Fleiri fréttir Góð kolmunnaveiði suður af Færeyjum Góð kolmunnaveiði hefur verið suður af Færeyjum og hafa íslensku skipin fengið þar góðan afla. Nokkur þeirra eru á heimleið með fullfermi og nokkur eru við veiðar. 26.4.2010 08:30 Fögnuðu gullinu og grófu bandaríska fánann Tveir Kanadamenn hafa verið ákærðir fyrir óviðurkvæmilega hegðun og fyrir að vanhelga bandaríska fánann þegar þeir fögnuð sigri Kanada á Bandaríkjunum í úrslitaleiknum í íshokkí á Ólympíuleikunum fyrr á þessu ári. Þá tóku mennirnir, sem báðir eru á þrítugsaldri, bandaríska fánann niður af fánastöng í Kaliforníu sem reist var til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og drógu þess í stað kanadíska fánann að húni. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt að árs fangelsi verði þeir fundnir sekir af ákærum. 26.4.2010 08:24 Flogið frá Keflavíkurflugvelli Icelandair ætlar að flytja tengistöð félagsins frá Glasgow til Keflavíkur upp úr hádegi og verður Akureyrarflugvöllur þá ekki lengur millilandavöllur félagsins. Tvær vélar fara þó þaðan fyrir hádegi. Þrjár vélar frá Glasgow munu hinsvegar lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. 26.4.2010 08:21 Talið að 12 hafi látið lífið í Mississippi Nú er talið að 12 hafi látið lífið og yfir hundrað hafi slasast þegar skýstrókar sem náðu allt að 200 kílómetrahraða á klukkustund fóru yfir Mississippi í Bandaríkjunum um helgina. 26.4.2010 08:19 Minnisblaðið mun ekki skyggja á heimsókn páfa Minnisblað úr breska utanríkisþjónustunni þar sem embættismenn gengu heldur of langt mun ekki hafa áhrif heimsókn páfa til Bretlands, að sögn talsmanns Vatíkansins. 26.4.2010 08:15 Engar fregnir hafa borist af öskufalli Gosið í Eyjafjallajökli er enn í gangi en heldur minni drunur heyrðust frá því niður á Hvolsvöll í nótt en verið hefur. Engar fregnir hafa borist af öskufalli í nótt, en í fyrrinótt varð þess vart, meðal annars á Selfossi. 26.4.2010 08:12 Olíuflekkur ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna Olía úr rúmlega eitt þúsund tunnum rennur nú út Mexíkóflóa skammt frá Bandaríkjunum eftir að olíuborpallur olíufyrirtækisins BP sprakk og sökk í síðustu viku. Ellefu starfsmanna er enn leitað en þeir eru taldir af. 26.4.2010 08:08 Erfðir skýri nikótínfíkn Erfðaeiginleikar kunna að skýra það að sumir ánetjast nikótínfíkn meira en aðrir og eiga erfiðara með að hætta að reykja. Þetta er niðurstaða þriggja rannsókna og birt er í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature Genetics. 26.4.2010 08:05 Komu flugvéla seinkað í nótt vegna óvissu Tvær vélar frá Icelandair komu til Akureyrar frá Glasgow í nótt og eru báðar farnar út aftur. Komu þeirra seinkaði í nótt vegna óvissu um ösku í lofti. Þá er vél væntanleg frá Glasgow laust fyrir klukkan tíu. Millilandaflug félagsins verður áfram á milli Akureyrar og Glasgow í dag og allt Ameríkuflugið fer beint á milli Bandaríkjanna og Glasgow. 26.4.2010 08:01 Farþegaflug milli Íraks og Bretlands Farþegaþota flaug í gær í fyrsta sinn í tvo áratugi milli Íraks og Bretlands. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli því að fresta þurfti fluginu um níu daga. 26.4.2010 07:58 Stórsigur hægrimanna í Ungverjalandi Hægriflokkurinn Fidesz vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Ungverjalandi sem fóru fram í gær. Sósísalistaflokkurinn sem hefur haft meirihluta á ungverska þinginu síðustu átta ár galt afhroð og fékk einungis rúmlega 15% atkvæða. Hægriflokkurinn fékk aftur á móti tvo þriðju þingsæta og því er ljóst að hann getur knúið í gegn róttækar breytingar við stjórn landsins. 