húsavíkur. Hlutafélagið er yfir eitthundrað ára gamalt, talið það næstelsta hérlendis, en nú er svo komið að skattaálögur þjarma að rekstrinum.

Arnar og Bjarki reisa raðhús á Langanesi

Smíði sex raðhúsa er að hefjast á Þórshöfn á Langanesi, fimmtán árum eftir að íbúðarhús var síðast byggt þar. Það eru knattspyrnutvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir sem ríða á vaðið.

Eldur á Bústaðabletti

Eldur kviknaði í húsi á Bústaðabletti, rétt við Bústaðarkirkju, fyrir stundu. Gríðarlegan reyk leggur frá húsinu segir fréttamaður Vísis sem er á staðnum. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út til að fást við eldinn. Reykkafarar fóru samstundis inn í húsið til að kanna aðstæður. Frekari upplýsingar hafa ekki borist enn að sinni.

Framsóknarkonur segja niðurskurð bitna illa á stöðu kvenna

Stjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir yfir vanþóknun sinni á aðgerðir hinnar norrænu velferðar- og jafnréttisstjórnar sem þær segja að hafi bitnað illa á stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins.

Milljónir Egypta kjósa - ElBaradei grýttur

Milljónir Egypta hafa tekið þátt í kosningum í dag þar sem kosið er um breytingar á stjórnarskrá Egyptalands. Verði breytingarnar samþykktar þýðir það að Egyptar geta haldið lýðræðislegar kosningar eftir hálft ár.

Betur fór en á horfði á Hvolsvelli

Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á spítala eftir að hafa lent í árekstri rétt austan við Hvolsvöll í dag. Þá lentu jepplingur og fólksbíll í árekstri en alls voru þrír í bílunum.

Wyclef skotinn á Haítí

Tónlistarmaðurinn Wyclef Jean hefur verið útskrifaður af spítala eftir að hann var skotinn í höndina nærri Port-au-Prince, höfuðborg Haíti. Samkvæmt fréttavef BBC þá eru málsatvik óljós en hann var skotinn að kvöldi laugardags að staðartíma.

Börnin gráta björninn Knút

Sorg ríkir í Þýskalandi vegna dauða ísbjarnarins Knúts sem naut ótrúlegra vinsælda meðal barna og fullorðinna þar í landi. Banamein Knúts hefur enn ekki verið staðfest en mörg hundruð gestir í dýragarðinum fylgdust með síðustu andartökunum í lífi hans.

Opnuðu undirskriftavef vegna breytinga á skólakerfinu

Samstarfshópur íbúa Reykjavíkurborgar opnaði undirskriftavef á fundi á þaki Æsufells 4 í Breiðholti eftir hádegið í dag vegna fyrirhugaðra breytinga á leik- og grunnskólakerfi borgarinnar. Borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar voru boðaðir á fundinn og mætti hluti þeirra. Að fundinum stóð áhugahópur um samstarf hagsmunaaðila um framtíðarstefnu Reykjavíkurborgar í menntamálum. Hópurinn samanstendur af hagsmunaaðilum úr öllum hverfum borgarinnar.

Harður árekstur á Suðurlandsvegi

Harður árekstur milli tveggja bíla varð á Suðurlandsvegi fyrir stundu og var einn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Loka þurfti annari akgreininni vegna slyssins og má búast við umferðartöfum af þem sökum. Nánari upplýsingar um slysið hafa ekki fengist.

Á gjörgæsludeild eftir brunann

Einn maður var fluttur á sjúkrahús með töluverða reykeitrun eftir að eldur kviknaði í verkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst fljótlega tilkynning um að maður væri inni í húsinu. Reykkafarar fundu hann því strax og fóru með hann út og á slysadeild. Maðurinn hefur nú verið fluttur á gjörgæsludeild og mun verða þar eitthvað áfram samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Ríkissaksóknari tjáir sig ekki um kröfu forsætisráðherra

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, ætlar ekki tjá sig um kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, að hann þurfi að rökstyðja mál sitt vegna ummæla hans um forsætisráðherra eða draga ummælin til baka. Hann sagði við fréttastofu í morgun að hann ætlaði að kynna sér það sem forsætisráðherra hefði sagt og síðan meta hvort ástæða væri fyrir sig að tjá sig um kröfu forsætisráðherra.

Töluverðar skemmdir eftir brunann

Töluverðar skemmdir urðu á húsnæðinu við Smiðjuveg í Kópavogi þegar eldur kom upp í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn og rjúfa þurfti þakið á húsinu. Þú getur skoðað myndir frá vettvangi í eftirfarandi myndskeiði.

Sjá næstu 50 fréttir