Erlent

Kennari skaut skólastjóra

Bandarískur grunnskólakennari á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu í Knoxville í Tennessee eftir að hann skaut og særði skólastjórnendur grunnskóla í borginni. Maðurinn skaut skólastjórann og aðstoðarskólastjórann á skólalóðinni skömmu eftir að nemendum var hleypt fyrr heim vegna snjókomu. Skólastjórinn er lífshættulega slasaður.

Kennarinn verður ekki látinn laus nema gegn einnar milljónar dollara tryggingu sem jafngildir um 130 milljónum íslenskra króna. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en ættingjar og samstarfsmenn hann segja að hann hafi áður sýnt ógnandi hegðun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×