26.4.2010 07:54 Lífeyrissjóðir meta hvort stefna þurfi bönkunum „Auðvitað er fullt af fólki að kanna réttarstöðu sína og ég viðurkenni það ósköp vel að ég er að kanna réttarstöðu mína.“ Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands. Hann segir menn verða að vanda sig í þessum málum og hann sé að hugsa sinn gang. 26.4.2010 06:45 Landnámsdýr gleðja börnin „Það er mikilvægt að gefa börnum færi á návist við dýrin, sérlega ungviðið. Þetta er einn af þeim þáttum sem mun framvegis gera lífið litríkara hér í Reykjanesbæ,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, þegar lítill húsdýragarður var opnaður í Víkingaheimum í Innri-Njarðvík á laugardag. 26.4.2010 06:00 Viktor Orban aftur til valda „Við getum lofað því að við munum reyna að standa undir þessu trausti,“ sagði Lajos Kosa, einn forystumanna hægri- og miðjuflokksins Fidesz, sem tryggði sér meira en tvo þriðju þingsæta í seinni umferð þingkosninga í Ungverjalandi í gær. 26.4.2010 06:00 Má biðja afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag að Framsóknarflokkurinn hefði átt að „sporna við geggjuninni“ í aðdraganda bankahrunsins. 26.4.2010 06:00 Rauðstakkar búa sig undir ný átök Rauðstakkar í Taílandi bjuggu sig í gær undir átök við lögreglu og her, eftir að Abhisit Vejajiva forsætisráðherra hafði hafnað sáttaboði þeirra, sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp. Mótmælendurnir höfðu lagt undir sig eina götu í Bangkok og hafst þar við í 23 daga. Búist var við að stjórnvöld myndu láta sverfa í stál til að rýma götuna. 26.4.2010 06:00 Lögreglan rannsakar Gift Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar nú málefni Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og Fjárfestingarfélagsins Giftar ehf. og meðferð stjórnarmanna á fjármunum félaga. Að sögn Björns Hafþórs Guðmundssonar, sveitarstjóra Djúpavogs, er óljóst hversu miklu fé 26.4.2010 06:00 Gosóróinn svipaður og undanfarna daga Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag, hvorki ofan né neðan frá, að sögn sérfræðinga Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. 26.4.2010 05:00 Níræður mætir daglega í vinnu Ólafur Halldórsson, handritafræðingur, hlaut í gær sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til rannsóknar og kynningar á Færeyingasögu. 26.4.2010 05:00 Embættismenn gengu of langt Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur sent Benedikt sextánda páfa afsökunarbréf eftir að minnisblað úr ráðuneytinu, sem ekki var ætlað til birtingar, komst í fjölmiðla. 26.4.2010 05:00 Stefnt að innanlandsflugi eftir helgarhlé Vonast er til að sú breyting verði á dreifingu ösku frá Eyjafjallajökli að hægt verði að taka innanlandsflug upp að nýju í dag. Innanlandsflugið lá niðri um helgina. 26.4.2010 05:00 Staðfestir lát leiðtoga sinna Al Kaída-samtökin í Írak hafa staðfest að tveir helstu leiðtogar þeirra hafi fallið í árás bandarískra og íraskra hermanna um síðustu helgi. 26.4.2010 05:00 Krakkarnir í Hvolsskóla heiðraðir Umhverfisráðherra veitti þrjár viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á degi umhverfisins í gær. Sigrún Helgadóttir hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar Brattholt, sem veitt var í fyrsta skipti. Verðlaunin hlaut Sigrún meðal annars fyrir það að miðla umhverfisfræðslu til barna og ungmenna, með námsefni og verkefnastjórn Grænafánaverkefnisins á árunum 2000-2008. 26.4.2010 05:00 Bíða láns í kappi við tímann Gríska stjórnin þarf að fá fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópuríkjum ekki síðar en 19. maí, en þá eru á gjalddaga afborganir af lánum upp á samtals 11,3 milljónir dala. 26.4.2010 04:00 Gestir í vetur 100 þúsund Á laugardaginn kom 100 þúsundasti gesturinn í Hlíðarfjall ofan Akureyrar á þessum vetri. Þetta var Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík, sem þáði að launum vetrarkort fyrir næsta vetur í Hlíðarfjalli og flugfar til Reykjavíkur með Flugfélagi Íslands. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, veitti henni verðlaunin. 26.4.2010 04:00 Forðuðust að spilla sök Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. 26.4.2010 03:15 Ákvarðanir forseta útskýrðar George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendir næsta haust frá sér sjálfsævisögulega bók, þar sem hann skýrir frá tildrögum og forsendum umdeildra ákvarðana sem hann tók á forsetaferli sínum. 26.4.2010 03:15 Tvær látnar eftir bílslys Tvær af stúlkunum þremur sem fluttar voru á gjörgæsludeild Landspítalans í gær eftir alvarlegt bílslys eru látnar, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á deildinni. Sú þriðja er enn á gjörgæsludeildinni. 25.4.2010 21:03 Konur vilja karlmenn sem eiga iPhone Bresk rannsókn sýnir að konur líta karlmenn sem eiga iPhone hýrari augum en karla sem ekki eiga iPhone. Ástæðan er ekki sú að iPhone símarnir eru í sjálfu sér svo kynþokkafullir heldur gefa símareikningarnir það til kynna að mennirnir séu álitlegri en ella. 25.4.2010 20:10 Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. 25.4.2010 18:36 Minnt á lokun á Emstruvegi Lögreglan á Hvolsvelli vill minna á að lokað er um Emstruveg og hafa núna verið sett upp sérstök umferðarskilti til að vekja athygli á því. Mjög hart verður tekið á brotum gegn banni við umferð á þessum vegi. 25.4.2010 17:39 Stefna á flug frá Keflavík á morgun Iceland Express stefnir að flugi til og frá Keflavíkurflugvelli á morgun. Fyrirhugað er að fljúga til London, Kaupmannahafnar, Berlínar og Brussel. 25.4.2010 16:53 Kræklingaræktin skilar peningum Kræklingaræktin er loks eftir tíu ára þróunarstarf farin að skila stórum peningum, segja ráðamenn Norðurskeljar í Hrísey, sem flytja nú meira út í hverri viku en þeir gerðu allt árið í fyrra, og hafa ekki undan pöntunum. 25.4.2010 19:40 Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. 25.4.2010 16:45 Náttúruverndaverðlaunin afhent í fyrsta sinn Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur og kennari, hlaut í dag fyrst allra ný Náttúrverndarverðlaun, viðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Umhverfisráðherra afhenti verðlaunin við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu. Viðurkenninguna hlaut Sigrún fyrir störf sín í gegnum tíðina í þágu náttúrunnar og fræðslu um hana. 25.4.2010 15:09 Flugsamgöngur enn í lamasessi Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag. 25.4.2010 14:45 Vilja efla alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík Samfylkingin vill kanna möguleika á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Þetta kemur fram í kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga á Reykjavíkurþingi sem haldið var í Breiðholti í gær. 25.4.2010 14:15 Halldór vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra, vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar Vísir náði af honum í dag. 25.4.2010 13:55 Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og Lundúna Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri núna eftir hádegið. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan þrjú og vélin til London klukkustund síðar eða klukkan fjögur. Sætaferðir fyrir farþega eru frá BSÍ . 25.4.2010 13:09 Enn takmarkanir á flugumferð Enn eru miklar takmarkanir á flugumferð um landið vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Ekki er hægt að nota Keflavíkurflugvöll fyrir millilandaflug og fer það því enn um flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum. 25.4.2010 12:18 Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands. 25.4.2010 12:08 Vilja skýrari reglur um forsetann Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, telur að forsætisráðuneytið verði að setja nýjar siðareglur um forsetaembættið. Menn verði að gera það upp við sig hvaða hlutverki forsetaembættið eigi að gegna í samfélaginu. 25.4.2010 11:46 Enn í öndunarvélum eftir alvarlegt umferðarslys Stúlkurnar þrjár, sem slösuðust alvarlega í umferðarslysi við Mánatorg norðan Keflavíkur í gærmorgun, eru enn í öndunarvélum á gjörgæsludeild Landspítalans. Stúlkurnar eru á aldrinum 18 til 19 ára. Að sögn læknis á vakt í morgun er líðan þeirra óbreytt frá því í gær. 25.4.2010 09:23 Hátt í hundrað manns ætla að taka þátt í hreinsunarstarfi í dag Nóttin var róleg í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Lögreglan á Hvolsvelli á í dag von á hátt í hundrað manns, félögum björgunarsveita, jeppaklúbbnum 4x4, félögum Fésbókarsíðu og öðrum sem vilja aðstoða við hreinsun og störf á bæjum undir Eyjafjöllum. 25.4.2010 09:17 Gistu fangageymslur eftir að hafa ekið á ljósastaur Fjórir karlmenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að bifreið sem þeir voru í var ekið á ljósastaur í Hafnarfirði. Þeir voru allir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fundust fíkniefni í bifreið þeirra. Ekki er ljóst hver mannanna fjögurra ók bifreiðinni. Þeir voru handteknir rétt fyrir klukkan hálfsex í morgun og munu lögreglumenn ræða við þá þegar líður á daginn. 25.4.2010 09:13 Sjá næstu 50 fréttir
Góð kolmunnaveiði suður af Færeyjum Góð kolmunnaveiði hefur verið suður af Færeyjum og hafa íslensku skipin fengið þar góðan afla. Nokkur þeirra eru á heimleið með fullfermi og nokkur eru við veiðar. 26.4.2010 08:30
Fögnuðu gullinu og grófu bandaríska fánann Tveir Kanadamenn hafa verið ákærðir fyrir óviðurkvæmilega hegðun og fyrir að vanhelga bandaríska fánann þegar þeir fögnuð sigri Kanada á Bandaríkjunum í úrslitaleiknum í íshokkí á Ólympíuleikunum fyrr á þessu ári. Þá tóku mennirnir, sem báðir eru á þrítugsaldri, bandaríska fánann niður af fánastöng í Kaliforníu sem reist var til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og drógu þess í stað kanadíska fánann að húni. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt að árs fangelsi verði þeir fundnir sekir af ákærum. 26.4.2010 08:24
Flogið frá Keflavíkurflugvelli Icelandair ætlar að flytja tengistöð félagsins frá Glasgow til Keflavíkur upp úr hádegi og verður Akureyrarflugvöllur þá ekki lengur millilandavöllur félagsins. Tvær vélar fara þó þaðan fyrir hádegi. Þrjár vélar frá Glasgow munu hinsvegar lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. 26.4.2010 08:21
Talið að 12 hafi látið lífið í Mississippi Nú er talið að 12 hafi látið lífið og yfir hundrað hafi slasast þegar skýstrókar sem náðu allt að 200 kílómetrahraða á klukkustund fóru yfir Mississippi í Bandaríkjunum um helgina. 26.4.2010 08:19
Minnisblaðið mun ekki skyggja á heimsókn páfa Minnisblað úr breska utanríkisþjónustunni þar sem embættismenn gengu heldur of langt mun ekki hafa áhrif heimsókn páfa til Bretlands, að sögn talsmanns Vatíkansins. 26.4.2010 08:15
Engar fregnir hafa borist af öskufalli Gosið í Eyjafjallajökli er enn í gangi en heldur minni drunur heyrðust frá því niður á Hvolsvöll í nótt en verið hefur. Engar fregnir hafa borist af öskufalli í nótt, en í fyrrinótt varð þess vart, meðal annars á Selfossi. 26.4.2010 08:12
Olíuflekkur ógnar lífríki við strendur Bandaríkjanna Olía úr rúmlega eitt þúsund tunnum rennur nú út Mexíkóflóa skammt frá Bandaríkjunum eftir að olíuborpallur olíufyrirtækisins BP sprakk og sökk í síðustu viku. Ellefu starfsmanna er enn leitað en þeir eru taldir af. 26.4.2010 08:08
Erfðir skýri nikótínfíkn Erfðaeiginleikar kunna að skýra það að sumir ánetjast nikótínfíkn meira en aðrir og eiga erfiðara með að hætta að reykja. Þetta er niðurstaða þriggja rannsókna og birt er í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature Genetics. 26.4.2010 08:05
Komu flugvéla seinkað í nótt vegna óvissu Tvær vélar frá Icelandair komu til Akureyrar frá Glasgow í nótt og eru báðar farnar út aftur. Komu þeirra seinkaði í nótt vegna óvissu um ösku í lofti. Þá er vél væntanleg frá Glasgow laust fyrir klukkan tíu. Millilandaflug félagsins verður áfram á milli Akureyrar og Glasgow í dag og allt Ameríkuflugið fer beint á milli Bandaríkjanna og Glasgow. 26.4.2010 08:01
Farþegaflug milli Íraks og Bretlands Farþegaþota flaug í gær í fyrsta sinn í tvo áratugi milli Íraks og Bretlands. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli því að fresta þurfti fluginu um níu daga. 26.4.2010 07:58
Stórsigur hægrimanna í Ungverjalandi Hægriflokkurinn Fidesz vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Ungverjalandi sem fóru fram í gær. Sósísalistaflokkurinn sem hefur haft meirihluta á ungverska þinginu síðustu átta ár galt afhroð og fékk einungis rúmlega 15% atkvæða. Hægriflokkurinn fékk aftur á móti tvo þriðju þingsæta og því er ljóst að hann getur knúið í gegn róttækar breytingar við stjórn landsins. 26.4.2010 07:54
Lífeyrissjóðir meta hvort stefna þurfi bönkunum „Auðvitað er fullt af fólki að kanna réttarstöðu sína og ég viðurkenni það ósköp vel að ég er að kanna réttarstöðu mína.“ Þetta segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands. Hann segir menn verða að vanda sig í þessum málum og hann sé að hugsa sinn gang. 26.4.2010 06:45
Landnámsdýr gleðja börnin „Það er mikilvægt að gefa börnum færi á návist við dýrin, sérlega ungviðið. Þetta er einn af þeim þáttum sem mun framvegis gera lífið litríkara hér í Reykjanesbæ,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, þegar lítill húsdýragarður var opnaður í Víkingaheimum í Innri-Njarðvík á laugardag. 26.4.2010 06:00
Viktor Orban aftur til valda „Við getum lofað því að við munum reyna að standa undir þessu trausti,“ sagði Lajos Kosa, einn forystumanna hægri- og miðjuflokksins Fidesz, sem tryggði sér meira en tvo þriðju þingsæta í seinni umferð þingkosninga í Ungverjalandi í gær. 26.4.2010 06:00
Má biðja afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag að Framsóknarflokkurinn hefði átt að „sporna við geggjuninni“ í aðdraganda bankahrunsins. 26.4.2010 06:00
Rauðstakkar búa sig undir ný átök Rauðstakkar í Taílandi bjuggu sig í gær undir átök við lögreglu og her, eftir að Abhisit Vejajiva forsætisráðherra hafði hafnað sáttaboði þeirra, sem fólst í því að mótmælum yrði hætt ef þing landsins yrði leyst upp. Mótmælendurnir höfðu lagt undir sig eina götu í Bangkok og hafst þar við í 23 daga. Búist var við að stjórnvöld myndu láta sverfa í stál til að rýma götuna. 26.4.2010 06:00
Lögreglan rannsakar Gift Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar nú málefni Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og Fjárfestingarfélagsins Giftar ehf. og meðferð stjórnarmanna á fjármunum félaga. Að sögn Björns Hafþórs Guðmundssonar, sveitarstjóra Djúpavogs, er óljóst hversu miklu fé 26.4.2010 06:00
Gosóróinn svipaður og undanfarna daga Ekkert sást til gosmökksins úr Eyjafjallajökli í gærdag, hvorki ofan né neðan frá, að sögn sérfræðinga Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. 26.4.2010 05:00
Níræður mætir daglega í vinnu Ólafur Halldórsson, handritafræðingur, hlaut í gær sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til rannsóknar og kynningar á Færeyingasögu. 26.4.2010 05:00
Embættismenn gengu of langt Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur sent Benedikt sextánda páfa afsökunarbréf eftir að minnisblað úr ráðuneytinu, sem ekki var ætlað til birtingar, komst í fjölmiðla. 26.4.2010 05:00
Stefnt að innanlandsflugi eftir helgarhlé Vonast er til að sú breyting verði á dreifingu ösku frá Eyjafjallajökli að hægt verði að taka innanlandsflug upp að nýju í dag. Innanlandsflugið lá niðri um helgina. 26.4.2010 05:00
Staðfestir lát leiðtoga sinna Al Kaída-samtökin í Írak hafa staðfest að tveir helstu leiðtogar þeirra hafi fallið í árás bandarískra og íraskra hermanna um síðustu helgi. 26.4.2010 05:00
Krakkarnir í Hvolsskóla heiðraðir Umhverfisráðherra veitti þrjár viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á degi umhverfisins í gær. Sigrún Helgadóttir hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar Brattholt, sem veitt var í fyrsta skipti. Verðlaunin hlaut Sigrún meðal annars fyrir það að miðla umhverfisfræðslu til barna og ungmenna, með námsefni og verkefnastjórn Grænafánaverkefnisins á árunum 2000-2008. 26.4.2010 05:00
Bíða láns í kappi við tímann Gríska stjórnin þarf að fá fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópuríkjum ekki síðar en 19. maí, en þá eru á gjalddaga afborganir af lánum upp á samtals 11,3 milljónir dala. 26.4.2010 04:00
Gestir í vetur 100 þúsund Á laugardaginn kom 100 þúsundasti gesturinn í Hlíðarfjall ofan Akureyrar á þessum vetri. Þetta var Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík, sem þáði að launum vetrarkort fyrir næsta vetur í Hlíðarfjalli og flugfar til Reykjavíkur með Flugfélagi Íslands. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, veitti henni verðlaunin. 26.4.2010 04:00
Forðuðust að spilla sök Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis setji fram mikið af upplýsingum um vafasama viðskiptahætti aðaleigenda bankanna og eignarhaldsfélaga þeirra lagði nefndin litla áherslu á að taka skýrslur af þessum sömu aðilum. Þó var áhersla lögð á að ræða við þá um samskipti þeirra við stjórnvöld þar sem störf stjórnvalda voru í brennidepli nefndarinnar. 26.4.2010 03:15
Ákvarðanir forseta útskýrðar George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendir næsta haust frá sér sjálfsævisögulega bók, þar sem hann skýrir frá tildrögum og forsendum umdeildra ákvarðana sem hann tók á forsetaferli sínum. 26.4.2010 03:15
Tvær látnar eftir bílslys Tvær af stúlkunum þremur sem fluttar voru á gjörgæsludeild Landspítalans í gær eftir alvarlegt bílslys eru látnar, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á deildinni. Sú þriðja er enn á gjörgæsludeildinni. 25.4.2010 21:03
Konur vilja karlmenn sem eiga iPhone Bresk rannsókn sýnir að konur líta karlmenn sem eiga iPhone hýrari augum en karla sem ekki eiga iPhone. Ástæðan er ekki sú að iPhone símarnir eru í sjálfu sér svo kynþokkafullir heldur gefa símareikningarnir það til kynna að mennirnir séu álitlegri en ella. 25.4.2010 20:10
Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. 25.4.2010 18:36
Minnt á lokun á Emstruvegi Lögreglan á Hvolsvelli vill minna á að lokað er um Emstruveg og hafa núna verið sett upp sérstök umferðarskilti til að vekja athygli á því. Mjög hart verður tekið á brotum gegn banni við umferð á þessum vegi. 25.4.2010 17:39
Stefna á flug frá Keflavík á morgun Iceland Express stefnir að flugi til og frá Keflavíkurflugvelli á morgun. Fyrirhugað er að fljúga til London, Kaupmannahafnar, Berlínar og Brussel. 25.4.2010 16:53
Kræklingaræktin skilar peningum Kræklingaræktin er loks eftir tíu ára þróunarstarf farin að skila stórum peningum, segja ráðamenn Norðurskeljar í Hrísey, sem flytja nú meira út í hverri viku en þeir gerðu allt árið í fyrra, og hafa ekki undan pöntunum. 25.4.2010 19:40
Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. 25.4.2010 16:45
Náttúruverndaverðlaunin afhent í fyrsta sinn Sigrún Helgadóttir, náttúrufræðingur og kennari, hlaut í dag fyrst allra ný Náttúrverndarverðlaun, viðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Umhverfisráðherra afhenti verðlaunin við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu. Viðurkenninguna hlaut Sigrún fyrir störf sín í gegnum tíðina í þágu náttúrunnar og fræðslu um hana. 25.4.2010 15:09
Flugsamgöngur enn í lamasessi Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag. 25.4.2010 14:45
Vilja efla alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík Samfylkingin vill kanna möguleika á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Þetta kemur fram í kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga á Reykjavíkurþingi sem haldið var í Breiðholti í gær. 25.4.2010 14:15
Halldór vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi ráðherra, vildi ekki tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar Vísir náði af honum í dag. 25.4.2010 13:55
Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og Lundúna Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri núna eftir hádegið. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan þrjú og vélin til London klukkustund síðar eða klukkan fjögur. Sætaferðir fyrir farþega eru frá BSÍ . 25.4.2010 13:09
Enn takmarkanir á flugumferð Enn eru miklar takmarkanir á flugumferð um landið vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Ekki er hægt að nota Keflavíkurflugvöll fyrir millilandaflug og fer það því enn um flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum. 25.4.2010 12:18
Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands. 25.4.2010 12:08
Vilja skýrari reglur um forsetann Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, telur að forsætisráðuneytið verði að setja nýjar siðareglur um forsetaembættið. Menn verði að gera það upp við sig hvaða hlutverki forsetaembættið eigi að gegna í samfélaginu. 25.4.2010 11:46
Enn í öndunarvélum eftir alvarlegt umferðarslys Stúlkurnar þrjár, sem slösuðust alvarlega í umferðarslysi við Mánatorg norðan Keflavíkur í gærmorgun, eru enn í öndunarvélum á gjörgæsludeild Landspítalans. Stúlkurnar eru á aldrinum 18 til 19 ára. Að sögn læknis á vakt í morgun er líðan þeirra óbreytt frá því í gær. 25.4.2010 09:23
Hátt í hundrað manns ætla að taka þátt í hreinsunarstarfi í dag Nóttin var róleg í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Lögreglan á Hvolsvelli á í dag von á hátt í hundrað manns, félögum björgunarsveita, jeppaklúbbnum 4x4, félögum Fésbókarsíðu og öðrum sem vilja aðstoða við hreinsun og störf á bæjum undir Eyjafjöllum. 25.4.2010 09:17
Gistu fangageymslur eftir að hafa ekið á ljósastaur Fjórir karlmenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að bifreið sem þeir voru í var ekið á ljósastaur í Hafnarfirði. Þeir voru allir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fundust fíkniefni í bifreið þeirra. Ekki er ljóst hver mannanna fjögurra ók bifreiðinni. Þeir voru handteknir rétt fyrir klukkan hálfsex í morgun og munu lögreglumenn ræða við þá þegar líður á daginn. 25.4.2010 09:13